Hafa fengið 210 milljónir til baka frá fyrirtækjum sem nýttu hlutabótaleiðina

Alls hafa 44 fyrirtæki endurgreitt andvirði bóta sem starfsmenn þeirra fengu greiddar úr opinberum sjóðum fyrr á árinu vegna minnkaðs starfshlutfalls. Forstjóri Vinnumálastofnunar segist „nokkuð viss“ um að öll fyrirtækin hafi greitt af sjálfsdáðum.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á upplýsingafundi almannavarna fyrr á árinu.
Auglýsing

Fjöru­tíu og fjögur fyr­ir­tæki hafa end­ur­greitt Vinnu­mála­stofnun sam­tals 210 millj­ónir króna, sem starfs­menn þess­ara sömu fyr­ir­tækja fengu greiddar úr opin­berum sjóðum eftir að fyr­ir­tækin skertu starfs­hlut­fall þeirra. Þetta segir Unnur Sverr­is­dótt­ir, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, í svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Ekki fæst upp­gefið hjá Vinnu­mála­stofnun að svo stöddu hvaða fyr­ir­tæki það eru sem hafa end­ur­greitt bæt­urnar sem starfs­menn þeirra fengu.

Fjöl­mörg fyr­ir­tæki gáfu það þó sjálf út opin­ber­lega að bæt­urnar yrðu end­ur­greidd­ar, eftir að gagn­rýni kom fram í opin­berri umræðu og frá stjórn­mála­mönnum í lok apríl á það að stöndug fyr­ir­tæki með styrkan efna­hag væru að nýta hluta­bóta­leið­ina, þeirra á meðal fyr­ir­tæki sem væru búin eða hefðu í hyggju að greiða hlut­höfum sínum arð á árinu.

Í lok maí birti Rík­is­end­ur­skoðun skýrslu um hluta­bóta­leið­ina og fram­kvæmd hennar og kom þar sömu­leiðis fram sú túlkun að ekki yrði séð af lög­­unum um leið­ina né lög­­­skýr­ing­­ar­­gögnum að það hafi verið ætl­­unin að stöndug fyr­ir­tæki myndu nýta sér leið­ina. 

Póli­tíkin sem skipti um skoðun

Eftir að snörp gagn­rýni kom fram frá stjórn­völdum gagn­rýndu sumir í atvinnu­líf­inu stjórn­völd til baka og sögðu að þeim hefði snú­ist hugur frá fyrri yfir­lýs­ingum um það hvert mark­mið hluta­bóta­leið­ar­innar ætti að vera.

Auglýsing

Fyrri yfir­lýs­ingar hefðu verið vill­andi, sögðu sum­ir, en þegar hluta­bóta­leiðin var kynnt af hálfu stjórn­valda voru ekki neinar kvaðir um að þau fyr­ir­tæki sem hana nýttu mætti ekki greiða sér sér arð eða kaupa eigin hluta­bréf.

Egg­ert Þór Krist­ó­fers­son, for­stjóri almenn­ings­hluta­fé­lags­ins Festi hf., sem rekur m.a. Krón­una, Elko og N1, var einn þeirra sem virt­ist ósáttur við nýjan tón stjórn­valda. Hann  sagði við mbl.is 8. maí að fyr­ir­tækið væri með ákvörðun sinni um að hætta að nýta hluta­bóta­leið­ina og end­ur­greiða rík­inu að bregð­ast við gagn­rýni „frá póli­­tík­­inni sem hafi skipt um skoð­un“. 

Eggert Þór Kristófersson er forstjóri Festi.

Festi greindi frá því í hálfs­árs­upp­gjöri fyr­ir­tæk­is­ins sem kom út á fimmtu­dag að hátt á sjö­unda hund­rað millj­óna króna yrðu greiddar í arð til hlut­hafa félags­ins í sept­em­ber­mán­uði.

„Nokkuð viss“ um að öll hafi end­ur­greitt án þess að fá kröfu

Bjarni Bene­dikts­son sagði aðspurður í sam­tali við RÚV þann 8. maí að ef í ljós kæmi að fyr­ir­tæki hefðu nýtt sér hluta­­bóta­­leið­ina án full­nægj­andi skýr­inga væri ekki úti­­lokað að farið yrði fram á að fyr­ir­tækin end­­ur­greiddu rík­­inu.

Unnur Sverr­is­dóttir hjá Vinnu­mála­stofnun segir í svari við spurn­ingu Kjarn­ans um þetta að hún sé „nokkuð viss“ um að öll fyr­ir­tækin 44 sem hafa end­ur­greitt hluta­bætur hafi gert það án þess að vera krafin sér­stak­lega um það.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Störukeppni á vinnumarkaði
Samtök atvinnulífsins hafa boðað atkvæðagreiðslu um hvort segja eigi upp Lífskjarasamningnum. Verkalýðshreyfingin telur að forsendur samningsins standi og trúir því ekki að samstaða sé um það á meðal atvinnurekenda að leggja í stríð á vinnumarkaði.
Kjarninn 28. september 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Viljum við búa í samfélagi með mjög miklu lögreglueftirliti?
„Ég er ekki nú sérstaklega spenntur fyrir því að hér sé lögreglan að banka á dyr og kanna hvort að fólk sé í sóttkví eða ekki. Mér finnst það ekki spennandi veruleiki,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra.
Kjarninn 28. september 2020
Lykilatriðin úr afhjúpun New York Times á skattamálum Trumps
Honum gengur illa í rekstri, en er virkilega góður í sniðganga skattgreiðslur. New York Times hefur komist yfir skattskýrslur Bandaríkjaforseta á 18 ára tímabili, sem forsetinn hefur reynt að halda leyndum. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. september 2020
39 greindust með COVID-19 í gær – 464 greinst frá miðjum mánuði
Rétt tæplega fjörutíu smit af kórónuveirunni greindust í gær, sunnudag. Langflestir voru í sóttkví við greiningu en áhöfn línubáts, sem öll smitaðist, er inni í tölum gærdagsins.
Kjarninn 28. september 2020
„Rímar augljóslega ekki við áherslur okkar um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum“
Birta lífeyrissjóður segir það hlutverk stjórnar Eimskipa að upplýsa um endurvinnslu tveggja skipa félagsins á Indlandi. Verði ekki orðið við því þurfi að grípa til „harðari aðgerða“.
Kjarninn 28. september 2020
Guðrún Johnsen
Láttu það ganga
Kjarninn 28. september 2020
Haukur Arnþórsson
Nýtt almannatryggingakerfi
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent