Þórdís hafnar gagnrýni Gylfa – „Þekki ekki marga sem ætla að fara hringinn í október“

Ráðherra ferðamála segir gagnrýni hagfræðinga á opnun landamæra slá sig „svolítið eins og að fagna góðu stuði í gleðskap á miðnætti án þess að hugsa út í hausverkinn að morgni.“

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Auglýsing

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, segir að nýleg gagn­rýni hag­fræð­ing­anna Gylfa Zoega og Þór­ólfs Matth­í­as­sonar, sem settar voru fram í greinum í Kjarn­anum og Vís­bend­ingu, eigi ekki við rök að styðj­ast. 

Í greinum sínum færðu hag­fræð­ing­arnir tveir, í sitt­hvoru lagi, fram rök fyrir því að það hefðu verið mis­tök að opna landið fyrir ferða­mönnum um miðjan júní og að það muni hafa nei­kvæð­ari efna­hags­legar afleið­ingar en ef það hefði ekki verið gert. „Með ákvörð­unum sínum um opnun lands­ins hafa stjórn­völd stefnt mik­il­vægum almanna­gæðum í hættu sem eru þau gæði að geta hitt annað fólk, lært með öðru fólki, unnið með öðru fólki og verslað við annað fólk. Og þar með er efna­hag lands­ins einnig stefnt í hætt­u,“ skrif­aði Gylfi.

Þórólfur skrif­aði meðal ann­ar­s að rýmk­andi ákvarð­anir í sótt­vörnum og um opnun landamæra virð­ast hafa verið teknar á grund­velli þrýst­ings hags­muna­gæslu­manna og þröngra hags­muna umbjóð­enda þeirra, ekki á grund­velli hag­ræns upp­gjörs.

Eigin hegðun lands­manna ráði úrslitum

Þór­dís skrifar grein í Morg­un­blaðið í dag þar sem hún seg­ir, undir milli­fyr­ir­sögn­inni „hag­fræð­ingar ger­ast sér­fræð­ingar í sótt­vörn­um“, að Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir hafi við upp­haf far­ald­urs­ins sagt að erlendum ferða­mönnum fylgdi fremur lítil áhætta. Það hafi enda ekki greinst nema 32 virk smit á landa­mærum í meira en 75 þús­und teknum sýn­um. Inni í þeirri tölu séu Íslend­ingar sem komi erlendis frá. Það sé skoðun þrí­eyk­is­ins svo­kall­aða að eigin hegðun lands­manna ráði úrslitum í bar­átt­unni við far­ald­ur­inn.

Auglýsing
Ráðherrann segir að fram undan sé þungur vetur í efna­hags­legu til­liti, bæði fyrir landið í heild og marga ein­stak­linga. „Rík­is­sjóður heldur land­inu að miklu leyti uppi en getur það ekki enda­laust. Upp­sagn­ar­frestir eru að renna út og tíma­bundnar upp­sagnir munu því miður margar breyt­ast í var­an­leg­ar. Margir munu ekki lengur geta leyft sér þá neyslu sem þeir ákváðu að leyfa sér í sumar þrátt fyrir óvissu um afkomu sína til þess að fá nú ein­hverja gleði út úr þessu erf­iða ástand­i.“

Þekkir ekki marga sem fara hring­inn í októ­ber

Það komi því henni á óvart að Gylfi skuli í grein sinni í Vís­bend­ingu leggja áherslu á að Ísland þurfi ekki erlenda ferða­menn því að staða efna­hags­mála sé framar vonum og þannig hafi t.d. merki­lega margir keypt gist­ingu á lands­byggð­inni í sum­ar. „Þetta slær mig svo­lítið eins og að fagna góðu stuði í gleð­skap á mið­nætti án þess að hugsa út í haus­verk­inn að morgni. Ég þekki ekki marga sem ætla að fara hring­inn í októ­ber. „Stjórn­mála­maður ger­ist hag­fræð­ing­ur“ gæti nú ein­hver sagt. Já, ég leyfi mér að hafa áhyggjur af stöðu rík­is­sjóðs, efna­hags­lífs­ins, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga. Ég leyfi mér líka að benda á að þótt það sé rétt hjá Gylfa að atvinnu­leys­is­bætur örvi eft­ir­spurn þá er það ekki sjálf­bært. Við þurfum núna á öllu okkar að halda.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 11. þáttur: „Að fara inn í íslenskan torfkofa opnar leið inn í heim iðandi ofurlífveru“
Kjarninn 26. október 2021
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
„Almennt má segja að skólastarf hafi gengið ágætlega frá skólabyrjun“
Ríkisstjórnin ræddi skólastarf í leik- og grunnskólum haustið 2021 vegna COVID-19 á ríkisstjórnarfundi í morgun.
Kjarninn 26. október 2021
Hagnaður Facebook á þriðja ársfjórðungi var 9 milljarðar dollarar, eða sem nemur rúmum 1.166 milljörðum króna.
Yfir þúsund milljarða króna hagnaður í skugga uppljóstrana og fækkunar yngri notenda
Hagnaður Facebook var meiri en búist var við á þriðja ársfjórðungi. Á sama tíma fækkar notendum í yngsta aldurshópnum og Facebook hyggst „endurheimta týndu kynslóðina“.
Kjarninn 26. október 2021
Fyrsta sektarákvörðun fjölmiðlanefndar sem varðar hlaðvarpsmiðlun var birt í síðustu viku.
Fjölmiðlanefnd sektar og skammar hlaðvarpsstjórnendur – og fær bágt fyrir
Árslöngum eltingaleik fjölmiðlanefndar við nokkra hlaðvarpsþætti lauk fyrir helgi með einni sektarákvörðun og tveimur álitum. Sum hlaðvörp eru nú fjölmiðlar og skráðir sem slíkir en þær raddir heyrast að eftirlitið með þessum markaði sé fram úr hófi.
Kjarninn 26. október 2021
„Nú þurfa Íslendingar að gyrða sig í brók“
Fíknigeðlæknir segir að nú þurfi Íslendingar að gyrða sig í brók svo að hið sama verði ekki upp á teningnum á Íslandi og í Bandaríkjunum varðandi ofnotkun ópíóíða.
Kjarninn 26. október 2021
Á meðal þeirra sakborninga sem setið hafa á bak við lás og slá í Nambíu frá því undir lok árs 2019 er Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra landsins.
Tvö mál orðin að einu í Namibíu
Í nýju ákæruskjali í sameinuðu sakamáli vegna Fishrot-skandalsins í Namibíu eru engir Íslendingar á meðal sakborninga, en alls eru 10 manns og 18 félög sökuð um margvísleg brot í tengslum við kvótaviðskipti Samherja í landinu.
Kjarninn 26. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Gamla höfnin í Reykjavík, örverur, kombucha og súrdeig
Kjarninn 26. október 2021
Gagnrýnir aðstöðuleysi fyrir ungmenni í Laugardalnum
Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að ungmenni í Laugardal þurfi alvöru aðstöðu til íþróttaiðkunar „ekki fleiri vinnuhópa eða góðar hugmyndir á blaði“.
Kjarninn 26. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent