Örugg framfærsla fyrir alla, nema námsmenn?

Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að það skorti pólitískan vilja til að tryggja fjárhagsöryggi og framfærslu stúdenta.

Auglýsing

Síð­ustu ár hefur þró­unin verið sú að Lána­sjóður íslenskra náms­manna lánar minna og minna á hvern háskóla­nema og hefur í raun sjaldan lánað jafn lítið og árið 2018. Bendir það til þess að náms­menn hafa sjaldan treyst jafn lítið á fram­færslu rík­is­ins og í dag, til að koma sér í gegnum háskóla­nám. Náms­lán eru einmitt það, lán sem eru greidd til baka með verð­trygg­ingu og vöxt­u­m. 

Á sama tíma og náms­menn treysta sér­lega lítið á fram­færslu rík­is­ins með náms­lánum á þessum tím­um, eiga þeir ekki rétt til atvinnu­leys­is­bóta að sumri. Ef þeir kom­ast ekki að í þau sum­ar­störf sem verða í boði, eða fara í sum­ar­nám og skuld­setja sig með náms­lánum sam­hliða því, eru þeir án fram­færslu þrjá mán­uði árs­ins eins og staðan er í dag. Náms­menn njóta ekki réttar til jafns við aðra til fjár­hags­að­stoðar vegna fram­færslu hjá sveit­ar­fé­lögum og hafa því ekki sam­bæri­legan aðgang að því fjár­hags­ör­ygg­is­neti á við aðra ein­stak­linga.

Stúd­entar án atvinnu og fjár­hags­ör­yggis

Fjölgun atvinnu­leit­enda frá febr­úar til mars var mest meðal yngsta ald­urs­hóps­ins, 18 til 24 ára, eða 52%. Hóp­upp­sagnir hafa svo skollið á sem aldrei fyrr og slá­andi tölur um atvinnu­leysi hér­lendis taka ekki atvinnu­lausa stúd­enta með, enda eiga þeir ekki rétt til atvinnu­leys­is­bóta og geta þar af leið­andi ekki skráð sig á atvinnu­leys­is­bóta­skrá. Tæp 70% stúd­enta vinna þó með námi, sbr. kann­anir Eurostu­dent og Stúd­enta­ráðs

Auglýsing
Við spurðum þann hóp sem vinnur með námi, hvort þau kæmust af fjár­hags­lega án hluta­starfs, en 47% sögð­ust ekki geta það og 38% sögð­ust eiga erfitt með það, sam­tals 85% vinn­andi stúd­enta HÍ. Í Eurostu­dent könn­un­inni hefur komið fram að 71% náms­manna á Íslandi telji að án laun­aðs starfs hefðu þeir ekki efni á að vera í námi. Rík­is­stjórnin hefur boðað atvinnu­skap­andi úrræði uppá 3.500 störf og fjár­magn til að standa undir sum­ar­námi í sum­ar, vegna COVID-19. Á sama tíma sýna kann­anir fram á að þús­undir eru án sum­ar­starfa:

  • Í Háskóla Íslands sýndi könnun í byrjun apríl fram á að 40% nem­enda skól­ans væru án atvinnu en í atvinnu­leit. Miðað við 13.000 nem­endur skól­ans eru það 5.200 ein­stak­ling­ar.
  • Í Háskól­anum í Reykja­vík sýndi könnun um miðjan apríl fram á að 50% nem­enda skól­ans væru án atvinnu í sum­ar. Miðað við 3.400 nem­endur eru það 1.700 ein­stak­ling­ar.
  • Í Lista­há­skóla Íslands sýndi könnun um miðjan apríl fram á að 65% nem­enda skól­ans væru ekki með örugga sum­ar­vinnu. Miðað við 460 nem­endur eru það 280 ein­stak­ling­ar.

Meðal nýj­ustu útspila rík­is­ins á tímum COVID-19 er styrkur til fyr­ir­tækja til að greiða laun á upp­sagn­ar­fresti. Gott og vel, þessar greiðslur myndu ann­ars lenda á ábyrgð­ar­sjóði launa, ef fyr­ir­tækin standa ekki undir þeim. Hér er þó um að ræða veru­lega inn­spýt­ingu til að tryggja fram­færslu fólks á vinnu­mark­aði í nokkra mán­uði á sama tíma og krafa náms­manna um trygga fram­færslu og fjár­hags­ör­yggi í þrjá mán­uði í sumar með atvinnu­leys­is­bót­um, hefur ekki hlotið hljóm­grunn hjá stjórn­völd­um. 

Of dýrt, of hættu­legt, of flókið

Þegar ég tala fyrir úrræðum fyrir náms­menn, s.s. atvinnu­leys­is­bótum og nið­ur­fell­ingu skrá­setn­inga­gjalda er í fyrsta lagi oft sagt að þetta kosti svo mik­ið. Þá er ágætt að muna að náms­menn hafa skert aðgengi að allri fjár­hags­að­stoð sem almennt tíðkast í þessu landi. Í öðru lagi er oft sagt að ný úrræði eða breyt­ingar muni bjóða hætt­unni heim því fólk sem þarf ekki á aðstoð að halda muni eflaust nýta sér úrræð­in. Það má halda því fram að hið sama eigi við þegar kemur að úrræðum sem bjóð­ast fyr­ir­tækjum og þau úrræði kosta gríð­ar­legar fjár­hæð­ir. Í þriðja lagi er oft sagt að lögin heim­ili nú ekki hitt eða þetta og kerfið bjóði í raun ekki upp á það sem stúd­entar óski eft­ir. Allir vita þó að lögum er hægt að breyta og kerfum líka. Magn frum­varpa og laga­breyt­inga sem fram hafa komið og gengið í gegn með hraða und­an­farnar vikur sýna í raun fram á að þegar vilj­inn er fyrir hendi er hægt að gera margt með stuttum fyr­ir­vara. Þessi þrjú atriði gilda í raun um allar aðgerðir og fjár­hags­stuðn­ing sem ríkið veit­ir, hvort sem það nær til hagn­að­ar­drif­inna fyr­ir­tækja eða ein­stak­linga sem eru að reyna að mennta sig. 

Er mun­ur­inn þá ekki bara vilj­inn? 

Til staðar er póli­tískur vilji fyrir kostn­að­ar­samar aðgerðir sem tryggja fjár­hags­ör­yggi og fram­færslu fólks í nokkra mán­uði í gegnum fyr­ir­tæki með beinum styrkjum til þeirra og svo almennum rétti til atvinnu­leys­is­bóta. Ég geri ekki athuga­semdir við það, en sá póli­tíski vilji virð­ist ekki vera til staðar þegar stúd­entar eiga í hlut, enn sem komið er.  

Höf­undur er for­seti Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar