Veiran og viðbrögðin – ríkisstyrktur rekstur?

Indriði H. Þorláksson segir að kröfur um að einstaklingum, fyrirtækjum og sveitarfélögum verði bætt það tjón sem yfirstandandi kreppa mun valda séu órökréttar og óraunhæfar.

Auglýsing

Sagt hefur verið að „óvænt” kreppa komi á 10 ára fresti. Hrunið er ekki enn gleymt almenn­ingi en margt bendir til þess að hag­að­ilar í atvinnu­líf­inu hafi verið fljót­ari að gleyma. Krepp­una nú er ekki að rekja beint til fjár­mála­heims­ins heldur til líf­rænna þátta bendir margt til þess að dýpt hennar megi að ein­hverju marki rekja til áhættu­sækni og fyr­ir­hyggju­leysis sem jafnan ein­kennir bólur í hag­kerf­inu, að þessu sinni einkum í ferða­þjón­ust­unni, offjár­fest­ingar og skorts á vörnum til að mæta hugs­an­legum áföll­um.

Efna­hags­legar afleið­ingar krepp­unnar hafa verið mikið ræddar og aðgerðir rík­is­stjórn­ar­innar í þeim efn­um. Almennt er talið að hingað til hafi hún haldið nokkuð vel á spöð­unum en ástæða er til að horfa lengra fram á veg­inn og velta fram­hald­inu fyrir sér og að hverju  þurfi að stefna og hvað eigi að var­ast.

Áður en lengra er haldið er gott að áætla hugs­an­legt umfang krepp­unnar og gera sér grein fyrir eðli henn­ar. Byrja má á sam­an­burði við hrunið 2008 sem teygði teygði hal­ann sinn allt til 2014. Laus­lega má ætla að tekju­tap þjóð­ar­bús­ins á þeim árum hafi verið um 40% af vergri lands­fram­leiðslu eins árs. Er þá gengið út frá því að ofþensla VLF á árinu 2008 hafi verið um 10% og að verg lands­fram­leiðsla án hruns hefði vaxið frá þeim grunni með jöfnum hraða til árs­ins 2015 að hún hefði náð vergri lands­fram­leiðslu þess árs eins og hún varð. Sá fer­ill er í sam­ræmi við þróun atvinnu­leysis á þessum tíma. Sé þessi áætlun nærri lagi varð tekju­missir í þjóð­ar­bú­inu eftir Hrunið um 1.200 millj­arðar króna miðað við árið 2019 eða um 700 millj­arðar króna miðað við árið 2009.Mynd 1.

Erfitt er á þess­ari stundu að segja fyrir um efna­hags­á­hrif COVID -19 nið­ur­sveifl­unn­ar, sem eru um margt öðru vísi en þau voru í fjár­mála­hrun­inu 2008. Sam­eig­in­legt er þó að bein áhrif í raun­hag­kerf­inu voru að mestu á einu atvinnu­sviði, bygg­ing­ar­iðn­aði þá en ferða­þjón­ustu nú en þá hrundi fjár­mála­geir­inn einnig. Það tók bygg­ing­ar­iðn­að­inn langan tíma að rísa upp en óvíst er um ferða­þjón­ust­una nú einkum vegna þess að vöxtur hennar á ný er að mestu háður ástand­inu utan Íslands.

Í öðrum löndum og hjá alþjóða­stofn­unum hefur verið reynt að áætla efna­hags­þró­un­ina. Ný spá þýskra stjórn­vald gerir ráð fyrir 6,3 % sam­drætti lands­fram­leiðslu þar á þessu ári og um 5,2% vexti á því næsta. Spá AGS um áhrif veiru­krepp­unnar almennt er ekki fjarri þessu en gera ráð fyrir nokkuð dýpri lægð fyrir lönd sem eiga mikið undir ferða­þjón­ustu eins og Ísland. Má því gera ráð fyrir að nið­ur­sveiflan hér verði meiri og að vegna ferða­tak­mark­ana og minni ferða­vilja til að byrja með verði bat­inn hæg­ari en víða ann­ars stað­ar. Sé gert ráð fyrir um 8% nið­ur­sveiflu hér á landi í ár og að lægðin verði afstaðin 2023 má áætla að tekju­tap þjóð­ar­bús­ins verði sam­an­lagt um 25% af vergri lands­fram­leiðslu eins árs, þ.e. um 750 millj­arðar króna. Gróf­lega má áætla að um 500 millj­arðar séu í lækkun atvinnu­tekna heim­il­anna en 250 millj­arðar hagn­aður fyr­ir­tækja og fjár­magnstekjur og að áhrif á tekjur hins opin­bera, ríkis og sveit­ar­fé­laga verði um 300 millj­arðar króna. Þessi áætlun um tekju­tap þjóð­ar­bús­ins og hins opin­bera er þó ekki mæli­kvarði á end­an­leg áhrif krepp­unnar á rík­is­sjóð sem mun ráð­ast af mörgum öðrum þátt­um.

Þetta tekju­tap þjóð­ar­bús­ins verður aldrei bætt. Það er verð­mæti þeirra vöru sem ekki var fram­leidd og þeirrar þjón­ustu sem ekki var veitt vegna krepp­unn­ar. Kröfur um að ein­stak­ling­um, fyr­ir­tækjum eða sveit­ar­fé­lögum verði bætt tjónið eru órök­réttar og óraun­hæf­ar. Ríkið er ekki vátrygg­ing­ar­fé­lag en þar með er ekki sagt að ríkið eigi að vera óvirkt. Ráð­staf­anir rík­is­valds­ins á kreppu­tímum á ekki að miða við að bæta áorðið tjón heldur að því að jafna áhrif­unum af tekju­tap­inu milli borg­ar­anna og milli tíma­bila um leið og sköpuð eru skil­yrði fyrir nýjum vexti. Með réttum við­brögðum rík­is­valds­ins má draga úr skað­anum og flýta fyrir bata.

Auglýsing
Ríkið er sam­fé­lag um almanna­heill og á að hafa hana að leið­ar­ljósi en ekki hags­muni ein­stakra aðila eða hópa. Í kreppu­á­standi hefur ríkið tvö meg­in­verk­efni. Ann­ars vegar að tryggja vel­ferð borg­ar­anna í lengd og í bráð og hins vegar að stuðla að end­ur­upp­bygg­ingu efna­hags­lífs og atvinnu til lengri tíma. Ef vel er á haldið fara þessi verk­efni saman því stór þáttur þess að varð­veita vel­ferð borg­ar­anna er að halda uppi kaup­getu almenn­ings en hún er jafn­framt einn mik­il­væg­asti hlekkur í því að koma í veg fyrir frekara hrun í atvinnu­líf­inu og stuðla að end­ur­reisn þess. Annað verk­efni rík­is­ins er að halda uppi og styrkja stoðir vel­ferð­ar­kerfa rík­is­ins almennt en styrkur þeirra er nauð­syn­legur fyrir end­ur­reisn og vöxt hag­kerf­is­ins til lengri tíma.

Þau kerfi sem byggð hafa verið upp til að takast á við efna­hags­sveiflur og breyt­ingar duga ekki í miklum efna­hag­skrepp­um. Á það m.a. við um það að tryggja fram­færslu laun­þega við stöðvun atvinnu­starf­semi. Hluti þess­ara trygg­ingar er fólgin í lögum um vinnu­markað og samn­ingum um upp­sagn­ar­frest og laun á þeim tíma en að honum loknum taka opin­berar atvinnu­leys­is­trygg­ingar við. Nú hefur ríkið gripið inn í með fé vegna auk­ins álags á opin­bera kerfið og reglum þess hefur verið breytt til að bregð­ast við sér­stökum aðstæð­um, fyrst með hluta­bótum og síðan styrkjum til fyr­ir­tækja til að greiða laun á upp­sagn­ar­tíma.

Hluta­bætur og fram­lög til að greiða laun í upp­sagn­ar­fresti eru í reynd styrkur úr rík­is­sjóði til þess að greiða lög­bund­inn og samn­ings­bund­inn launa­kostnað fyr­ir­tækja. Fyrir utan lög­mæti rík­is­styrkja almennt vekur þetta spurn­ingar um rétt­mæti þess að greiða slíka styrki. Laun í upsagn­ar­fresti er lög­bundin skuld­bind­ing fyr­ir­tækis sem hefur starfs­mann á launum og verður að ætla að fyr­ir­tæki sýni almennt þá fyr­ir­hyggju að eiga fé til að mæta fyr­ir­sjá­an­legum útgjöldum ein­hvern tíma þótt rekst­ur­inn verði fyrir utan­að­kom­andi áföllum eins og þekkj­ast í atvinnu­rekstri, afla­bresti, verð­falli á mörk­uðum o.fl. Líka spyrja hvort lána­stofn­anir sem fjár­magnað hafa upp­bygg­ingu fyr­ir­tækja hafi sýnt fyr­ir­hyggju og varúð í þessu til­lit eða látið sé nægja að tryggja sinn hag með háum vöxtum og veði í eign­um. 

Hvernig sem þessu er háttað er næsta víst að eng­inn hefur reiknað með eða verið búinn undir jafn víð­tækt hrun og nú hefur orðið í ferða­þjón­ustu sem sér fram á tekju­missi langt umfram upp­sagn­ar­frest starfs­manna. Aðstaða fyr­ir­tækj­anna til að bregð­ast við þessum tekju­missi er mis­jöfn. Sum, einkum þau smærri, hafa verið byggð upp á miklu vinnu­fram­lagi eig­enda á síð­ustu árum, litlu eigin fé og lánum og hafa lík­lega ekki mikið eigið fé eða vara­sjóði. Önnur hafa í krafti stærðar og í sumum til­vikum í skjóli ein­ok­unar eða fákeppni kom­ist ágæt­lega af, eiga mikið eigið fé og hafa greitt eig­endum mik­inn arð og lán­ar­drottnum háa vext­i. 

Ríki­s­tyrkur til fyr­ir­tækja er til­færsla á eignum frá almenn­ingi til eig­enda fyr­ir­tækja og þeirra sem hafa fjár­magnað þau. Það kemur því er ekki alveg óvænt að frá þeim komi fram kröfur um að ríkið leggi fyr­ir­tækj­unum til fé án kvaða eða skuld­bind­inga um end­ur­greiðslur því. Víst er brýnt að koma í veg fyrir fjölda­gjald­þrot og atvinnu­leysi og for­svar­an­legt að verja fé til þess að afstýra eða draga úr slíkri vá en það getur ekki rétt­lætt stór­fellda til­færslu eigna almenn­ings til fyr­ir­tækja og eig­enda þeirra sem ekki þurfa á aðstoð að halda til að standa við skuld­bind­ingar sínar og eðli­legt er að taki á sig eitt­hvað til að bjarga eignum sín­um. Fyr­ir­tæki með góða eig­in­fjár­stöðu eiga að taka á sig tap og lækkun eigna og eig­endur þeirra sem fengið hafa ríf­legar arð­greiðslur eiga ef þörf krefur að leggja þeim til aukið fé auk þess sem að lán­veit­endur slíkra fyr­ir­tækja ættu að leggja sitt að mörkum til að tryggja fram­tíð­ar­tekjur sín­ar.

Með óskil­yrt­um  hluta­bótum var farið út á þá braut að styrkja fyr­ir­tæki með almannafé án til­lit til stöðu þeirra. Hefur það eðli­lega sætt gagn­rýni að stöndug fyr­ir­tæki, sem greitt hafa eig­endum sínum mik­inn arð, fái millj­óna­tugi úr rík­is­sjóði án þess að eig­endur þess leggi þeim til aukið fé eða taki á sig ábyrgð­ir. Með ákvörð­unum um greiðslu launa á upp­sagna­fresti virð­ist eiga að halda lengra á þeirri braut þótt í kynn­ingu á aðgerð­unum se óljóst minnst á hugs­an­legan end­ur­kröfu­rétt og skil­yrði um rekstr­ar­hæfi.  

Styrkur til fyr­ir­tækja af almannafé ætti því að vera skil­yrtur með til­liti til stöðu þeirra og afkomu og þegar hann er veittur ætti honum að fylgja skuld­bind­ing um end­ur­greiðslu með ein­hverjum hætti með trygg­ingu í fyr­ir­tæk­inu, eignum þess eða fram­tíð­ar­af­komu.

Höf­undur er hag­fræð­ing­ur.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kannanir sýna að langflestir landsmenn hafi fulla trú á þeirri stefnu sem almannavarnir og heilbrigðisyfirvöld reka í baráttunni gegn COVID-19.
Lítill hljómgrunnur fyrir andstöðu við sóttvarnaraðgerðir yfirvalda
Landsmenn treysta yfirvöldum til að takast á við COVID-19 og bara tíu prósent telja að of mikið sé gert úr heilsufarslegri hættu sem starfi af faraldrinum. Gagnrýnendur finna helst hljómgrunn á meðal lítils hluta kjósenda Miðflokks og Sjálfstæðisflokks.
Kjarninn 26. nóvember 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Spítalinn var næstum því kominn á hliðina í þessum litla faraldri“
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir var spurður beinskeyttra spurninga um gagnrýni sem fram hefur komið á opinberar sóttvarnaraðgerðir, meðal annars frá þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, í viðtali í hlaðvarpsþætti á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
„Þessi ofbeldishrina er ekkert annað en skuggafaraldur“
Formaður Viðreisnar vill sérstakan aðgerðapakka til að koma í veg fyrir langtímaafleiðingar líkamlegs eða kynferðislegs ofbeldis. Hún segir stöðuna grafalvarlega – sem verði ekki hunsuð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Marínó Örn Tryggvason, forstjóri Kviku
Kvika, TM og Lykill sameinast
Tryggingarmiðstöðin hf., Kvika banki og fjármögnunarfyrirtækið Lykill hafa ákveðið að sameinast eftir tveggja mánaða viðræður.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Besti knattspyrnumaður allra tíma látinn
Diego Maradona er látinn, sextugur að aldri.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar