Samgöngubann

Framkvæmdastjóri Orkuseturs skrifar um það sem verður að hafa í huga þegar byrjað verður að aflétta samgöngutakmörkunum. Ekki megi fórna almannahagsmunum eins og hreinu lofti og umferðaröryggi fyrir sérhagsmuni.

Auglýsing

Blaða­manna­fundir Almanna­varna hafa verið til algerar fyr­ir­myndir og spilað stóra rullu í þeim góða árangri sem Ísland hefur náð í bar­átt­unni við veiruna frægu. En veiran er því miður ekki eina vanda­málið í heimi manna og áhuga­vert væri ef önnur við­fangs­efni væru tækluð með svip­uðum hætti. Svona gæti blaða­manna­fundur vegna ósjálf­bærrar olíu­notk­unar í sam­göngum litið út:

Verið vel­komin á mán­að­ar­legan fund sam­göngu­mála.

Byrjum á tölum mán­að­ar­ins. Í apr­íl­mán­uði voru skráðir 148 nýir bens­ín- og dísil­bílar á göt­urnar en þetta er mikil fækkun miðað við mars­mánuð þar sem 343 bens­ín- og dísil­bílar voru skráð­ir. Þó að hægt hafi á þess­ari fjölgun eru enn um 220 þús­und virkir bens­ín- og dísil­bílar í kerf­inu og nær útbreiðslan um allt land. Það er því mikið olíu­smit í gangi en vís­bend­ingar eru um að olíu­far­ald­ur­inn hafi þó náð hámarki í sam­fé­lag­inu. Góðu frétt­irnar eru að nú fjölgar í hópi hrein­orku­bíla og fyrstu fjóra mán­uði þessa árs hefur meiri­hluti nýskráðra fólks­bíla verið raf­bíl­ar. Þó að raf­bílum fjölgi er enn allt of langt í hjarð­ó­næmi gagn­vart olíu í sam­göng­um, en slíkt ónæmi er alger­lega nauð­syn­legt til mæta skuld­bind­ingum okkar í lofslags­mál­u­m. 

Sam­göngu­bannið hefur virkað vel og dregið veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, minnkað heilsu­spill­andi mengun og fækkað alvar­legum umferð­ar­slys­um. Það þarf því að fara mjög var­lega í að aflétta sam­göngu­bann­inu svo við lendum ekki í bakslagi varð­andi mengun og slysa­tíðn­i. 

Auglýsing
Samgöngubannið hefur skilað gríð­ar­legri aukn­ingu í umferð gang­andi og hjólandi veg­far­enda með miklum umhverf­is- og lýð­heilsu­ár­angri. Heima­vinna og fjar­fundir hafa einnig dregið veru­lega úr umferð­ar­þunga. Þessum árangri er mik­il­vægt að við­halda. Þetta verður að hafa í huga þegar byrjað verður að aflétta sam­göngu­tak­mörk­un­um. Far­sæl­ast er að aflétta sam­göngu­bann­inu í nokkrum skref­um. Í fyrstu verður aðeins opnað á bíla sem ganga fyrir hreinum orku­gjöfum og hafa alla nútíma örygg­is­þætti í lagi. Elstu bílar lands­ins eru nefni­lega ekki bara eyðslu­frekari, heldur hafa þeir ekki jafn góðan örygg­is­bún­að. Nýrri bílar draga úr slysa­tíðni og hlífa jafn­framt öku­mönnum betur þegar slys verða. Þegar fram í sækir má skoða það skref að hleypa allra elds­neyt­isnýtn­ustu bens­ín- og dísil­bílum á göt­urn­ar. Við minnum á að engar tak­mark­anir eru á ferðum raf­hjóla og almenn­ings­sam­gangna en orku­skiptum í hóp­ferðabílum verður hraðað veru­lega.

Hvort eða hvenær tak­mörk­unum á ferða­frelsi eldri bens­ín- og dísel­bíla verður aflétt, bygg­ist alger­lega á því hvernig gengur að ná hjarð­ó­næmi gagn­vart olíu með breyttum ferða­venjum og fjölgun hrein­orku­bif­reiða. Við getum ekki leyft okkur að fórna almanna­hags­munum eins og hreinu and­rúms­lofti, alþjóð­legum skuld­bind­ingum í lofts­lags­málum og umferð­ar­ör­yggi fyrir fyrir sér­hags­muni.

Fundi slit­ið.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efsta lagið á Íslandi á nær öll verðbréf í beinni eigu einstaklinga hérlendis
Á sex ára tímabili hefur verðbréfaeign Íslendinga vaxið um 192 milljarða króna, eða um 52 prósent. Af þeirri upphæð hefur 175 milljarðar króna farið til þeirra tíu prósenta landsmanna sem mest eiga, eða 91 prósent.
Kjarninn 27. september 2020
Vörur Gaza Company byggja hvort tveggja á íslenskum og palenstínskum hefðum í saumaskap.
Gjöf frá Gaza
Markmið verkefnisins Gjöf frá Gaza er að hjálpa palestínskum konum að halda fjárhagslegu sjálfstæði sínu svo þær geti framfleytt sér og fjölskyldum sínum. Nú má kaupa vörur Gaza Company á Karolinafund og styðja þannig við verkefnið.
Kjarninn 27. september 2020
Eggert Gunnarsson
Stórihvellur
Kjarninn 27. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir
Nokkur orð um stöðuna
Kjarninn 27. september 2020
Halldór Benjamín var gestur í Silfrinu í dag.
Segir algjöran skort hafa verið á samtali
Halldór Benjamín Þorbergsson sagði í Silfrinu í morgun að verkalýðshreyfingin hefði hafnað því að eiga í samtali um útfærsluatriði Lífskjarasamnings. Kosning fyrirtækja innan SA um afstöðu til uppsagnar kjarasamninga hefst á morgun.
Kjarninn 27. september 2020
Tuttugu ný smit innanlands – fjölgar á sjúkrahúsi
Fjórir einstaklingar liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 og fjölgar um tvo milli daga. Einn sjúklingur er á gjörgæslu.
Kjarninn 27. september 2020
Framundan er stór krísa en við höfum val
„Okkar lærdómur af heimsfaraldrinum er sá að við höfum gengið of hart fram gagnvart náttúrunni og það er ekki víst að leiðin sem við vorum á sé sú besta,“ segir Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur.
Kjarninn 27. september 2020
James Albert Bond er hér til vinstri ásamt Daniel Craig sem hefur farið með hlutverk njósnarans James Bond síðustu ár.
Bond, James Bond
Margir kannast við eina frægustu persónu hvíta tjaldsins, James Bond njósnara hennar hátignar. Sem ætíð sleppur lifandi, þótt stundum standi tæpt. Færri vita að til var breskur njósnari með sama nafni, sá starfaði fyrir Breta í Póllandi.
Kjarninn 27. september 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar