Smitum fjölgar enn – 97 í einangrun

Fjögur ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær og 97 manns eru nú með COVID-19 og í einangrun.

kórónuveiran
Auglýsing

Fjöldi þeirra sem greinst hefur með virkt smit af kór­ónu­veirunni hér á landi síð­ustu daga er nú orð­inn 97 sam­kvæmt því sem fram kemur á vefnum COVID.­is. 

Fjögur ný til­felli greindust í gær, tvö hjá sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans og tvö í skimun Íslenskrar erfða­grein­ing­ar. Í gær voru 746 manns í sótt­kví en í dag er fjöld­inn kom­inn í 795. Eng­inn liggur þó á sjúkra­húsi vegna sjúk­dóms­ins.

Flestir hinna sýktu eru á aldr­inum 18-29 ára eða 32 ein­stak­ling­ar. Þrír á átt­ræð­is­aldri eru í ein­angrun og einn á níræð­is­aldri.

Auglýsing

Frá því að fyrsta smitið var greint hér á landi í lok febr­úar hafa 1.930 manns greinst með COVID-19.

Tæp­lega þrjú þús­und sýni voru tekin í gær, lang­flest við landamæra­skimun eða 2.154.

Sótt­varna­læknir hefur sagt að veik­indi þeirra sem nú eru sýktir séu ekki mjög alvar­leg en hefur sam­tímis minnt á að það kunni að breyt­ast. Mögu­lega sé verið að greina fólk fyrr núna en í fyrstu bylgju far­ald­urs­ins í vet­ur. Á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna og land­læknis í gær bar hann saman fjölda til­fella fyrstu daga fyrstu bylgj­unnar og fyrstu daga þeirra bylgju sem nú gengur yfir. Sagði hann þær mjög svip­að­ar. 

Tvö afbrigði af veirunni eru að valda sýk­ingum nú. Í annarri sýk­ing­unni hefur ekki tek­ist að rekja smit til upp­runans og það afbrigði veirunnar hefur nú skotið sér niður í öllum lands­hlut­um. Ekki hefur heldur tek­ist að tengja alla þá sem sýkst hafa.

 „Það er sem stendur óvissa um hvaða stefnu far­ald­ur­inn muni taka,“ sagði Alma Möller land­læknir á upp­lýs­inga­fund­inum fyrr í vik­unni. „Hvort að smitum muni fjölga eða hvort okkur tekst öllum í sam­ein­ingu að ná tökum á smit­un­um. Við teljum að við þurfum að læra að lifa með veirunni til lengri tíma og að það sé óhjá­kvæmi­legt að alltaf verði ein­hver smit í gangi. En hins vegar myndum við vilja hafa betri stjórn á aðstæðum akkúrat núna og þess vegna erum við í öllum þessum aðgerð­u­m.“

Alma ítrek­aði hins vegar að við værum í miklu betri stöðu núna en í vetur til að sinna þeim sem veikj­ast. „Covid-­göngu­deildin heldur vel utan um alla og ef að fólk þarf inn­lögn þá búa læknar og annað heil­brigð­is­starfs­fólk yfir nauð­syn­legri þekk­ingu, reynslu, lyfjum og tækja­bún­að­i.“Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent