Græna leiðin úr kófinu

Kristján Guy Burgess leggur til tíu nauðsynlegar aðgerðir sem geta formað grænu leiðina út úr þeim aðstæðum sem nú ríkja.

Auglýsing

Næsti áfangi í bar­átt­unni við afleið­ingar heims­far­ald­urs­ins verður æði stremb­inn. Það er þó nauð­syn­legt að líta upp og lengra fram og sjá hvort í stöð­unni geti leynst ný von um betri tíð, grænt ljós skíni skært í gegnum kóf­ið. 

Eld­ur­inn hefur verið slökktur en reykj­ar­kóf og rústir blasa við. Mesta atvinnu­leysi í sögu þjóð­ar­inn­ar, stærsta atvinnu­greinin á brún hengiflugs­ins, afkoma fjöl­margra heim­ila í hættu. Heims­mark­að­ur­inn í dýpsta vanda í 90 ár. Ham­fara­hlýnun handan við horn­ið. Þá er auð­velt að verða svart­sýnn.

En böl­móður er slappur drif­kraftur og ef rétt er á haldið getur græna leiðin lagt af mörkum til að forða næstu vá og skapað Íslend­ingum áður óþekkt tæki­færi til atvinnu­sköp­unar og grænnar fram­tíð­ar.

Nú þarf frum­kvæði, að marka völl­inn og setja regl­ur. Sækja fram. Ef gul­rætur virka ekki, þarf að finna prik. Stjórn­mála­fólk verður að taka utan um verk­efnið og leiða þjóð­ina áfram. Þá þurfa fyr­ir­tæki og fjár­festar að grípa færin sem opn­ast fyrir þeim. Ætli okkur að takast að mæta lofts­lags­vánni og sigr­ast á henni, er ekki hægt að bíða leng­ur.

Hér eru 10 aðgerðir sem forma grænu leið­ina út úr kóf­inu:

1. Grænir björg­un­ar­pakkar

Fyrir fram­tíð­ar­upp­bygg­ing­una þarf ríkið að koma enn sterkar að borð­inu en hingað til. Tengja ætti skamm­tíma­að­gerðir og útgjöld úr sam­eig­in­legum sjóðum við lang­tíma­mark­mið um græna fram­tíð og aðgerðir í umhverf­is­mál­um. Þetta er meg­in­stef í evr­ópskri umræðu en skortir á að birt­ist með skýrum hætti í raun­veru­legum aðgerðum stjórn­valda hér.

2. Grænt lang­tímaplan (Green New Deal)

Ná sam­stöðu um Grænt plan í efna­hags­málum til 2030. Í því sé tek­ist á við lofts­lags­vána og lagðar línur fyrir sjálf­bæran efna­hags­vöxt með fjár­fest­ingu í því sem bætir umhverfið og skapar ný tæki­færi í grænni atvinnu­starf­semi. Í grænu lang­tímaplani er sér­stak­lega unnið að því að styðja við græna nýsköpun sem þarf að byggja á vel ígrund­uðu og ærlegu mati um sam­keppn­is­hæfni og sam­keppn­is­stöðu íslenskrar nýsköp­un­ar. 

3. Sjálf­bær ferða­þjón­usta

Ferða­þjón­usta verður aftur lyk­ilat­vinnu­grein á Íslandi en end­ur­bygg­ing grein­ar­innar verður að verða á sjálf­bær­ari grunni en áður. Ísland féll á síð­asta ári niður í 30. sæti á lista Alþjóða­efna­hags­ráðs­ins um sam­keppn­is­hæfni ferða­þjón­ustu og skorar ekki nógu hátt í mæli­kvörðum um sjálf­bærni. Hér er lagt til að bankar kanni ræki­lega for­sendur þess að gefa út græn skulda­bréf til að fjár­magna aðgerðir til að byggja upp sjálf­bæra ferða­þjón­ustu. Það yrði góður fjár­fest­ing­ar­kostur fyrir inn­lenda fjár­festa og mögu­legt er að útfæra leiðir þannig að alþjóð­legt fjár­magn verði virkjað fyrir inn­lenda upp­bygg­ing­u. 

Góð fyr­ir­tæki sem glíma við lausa­fjár­skort en hafa skýrar fram­tíð­ar­á­ætl­anir um grænan vöxt ættu að njóta góðs af þessu og útgáfa af þessu tagi ætti að geta aukið aðdrátt­ar­afl lands­ins veru­lega þegar ábyrgir ferða­menn leita að nýjum stöðum til að sækja heim. 

Auglýsing
Nú er tæki­færi til að skipta út bíla­leigu­flot­anum fyrir raf­bíla, hugsa almenn­ings­sam­göngur upp á nýtt, gera stífar umhverfis­kröfur á gisti­staði og gera allt til að skara framúr á alþjóða­vísu í umhverf­is­vænni ferða­mennsku: það mun ríma vel við mark­aðsá­tak um hreina og stór­feng­lega nátt­úru Íslands. Massa­t­úrismi drif­inn áfram af lág­launa­störf­um, er ekki það sem sjálf­bær fram­tíð Íslands þarf á að halda. Í hinu liggja hins vegar ótal tæki­færi.

4. Hrað­ari orku­skipti

Útblástur frá vega­sam­göngum er fimmt­ungur af allri losun á Íslandi með til­heyr­andi mengun og önd­un­ar­færa­sjúk­dóm­um. Loft­gæði síð­ustu vikna, minni umferð og heið­ari him­inn, sýnir hvernig veru­leik­inn getur ver­ið, að meng­unin er ekki óhjá­kvæmi­leg. Við­brögðin við kór­óna­veirunni sýna líka að fólk getur þolað ýmsar tak­mark­anir ef mark­miðið er að vernda heilsu og líf sam­borgar­anna. 

Það er því tíma­bært að flýta öllum mark­miðum um orku­skipti í sam­göngum og skipta bíla­flot­anum hraðar út en áður hafði verið áætl­að. Hér þarf að gera auð­veld­ara að eiga og reka raf­bíla en hugs­an­lega einnig að grípa til nýrra úrræða eins og að setja tak­mark­anir á inn­flutn­ing á olíu og meng­andi far­ar­tæki. Vetni gæti verið eft­ir­sókn­ar­vert fyrir stærri öku­tæki og skipa­flot­ann og þess virði að ýta á þá þróun hér á landi með fremstu alþjóð­legu sam­starfs­að­il­um. Áfram þarf að byggja stíga fyrir hjólandi og gang­andi, nú þegar allir eru að hreyfa sig meir en áður. Þetta yrði atvinnu­skap­andi og afar arð­bært til lengri tíma.

5. Kolefn­is­hlut­leysi 2030

Kór­óna­veiran hefur svipt marga tíma­skyn­inu og mark­mið langt fram í tím­ann hljóma ótrú­verðug og mark­laus. Áður en veiran birtist, var ham­fara­hlýn­unin búin að láta finna ærlega fyrir sér. Nú er því nauð­syn að setja metn­að­ar­full mark­mið til skemmri tíma. Rík­is­stjórnin ætti því strax að upp­færa mark­miðið um kolefn­is­hlut­leysi 2040 og setja sér mark­mið um kolefn­is­hlut­leysi eigi síðar en 2030. Miðað við árang­ur­inn sem náðst hefur í bar­áttu við far­sótt á átta vik­um, verður góður mögu­leiki á að ná mark­verðum árangri á næsta ára­tug. Vilji er allt sem þarf!

6. Grænn iðn­aður í stað útblást­urs

Yfir 40% af útblæstri Íslands er frá iðn­aði, mest frá málm­iðn­aði sem hefur aukið útblástur þrefalt frá því skrifað var undir Kyoto-­bók­un­ina. 

Stjórn­völd þurfa að búa sig undir að Rio Tinto Alcan loki verk­smiðj­unni í Straums­vík með til­heyr­andi afleið­ingum fyrir starfs­fólk og þá sem lifa á þjón­ustu við álver­ið. Það kallar á við­búnað og mót­væg­is­að­gerðir fyrir þá sem eru háðir álver­inu um lífs­af­komu. Þá mun gríð­ar­legt magn af orku verða í leit að nýjum kaup­endum og risa­vaxið verk­efni verður að nýta hana í spenn­andi nýsköp­un. 

Sam­keppn­is­hæfni íslenskrar orku verður að fel­ast í hag­stæðu verði og öruggri afhend­ingu, en einnig því að vinna með fyr­ir­tækjum á mörk­uðum þar sem upp­runi end­ur­nýj­an­legrar orku ræður úrslitum í sam­keppni og umhverf­is­sjón­ar­mið skipta kaup­endur öllu. Hér er kom­inn einn af lyklunum að fram­tíð­ar­stöðu Íslands og stjórn­völd verða að finna réttu leið­ina fram.

7. Fjár­fest­ing í lofts­lags­að­gerðum erlendis

Til að upp­fylla mark­mið Par­ís­ar­sam­komu­lags­ins þarf að draga úr útblæstri heima fyr­ir, en ríki verða líka að líta út fyrir eigin landa­mæri. Það sem gæti skilað mestum árangri er að fjár­festa í verk­efnum og aðgerðum fyrir lofts­lagið á þeim svæðum sem munu vaxa hrað­ast á næstu árum. Hér er lagt til að íslensk stjórn­völd taki frum­kvæði í að setja upp fjár­fest­inga­fé­lag sem fjár­festir í lofts­lags­verk­efnum í þró­un­ar­löndum og leggi þannig beint af mörkum í aðgerðum til orku­skipta og tækni­þró­unar í þró­un­ar­lönd­um. 

Fjár­fest­inga­fé­lög af þess­ari gerð hafa verið rekin með góðum árangri í nágranna­lönd­unum í ára­tugi. Hér er nauð­syn­legt að tvennt ger­ist í einu – verk­efnin séu sam­starfs­verk­efni með leið­andi þjóð­um, fyr­ir­tækjum og alþjóða­stofn­unum til að fénu verði vel varið og skili góðum árangri og góðri ávöxt­un. Hins vegar þarf að vinna að því að fram­lög til slíkra verk­efna gagn­ist sem við­ur­kennt fram­lag Íslands til lofts­lags­mála. Árang­ur­inn af þess­ari aðgerð mun liggja í góðri útfærslu henn­ar.

8. Sókn í grænum fjár­fest­ingum

Aldrei hefur verið meiri þörf á að virkja saman krafta opin­berra aðila og einka­fram­taks­ins til að ná árangri í lofts­lags­mál­um. Grænar fjár­fest­ingar eru leiðin til að tengja fjár­magn og mark­mið en þar eru Íslend­ingar því miður miklir eft­ir­bátar nágranna­ríkj­anna. Gríð­ar­leg tæki­færi fel­ast í grænum fjár­fest­ingum á næstu árum og ára­tugum eins og sést af því að á meðan heim­ur­inn glímir við efna­hags­legar afleið­ingar heims­far­ald­urs, hafa sjóðir sem ein­beita sér að grænum fjár­fest­ingum náð mark­vert betri árangri en aðr­ir. Fyrir græna fram­tíð Íslands þarf að marka rammann fyrir grænar fjár­fest­ing­ar, setja fjár­mála­fyr­ir­tækjum og líf­eyr­is­sjóðum reglur um fjár­fest­ingar og vinna að því að búa til raun­veru­legan grænan fjár­mála­markað hér á landi. Mögu­leik­arnir eru óþrjót­andi.

9. Græn mark­aðs­setn­ing á útflutn­ingi

Til að Ísland nái sér á strik eftir heims­far­ald­ur­inn, þarf að auka verð­mæti á íslenskum útflutn­ingi. Stefnu­mótun Íslands­stofu hefur dregið fram að sjálf­bærni sé lyk­il­hug­tak fyrir mark­aðs­setn­ingu á íslenskum vör­um. Villtur íslenskur þorskur, ýsa og karfi, sem veidd eru á feng­sælum miðum þar sem auð­lind er stýrt út frá sjálf­bærni­sjón­ar­mið­um, og unnin í hátækni­um­hverfi þar sem hámarks­nýt­ingu á hrá­efni er náð, ættu að verða enn eft­ir­sótt­ari vara hjá erlendum neyt­endum með mikla kaup­getu. Ef græna leiðin verður farin eftir kór­óna­veiruna, mun það geta gagn­ast öllu mark­aðs­starfi á íslenskum vörum á alþjóða­mörk­uðum gríð­ar­lega og gefið for­skot í keppni um verð­mæta við­skipta­vini.

10. Alþjóð­legt frum­kvæði

Íslensk stjórn­völd þurfa að vera ófeimin við að taka frum­kvæði í alþjóð­legri umræðu um umhverf­is­mál og aðgerðir gegn lofts­lags­vánni á grund­velli þess­arar grænu leið­ar. Þegar hafa nor­rænir for­sæt­is­ráð­herrar ákveðið að tala einni röddu á stóra svið­inu og það þarf ekki að fjöl­yrða um hversu hátt sá söngur getur hljó­mað ef allir eru með. Gang­ist Ísland fyrir átaki Norð­ur­land­anna um græna leið úr kóf­inu, getur það opnað nýjar dyr. Það er alls staðar þorsti eftir hug­myndum og leiðum þar sem heim­ur­inn getur fundið ráð gegn næstu vá, sem verður vegna ham­fara­hlýn­un­ar. 

Við höfum staðið saman gegn veirunni en til að bjart­ari fram­tíð taki við eftir efna­hags­þreng­ingar og atvinnu­þref, verða stjórn­völd að taka for­yst­una. Það verður líka að eiga sér stað hug­ar­fars­breyt­ing meðal almenn­ings og hjá atvinnu­líf­inu. Allir verða að vera til­búnir að vinna saman fyrir stærri mark­mið í bar­átt­unni við næstu vá og fyrir betri heim­i. 

Þetta eru tíu hug­myndir um hvernig græna leiðin getur litið út. Ég er sann­færður um að hún muni geta skapað Íslandi ótal tæki­færi. Það er ekki eftir neinu að bíða.Höf­undur hefur starfað í stjórn­málum og er ráð­gjafi um ábyrgar fjár­fest­ing­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Inga Sæland
Segir sama gamla spillingarkerfið blómstra sem aldrei fyrr
„Hvenær hættir maður að verða hissa á sérhagsmunagæslunni í pólitík?“ spyr formaður Flokks fólksins.
Kjarninn 5. júní 2020
Leirdalur með Leirdalsvatni og Leirdalsá falla í Geitdalsá. Í Leirdal hugsar Arctic Hydro sér upphafslón Geitdalsárrvirkjunar.
„Nýtt virkjanaáhlaup“ á hálendi Austurlands verði stöðvað
Stjórnvöld þurfa að koma í veg fyrir að hálendi Austurlands verði raskað frekar og standa við fyrirheit sem gefin voru um að þar yrði ekki virkjað meira. Þetta kemur fram í tillögu að ályktun sem lögð verður fyrir aðalfund Landverndar á morgun.
Kjarninn 5. júní 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Ráðherra metur næstu skref með lögmönnum
Mennta- og menningarmálaráðherra fer nú yfir úrskurð kærunefndar jafnréttismála með lögmönnum. Hún segir að ekki hafi skipt máli að Páll Magnússon væri framsóknarmaður.
Kjarninn 5. júní 2020
Komufarþegar munu þurfa að greiða sjálfir fyrir sýnatöku frá 1. júlí.
Komufarþegar greiða 15 þúsund fyrir sýnatöku
Sýnataka á landmærum Íslands verður gjaldfrjáls fyrstu tvær vikurnar en frá 1. júlí munu komufarþegar þurfa að greiða 15 þúsund krónur fyrir rannsóknina.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar