Örugg framfærsla fyrir alla, nema námsmenn?

Forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands segir að það skorti pólitískan vilja til að tryggja fjárhagsöryggi og framfærslu stúdenta.

Auglýsing

Síð­ustu ár hefur þró­unin verið sú að Lána­sjóður íslenskra náms­manna lánar minna og minna á hvern háskóla­nema og hefur í raun sjaldan lánað jafn lítið og árið 2018. Bendir það til þess að náms­menn hafa sjaldan treyst jafn lítið á fram­færslu rík­is­ins og í dag, til að koma sér í gegnum háskóla­nám. Náms­lán eru einmitt það, lán sem eru greidd til baka með verð­trygg­ingu og vöxt­u­m. 

Á sama tíma og náms­menn treysta sér­lega lítið á fram­færslu rík­is­ins með náms­lánum á þessum tím­um, eiga þeir ekki rétt til atvinnu­leys­is­bóta að sumri. Ef þeir kom­ast ekki að í þau sum­ar­störf sem verða í boði, eða fara í sum­ar­nám og skuld­setja sig með náms­lánum sam­hliða því, eru þeir án fram­færslu þrjá mán­uði árs­ins eins og staðan er í dag. Náms­menn njóta ekki réttar til jafns við aðra til fjár­hags­að­stoðar vegna fram­færslu hjá sveit­ar­fé­lögum og hafa því ekki sam­bæri­legan aðgang að því fjár­hags­ör­ygg­is­neti á við aðra ein­stak­linga.

Stúd­entar án atvinnu og fjár­hags­ör­yggis

Fjölgun atvinnu­leit­enda frá febr­úar til mars var mest meðal yngsta ald­urs­hóps­ins, 18 til 24 ára, eða 52%. Hóp­upp­sagnir hafa svo skollið á sem aldrei fyrr og slá­andi tölur um atvinnu­leysi hér­lendis taka ekki atvinnu­lausa stúd­enta með, enda eiga þeir ekki rétt til atvinnu­leys­is­bóta og geta þar af leið­andi ekki skráð sig á atvinnu­leys­is­bóta­skrá. Tæp 70% stúd­enta vinna þó með námi, sbr. kann­anir Eurostu­dent og Stúd­enta­ráðs

Auglýsing
Við spurðum þann hóp sem vinnur með námi, hvort þau kæmust af fjár­hags­lega án hluta­starfs, en 47% sögð­ust ekki geta það og 38% sögð­ust eiga erfitt með það, sam­tals 85% vinn­andi stúd­enta HÍ. Í Eurostu­dent könn­un­inni hefur komið fram að 71% náms­manna á Íslandi telji að án laun­aðs starfs hefðu þeir ekki efni á að vera í námi. Rík­is­stjórnin hefur boðað atvinnu­skap­andi úrræði uppá 3.500 störf og fjár­magn til að standa undir sum­ar­námi í sum­ar, vegna COVID-19. Á sama tíma sýna kann­anir fram á að þús­undir eru án sum­ar­starfa:

  • Í Háskóla Íslands sýndi könnun í byrjun apríl fram á að 40% nem­enda skól­ans væru án atvinnu en í atvinnu­leit. Miðað við 13.000 nem­endur skól­ans eru það 5.200 ein­stak­ling­ar.
  • Í Háskól­anum í Reykja­vík sýndi könnun um miðjan apríl fram á að 50% nem­enda skól­ans væru án atvinnu í sum­ar. Miðað við 3.400 nem­endur eru það 1.700 ein­stak­ling­ar.
  • Í Lista­há­skóla Íslands sýndi könnun um miðjan apríl fram á að 65% nem­enda skól­ans væru ekki með örugga sum­ar­vinnu. Miðað við 460 nem­endur eru það 280 ein­stak­ling­ar.

Meðal nýj­ustu útspila rík­is­ins á tímum COVID-19 er styrkur til fyr­ir­tækja til að greiða laun á upp­sagn­ar­fresti. Gott og vel, þessar greiðslur myndu ann­ars lenda á ábyrgð­ar­sjóði launa, ef fyr­ir­tækin standa ekki undir þeim. Hér er þó um að ræða veru­lega inn­spýt­ingu til að tryggja fram­færslu fólks á vinnu­mark­aði í nokkra mán­uði á sama tíma og krafa náms­manna um trygga fram­færslu og fjár­hags­ör­yggi í þrjá mán­uði í sumar með atvinnu­leys­is­bót­um, hefur ekki hlotið hljóm­grunn hjá stjórn­völd­um. 

Of dýrt, of hættu­legt, of flókið

Þegar ég tala fyrir úrræðum fyrir náms­menn, s.s. atvinnu­leys­is­bótum og nið­ur­fell­ingu skrá­setn­inga­gjalda er í fyrsta lagi oft sagt að þetta kosti svo mik­ið. Þá er ágætt að muna að náms­menn hafa skert aðgengi að allri fjár­hags­að­stoð sem almennt tíðkast í þessu landi. Í öðru lagi er oft sagt að ný úrræði eða breyt­ingar muni bjóða hætt­unni heim því fólk sem þarf ekki á aðstoð að halda muni eflaust nýta sér úrræð­in. Það má halda því fram að hið sama eigi við þegar kemur að úrræðum sem bjóð­ast fyr­ir­tækjum og þau úrræði kosta gríð­ar­legar fjár­hæð­ir. Í þriðja lagi er oft sagt að lögin heim­ili nú ekki hitt eða þetta og kerfið bjóði í raun ekki upp á það sem stúd­entar óski eft­ir. Allir vita þó að lögum er hægt að breyta og kerfum líka. Magn frum­varpa og laga­breyt­inga sem fram hafa komið og gengið í gegn með hraða und­an­farnar vikur sýna í raun fram á að þegar vilj­inn er fyrir hendi er hægt að gera margt með stuttum fyr­ir­vara. Þessi þrjú atriði gilda í raun um allar aðgerðir og fjár­hags­stuðn­ing sem ríkið veit­ir, hvort sem það nær til hagn­að­ar­drif­inna fyr­ir­tækja eða ein­stak­linga sem eru að reyna að mennta sig. 

Er mun­ur­inn þá ekki bara vilj­inn? 

Til staðar er póli­tískur vilji fyrir kostn­að­ar­samar aðgerðir sem tryggja fjár­hags­ör­yggi og fram­færslu fólks í nokkra mán­uði í gegnum fyr­ir­tæki með beinum styrkjum til þeirra og svo almennum rétti til atvinnu­leys­is­bóta. Ég geri ekki athuga­semdir við það, en sá póli­tíski vilji virð­ist ekki vera til staðar þegar stúd­entar eiga í hlut, enn sem komið er.  

Höf­undur er for­seti Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Óvenjulegur sjómannadagur framundan
Vegna COVID-19 faraldursins verður sjómannadagurinn í ár ólíkur því sem Íslendingar eiga að venjast. Þó verður lágmarksdagskrá víða um land með heiðrunum aldinna sjómanna, minningarathöfnum og veittar verða viðurkenningar fyrir björgunarafrek.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar