Þankar um veiru

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emiritus, vonar að sú dýrkeypta reynsla sem við höfum eignast vegna COVID-19 gleymist ekki jafnóðum, heldur verði til góðs fyrir okkur sem þjóð.

Auglýsing

COVID-veiran vekur okkur vissu­lega til umhugs­unar um býsna margt, og hér verður drepið á nokkur atriði sem höf­undur telur ekki hafa komið til umræðu sem vert væri.

Lík­lega kemur það mörgum á óvart að sam­fé­lag nútím­ans skuli reyn­ast svona við­kvæmt fyrir far­sótt­inni. En það er margt sem leggst á eitt og veldur fárinu. 

Margar far­sóttir sög­unnar hafa kviknað á svip­aðan hátt og Covid-19, með örverum frá villtum dýrum.

Greini­legt er til dæmis að menn hafa sýnt of mikla léttúð í að nýta sér villt dýr til mat­ar, og vænt­an­lega verður hætt að nytja til dæmis leð­ur­blök­ur, sem eru einmitt þekktar sem gróðr­ar­stíur fyrir fram­andi veir­ur. Margar far­sóttir sög­unnar hafa raunar kviknað á svip­aðan hátt, með örverum frá villtum dýr­um. (Hér verður ekki eytt orðum að þeirri fárán­legu hug­mynd valda­manna í öfl­ug­asta ríki heims til skamms tíma, að sýkna leð­ur­blök­urn­ar!).

Um eðli far­sótta

Því miður er ljóst að margir skilja illa eðli smit­andi far­sótta sem ber­ast út með vísis­vexti (ex­ponential growth) sem nær óger­legt er að stöðva til fulls nema með svo­nefndu hjarð­ó­næmi sem hugs­an­legt er að ná ann­að­hvort með bólu­efni, eða þá með því að nógu margir hafi með­tekið veiruna og orðið ónæm­ir. En vísis­vöxtur af þessu tagi er algengur í nátt­úr­unni, til dæmis þar sem teg­und líf­vera nemur „nýtt land“ eða nýtt og stórt búsvæði þar sem hún var ekki áður. Um slíkt gildir sann­ar­lega hið forn­kveðna að „mjór er mik­ils vís­ir“ því að útbreiðsla teg­und­ar­innar byrjar þá með örfáum ein­stak­lingum en hún fjölgar sér síðan mjög ört. Í nátt­úr­unni er algengt að þess konar vöxtur stöðv­ist vegna ein­hverra ytri tak­markana, til dæmis af því að nær­ingu eða lífs­rými eru tak­mörk sett fyrr eða síð­ar. En þegar um er að ræða veirur sem lifa á mönnum eða öðrum útbreiddum dýra­teg­undum þá er lífs­rýmið nær ótak­mark­að, nema þegar hjarð­ó­næmi breið­ist út og lokar fyrir nær­ingu og fjölgun veir­anna. Van­þekk­ing og van­mat á þessum atriðum varð því miður til þess að menn í lyk­il­stöðum í valda­kerfi heims­ins brugð­ust seint og illa við aðsteðj­andi vá, og heilu þjóð­irnar súpa nú seyðið af því.

Auglýsing
Valdhafar allra tíma meðal manna hafa líka átt erfitt með að kyngja því að ráða ekki við vágesti af þessum toga með þeim aðferðum sem þeim eru tamastar, til dæmis með her­valdi eða lög­reglu, varn­ar­múrum eða áróðri. Þeir sem fara með völdin nú á dögum virð­ast helst hugsa sér að draga tenn­urnar úr óvin­inum með valdi pen­ing­anna, en þar er þó að mörgu að hyggja. 

Það er sem sé eitt ein­kenni veirunnar að hún tekur ekk­ert mark á ýmsum mann­anna verkum á borð við landa­mæri, trú­ar­brögð eða hag­kerfi, og hún fæst alls ekki til að fara í mann­grein­ar­á­lit innan sam­fé­lags, enda les hún hvorki skatta­fram­töl né leynd­ar­skjöl um aflandseyj­ar. Fyrir henni eru allir menn jafnir og smit berst hindr­un­ar­laust frá hinum fátæka til auð­manns­ins og öfugt. Þetta er einmitt helsta ástæðan tll þess að menn hrein­lega verða að snúa bökum saman allir sem einn gegn þessum vágesti; þeir sem telja sig of góða til að taka þátt í því lenda ekki bara á flæðiskeri heldur mega þeir líka vita að stór­straums­flóðið kemur áður en var­ir.

Erfitt er að hugsa sér annað en að ferðir heima­manna og útlend­inga til og frá land­inu muni raska við­kvæmu jafn­vægi meðan veiran er enn í nær fullu fjöri ann­ars staðar.
Nú eru margar þjóðir að þreifa sig áfram með að draga úr aðgerðum gegn veirunni, en sumir gera sér þó grein fyrir að þar er ekki á vísan að róa. Að vísu er hægt að sjá fyrir sér, á ein­angr­uðu og afmörk­uðu svæði eins og Íslandi, að hægt sé að halda veirunni í skefjum með víð­tækum og sum­part per­sónu­legum aðgerðum eins og hand­þvotti, fjar­lægð­ar­reglu, sam­komu­tak­mörk­unum og flelru þess hátt­ar, en erfitt er að hugsa sér annað en að ferðir heima­manna og útlend­inga til og frá land­inu muni raska við­kvæmu jafn­vægi meðan veiran er enn í nær fullu fjöri ann­ars stað­ar. Ef ekk­ert hjarð­ó­næmi hefur þá skap­ast er staðan alger­lega óbreytt frá sjón­ar­miði veirunn­ar, frá því að hún kom hér fyrst og fór að fjölga sér út frá örfáum ein­stak­ling­um. Og í heimi ferð­anna er ekki allt sem sýn­ist.

Ferða­mennskan og flugið

Í umræð­unni um vænt­an­lega fjölgun ferða­manna og end­ur­reisn ferða­út­vegs­ins er ansi mikið um órök­studda bjart­sýni nú um stund­ir. Slíkt er auð­vitað skilj­an­legt en tefur hins vegar fyrir því að við komumst niður á jörð­ina með fast undir fótum og förum að rækta nýja garða í stað þeirra sem tap­ast. Allra fyrst þurfum við að átta okkur á því að við höfum engin úrslita­á­hrif – hvorki almenn­ingur né rík­is­stjórn -- á það hvort erlendir ferða­menn koma til Íslands. Það ræðst fyrst og fremst af því (1) að fólk hafi áhuga á að koma hing­að, (2) að stjórn­völd í við­kom­andi landi leyfi ferða­lög hing­að, og (3) að sótt­varnir okkar mæli ekki gegn því með hlið­sjón af stöðu mála í land­inu sem í hlut á. Eins og nú horfir virð­ist til dæmis langt í land að verj­an­legt sé að taka við ferða­mönnum frá Banda­ríkj­unum og öðrum löndum sem gera sig lík­leg til að þurfa að berj­ast lengi enn við veru­lega Covid-­sýkingu. Slíkt verður að minnsta kosti varla gert nema sótt­kví komi til.

Svo er einn mik­il­vægur þáttur sem hefur að mestu orðið út undan í umræð­unni um fjölgun ferða­manna enn sem komið er, en það er flugið sjálft og eðli þess gagn­vart smit­hættu. Enn sem komið er hefur öll athyglin beinst að afkomu flug­fé­laga, atvinnu­leysi í flugi og öðru slíku sem er því miður erfitt úrlausn­ar. En afar fáir hafa spurt (eða þorað að spyrj­a?) ein­földu grunn­spurn­ing­anna: Verður flog­ið? Hvern­ig?

Það er alvöru spurn­ing hvort áhættu­hópar eigi helst ekk­ert að fljúga næstu árin, og mér þykir lík­legt að aðrir muni líka draga stór­lega úr flug­ferðum og halla sér til dæmis að raf­rænni sam­skipta­tækni í staðinn.
Mér sýn­ist að við séum sjaldan í meiri hættu á að smit­ast af far­sótt en einmitt í hefð­bundnu far­þega­flugi milli landa. Venju­leg flug­ferð byrjar með 1-2 klukku­stunda dvöl í miklum þrengslum á flug­velli og þá tekur við margra klukku­stunda seta í enn meiri þrengslum og í tak­mörk­uðu rými í flug­vél­inni, yfir­leitt innan um fólk sem við þekkjum hvorki haus né sporð á, og höfum enga hug­mynd um hvort það er smit­að, né heldur hvort það þvær sér um hendur með sápu í 20 sek­únd­ur. Og svo tekur við ný bið þegar komið er á flug­völl­inn á áfanga­stað. – Sérð þú þetta ekki fyrir þér, les­andi góð­ur? Það er alvöru spurn­ing hvort áhættu­hópar eigi helst ekk­ert að fljúga næstu árin, og mér þykir lík­legt að aðrir muni líka draga stór­lega úr flug­ferðum og halla sér til dæmis að raf­rænni sam­skipta­tækni í stað­inn. 

Sem betur fer leys­ist sumt af vand­anum af sjálfu sér þegar dregur úr flugi, til dæmis verður þá ekki ös á flug­völl­um. Og það er auð­vitað hægt að fækka sætum í flug­vélum til að draga úr smit­hættu; kannski dugir að hafa einn metra milli manna í stað tveggja, þó að sam­veru­tím­inn sé að vísu lengri en hjá rak­ar­an­um. En fækkun flug­sæta mundi hækka miða­verð veru­lega, sem verður þó ef til vill þol­an­legt fyrir almenn­ing ef fólk flýgur sjaldn­ar. -- Ég hef nefnt vanda flugs­ins sem dæmi um fyr­ir­sjá­an­legar og erf­iðar afleið­ingar COVID-far­ald­urs­ins, en þær eru auð­vitað miklu fleiri og ekki rúm til að fara yfir þær hér. 

Þreytan og þróttur veirunnar

Við Íslend­ingar erum nú stödd í þeim kafla veiru­sög­unnar þar sem menn eru orðnir hálf­þreyttir á varn­ar­að­gerð­un­um, einkum þeir hópar sem verða mest fyrir barð­inu á þeim, og veiran hefur misst þrótt­inn hér á landi að svo stöddu. Þjóðin er ánægð með að hafa sam­ein­ast gegn vágest­inum og náð árangri sem er bæði merki­legur og var alls ekki sjálf­gef­inn í upp­hafi. En samt eru enn blikur á lofti því að hags­muna­hóp­arnir eru komnir á kreik og þeir geta verið býsna öfl­ugir þegar þeir beita sér. Nú vilja allir sem telja sótt­varn­ar­regl­urnar bein­ast gegn stund­ar­hags­munum sínum draga mátt­inn úr regl­unum gagn­vart sér án þess að horft sé veru­lega til hugs­an­legra afleið­inga. Þaðan af síður vilja menn halda áfram að „hugsa út fyrir kass­ann“ eins og þó var gert með ágætum á síð­ustu vik­um, til dæmis með því að nota staf­ræna  sam­skipta­tækni. Von­andi fer þetta samt allt vel þó að menn virð­ist stundum ætla að tefla á óþarf­lega tæpt vað í stað þess að hugsa upp á nýtt.

En hvernig verður lífið á tímum veirunn­ar?

Það er auð­vitað ofdirfska að segja of mikið um þetta, en ég læt slag standa. -- Mér sýn­ist lík­legt að við förum að ferð­ast miklu meira um eigið land, að við drögum úr vinnu­tíma, verðum meira með fjöl­skyld­unni og öðrum hópum sem við þekkjum og svo fram­veg­is. Við lærum enn betur að meta góða heilsu sem verð­mæti og einnig gildi þess að eiga með okkur sam­fé­lag sem býður þegnum sínum öryggi og jöfn­uð. Við sem erum nálægt miðju á tekju­kvarð­anum höfum kannski líka lært það að mörg verð­mæti í líf­inu skipta meira máli en tölur og pen­ing­ar. Við höfum eign­ast þá reynslu að verða fyrir árás frá sam­eig­in­legum óvini og snúa þá bökum sam­an. Sú dýr­keypta reynsla gleym­ist von­andi ekki jafn­óð­um, heldur verður til góðs fyrir okkur sem þjóð.

Hér hefur ekki verið rúm til að fjalla ræki­lega um far­ald­ur­inn frá sjón­ar­miði alþjóða­sam­fé­lags­ins. Rétt er þó að minna á að gróða­hyggja nútím­ans á nokkra sök á að lyf og bólu­efni skorti þegar far­ald­ur­inn skall á. Unnt hefði verið að bæta úr því á grund­velli fyrri far­aldra af völdum kór­ónu­veira, en það var ekki gert vegna þess að einka­fyr­ir­tæki hefðu ekki grætt á því og alþjóða­stofn­anir voru í fjársvelti. Von­andi verður bætt úr því til fram­búðar og alþjóða­stofn­anir í heil­brigð­is­málum efld­ar, enda spyrja margir sjúk­dómar ekki um landa­mæri. Og von­andi læra menn að umgang­ast dýr og nátt­úru með meiri gætni og til­lit­semi en áður. 

Ég lýk þessu grein­ar­korni með eft­ir­far­andi til­vitnun í Frank Snowden, sem er pró­fessor við Yale-há­skóla og sér­fróður um sögu far­sótta: 

Við höfum skapað þá goð­sögn að við getum látið hag­kerfið vaxa sam­kvæmt vísis­vexti í það óend­an­lega, með 8 millj­örðum manna á jörð­inni, gríð­ar­legum ferða­lög­um, umhverf­is­meng­un, og með sívax­andi nátt­úru­spjöll­um. Þannig höfum við skapað nærri því kjörað­stæður fyrir til­komu og útbreiðslu kór­óna­veirunnar ásamt því mikla tjóni sem hún veldur okk­ur.

Höf­undur er pró­fessor emi­rit­us.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar