Auglýsing

Rík­is­sjóður Íslands verð­ur, sam­kvæmt sviðs­myndum sem unnið er eftir hjá stjórn­völd­um, rek­inn í 250 til 300 millj­arða króna halla í ár. Ástæðan blasir auð­vitað við: gíf­ur­legur kostn­aður vegna neyð­ar­að­gerða sem gripið hefur verið til vegna COVID-19 far­ald­urs­ins og tekju­fall sem hann mun leiða af sér. 

Þorri þeirra aðgerða miðar að fyr­ir­tækj­unum í land­inu í þeirri opin­beru við­leitni að reyna að halda uppi atvinnustigi og vernda ráðn­ing­ar­sam­bönd. Sumar munu eld­ast betur en aðrar og deila má um hvort gera ætti meira fyrir valda hópa en minna fyrir aðra. 

Það er kaldur veru­leiki að breytt sam­fé­lag mun rísa upp úr þessum far­aldri. Fjórða iðn­bylt­ingin hefur fengið ster­a­sprautu og tekið margra ára stökk á nokkrum mán­uð­um. Tækni- og net­lausnir í fund­ar­haldi, versl­un, þjón­ustu og ýmsu öðru hafa sýnt að þær virka. Fyrir mörg fyr­ir­tæki fel­ast í þessu stór­kost­leg vaxt­ar­tæki­færi. Nettó, sem veðj­aði að fullum krafti á net­verslun með dag­vöru hér­lend­is, hefur til að mynda gefið það út að net­versl­unin sé á örfáum vikum komin á stað sem áður var ekki reiknað með að hún myndi kom­ast á fimm árum. Þegar til­kynnt var um nýjan for­stjóra Haga, stærsta smá­sala á Íslandi sem hefur setið veru­lega eftir í net­sölu, í gær þá sner­ist sú til­kynn­ing að nær öllu leyti um að nýir tímar væru í verslun þar sem sam­­fé­lags­­legir þættir og tækn­i­fram­farir krefð­ust frum­­kvæðis og nýrrar nálg­unar í verslun og við­­skipt­­um.

Algjör óvissa í tólf til 18 mán­uði hið minnsta

Fyrir önnur fyr­ir­tæki sem hönnuð eru fyrir heim­inn sem var mun fel­ast í þess­ari hröðun dauða­dóm­ur. Mörg þeirra fyr­ir­tækja starfa í ferða­þjón­ustu eða tengdum grein­um.

Neyð­ar­úr­ræðin sem hafa verið keyrð af stað, og eru greidd með okkar fjár­mun­um, voru sett á fót ann­ars vegar til að kaupa tíma fyrir fyr­ir­tæki til að átta sig á aðstæðum á meðan að mesta rykið myndi setj­ast og hins vegar til að reyna að halda uppi atvinnustigi.

Auglýsing
Augljóst var að skoða þyrfti reglu­lega for­sendur þeirra og sjá hvort að þau séu að ná mark­miðum sín­um, eða og hvort að fjár­munir skatt­greið­enda væru betur nýttir í ann­ars konar verk­efni. Ný sviðs­mynd stjórn­valda gerir til að mynda ráð fyrir því að sam­dráttur í ár verði níu pró­sent og að horfur í ferða­þjón­ustu verði óljósar í 12 til 18 mán­uði. Hún muni að mestu liggja í dvala á meðan að þeirri óvissu stend­ur. Fram­leiðslutap verður um 200 millj­arðar króna og það verður að vinna upp með ein­hverjum hætti ef að stefnan er að ná hið minnsta sömu efna­hags­legu lífs­gæðum sem hér voru í fyrra.

Aug­ljóst er miðað við þá sviðs­mynd að ótækt er að halda uppi þús­undum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækja í allan þann tíma fyrir rík­isfé á meðan að nær algjört tekju­leysi verður í geir­an­um. 

Ekk­ert eft­ir­lit með lang­dýrasta úrræð­inu

Hluta­bóta­leiðin er langstærsta úrræðið sem ráð­ist var í. Um síð­ustu mán­aða­mót, á bar­áttu­degi verka­lýðs­ins, voru greiddir um tólf millj­arða króna í fram­færslu til þeirra 55 þús­und lands­manna sem eru atvinnu­lausir að hluta eða öllu leyti. Til að setja þá tölu í sam­hengi þá er hún hærri en heild­ar­greiðslur vegna atvinnu­leys­is­bóta á árinu 2018, sem voru ell­efu millj­arðar króna. 

Þegar leiðin var lög­leidd í mars fylgdu því allskyns skil­yrði sem sneru að starfs­mann­inum sem yrði settur á leið­ina. Lítil skil­yrði voru hins vegar til staðar gagn­vart fyr­ir­tækj­unum sem nýttu sér leið­ina til að spara sér launa­kostnað með því að velta honum yfir á skatt­greið­end­ur. Í lög­unum segir að Vinnu­mála­stofnun sé heim­ilt „að óska eftir upp­lýs­ingum og gögnum frá vinnu­veit­anda sem launa­maður missti starf sitt hjá að hluta þar sem fram komi nán­ari rök­stuðn­ingur fyrir sam­drætti í starf­sem­inni, svo sem fækkun verk­efna eða sam­dráttur í þjón­ust­u.“

Í frétt Kjarn­ans frá 22. apríl síð­ast­liðnum kom fram að  Vinn­u­­mála­­stofnun hefði, sökum álags og tíma­skorts, ekki óskað eftir neinum upp­­lýs­ingum eða gögnum frá fyr­ir­tækjum sem hafa skert starfs­hlut­­fall starfs­­manna sinna um það af hverju fyr­ir­tækin eru að ráð­­ast í þessar aðgerð­­ir. Engu fyr­ir­tæki var því hafn­að. 

Hluta­bóta­leiðin átti að vera leið til að við­halda ráðn­ing­ar­sam­bandi hjá fyr­ir­tækjum sem orðið hefðu fyrir veru­legu tekju­falli á meðan að hlut­irnir væru að skýr­ast og í ljós væri að koma hvort þau ættu sér til­veru­grund­völl í meira en nokkrar vik­ur. Hún var ekki hönnuð til að verja eigið fé fyr­ir­tækja með millj­arða króna árlega veltu eða hlutafé eig­enda þeirra. Þannig hefur hún hins vegar verið nýtt af mörg­um. 

Þrátt fyrir að marg­bent hafi verið á það að nauð­syn­legt væri að binda alla rík­is­styrki hið minnsta við fyr­ir­tæki við það að þau myndu ekki greiða eig­endum sínum arð eða kaupa eigin bréf af þeim, og með því færa pen­inga úr rekstr­inum til hlut­hafa, þá var ekk­ert slíkt ákvæði sett inn í lög um hluta­bóta­leið­ina. 

Fjár­sterk fyr­ir­tæki ganga á lagið

Fyrir vikið gengu mörg fyr­ir­tæki með mjög sterka eig­in­fjár­stöðu, og sem munu skila hagn­aði á árinu 2020, á lag­ið. Stjórn­endum þeirra fannst sem að þarna væri um að ræða styrki við hlut­hafa þeirra. Leið til að auka auð þeirra. 

Bláa lón­ið, sem átti 12,4 millj­arða króna í eigið fé í lok árs 2018 og hefur greitt eig­endum sínum 6,6 millj­arða króna í arð á tveimur árum, var eitt fyrsta fyr­ir­tækið til að setja stóran hluta af starfs­fólki sínu á hluta­bóta­leið­ina. 

Kjarn­inn greindi frá því 10. apríl að Sam­herji, stærsta sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins sem átti 111 millj­arða króna í eigið fé í lok árs 2018 og hefur án nokk­urs vafa aukið við það í fyrra, hefði sett starfs­menn í fisk­vinnslum Sam­herja og dótt­ur­fé­lags­ins Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga á hluta­bóta­leið­ina. 

Síð­ustu dag­ana hafa svo hrunið inn fréttir af skráðum félögum sem gerðu slíkt hið sama. Elds­neyt­is­sal­inn Skelj­ungur borg­aði hlut­höfum sínum 600 millj­ónir króna í arð í apríl en setti sex dögum síðar hluta af starfs­mönnum sínum á hluta­bóta­leið­ina. Eftir að upp um þá komst ákvað Skelj­ungur að end­ur­greiða pen­ing­ana í rík­is­sjóð og end­ur­ráða starfs­fólkið að fullu. Í til­kynn­ingu sagði að „að athug­uðu máli telur Skelj­ungur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræð­ið.“ 

Auglýsing
Stoð­tækja­fram­leið­and­inn Össur, sem hagn­að­ist um 8,5 millj­arða króna í fyrra og er að uppi­stöðu í eigu dansks fjár­fest­inga­sjóð, ­setti starfs­fólk á Íslandi á hluta­bóta­leið­ina. Skömmu áður hafði Össur greitt hlut­höfum sínum 1,2 millj­arða króna í arð.

Smá­söluris­inn Festi, sem gerir ráð fyrir 7,3 millj­arða króna rekstr­ar­hagn­aði á yfir­stand­andi ári og hefur ein­ungis frestað arð­greiðslum vegna síð­asta árs fram á haust, setti fólk á hluta­bóta­leið­ina. Það gerði líka hinn smá­söluris­inn Hag­ar, sem áttu 24,2 millj­arða króna í eigið fé í lok nóv­em­ber í fyrra og hagn­að­ist um 2,3 millj­arða króna á fyrstu níu mán­uðum yfir­stand­andi rekstr­ar­árs síns. Þetta eru sömu Hagar sem keyptu hluta­bréf af þremur lyk­il­stjórn­endur sínum fyrir rúman millj­arð króna á árunum 2008 og 2009 en gáfu svo tveimur þeirra 0,8 pró­sent hlut í félag­inu aft­ur, sem þeir seldu svo að mestu 2016 fyrir hund­ruð millj­óna króna. Til­kynnt var í síð­ustu viku að lyk­il­stjórn­end­urnir tveir, sem hafa verið með frá tæp­lega fimm millj­ónum króna til rúm­lega sex millj­óna króna í mán­að­ar­laun und­an­farin tæpan ára­tug, muni hætta hjá Högum í nán­ustu fram­tíð. Starfs­lok þeirra munu kosta yfir 300 millj­ónir króna vegna þess að þeir eru með eins og þriggja ára upp­sagn­ar­frest. 

Önnur skráð félög sem vitað er um að hafi nýtt sér leið­ina eru Origo (hagn­að­ist um 425 millj­ónir króna á fyrsta árs­fjórð­ungi þar sem tekjur félags­ins juk­ust um 20 pró­sent frá árinu áður) og fjar­skipta­fyr­ir­tækið Sýn (sem átti 8,8 millj­arða króna í eigið fé um síð­ustu ára­mót). 

Þessi fyr­ir­tæki sem hafa verið talin upp hér töldu til­hlýði­legt að láta skatt­greið­end­ur, almenn­ing í land­inu, greiða hund­ruð millj­óna króna sam­an­lagt í sína sjóði til að verja eigið fé þeirra og eign hlut­hafa.

Ein­stakt í heim­inum

Áður en að opin­ber­anir um þessa mis­notkun á leið­inni fóru að birt­ast í hrönnum í fjöl­miðlum hafði önnur mis­notkun átt sér stað. Fyr­ir­tæki höfðu, í sam­ráði við Sam­tök atvinnu­lífs­ins, sagt upp fólki og látið ríkið greiða hluta af launum starfs­­manna á upp­­sagn­­ar­fresti í gegnum leið­ina.

Vinn­u­­mála­­stofnun steig þá inn og gaf skýrt til kynna að slíkt væri mis­­­notkun á úrræð­in­u. Sam­tök atvinn­u­lífs­ins sættu sig við þann skiln­ing og hættu að ráð­­leggja aðild­­ar­­fyr­ir­tækjum sam­tak­anna að gera þetta.

Í stað­inn var soðin saman í skyndi ný lausn sem í fólst að greiða hluta launa­­kostn­að­ar  starfs­manna hjá fyr­ir­tækjum sem höfðu upp­lifað til­tekið tekju­fall á upp­­sagn­­ar­fresti. Þótt for­víg­is­menn rík­is­stjórn­ar­innar hafi kynnt áformin á blaða­manna­fundi sem hafði á sér svipað yfir­bragð og fund­irnir þar sem aðgerð­ar­pakki eitt og tvö voru opin­beraðir þá var sá munur á í þetta skiptið að ekk­ert frum­varp lá fyrir til að lög­leiða aðgerð­ina. Þá hefur ekk­ert kostn­að­ar­mat verið birt um hvað þessar stuðn­ings­greiðsl­ur, sem fela í sér greiðslur að hámarki 633 þús­und krónur á mán­uði í allt að þrjá mán­uði, muni kosta rík­is­sjóð. Ekk­ert liggur fyrir um hvernig eft­ir­liti með fram­fylgd­inni verður háttað held­ur. Enn ein leiðin fyrir hlut­hafa til að seil­ast í rík­is­sjóð hefur verið opin­beruð.

Það blasir þó við að leiðin mun kosta marga millj­arða króna, enda var hátt í fimmta þús­und manns sagt upp næstu daga í hóp­upp­sögn­um.

Það er ein­stakt á heims­vísu að rík­is­sjóður stigi inn með almennan opinn tékka til að gera fyr­ir­tækjum kleift að segja upp starfs­fólki svo hægt sé að verja eign hlut­hafa í þeim fyr­ir­tækjum og tryggja að tæki, tól, fast­eignir og við­skipta­sam­bönd hald­ist áfram í sömu eig­u. 

Þessi aðgerð mun ugg­laust verða skoðuð ítar­lega þegar litið var í bak­sýn­is­speg­il­inn. Var nauð­syn­legt að gera þetta gagn­vart ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækjum sem telj­ast ekki þjóð­hags­lega mik­il­væg sem munu lík­lega ekki hefja alvöru starf­semi á ný fyrr en í fyrsta lagi ein­hvern tím­ann á næsta ári og geta ekki átt von á sam­bæri­legum umsvifum í fyr­ir­sjá­an­legri fram­tíð? Er þetta for­svar­an­leg notkun á almanna­fé? Þurfa skatt­greið­endur til dæmis að koma rútu­fyr­ir­tækjum í „híði“ svo þeir geti, í sam­floti við líf­eyr­is­sjóði og rík­is­banka, nýtt „híð­ið“ til að búa til ferða­þjón­usturisa?

Neyð­ar­að­stoð er ekki til að verja eigið fé

Við erum að taka mörg hund­ruð millj­arða króna að láni vegna yfir­stand­andi aðstæðna. Sam­hugur er um að það sé verj­andi til að standa vörð um vel­ferð­ar­kerfin okkar og til að reyna eftir fremsta megni að bregð­ast við þeim neyð­ar­að­stæðum sem eru uppi í atvinnu­líf­inu, þar sem fjórð­ungur vinnu­mark­að­ar­ins er án atvinnu að öllu leyti eða hluta. 

Þótt skiln­ingur ríki á því að þetta muni kosta gríð­ar­lega fjár­muni, og að við sem yngri erum, og jafn­vel börnin okk­ar, munum lík­ast til vera að greiða fyrir við­bragðs­kostn­að­inn nú langt inn í fram­tíð­ina þá verðum við að gera þá ský­lausu kröfu að almenni­legt eft­ir­lit sé með því hvernig fjár­mun­unum sé úthlutað og að gengið verði hart á þá sem mis­nota sér aðstæður til að verja eigin eigna­stöðu fyrst og síð­ast. Neyð­ar­úr­ræði eru ekki fyrir fjár­magns­eig­end­ur, þau eru fyrir sam­fé­lag­ið. 

Það á að gera þá kröfu á stjórn­völd að þau fari vel með þá fjár­muni sem við treystum þeim fyr­ir. Það á að gera kröfu á að þau herði allt eft­ir­lit með þeim sem nýta sér neyð­ar­að­gerðir stjórn­valda. Það á að gera þá kröfu að nýt­ing allra aðgerða verði bundin því að ekki verði greiddur út arður eða keypt eigin bréf um nokk­urra ára skeið. 

En fyrst og síð­ast á að gera þá kröfu að fjár­sterk fyr­ir­tæki í arð­bærum rekstri skili neyð­ar­að­stoð­inni sem þau sóttu. Hún var ekki, og er ekki, fyrir þau.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nichole Leigh Mosty
Kvennafrídagur 2020 og nokkra staðreyndir um stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Leslistinn 24. október 2020
Óléttan sem allir þrá en enginn þorir enn að fagna
Það treystir sér varla nokkur maður að segja það upphátt. Þó að hún sé mikil um sig. Þyngri á sér en venjulega. Þó að hún sé einmitt á réttum aldri. En, er hvíslað í þröngum hópi, getur það mögulega verið að hún sé ólétt?
Kjarninn 24. október 2020
Yfirlitsmynd yfir fyrirhugað framkvæmdasvæði. Guli kassinn og blái þríhyrningurinn afmarka svæði 1. og 2. áfanga.
Vilja virkja vindinn á Mosfellsheiði
Ef áætlanir Zephyr Iceland ganga eftir munu 30 vindmyllur, um 200 MW að heildarafli, rísa á Mosfellsheiði. Fjölmargar hugmyndir að vindorkuverum bárust verkefnisstjórn rammaáætlunar en Zephyr telur óljóst að vindorka eigi þar heima.
Kjarninn 24. október 2020
Silja Dögg Gunnarsdóttir
Ostur í dulargervi
Kjarninn 24. október 2020
Íslands-Færeyja straumurinn (IFSJ) er sýndur með dökk fjólubláum lit á kortinu.
Uppgötvuðu hafstraum og kenna hann við Ísland
Norskir vísindamenn hafa borið kennsl á nýtt fyrirbæri í hafinu sem hefur umtalsverð áhrif á loftslag á okkar norðlægu slóðum. Hafstraumurinn hefur fengið nafnið Íslands-Færeyja brekkustraumurinn (e. Iceland-Faroe Slope Jet).
Kjarninn 24. október 2020
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri
Segir endurbata í ferðaþjónustu vera hröðustu leiðina úr kreppunni
Fyrrverandi seðlabankastjóri telur að aukin virkni ferðaþjónustunnar sé fljótvirkasta leiðin til að ná viðsnúningi í hagkerfinu.
Kjarninn 24. október 2020
Nasistar, rasistar, fasistar og hvíthettir – eða kannski bara einn stór misskilningur?
Viðbrögð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við fánamálinu hafa verið afgerandi – en embættið styður ekki með neinum hætti hatursorðræðu eða merki sem ýta undir slíkt. Það hefur þó ekki verið nóg til að lægja öldurnar á samfélagsmiðlum.
Kjarninn 24. október 2020
Meirihluti borgarstjórnar stendur á bak við þá sýn sem birtist í tillögunum að breyttu aðalskipulagi fram til ársins 2040.
Borgaryfirvöld vilja meiri borg og færri bíla
Borgaryfirvöld hafa kynnt breytingar á aðalskipulagi Reykjavíkur, sem framlengja núgildandi skipulag til ársins 2040. Háleit markmið eru sett um byggingu 1.000 íbúða á ári að meðaltali, alls rúmlega 24 þúsund talsins til 2040 ef vöxtur verður kröftugur.
Kjarninn 24. október 2020
Meira úr sama flokkiLeiðari