Úrræði OECD: Öflugri velferðarríki og grænna hagkerfi

Stefán Ólafsson prófessor fjallar um tilfærslu OECD frá nýfrjálshyggju til félagslegrar skynsemi.

Auglýsing

OECD er helsta ráð­gjaf­ar­stofnun vest­rænna stjórn­valda. Sjón­ar­mið þeirra hafa oft­ast orðið ríkj­andi sjón­ar­mið í efna­hags- og sam­fé­lags­málum á síð­ustu ára­tug­um.

Upp úr 1980 tal­aði OECD gjarnan fyrir úrræðum í anda nýfrjáls­hyggju. 

Við kreppu eins og nú ríkir hefðu þeir þá mælt með skatta­lækk­unum til fyr­ir­tækja og fjár­festa, minni rík­is­út­gjöld­um, nið­ur­skurði vel­ferð­ar­rík­is­ins, afnámi reglu­gerða og auknu mark­aðs­frelsi.

En nú er öldin önn­ur!

Nýfjáls­hyggjan er dauð, brennd og graf­in. Reynslan af henni hefur séð til þess.

Það er tákn­rænt fyrir þessi umskipti að úrræði sem OECD mælir nú með í Kóvid-krepp­unni eru að miklu leyti í and­stöðu við nýfrjáls­hyggj­una.

OECD boðar nú aukna áherslu á vel­ferð­ar­ríkið til að vernda við­kvæma þjóð­fé­lags­hópa og þá atvinnu­lausu fyrir áhrifum krepp­unn­ar.

Upp­bygg­ingin í kjöl­far sótt­varna eigi síðan að vera sjálf­bær, bæði félags­lega og umhverf­is­lega (inclusive and green growt­h). Hag­vöxt­ur­inn skuli skila öllum almenn­ingi kjara­bótum og verða grænni en verið hef­ur.

Aðstoð við atvinnu­líf eigi að taka mest mið af litlum fyr­ir­tækjum og verka­fólki sem er í við­kvæmri stöðu.

Með þeirra eigin orðum

Í nýlegri skýrslu um stefnu til að bregð­ast við krepp­unni (Policy Brief) segir OECD eft­ir­far­andi:

„Áhrif krepp­unnar til skemmri og milli tíma verða sér­stak­lega erfið fyrir þá þjóð­fé­lags­hópa sem verst standa fyr­ir, sem felur í sér hættu á auknum ójöfn­uð­i… 

Auglýsing
Mælt er með snöggum og afger­andi við­brögðum stjórn­valda til að styðja við við­kvæm­ustu þjóð­fé­lags­hópana, með höf­uð­á­herslu á sam­stillt átak til að efla félags­lega vel­ferð­ar­kerfið (social prot­ect­ion), heil­brigð­is­þjón­ustu, mennt­un, hús­næð­is­stuðn­ing og sér­tæk við­brögð til að auka per­sónu­legt öryggi kvenna og barna (þ.e. aftra heim­il­is­of­beld­i), auk aðgerða til að verja við­kvæmt og illa tryggt verka­fólk, lítil fyr­ir­tæki, sam­fé­lög og svæði sem eru útund­an” (sjá OECD Covid 19: Prot­ect­ing People and Soci­eties).

OECD útfærir stefnu­á­herslur fyrir fleiri svið og þeirra á meðal eru sum þeirra úrræða sem gripið hefur verið til hér á landi, svo sem frestun skatt­greiðslna fyr­ir­tækja, lán til fyr­ir­tækja með rík­is­á­byrgð og tíma­bund­inn stuðn­ingur við greiðslu launa­kostn­aðar (sbr. hluta­bóta­leið­in). 

Það er athygl­is­vert fyrir þá sem hafa fylgst með OECD til lengri tíma að sjá þessar breyttu áherslur sem nú koma fram með skýr­ari hætti en fyrr.

Þó er einnig rétt að benda á, að í árlegum skýrslum sínum um atvinnu­mál frá 2018 og síðar (t.d. Employ­ment Out­look 2018) leggur OECD áherslu á mik­il­vægi kjara­samn­inga og verka­lýðs­fé­laga fyrir bætta virkni vinnu­mark­aða og nauð­syn­legt við­nám gegn sívax­andi ójöfn­uði í umhverfi alþjóða­væð­ing­ar.

Hér áður fyrr töldu OECD-­menn að verka­lýðs­fé­lög væru til óþurfta og að ójöfn­uður væri nauð­syn­legur til að ná góðum hag­vext­i. 

Nú vara þeir við því að ójöfn­uður dragi úr hag­vexti og leiði til óstöð­ug­leika og þeir sýna skiln­ing á mik­il­vægi verka­lýðs­fé­laga.

Það má því segja um OECD-liða, að batn­andi mönnum er best að lifa!

Í takti við áherslur verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar

Ofan­greindar áherslur OECD á mik­il­væg kreppu­úr­ræði eru í ágætum takti við það sem verka­lýðs­hreyf­ingin hér á landi hefur talað fyrir og ítrekað á síð­ustu vik­um.

Þetta er líka í sam­ræmi við þann lær­dóm sem draga má af afleið­ingum fjár­málakrepp­unnar sem hófst árið 2008, en þá kom í ljós að öfl­ugri vel­ferð­ar­ríkin vörðu almenn­ing best gegn nei­kvæðum afleið­ingum af krepp­unni (sjá um það hér).

Fyrir okkur á Íslandi eru veik­ustu varn­irnar núna í atvinnu­leys­is­bóta­kerf­inu, sem býður upp á of lágar bæt­ur, ekki síst fyrir þá sem verða atvinnu­lausir í meira en 3 mán­uði, eins og verka­lýðs­fé­lögin hafa ítrek­að.

Við end­ur­reisn ferða­þjón­ust­unnar og skyldra fyr­ir­tækja verður síðan mik­il­vægt að skil­yrða stuðn­ing hins opin­bera við sjálf­bæran rekst­ur, félags­lega jafnt sem umhverf­is­lega, og tryggja að ekki sé stutt með skattfé við bakið á rekstri sem ekki greiðir eðli­lega skatta né fylgir heil­brigðum við­skipta­hátt­u­m. 

Ríkið er eini bak­hjarl­inn – Buf­fett reynd­ist létt­vægur

Þessi skrif OECD um við­brögð við krepp­unni sýna glögg­lega að ríkið eitt er til bjargar þegar á reyn­ir. 

Stjórn­völd OECD-­ríkj­anna hafa alls staðar dælt fjár­magni til fyr­ir­tækja og víð­ast tekið að sér fram­færslu atvinnu­lausra, auk þess að fjár­magna heil­brigð­is­þjón­ust­una sem berst við veiruna.

War­ren Buf­fett, sem kall­aður hefur verið kon­ungur einka­fjár­fest­anna í heim­in­um, hefur á síð­ustu árum eign­ast hluti í banda­rískum flug­fé­lög­um. Hann hefur stært sig af því að hann vilji vera “bak­hjarl flug­fé­lag­anna” í heima­landi sínu.

Nú í krepp­unni hefur hann hins vegar selt alla hluti sína í þessum flug­fé­lögum með þeim orðum að hann vilji ekki taka á sig tíma­bund­inn kostnað vegna krepp­unnar (sjá hér). 

Þar fór „bak­hjarl­inn” fyrir lít­ið! 

„Sam­fé­lags­leg ábyrgð” reynd­ist inn­an­tómur fag­ur­gali. 

Aðrir geta séð um að tryggja flug­sam­göngur til fram­tíð­ar.

Höf­und­­ur er pró­­fessor við HÍ og sér­­fræð­ingur í hluta­­starfi hjá Efl­ing­u-­­stétt­­ar­­fé­lagi.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn.
Víðir reyndist vera með COVID-19
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur greinst með COVID-19, eftir að hafa áður greinst neikvæður í prófi á mánudag. Hann var þegar í sóttkví eftir að hafa orðið útsettur fyrir smiti í nærumhverfi sínu.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír hafa borið þungann af því að deila út ríkisábyrgðarlánunum sem skýrslan fjallar um.
Stuðningslánum mögulega of naumt skammtað
Eftirlitsnefnd með lánum með ríkisábyrgð telur að ætla megi að innan við helmingur þeirra fyrirtækja sem sóst hafa eftir stuðningslánum fái út úr úrræðinu það fé sem þau telji sig þurfa. Nefndin skilaði skýrslu til ráðherra á dögunum.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Heimsfaraldurinn rekur unga Íslendinga aftur heim í foreldrahús
Hlutfall ungra Íslendinga sem búa heima hjá foreldrum sínum hefur farið úr 42 í 70 prósent á innan við ári. Ljóst er að COVID-19 spilar þar stóra rullu, en atvinnuleysi hjá 18-24 ára hefur aukist um 134 prósent á einu ári.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Á baðströnd í Hong Kong.
Farsóttin herjar aftur á fyrirmyndarríkin
Í Japan hafði fólk verið hvatt til að ferðast innanlands og fara út að borða. Herferðinni hefur snarlega verið hætt. Til stóð að ýta ferðabandalagi milli Hong Kong og Singapúr úr vör, þar sem fólk gæti ferðast án sóttkvíarkvaða. Af því verður ekki í bráð.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Kristbjörn Árnason
Sóttin hefur þegar bætt íslenska menningu
Leslistinn 25. nóvember 2020
Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR.
Kallar eftir meiri stuðningi stjórnvalda við einstaklinga og heimili
Formaður VR segir að miðað við fyrirliggjandi upplýsingar um nýtingu COVID-19 úrræða stjórnvalda hafi einungis um 7 milljarðar króna skilað sér beint til einstaklinga og heimila, en yfir 80 milljarðar til fyrirtækja.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Svona leit turnbyggingin út í teikningum sem fylgdu deiliskipulagstillögu bæjarins.
Turnbygging sem íbúar lýstu sem „fokkmerki“ lækkuð um 10 hæðir
Hópur íbúa í Glaðheimahverfi í Kópavogi krafðist þess að hæsta hús á Íslandi yrði ekki byggt í hverfinu, til þess að áfram yrði gott að búa í Kópavogi. Turn sem átti eitt sinn að verða 32 hæðir og síðan 25 hæðir verður á endanum sennilega bara 15 hæðir.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur enn ekki endurgreitt styrki eins og til stóð
Styrkir sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði að endurgreiða fyrir árið 2018 hafa ekki enn verið greiddir. Kjarninn fékk sama svar frá framkvæmdastjóra flokksins nú og fyrir ári síðan.
Kjarninn 25. nóvember 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar