Verkfallið og börnin

Hans Alexander Margrétarson Hansen heimspekingur skrifar um heimspeki réttinda.

Auglýsing

Það var að byrja verk­fall. Félags­menn Efl­ingar sem vinna fyrir fjögur sveit­ar­fé­lög hafa stöðvað alla vinnu og því mun mörgum grunn- og leik­skólum í þessum sveit­ar­fé­lögum nú loka þar til samn­ingar nást og börn sem eru nýkomin aftur í skól­ann fara nú aftur heim. Réttur starfs­fólks til þess að fara í verk­fall og semja um betri kjör er ákaf­lega dýr­mæt­ur. Mörg af þeim lífs­gæðum sem við teljum sjálf­stæð í dag eins og helg­ar­frí, sum­ar­frí, fæð­ing­ar­or­lof og fleira eru upp­skera verk­falla og verka­lýðs­bar­áttu. Rétt­ur­inn til þess að fara í verk­fall er ekki bara hags­muna­mál lág­launa­fólks, heldur okkar allra. Þetta verk­fall, eins og öll verk­föll, snýst um rétt­indi, en það er ekki bara verk­falls­rétt­ur­inn sem kemur hér við sögu. Ég er ekki fyrstur til þess að benda á að börnin sem fengu að vera heila tvo daga í skól­anum eiga líka rétt til mennt­unar sem skerð­ist við þessar lok­an­ir.

Í heim­speki rétt­inda er stundum talað um griða­rétt­indi og gæða­rétt­indi (á ensku er þetta oft kallað „positive and negative rights“ en þökk sé Vil­hjálmi Árna­syni, heim­spek­ing eigum við þessi frá­bæru orð á íslensku), en þessi nöfn vísa til þeirra skyldna sem fylgja rétt­ind­un­um. Það er nefni­lega þannig að alltaf þegar ein­hver hefur rétt­indi, þá verður ein­hver annar að hafa skyldu. Rétt­ur­inn til trú­frelsis er til dæmis griða­réttur af því að hann felur í sér að allir aðrir (og sér í lagi yfir­völd) hafi skyldu til þess að veita þér grið til þess að stunda þína trú eða trú­leysi eins og þú kýst. Dæmi um gæða­rétt­indi er síðan rétt­ur­inn til mennt­unar sem við viljum tryggja börn­unum okk­ar, því hann felur í sér skyldu til þess að útvega fólki mennt­un, það er að segja útvega ákveðin gæði. Þegar við tölum um rétt­indi er mjög mik­il­vægt að til­greina nákvæm­lega hver ber skyld­urnar sem fylgja þeim. Ef það er ekki á hreinu er hætta á að aðil­inn sem ætti að bera skyld­una kom­ist upp með að skjót­ast undan henni og þar af leið­andi að rétt­indin verði ekki upp­fyllt.

Auglýsing
Þegar griða­rétt­indi eiga í hlut er þetta venju­lega ein­falt því að þar til­heyra skyld­urnar oft­ast öll­um. Eng­inn má hindra þig í að fara til messu og eng­inn má þvinga þig til þess held­ur. Hvað varðar gæða­rétt­indi er það aðeins flókn­ara af því að það er venju­lega ein­hver einn ákveð­inn aðili (eða stundum nokkrir aðil­ar) sem bera skyld­una til að útvega gæð­in.

Á Íslandi er réttur til mennt­unar til­greindur í stjórn­ar­skrá og í fleiri en einum mann­rétt­inda­sátt­mála sem Ísland á aðild að. Þessi réttur felur meðal ann­ars í sér að börn á Íslandi hafa rétt á að ganga í grunn- og leik­skóla. Að meina þeim þennan rétt er brot á stjórn­ar­skrá lýð­veld­is­ins og við­ur­kenndum mann­rétt­indum barn­anna. Til þess að ganga úr skugga um að börnin fái þennan rétt sem þeim hefur verið lofað er mik­il­vægt að við höfum á hreinu hver ber skyld­una til þess að útvega þessa menntun og hver ber hana ekki. Svarið er að það eru yfir­völd, rík­ið, sveit­ar­fé­lög og skóla­yf­ir­völd, sem ber að sjá til þess að öll börn á Íslandi fái að ganga í skóla. Við getum líka sagt að kenn­arar hafi ákveðna skyldu til þess að sinna starfi sínu af alúð, en það hefur eng­inn ein­stak­lingur eig­in­lega skyldu til þess að starfa sem kenn­ari og það hefur heldur eng­inn ein­stak­lingur skyldu til þess að vinna við þrif í skól­um, enda myndu slíkar skyldur brjóta á öðrum rétt­indum þess­ara ein­stak­linga. Sem sagt; skyldan liggur ekki hjá félags­mönnum Efl­ing­ar.

Þegar við tölum um að lok­anir á skólum gangi á rétt barna lands­ins, eins og okkur ber vissu­lega að gera, þá er mik­il­vægt að við munum þetta: Skyldan til þess að binda enda á þetta verk­fall liggur hjá sveit­ar­fé­lög­unum og ein­göngu hjá sveit­ar­fé­lög­un­um, og þeim ber að upp­fylla hana með því að bjóða starfs­fólki sínu ásætt­an­leg kjör.

Höf­undur er heim­spek­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar