Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“

Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir að nýleg gagnrýni hagfræðinganna Gylfa Zoega og Þórólfs Matthíassonar, sem settar voru fram í greinum í Kjarnanum og Vísbendingu, eigi ekki við rök að styðjast. 

Í greinum sínum færðu hagfræðingarnir tveir, í sitthvoru lagi, fram rök fyrir því að það hefðu verið mistök að opna landið fyrir ferðamönnum um miðjan júní og að það muni hafa neikvæðari efnahagslegar afleiðingar en ef það hefði ekki verið gert. „Með ákvörðunum sínum um opnun landsins hafa stjórnvöld stefnt mikilvægum almannagæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efnahag landsins einnig stefnt í hættu,“ skrifaði Gylfi.

Þórólfur skrifaði meðal annars að rýmkandi ákvarðanir í sóttvörnum og um opnun landamæra virðast hafa verið teknar á grundvelli þrýstings hagsmunagæslumanna og þröngra hagsmuna umbjóðenda þeirra, ekki á grundvelli hagræns uppgjörs.

Eigin hegðun landsmanna ráði úrslitum

Þórdís skrifar grein í Morgunblaðið í dag þar sem hún segir, undir millifyrirsögninni „hagfræðingar gerast sérfræðingar í sóttvörnum“, að Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hafi við upphaf faraldursins sagt að erlendum ferðamönnum fylgdi fremur lítil áhætta. Það hafi enda ekki greinst nema 32 virk smit á landamærum í meira en 75 þúsund teknum sýnum. Inni í þeirri tölu séu Íslendingar sem komi erlendis frá. Það sé skoðun þríeykisins svokallaða að eigin hegðun landsmanna ráði úrslitum í baráttunni við faraldurinn.

Auglýsing
Ráðherrann segir að fram undan sé þungur vetur í efnahagslegu tilliti, bæði fyrir landið í heild og marga einstaklinga. „Ríkissjóður heldur landinu að miklu leyti uppi en getur það ekki endalaust. Uppsagnarfrestir eru að renna út og tímabundnar uppsagnir munu því miður margar breytast í varanlegar. Margir munu ekki lengur geta leyft sér þá neyslu sem þeir ákváðu að leyfa sér í sumar þrátt fyrir óvissu um afkomu sína til þess að fá nú einhverja gleði út úr þessu erfiða ástandi.“

Þekkir ekki marga sem fara hringinn í október

Það komi því henni á óvart að Gylfi skuli í grein sinni í Vísbendingu leggja áherslu á að Ísland þurfi ekki erlenda ferðamenn því að staða efnahagsmála sé framar vonum og þannig hafi t.d. merkilega margir keypt gistingu á landsbyggðinni í sumar. „Þetta slær mig svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni. Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október. „Stjórnmálamaður gerist hagfræðingur“ gæti nú einhver sagt. Já, ég leyfi mér að hafa áhyggjur af stöðu ríkissjóðs, efnahagslífsins, fyrirtækja og einstaklinga. Ég leyfi mér líka að benda á að þótt það sé rétt hjá Gylfa að atvinnuleysisbætur örvi eftirspurn þá er það ekki sjálfbært. Við þurfum núna á öllu okkar að halda.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Upplýsingar um alla hluthafa og hversu mikið þeir eiga í skráðum félögum hafa legið fyrir á opinberum vettvangi undanfarið. Þetta telur Persónuvernd stríða gegn lögum.
Persónuvernd telur víðtæka birtingu hluthafalista fara gegn lögum
Vegna nýlegra lagabreytinga hefur verið hægt að nálgast heildarhluthafalista skráðra félaga í Kauphöllinni í samstæðureikningum á vef Skattsins. Persónuvernd telur þessa víðtæku birtingu fara gegn lögum.
Kjarninn 18. júní 2021
Flókið að fást við fólk sem lætur sannleikann ekki þvælast fyrir sér
Kerfið brást Helgu Björgu harðlega eftir að hún upplifði stöðugt áreiti borgarfulltrúa Miðflokksins í um tvö ár án þess að geta borið hönd fyrir höfuð sér. Málið hefur haft margvíslegar alvarlegar afleiðingar á andlega og líkamlega heilsu hennar.
Kjarninn 18. júní 2021
Horft frá Nauthólsvík yfir á Kársnes og að Hamraborg, þar sem Kópavogsbær stefnir á uppbyggingu þéttrar byggðar meðfram væntum borgarlínuleiðum.
Telur kjörnum fulltrúum skylt að rýna í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi vill rýna betur í hugmyndir um ódýrari Borgarlínu, sem lagðar hafa verið fram að undanförnu, svo vilji sveitarstjórna sé skýr í málinu. Einnig viðrar hún sérstakar áhyggjur af rekstrarkostnaði.
Kjarninn 18. júní 2021
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent