Bestu velferðarríkin verja lífskjör í kreppum

Prófessor við Háskóla Íslands skrifar um það sem þarf að gera hérlendis til að bregðast við þeim efnahagsþrengingum sem blasa við íslensku þjóðinni.

Auglýsing

Vel­ferð­ar­ríkið er eitt alls­herjar trygg­ing­ar­kerfi til að verja fólk fyrir áföll­um. Í venju­legu árferði tryggir það lífs­við­ur­væri í atvinnu­leysi, þegar heilsan og starfs­getan bilar og þegar aldur fær­ist yfir. Það dregur úr fátækt og ójöfn­uði með því að bæta sér­stak­lega hag þeirra sem minna hafa.

Öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfið er þó meira en afkomu­trygg­inga­kerfi og jöfn­un­ar­tæki. Það veitir öllum heil­brigð­is­þjón­ustu, menntun og tæki­færi, ásamt því að leit­ast við að tryggja við­un­andi húsa­skjól.

En í kreppum fær vel­ferð­ar­kerfið aukið hlut­verk við að tryggja almenn­ing gegn tíma­bundnum skerð­ingum lífs­kjara.

Lær­dómur af fjár­málakrepp­unni í Evr­ópu

Reynslan frá fjár­málakrepp­unni sem hófst árið 2008 sýndi með skýrum hætti hvernig vel­ferð­ar­ríkin stóðu sig mis­jafn­lega vel í að verja almenn­ing gegn kjara­skerð­ing­um.

Þær þjóðir sem bjuggu við öfl­ugri vel­ferð­ar­ríki fundu almennt minna fyrir fjár­hags­þreng­ingum af völdum krepp­unnar en þær þjóðir sem bjuggu við veik­ari vel­ferð­ar­rík­i. 

Þetta er sýnt í nýlegri bók sem ég og átta erlendir sam­starfs­menn skrif­uð­um, ásamt tveimur íslenskum rann­sókn­ar­mönn­um*. Bókin heitir Welfare and the Great Recession: A Comparative Study og kom úr hjá Oxford Uni­versity Press á síð­asta ári (sjá nánar um bók­ina hér).Welfare and the Great Recession: A Comparative Study.

Með kerf­is­bundnum sam­an­burði á umfangi fjár­málakrepp­unnar og afleið­ingum hennar fyrir lífs­kjör íbúa í 30 Evr­ópu­löndum gátum við sýnt hvernig ólík vel­ferð­ar­ríki skil­uðu mis­mun­andi árangri í að verja lífs­kjör almenn­ings í þessum lönd­um. 

En við sýndum einnig hvernig aðgerðir stjórn­valda skiptu máli – ýmist til góðs eða ills. Hvoru tveggja skipti máli (gæði vel­ferð­ar­rík­is­ins og stjórn­valds­að­gerð­ir), að teknu til­liti til umfangs fjár­mála­á­falls­ins sem upp­haf­lega leiddi til krepp­unn­ar.

Í fjár­málakrepp­unni skipti vel­ferð­ar­ríkið einna mestu máli fyrir þá sem misstu vinn­una. En atvinnu­leys­is­bóta­kerfin voru mis­jafn­lega víð­tæk og mis­jafn­lega rausn­ar­leg og því mis­mun­andi fær um að verja lífs­kjör fólks. 

Þannig guldu Grikkir t.d. fyrir það að atvinnu­leys­is­bóta­kerfi þeirra náði bara til hluta af vinn­andi fólki og réttur til bóta varði ein­ungis í skamman tíma. Þegar leið á krepp­una þá var stór meiri­hluti atvinnu­lausra Grikkja án atvinnu­leys­is­bóta og þeir áttu heldur ekki rétt á neinni lág­marks­af­komu­trygg­ingu (sam­svar­andi fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga hér á land­i). 

Þá var ein­ungis eftir að stóla á ætt­ingja, sem margir hverjir voru einnig í vanda. Þreng­ingar þjóð­ar­innar urðu því óheyri­lega miklar og mestar fyrir þá sem voru tekju­lægri til að byrja með.

Írar og Íslend­ingar urðu fyrir álíka djúpri efna­hag­skreppu en fjár­hags­þreng­ingar almenn­ings juk­ust meira á Írlandi. Þar mun­aði mestu um að íslenska vel­ferð­ar­kerfið veitti þrátt fyrir allt betri vörn en það írska.

Þrátt fyrir að bæði Finnar og Svíar fyndu fyrir tals­verðum efna­hags­sam­drætti, og að atvinnu­leysi yrði meira hjá þeim en Íslend­ing­um, þá gætti ekki auk­inna fjár­hags­þreng­inga að ráði meðal almenn­ings í Finn­landi og Sví­þjóð. 

Vel­ferð­ar­kerfin þar veittu við­un­andi vörn gegn kreppu­á­fall­inu. Atvinnu­leys­is­bætur þeirra voru nógu víð­tækar og rausn­ar­leg­ar. 

Auglýsing
Á Íslandi hrundi gengið með banka­kerf­inu og verð­bólga rauk upp í um 20%. Það rýrði kaup­mátt launa óvenju mikið og jók síðan skulda­vanda sem við vorum ekki nógu vel í stakk búin að glíma við. 

Þó margt væri vel gert í úrvinnslu fjár­málakrepp­unnar hér þá réð vel­ferð­ar­kerfið ekki nógu vel við áfall af þeirri stærð­argráðu sem varð í hrun­inu. Varnir gegn verð­bólgu og skulda­vanda voru sér­stak­lega ófull­nægj­andi og atvinnu­leys­is­bætur voru of lág­ar.

Nú er staðan með öðrum hætti.

Lær­dómur fyrir núver­andi kreppu

Kór­ónu­kreppan er önnur teg­und af kreppu en fjár­málakreppan sem hófst 2008. Nú stöðvast efna­hags­líf þjóða með óvenju afger­andi hætti vegna sótt­varn­ar­að­gerða, en síð­ast var skulda­vandi banka og fyr­ir­tækja helsta orsök krepp­unn­ar.

Að þessu sinni reynir öðru fremur á heil­brigð­is­kerfi þjóð­anna til að fækka dauðs­föllum af völdum far­ald­urs­ins og á atvinnu­leys­is­bóta­kerfin til að tryggja fram­færslu þeirra sem missa vinn­una. 

Þjóðir sem búa við altækar sjúkra­trygg­ingar og öflug heil­brigð­is­kerfi standa að öðru jöfnu betur að vígi gegn veirunni. Nú munu t.d. Banda­ríkja­menn líða fyrir það að umtals­verður hluti þjóð­ar­innar býr við ófull­nægj­andi sjúkra­trygg­ing­ar. 

Þegar lág­launa­fólk þar í landi missir vinn­una missir það um leið sjúkra­trygg­ing­una (ef það var ekki án hennar fyr­ir). Það hefur þá oft ekki efni á að leita lækn­inga ef það veikist, freist­ast til að mæta veikt og smit­andi til vinnu og dreifir veirunni meðal vinnu­fé­laga sem eru í álíka veikri stöðu. Þetta er víta­hringur fátæktar og ófull­nægj­andi vel­ferð­ar­trygg­inga. 

Ríka fólkið í Banda­ríkj­unum býr hins vegar við hágæða heil­brigð­is­þjón­ustu. Dán­ar­tíðni verður því mun hærri í lág­launa­hóp­unum þar í landi (sjá um það hér).

Þjóð­irnar við Mið­jarð­ar­haf fóru margar mjög illa út úr fjár­málakrepp­unni og þurftu að taka á sig mik­inn nið­ur­skurð vel­ferð­ar­út­gjalda í kjöl­far­ið, vegna mik­illa opin­berra skulda. Þær voru ekki búnar að jafna sig þegar kór­ónu­kreppan skall á og hefur hún nú þegar leikið sumar þeirra afar illa, t.d. Ítali og Spán­verja. 

Þar verða miklar nei­kvæðar afleið­ingar af núver­andi kreppu sem geta orðið lang­vinn­ar. Vel­ferð­ar­kerfi þess­ara þjóða eru að auki mun veik­ari en við eigum að venj­ast á Norð­ur­lönd­um.

Geta og vilji stjórn­valda skiptir líka máli

En það reynir líka á við­brögð stjórn­valda í fram­kvæmd sótt­varn­ar­að­gerða. Sam­komu­bönn og sam­skipta­reglur sem hamla útbreiðslu veirunnar eru félags­legar aðgerð­ir, stýr­ing hegð­unar frá áhætt­u. 

Stjórn­lynd og vel skipu­lögð stjórn­völd og hlýðnar þjóðir geta náð góðum árangri í bar­áttu við skæðar far­sótt­ir, eins og mörg dæmi eru um frá Asíu (t.d. Kína, Singa­pore, Taiwan, Suð­ur­-Kórea og Hong Kong). 

Lausa­tök á sviði sótt­varna leiða til meiri útbreiðslu sýk­innar sem leggur svo ofur­á­lag jafn­vel á öfl­ug­ustu heil­brigð­is­kerf­i. 

Þar sem saman fer öflug stjórnun sótt­varna og öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi verður mann­tjónið af völdum veirunnar hvað minnst (t.d. í Þýska­landi, Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi og á Ísland­i).

Þar sem saman fara veik stjórn­völd og ófull­burða vel­ferð­ar­kerfi er hætta á verri afleið­ingum fyrir lífs­kjör almenn­ings (t.d. í þró­un­ar­lönd­um).

Hvað efna­hags­legar afleið­ingar COVID-krepp­unnar varðar skiptir lág­mörkun umfangs atvinnu­leysis og fram­færsla atvinnu­lausra mestu máli. 

Það þýðir ekki að biðja mark­að­inn eða frjáls­hyggju­menn um lausnir á þeim vanda. 

Rík­is­valdið eitt er til bjargar – rétt eins og var í fjár­málakrepp­unni eftir 2008.

Sumar rík­is­stjórnir standa þó illa að vígi, meðal ann­ars vegna bar­áttu frjáls­hyggju­manna fyrir nið­ur­skurði vel­ferð­ar­út­gjalda og veik­ingu rík­is­valds­ins á síð­ustu fjórum ára­tug­um. 

Auglýsing
Of mik­ill árangur þeirra á þessum sviðum hefur því miður gert það að verkum að við­nám gegn núver­andi kreppu er víða of veik­burða. Miklar skuldir stjórn­valda eftir síð­ustu kreppu þyngja stöð­una líka.

Þar sem stjórn­völd geta síður stutt við atvinnu­lífið til að halda aftur af auknu atvinnu­leysi (með Key­nesískum örv­un­ar­að­gerð­um) og þar sem atvinnu­leys­is­bóta­kerfin eru lak­ari þar mun kreppan koma harðar niður á lífs­kjörum almenn­ings. Þar mun ójöfn­uður aukast í kjöl­far­ið. 

Áhrif frjáls­hyggj­unnar hafa þannig öll verið á versta veg hvað þetta snert­ir.

Staða Íslend­inga nú – það sem þarf að gera

Við Íslend­ingar njótum þess nú að búa við öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi sem nær til allra og er vel fag­lega mann­að. Stjórn­völd hafa einnig haldið vel á málum við fram­kvæmd sótt­varn­ar­að­gerða, undir leið­sögn fag­fólks.

Útbreiðslu sótt­ar­innar er því haldið í lág­marki og dán­ar­tíðni virð­ist ætla að verða með minnsta móti hér á land­i. 

Það verður seint full­þakk­að, en sýnir mik­il­vægi þess að búa við góða stjórn­ar­hætti og öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi sem nær til allra íbúa lands­ins.

Það sem er tví­sýn­ast hjá okkur nú er atvinnu­leys­is­vand­inn. Hann getur orðið mik­ill og nokkuð lang­vinn­ur, einkum í sumum greinum ferða­þjón­ust­unn­ar. Hversu vel atvinnu­leys­is­bóta­kerfið tryggir kjör atvinnu­lausra verður lyk­il­at­riði fyrir lífs­kjörin í land­inu á næstu mán­uð­um.

Í grunn­inn eru atvinnu­leys­is­bæt­urnar hér á landi of naumt skammt­að­ar: atvinnu­lausir halda ein­ungis 70% af fyrri heild­ar­launum í fyrstu 3 mán­uð­ina og síðan fer fólk á flatar atvinnu­leys­is­bætur sem eru aðeins 289.510 kr. á mán­uði, miðað við fullan bóta­rétt. 

Þeir sem lenda í lang­tíma­at­vinnu­leysi eru því mjög illa varðir gegn kjara­skerð­ingu. Að lág­marki lenda atvinnu­lausir í 30% kjara­skerð­ingu. Þau sem voru á með­al­launum fá t.d. meira en 50% kjara­skerð­ingu við að fara á flötu atvinnu­leys­is­bæt­urnar (eftir 3 mán­uði í atvinnu­leysi).

Stjórn­völd hafa þó bætt úr með inn­leið­ingu hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. Hagur þeirra sem geta notað hana (þ.e. halda minnst 25% starfs­hlut­falli hjá vinnu­veit­anda sín­um) er mun betur tryggður en þeirra sem missa vinn­una að fullu. 

Fólk með allt að 400 þús. krónur í laun heldur þeim til fulls á meðan það er á hluta­bótum og hlut­fallið er einnig hærra en 70% hjá þeim sem voru með tekjur um 700 þús­und kr. á mán­uði.

Útfærsla hluta­bóta­leið­ar­innar hefur þannig bætt atvinnu­leys­is­bóta­kerfið svo um mun­ar. En ekki geta allir notið þess. Þau sem fá beinar upp­sagnir fara á verri kjörin í almenna atvinnu­leys­is­bóta­kerf­inu.

Ef við munum búa við langvar­andi atvinnu­leysi, sem verður nær örugg­lega hjá stórum hluta starfs­fólks í ferða­þjón­ustu, þá þarf að efla atvinnu­leys­is­bóta­kerfið enn frekar til að verja atvinnu­lausa bet­ur. 

Það er best gert með hækkun flötu bót­anna, leng­ingu tíma­bils­ins á bótum sem eru hlut­fall fyrri launa og/eða með hækkun bóta­hlut­falls­ins fyrir tekju­lægri hópa, úr 70% í t.d. 90%. Þannig yrðu við­kvæm­ustu hóp­arnir betur varðir gegn of miklum kjara­skerð­ing­um. Það er bæði rétt­látt og skyn­sam­legt að gera.

Mikið veltur auð­vitað líka á aðgerðum stjórn­valda og seðla­banka til að halda á floti fyr­ir­tækjum sem ekki geta snúið að fullu til eðli­legrar starf­semi strax á næstu mán­uð­um. Það sama gildir um varnir gegn verð­bólgu, sem seðla­bank­inn hefur nú mikla burði til að tryggja, ef vilji er til.

Fyrstu skref stjórn­valda voru mik­il­væg, en betur má ef duga skal. Mik­il­vægur kostur í stöðu Íslands í þess­ari kreppu er að fjár­hagur rík­is­ins og seðla­bank­ans er góð­ur, ólíkt því sem var eftir fjár­málakrepp­una 2008. Geta rík­is­valds­ins til að brúa gjánna sem er í veg­inum er því mik­il.

Þegar heil­brigð­is­yf­ir­völd verða til­búin í aflétt­ingu sótt­varn­ar­að­gerða verður mik­il­vægt að veita efna­hags­líf­inu örvun með öfl­ugri einka­neyslu lands­manna sjálfra, því bið verður vænt­an­lega á að erlendir ferða­menn snúi hingað í miklum mæli. 

Þá mun kaup­máttur launa og atvinnu­leys­is­bóta leika stórt hlut­verk í efl­ingu einka­neysl­unnar hér inn­an­lands.

Íslend­ingar hafa góðar for­sendur til að kom­ast þokka­lega frá þess­ari kreppu.

Höf­und­ur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

* Sam­starfs­að­il­arnir voru Mary Daly við Oxford háskóla í Englandi, Joakim Palme við Upp­sala háskóla í Sví­þjóð, Olli Kan­gas við Turku háskóla í Finn­landi, Jon Erik Dölvik við FaFo rann­sókn­ar­stofn­un­ina í Nor­egi, Jörgen Goul-And­er­sen við Ála­borg­ar­há­skóla í Dan­mörku, Fran Benn­ett við Oxford háskóla, Manos Mat­saganis við tækni­há­skól­ann í Mílanó á Ítalíu og Ana R. Guil­len við Oviedó háskól­ann á Spáni. Íslensku rann­sókn­ar-­menn­irnir voru Agnar Freyr Helga­son lektor við Háskóla Íslands og Kol­beinn Stef­áns­son sér­fræð­ingur á Hag­stofu Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar