Verkfallið og börnin

Hans Alexander Margrétarson Hansen heimspekingur skrifar um heimspeki réttinda.

Auglýsing

Það var að byrja verk­fall. Félags­menn Efl­ingar sem vinna fyrir fjögur sveit­ar­fé­lög hafa stöðvað alla vinnu og því mun mörgum grunn- og leik­skólum í þessum sveit­ar­fé­lögum nú loka þar til samn­ingar nást og börn sem eru nýkomin aftur í skól­ann fara nú aftur heim. Réttur starfs­fólks til þess að fara í verk­fall og semja um betri kjör er ákaf­lega dýr­mæt­ur. Mörg af þeim lífs­gæðum sem við teljum sjálf­stæð í dag eins og helg­ar­frí, sum­ar­frí, fæð­ing­ar­or­lof og fleira eru upp­skera verk­falla og verka­lýðs­bar­áttu. Rétt­ur­inn til þess að fara í verk­fall er ekki bara hags­muna­mál lág­launa­fólks, heldur okkar allra. Þetta verk­fall, eins og öll verk­föll, snýst um rétt­indi, en það er ekki bara verk­falls­rétt­ur­inn sem kemur hér við sögu. Ég er ekki fyrstur til þess að benda á að börnin sem fengu að vera heila tvo daga í skól­anum eiga líka rétt til mennt­unar sem skerð­ist við þessar lok­an­ir.

Í heim­speki rétt­inda er stundum talað um griða­rétt­indi og gæða­rétt­indi (á ensku er þetta oft kallað „positive and negative rights“ en þökk sé Vil­hjálmi Árna­syni, heim­spek­ing eigum við þessi frá­bæru orð á íslensku), en þessi nöfn vísa til þeirra skyldna sem fylgja rétt­ind­un­um. Það er nefni­lega þannig að alltaf þegar ein­hver hefur rétt­indi, þá verður ein­hver annar að hafa skyldu. Rétt­ur­inn til trú­frelsis er til dæmis griða­réttur af því að hann felur í sér að allir aðrir (og sér í lagi yfir­völd) hafi skyldu til þess að veita þér grið til þess að stunda þína trú eða trú­leysi eins og þú kýst. Dæmi um gæða­rétt­indi er síðan rétt­ur­inn til mennt­unar sem við viljum tryggja börn­unum okk­ar, því hann felur í sér skyldu til þess að útvega fólki mennt­un, það er að segja útvega ákveðin gæði. Þegar við tölum um rétt­indi er mjög mik­il­vægt að til­greina nákvæm­lega hver ber skyld­urnar sem fylgja þeim. Ef það er ekki á hreinu er hætta á að aðil­inn sem ætti að bera skyld­una kom­ist upp með að skjót­ast undan henni og þar af leið­andi að rétt­indin verði ekki upp­fyllt.

Auglýsing
Þegar griða­rétt­indi eiga í hlut er þetta venju­lega ein­falt því að þar til­heyra skyld­urnar oft­ast öll­um. Eng­inn má hindra þig í að fara til messu og eng­inn má þvinga þig til þess held­ur. Hvað varðar gæða­rétt­indi er það aðeins flókn­ara af því að það er venju­lega ein­hver einn ákveð­inn aðili (eða stundum nokkrir aðil­ar) sem bera skyld­una til að útvega gæð­in.

Á Íslandi er réttur til mennt­unar til­greindur í stjórn­ar­skrá og í fleiri en einum mann­rétt­inda­sátt­mála sem Ísland á aðild að. Þessi réttur felur meðal ann­ars í sér að börn á Íslandi hafa rétt á að ganga í grunn- og leik­skóla. Að meina þeim þennan rétt er brot á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og við­ur­kenndum mann­rétt­indum barn­anna. Til þess að ganga úr skugga um að börnin fái þennan rétt sem þeim hefur verið lofað er mik­il­vægt að við höfum á hreinu hver ber skyld­una til þess að útvega þessa menntun og hver ber hana ekki. Svarið er að það eru yfir­völd, rík­ið, sveit­ar­fé­lög og skóla­yf­ir­völd, sem ber að sjá til þess að öll börn á Íslandi fái að ganga í skóla. Við getum líka sagt að kenn­arar hafi ákveðna skyldu til þess að sinna starfi sínu af alúð, en það hefur eng­inn ein­stak­lingur eig­in­lega skyldu til þess að starfa sem kenn­ari og það hefur heldur eng­inn ein­stak­lingur skyldu til þess að vinna við þrif í skól­um, enda myndu slíkar skyldur brjóta á öðrum rétt­indum þess­ara ein­stak­linga. Sem sagt; skyldan liggur ekki hjá félags­mönnum Efl­ing­ar.

Þegar við tölum um að lok­anir á skólum gangi á rétt barna lands­ins, eins og okkur ber vissu­lega að gera, þá er mik­il­vægt að við munum þetta: Skyldan til þess að binda enda á þetta verk­fall liggur hjá sveit­ar­fé­lög­unum og ein­göngu hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, og þeim ber að upp­fylla hana með því að bjóða starfs­fólki sínu ásætt­an­leg kjör.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Ágúst Ólafur Ágústsson.
Ágúst Ólafur verður ekki í framboði fyrir Samfylkinguna í næstu kosningum
Annar oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkur verður ekki á lista hennar í komandi þingkosningum. Hann bauðst til að taka annað sætið á lista en meirihluti uppstillingarnefndar hafnaði því.
Kjarninn 20. janúar 2021
Rústir hússins að Bræðraborgarstíg 1 standa enn, yfir hálfu ári eftir að það brann.
Rannsaka ætluð brot eiganda Bræðraborgarstígs 1
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með til skoðunar ætlað brot fyrrum eiganda Bræðraborgarstígs 1 á byggingarreglugerð. HMS segir að eigandanum hafi borið að tryggja brunavarnir hússins og þær ekki reynst í samræmi við lög.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar