Starfsmenn Icelandair ráða miklu um framtíð þess

Bolli Héðinsson hagfræðingur skrifar um endurreisn Icelandair.

Auglýsing

Vegna almennt lítils áhuga og þekkingar hjá verðbréfafyrirtækjum og fjárfestingarstjórum lífeyrissjóða á vinnumarkaðsmálum hafa þeir látið nægja að krefjast þess af stéttarfélögum Icelandair að kjarasamningar þeirra gildi til fimm ára, eigi sjóðirnir að koma að endurreisn félagsins, í stað þess að gera kröfu um að vinnu- og kjarasamningsmál fyrirtækisins séu leyst til frambúðar. Icelandair býr við umtalsvert hærri áhafnakostnað en flugfélögin sem þeir eiga í samkeppni við sem mun gera Icelandair illmögulegt að keppa við þau. Hyggist forráðamenn lífeyrissjóðanna leggja Icelandair til hlutafé, vitandi af þessum framtíðarvanda félagsins, væru þeir að fara afar óvarlega með það fé sem þeim hefur verið trúað fyrir.

Auglýsing
Kjarasamningar stéttarfélaga Icelandair til fimm ára getur skoðast sem þokkaleg byrjun en framtíðarlausnin hlýtur að vera fólgin í að öll stéttarfélög sem starfa fyrir félagið hafi samflot í samningum en slíkt ákvæði hefur t.d. verið í kjarasamningum stóriðjuveranna alla tíð. Þetta er aukinheldur ein forsenda fyrir því að geta boðið almenningi að kaupa hluti í félaginu, ef það er hugmyndin. Einnig þurfa starfsmenn og félög þeirra að greina frá hversu miklu þeir hyggjast skrá sig fyrir sjálf en þeir geta einnig tekið sig saman og stofnað sérstök félög í þeim tilgangi að fjárfesta í Icelandair.  

Ekki þarf að fara í grafgötur með mikilvægi félags á borð við Icelandair. En álitamálin sem snúa að því hvort heppilegra sé að félagið verði endurreist fyrir eða eftir gjaldþrot eru mörg og þau þarf að útskýra opinberlega ef á að leita eftir fjármunum hjá almenningi, annaðhvort beint eða óbeint, í gegnum lífeyrissjóði.

Höfundur er hagfræðingur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar