Verkfallið og börnin

Hans Alexander Margrétarson Hansen heimspekingur skrifar um heimspeki réttinda.

Auglýsing

Það var að byrja verk­fall. Félags­menn Efl­ingar sem vinna fyrir fjögur sveit­ar­fé­lög hafa stöðvað alla vinnu og því mun mörgum grunn- og leik­skólum í þessum sveit­ar­fé­lögum nú loka þar til samn­ingar nást og börn sem eru nýkomin aftur í skól­ann fara nú aftur heim. Réttur starfs­fólks til þess að fara í verk­fall og semja um betri kjör er ákaf­lega dýr­mæt­ur. Mörg af þeim lífs­gæðum sem við teljum sjálf­stæð í dag eins og helg­ar­frí, sum­ar­frí, fæð­ing­ar­or­lof og fleira eru upp­skera verk­falla og verka­lýðs­bar­áttu. Rétt­ur­inn til þess að fara í verk­fall er ekki bara hags­muna­mál lág­launa­fólks, heldur okkar allra. Þetta verk­fall, eins og öll verk­föll, snýst um rétt­indi, en það er ekki bara verk­falls­rétt­ur­inn sem kemur hér við sögu. Ég er ekki fyrstur til þess að benda á að börnin sem fengu að vera heila tvo daga í skól­anum eiga líka rétt til mennt­unar sem skerð­ist við þessar lok­an­ir.

Í heim­speki rétt­inda er stundum talað um griða­rétt­indi og gæða­rétt­indi (á ensku er þetta oft kallað „positive and negative rights“ en þökk sé Vil­hjálmi Árna­syni, heim­spek­ing eigum við þessi frá­bæru orð á íslensku), en þessi nöfn vísa til þeirra skyldna sem fylgja rétt­ind­un­um. Það er nefni­lega þannig að alltaf þegar ein­hver hefur rétt­indi, þá verður ein­hver annar að hafa skyldu. Rétt­ur­inn til trú­frelsis er til dæmis griða­réttur af því að hann felur í sér að allir aðrir (og sér í lagi yfir­völd) hafi skyldu til þess að veita þér grið til þess að stunda þína trú eða trú­leysi eins og þú kýst. Dæmi um gæða­rétt­indi er síðan rétt­ur­inn til mennt­unar sem við viljum tryggja börn­unum okk­ar, því hann felur í sér skyldu til þess að útvega fólki mennt­un, það er að segja útvega ákveðin gæði. Þegar við tölum um rétt­indi er mjög mik­il­vægt að til­greina nákvæm­lega hver ber skyld­urnar sem fylgja þeim. Ef það er ekki á hreinu er hætta á að aðil­inn sem ætti að bera skyld­una kom­ist upp með að skjót­ast undan henni og þar af leið­andi að rétt­indin verði ekki upp­fyllt.

Auglýsing
Þegar griða­rétt­indi eiga í hlut er þetta venju­lega ein­falt því að þar til­heyra skyld­urnar oft­ast öll­um. Eng­inn má hindra þig í að fara til messu og eng­inn má þvinga þig til þess held­ur. Hvað varðar gæða­rétt­indi er það aðeins flókn­ara af því að það er venju­lega ein­hver einn ákveð­inn aðili (eða stundum nokkrir aðil­ar) sem bera skyld­una til að útvega gæð­in.

Á Íslandi er réttur til mennt­unar til­greindur í stjórn­ar­skrá og í fleiri en einum mann­rétt­inda­sátt­mála sem Ísland á aðild að. Þessi réttur felur meðal ann­ars í sér að börn á Íslandi hafa rétt á að ganga í grunn- og leik­skóla. Að meina þeim þennan rétt er brot á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og við­ur­kenndum mann­rétt­indum barn­anna. Til þess að ganga úr skugga um að börnin fái þennan rétt sem þeim hefur verið lofað er mik­il­vægt að við höfum á hreinu hver ber skyld­una til þess að útvega þessa menntun og hver ber hana ekki. Svarið er að það eru yfir­völd, rík­ið, sveit­ar­fé­lög og skóla­yf­ir­völd, sem ber að sjá til þess að öll börn á Íslandi fái að ganga í skóla. Við getum líka sagt að kenn­arar hafi ákveðna skyldu til þess að sinna starfi sínu af alúð, en það hefur eng­inn ein­stak­lingur eig­in­lega skyldu til þess að starfa sem kenn­ari og það hefur heldur eng­inn ein­stak­lingur skyldu til þess að vinna við þrif í skól­um, enda myndu slíkar skyldur brjóta á öðrum rétt­indum þess­ara ein­stak­linga. Sem sagt; skyldan liggur ekki hjá félags­mönnum Efl­ing­ar.

Þegar við tölum um að lok­anir á skólum gangi á rétt barna lands­ins, eins og okkur ber vissu­lega að gera, þá er mik­il­vægt að við munum þetta: Skyldan til þess að binda enda á þetta verk­fall liggur hjá sveit­ar­fé­lög­unum og ein­göngu hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, og þeim ber að upp­fylla hana með því að bjóða starfs­fólki sínu ásætt­an­leg kjör.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar