Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“

Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, segir að nýleg gagn­rýni hag­fræð­ing­anna Gylfa Zoega og Þór­ólfs Matth­í­as­sonar, sem settar voru fram í greinum í Kjarn­anum og Vís­bend­ingu, eigi ekki við rök að styðj­ast. 

Í greinum sínum færðu hag­fræð­ing­arnir tveir, í sitt­hvoru lagi, fram rök fyrir því að það hefðu verið mis­tök að opna landið fyrir ferða­mönnum um miðjan júní og að það muni hafa nei­kvæð­ari efna­hags­legar afleið­ingar en ef það hefði ekki verið gert. „Með ákvörð­unum sínum um opnun lands­ins hafa stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig stefnt í hætt­u,“ skrif­aði Gylfi.

Þórólfur skrif­aði meðal ann­ar­s að rýmk­andi ákvarð­anir í sótt­vörnum og um opnun landamæra virð­ast hafa verið teknar á grund­velli þrýst­ings hags­muna­gæslu­manna og þröngra hags­muna umbjóð­enda þeirra, ekki á grund­velli hag­ræns upp­gjörs.

Eigin hegðun lands­manna ráði úrslitum

Þór­dís skrifar grein í Morg­un­blaðið í dag þar sem hún seg­ir, undir milli­fyr­ir­sögn­inni „hag­fræð­ingar ger­ast sér­fræð­ingar í sótt­vörn­um“, að Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hafi við upp­haf far­ald­urs­ins sagt að erlendum ferða­mönnum fylgdi fremur lítil áhætta. Það hafi enda ekki greinst nema 32 virk smit á landa­mærum í meira en 75 þús­und teknum sýn­um. Inni í þeirri tölu séu Íslend­ingar sem komi erlendis frá. Það sé skoðun þrí­eyk­is­ins svo­kall­aða að eigin hegðun lands­manna ráði úrslitum í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn.

Auglýsing
Ráðherrann segir að fram undan sé þungur vetur í efna­hags­legu til­liti, bæði fyrir landið í heild og marga ein­stak­linga. „Rík­is­sjóður heldur land­inu að miklu leyti uppi en getur það ekki enda­laust. Upp­sagn­ar­frestir eru að renna út og tíma­bundnar upp­sagnir munu því miður margar breyt­ast í var­an­leg­ar. Margir munu ekki lengur geta leyft sér þá neyslu sem þeir ákváðu að leyfa sér í sumar þrátt fyrir óvissu um afkomu sína til þess að fá nú ein­hverja gleði út úr þessu erf­iða ástand­i.“

Þekkir ekki marga sem fara hring­inn í októ­ber

Það komi því henni á óvart að Gylfi skuli í grein sinni í Vís­bend­ingu leggja áherslu á að Ísland þurfi ekki erlenda ferða­menn því að staða efna­hags­mála sé framar vonum og þannig hafi t.d. merki­lega margir keypt gist­ingu á lands­byggð­inni í sum­ar. „Þetta slær mig svo­lítið eins og að fagna góðu stuði í gleð­skap á mið­nætti án þess að hugsa út í haus­verk­inn að morgni. Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring­inn í októ­ber. „Stjórn­mála­maður ger­ist hag­fræð­ing­ur“ gæti nú ein­hver sagt. Já, ég leyfi mér að hafa áhyggjur af stöðu rík­is­sjóðs, efna­hags­lífs­ins, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga. Ég leyfi mér líka að benda á að þótt það sé rétt hjá Gylfa að atvinnu­leys­is­bætur örvi eft­ir­spurn þá er það ekki sjálf­bært. Við þurfum núna á öllu okkar að halda.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent