Samgöngubann

Framkvæmdastjóri Orkuseturs skrifar um það sem verður að hafa í huga þegar byrjað verður að aflétta samgöngutakmörkunum. Ekki megi fórna almannahagsmunum eins og hreinu lofti og umferðaröryggi fyrir sérhagsmuni.

Auglýsing

Blaða­manna­fundir Almanna­varna hafa verið til algerar fyr­ir­myndir og spilað stóra rullu í þeim góða árangri sem Ísland hefur náð í bar­átt­unni við veiruna frægu. En veiran er því miður ekki eina vanda­málið í heimi manna og áhuga­vert væri ef önnur við­fangs­efni væru tækluð með svip­uðum hætti. Svona gæti blaða­manna­fundur vegna ósjálf­bærrar olíu­notk­unar í sam­göngum litið út:

Verið vel­komin á mán­að­ar­legan fund sam­göngu­mála.

Byrjum á tölum mán­að­ar­ins. Í apr­íl­mán­uði voru skráðir 148 nýir bens­ín- og dísil­bílar á göt­urnar en þetta er mikil fækkun miðað við mars­mánuð þar sem 343 bens­ín- og dísil­bílar voru skráð­ir. Þó að hægt hafi á þess­ari fjölgun eru enn um 220 þús­und virkir bens­ín- og dísil­bílar í kerf­inu og nær útbreiðslan um allt land. Það er því mikið olíu­smit í gangi en vís­bend­ingar eru um að olíu­far­ald­ur­inn hafi þó náð hámarki í sam­fé­lag­inu. Góðu frétt­irnar eru að nú fjölgar í hópi hrein­orku­bíla og fyrstu fjóra mán­uði þessa árs hefur meiri­hluti nýskráðra fólks­bíla verið raf­bíl­ar. Þó að raf­bílum fjölgi er enn allt of langt í hjarð­ó­næmi gagn­vart olíu í sam­göng­um, en slíkt ónæmi er alger­lega nauð­syn­legt til mæta skuld­bind­ingum okkar í lofslags­mál­u­m. 

Sam­göngu­bannið hefur virkað vel og dregið veru­lega úr losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda, minnkað heilsu­spill­andi mengun og fækkað alvar­legum umferð­ar­slys­um. Það þarf því að fara mjög var­lega í að aflétta sam­göngu­bann­inu svo við lendum ekki í bakslagi varð­andi mengun og slysa­tíðn­i. 

Auglýsing
Samgöngubannið hefur skilað gríð­ar­legri aukn­ingu í umferð gang­andi og hjólandi veg­far­enda með miklum umhverf­is- og lýð­heilsu­ár­angri. Heima­vinna og fjar­fundir hafa einnig dregið veru­lega úr umferð­ar­þunga. Þessum árangri er mik­il­vægt að við­halda. Þetta verður að hafa í huga þegar byrjað verður að aflétta sam­göngu­tak­mörk­un­um. Far­sæl­ast er að aflétta sam­göngu­bann­inu í nokkrum skref­um. Í fyrstu verður aðeins opnað á bíla sem ganga fyrir hreinum orku­gjöfum og hafa alla nútíma örygg­is­þætti í lagi. Elstu bílar lands­ins eru nefni­lega ekki bara eyðslu­frekari, heldur hafa þeir ekki jafn góðan örygg­is­bún­að. Nýrri bílar draga úr slysa­tíðni og hlífa jafn­framt öku­mönnum betur þegar slys verða. Þegar fram í sækir má skoða það skref að hleypa allra elds­neyt­isnýtn­ustu bens­ín- og dísil­bílum á göt­urn­ar. Við minnum á að engar tak­mark­anir eru á ferðum raf­hjóla og almenn­ings­sam­gangna en orku­skiptum í hóp­ferðabílum verður hraðað veru­lega.

Hvort eða hvenær tak­mörk­unum á ferða­frelsi eldri bens­ín- og dísel­bíla verður aflétt, bygg­ist alger­lega á því hvernig gengur að ná hjarð­ó­næmi gagn­vart olíu með breyttum ferða­venjum og fjölgun hrein­orku­bif­reiða. Við getum ekki leyft okkur að fórna almanna­hags­munum eins og hreinu and­rúms­lofti, alþjóð­legum skuld­bind­ingum í lofts­lags­málum og umferð­ar­ör­yggi fyrir fyrir sér­hags­muni.

Fundi slit­ið.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar