Ætlast til þess að samfélagslegir hagsmunir ráði för en ekki hagsmunir peningaaflanna

Forseti ASÍ segir fjölmörg verkefni sem stjórnvöld gáfu loforð um í tengslum við núgildandi kjarasamninga út af standa. Þá segir hún að „sumargjöf“ Icelandair til flugfreyja muni lita þau verkefni sem fram undan eru hjá verkalýðshreyfingunni.

Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Auglýsing

Nú er ekki tím­inn til að skera niður í rík­is­rekstri að mati Drífu Snædal, For­seta ASÍ, enda geti það dýpkað krepp­una með alvar­legum og lang­vinnum afleið­ingum fyrir ein­stak­linga og sam­fé­lagið allt að hennar mati. Þetta kemur fram í nýjum pistli sem hún sendi frá sér í dag.Í pistl­inum bendir hún á að staðan á vinnu­mark­aði sé slæm, atvinnu­leysi nálægt tíu pró­sentum og óvissa mik­il. „Þarna skiptir öllu að fólk hafi greiðan aðgang að þeim úrræðum sem í boði eru, lögð verði áhersla á fjölgun starfa hjá hinu opin­bera og í nýsköpun og þeim sem eru atvinnu­laus gefin tæki­færi á end­ur­mennt­un. Síð­ast en ekki síst verður að hækka atvinnu­leys­is­bætur strax enda hafa þær ekki haldið í við lág­marks­laun,“ segir Drífa í pistli sín­um.Auglýsing

Kjara­samn­ingar mögu­lega end­ur­skoð­aðir í sept­em­ber

Þá bendir hún á að mögu­leiki sé á end­ur­skoðun kjara­samn­inga sem und­ir­rit­aðir voru í apríl 2019 verði end­ur­skoð­aðir nú í sept­em­ber. For­sendur til grund­vallar kjara­samn­ing­unum eru þrjár; að kaup­máttur aukist, vextir lækki og og að stjórn­völd standi við þau lof­orð sem gefin voru í tengslum við samn­ing­ana. For­sendu­nefnd sem skipuð er full­trúum frá ASÍ og SA muni koma saman til að úrskurða hvort for­sendur hafi stað­ist. Drífa bendir á að kaup­máttur hefur aukist, vextir lækkað „en út af standa fjöl­mörg þeirra verk­efna sem stjórn­völd gáfu lof­orð um.“Aðstæður á vinnu­mark­að­i „­sér­lega krefj­andi“

Hún kallar eftir því að stjórn­völd komi að borð­inu þar sem þau hafi ekki staðið að fullu við sinn hluta sam­komu­lags­ins og þar sem að aðstæður á vinnu­mark­aði séu „sér­lega krefj­andi nú um stundir og verða það áfram.“Hún segir að aðgerðir Icelandair í kjara­við­ræðum félags­ins við Flug­freyju­fé­lag Íslands muni lita þau verk­efni sem fram undan eru.  „Það er því ólíð­andi að Sam­tök atvinnu­lífs­ins skuli í sumar hafa gengið gegn reglum á vinnu­mark­aði með því að styðja Icelandair í for­dæma­lausum aðgerðum gegn flug­freyjum og þjón­um. Það var örlaga­ríkur föstu­dagur í júlí þegar stjórn­endur Icelandair lýstu því yfir að þeir ætl­uðu að snið­ganga við­semj­endur og semja við aðra um kaup og kjör.“ „Sum­ar­gjöf“ Icelandair elti verka­lýðs­hreyf­ing­una inn í haustið

Sú aðferð að atvinnu­rek­endur reyni að búa til sín eigin stétt­ar­fé­lög og gangi til samn­inga við þau sé þekkt úti í heimi að sögn Drífu sem bendir á að það sé ekki í hendi atvinnu­rek­enda að fá að velja og hafna við hverja þeir semja.  „Það verður ekki látið við­gang­ast á íslenskum vinnu­mark­aði og þó að flug­freyjur hafi gengið frá samn­ingum þá mun þessi „sum­ar­gjöf“ elta okkur inn í haustið og lita þau verk­efni sem framundan eru. Samn­ings­réttur vinn­andi fólks verður var­inn!“Undir lok pistils­ins segir Drífa að verka­lýðs­hreyf­ingin ætlist til þess að sam­fé­lags­legir hags­munir ráði för, „ekki hags­munir hinna fáu, ekki hags­munir pen­inga­afl­anna.“ Almanna­hagur þurfi að vera horn­steinn allra ákvarð­ana ef ætl­unin er að koma stand­andi út úr þeirri kreppu sem almenn­ingur standi frammi fyr­ir. Hún segir verk­efni vetr­ar­ins vera mörg en að verka­lýðs­hreyf­ingin sé sterk og til­búin í það sem koma skal.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent