Verkfallið og börnin

Hans Alexander Margrétarson Hansen heimspekingur skrifar um heimspeki réttinda.

Auglýsing

Það var að byrja verkfall. Félagsmenn Eflingar sem vinna fyrir fjögur sveitarfélög hafa stöðvað alla vinnu og því mun mörgum grunn- og leikskólum í þessum sveitarfélögum nú loka þar til samningar nást og börn sem eru nýkomin aftur í skólann fara nú aftur heim. Réttur starfsfólks til þess að fara í verkfall og semja um betri kjör er ákaflega dýrmætur. Mörg af þeim lífsgæðum sem við teljum sjálfstæð í dag eins og helgarfrí, sumarfrí, fæðingarorlof og fleira eru uppskera verkfalla og verkalýðsbaráttu. Rétturinn til þess að fara í verkfall er ekki bara hagsmunamál láglaunafólks, heldur okkar allra. Þetta verkfall, eins og öll verkföll, snýst um réttindi, en það er ekki bara verkfallsrétturinn sem kemur hér við sögu. Ég er ekki fyrstur til þess að benda á að börnin sem fengu að vera heila tvo daga í skólanum eiga líka rétt til menntunar sem skerðist við þessar lokanir.

Í heimspeki réttinda er stundum talað um griðaréttindi og gæðaréttindi (á ensku er þetta oft kallað „positive and negative rights“ en þökk sé Vilhjálmi Árnasyni, heimspeking eigum við þessi frábæru orð á íslensku), en þessi nöfn vísa til þeirra skyldna sem fylgja réttindunum. Það er nefnilega þannig að alltaf þegar einhver hefur réttindi, þá verður einhver annar að hafa skyldu. Rétturinn til trúfrelsis er til dæmis griðaréttur af því að hann felur í sér að allir aðrir (og sér í lagi yfirvöld) hafi skyldu til þess að veita þér grið til þess að stunda þína trú eða trúleysi eins og þú kýst. Dæmi um gæðaréttindi er síðan rétturinn til menntunar sem við viljum tryggja börnunum okkar, því hann felur í sér skyldu til þess að útvega fólki menntun, það er að segja útvega ákveðin gæði. Þegar við tölum um réttindi er mjög mikilvægt að tilgreina nákvæmlega hver ber skyldurnar sem fylgja þeim. Ef það er ekki á hreinu er hætta á að aðilinn sem ætti að bera skylduna komist upp með að skjótast undan henni og þar af leiðandi að réttindin verði ekki uppfyllt.

Auglýsing
Þegar griðaréttindi eiga í hlut er þetta venjulega einfalt því að þar tilheyra skyldurnar oftast öllum. Enginn má hindra þig í að fara til messu og enginn má þvinga þig til þess heldur. Hvað varðar gæðaréttindi er það aðeins flóknara af því að það er venjulega einhver einn ákveðinn aðili (eða stundum nokkrir aðilar) sem bera skylduna til að útvega gæðin.

Á Íslandi er réttur til menntunar tilgreindur í stjórnarskrá og í fleiri en einum mannréttindasáttmála sem Ísland á aðild að. Þessi réttur felur meðal annars í sér að börn á Íslandi hafa rétt á að ganga í grunn- og leikskóla. Að meina þeim þennan rétt er brot á stjórnarskrá lýðveldisins og viðurkenndum mannréttindum barnanna. Til þess að ganga úr skugga um að börnin fái þennan rétt sem þeim hefur verið lofað er mikilvægt að við höfum á hreinu hver ber skylduna til þess að útvega þessa menntun og hver ber hana ekki. Svarið er að það eru yfirvöld, ríkið, sveitarfélög og skólayfirvöld, sem ber að sjá til þess að öll börn á Íslandi fái að ganga í skóla. Við getum líka sagt að kennarar hafi ákveðna skyldu til þess að sinna starfi sínu af alúð, en það hefur enginn einstaklingur eiginlega skyldu til þess að starfa sem kennari og það hefur heldur enginn einstaklingur skyldu til þess að vinna við þrif í skólum, enda myndu slíkar skyldur brjóta á öðrum réttindum þessara einstaklinga. Sem sagt; skyldan liggur ekki hjá félagsmönnum Eflingar.

Þegar við tölum um að lokanir á skólum gangi á rétt barna landsins, eins og okkur ber vissulega að gera, þá er mikilvægt að við munum þetta: Skyldan til þess að binda enda á þetta verkfall liggur hjá sveitarfélögunum og eingöngu hjá sveitarfélögunum, og þeim ber að uppfylla hana með því að bjóða starfsfólki sínu ásættanleg kjör.

Höfundur er heimspekingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Frá fundi Norðurskautsráðsins í Rovaniemi í Finnlandi árið 2019 þegar Ísland tók við formennsku í ráðinu. Rússar taka við keflinu á fundi ráðsins sem fram fer í Reykjavík í maí.
Ísland lætur af formennsku í Norðurskautsráðinu
Sjálfbær þróun og umhverfismál eru grundvallarstef norðurslóðasamvinnu en mega þessi mjúku mál sín einhvers þegar Rússar eru að efla hernaðarlega uppbyggingu og Bandaríkjamenn bregðast við með aukinni viðveru, m.a. á Íslandi?
Kjarninn 16. maí 2021
Um það bil helmingur Dana afþakkar fjölpóst.
100 þúsund tonn af auglýsingapésum
Mánaðarlega fá Danir samtals átta til níu þúsund tonn af auglýsingapésum inn um bréfalúguna. Stór hluti pésanna fer ólesinn í ruslið. Nú ræðir danska þingið breytingar á reglum þannig að borgararnir þurfi að biðja um að fá pésana.
Kjarninn 16. maí 2021
Tony Blair segist vera með lausnir á vanda Verkamannaflokksins og raunar annarra stjórnmálaafla frá miðjunni og til vinstri.
Tony Blair segir að Verkamannaflokkurinn þurfi að fara alveg á byrjunarreit
Fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands segir að sinn gamli flokkur eigi sér ekki viðreisnar von ef hann haldi áfram á sömu braut. Algjörrar endurræsingar sé þörf, bæði í efnahagsmálum og umræðum um samfélagsmál, þar sem þeir róttækustu vaði uppi.
Kjarninn 15. maí 2021
Sigríður Á. Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi dómsmálaráðherra.
„Við eigum að færa þessa verslun heim í hérað – frá Búrgundí í Bústaðahverfið“
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins spyr hvers vegna íslensk stjórnvöld viðhaldi einokunartilburðum varðandi áfengissölu.
Kjarninn 15. maí 2021
Davíð Helgason, stofnandi og fyrrum forstjóri Unity.
Vorblað Vísbendingar er komið út
Vísbending hefur gefið út sérstakt vorblað þar sem nýsköpun er í brennidepli. Blaðið er opið öllum, en í því má meðal annars finna viðtal við Davíð Helgason, stofnanda Unity.
Kjarninn 15. maí 2021
Þótt almennt atvinnuleysi hafi dregist saman fjölgar í hópi langtímaatvinnulausra
Þeir sem hafa verið atvinnulausir í meira en tólf mánuði fjölgaði um 288 í síðasta mánuði þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ráðist í átak til að draga úr atvinnuleysi hópsins. Atvinnuleysi hjá þeim sem hafa verið án vinnu skemur en sex mánuði dregst saman.
Kjarninn 15. maí 2021
Jarðfræði á mannamáli
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá sjötti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 15. maí 2021
Hjarðónæmi sífellt fjarlægari draumur
Fjölmargar hindranir þyrfti að yfirstíga svo hjarðónæmi gegn COVID-19 verði að veruleika. Nýju og meira smitandi afbrigðin breyta jöfnunni og hækka nauðsynlegt hlutfall bólusettra til að ónæmi samfélags náist.
Kjarninn 15. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar