Bestu velferðarríkin verja lífskjör í kreppum

Prófessor við Háskóla Íslands skrifar um það sem þarf að gera hérlendis til að bregðast við þeim efnahagsþrengingum sem blasa við íslensku þjóðinni.

Auglýsing

Vel­ferð­ar­ríkið er eitt alls­herjar trygg­ing­ar­kerfi til að verja fólk fyrir áföll­um. Í venju­legu árferði tryggir það lífs­við­ur­væri í atvinnu­leysi, þegar heilsan og starfs­getan bilar og þegar aldur fær­ist yfir. Það dregur úr fátækt og ójöfn­uði með því að bæta sér­stak­lega hag þeirra sem minna hafa.

Öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfið er þó meira en afkomu­trygg­inga­kerfi og jöfn­un­ar­tæki. Það veitir öllum heil­brigð­is­þjón­ustu, menntun og tæki­færi, ásamt því að leit­ast við að tryggja við­un­andi húsa­skjól.

En í kreppum fær vel­ferð­ar­kerfið aukið hlut­verk við að tryggja almenn­ing gegn tíma­bundnum skerð­ingum lífs­kjara.

Lær­dómur af fjár­málakrepp­unni í Evr­ópu

Reynslan frá fjár­málakrepp­unni sem hófst árið 2008 sýndi með skýrum hætti hvernig vel­ferð­ar­ríkin stóðu sig mis­jafn­lega vel í að verja almenn­ing gegn kjara­skerð­ing­um.

Þær þjóðir sem bjuggu við öfl­ugri vel­ferð­ar­ríki fundu almennt minna fyrir fjár­hags­þreng­ingum af völdum krepp­unnar en þær þjóðir sem bjuggu við veik­ari vel­ferð­ar­rík­i. 

Þetta er sýnt í nýlegri bók sem ég og átta erlendir sam­starfs­menn skrif­uð­um, ásamt tveimur íslenskum rann­sókn­ar­mönn­um*. Bókin heitir Welfare and the Great Recession: A Comparative Study og kom úr hjá Oxford Uni­versity Press á síð­asta ári (sjá nánar um bók­ina hér).Welfare and the Great Recession: A Comparative Study.

Með kerf­is­bundnum sam­an­burði á umfangi fjár­málakrepp­unnar og afleið­ingum hennar fyrir lífs­kjör íbúa í 30 Evr­ópu­löndum gátum við sýnt hvernig ólík vel­ferð­ar­ríki skil­uðu mis­mun­andi árangri í að verja lífs­kjör almenn­ings í þessum lönd­um. 

En við sýndum einnig hvernig aðgerðir stjórn­valda skiptu máli – ýmist til góðs eða ills. Hvoru tveggja skipti máli (gæði vel­ferð­ar­rík­is­ins og stjórn­valds­að­gerð­ir), að teknu til­liti til umfangs fjár­mála­á­falls­ins sem upp­haf­lega leiddi til krepp­unn­ar.

Í fjár­málakrepp­unni skipti vel­ferð­ar­ríkið einna mestu máli fyrir þá sem misstu vinn­una. En atvinnu­leys­is­bóta­kerfin voru mis­jafn­lega víð­tæk og mis­jafn­lega rausn­ar­leg og því mis­mun­andi fær um að verja lífs­kjör fólks. 

Þannig guldu Grikkir t.d. fyrir það að atvinnu­leys­is­bóta­kerfi þeirra náði bara til hluta af vinn­andi fólki og réttur til bóta varði ein­ungis í skamman tíma. Þegar leið á krepp­una þá var stór meiri­hluti atvinnu­lausra Grikkja án atvinnu­leys­is­bóta og þeir áttu heldur ekki rétt á neinni lág­marks­af­komu­trygg­ingu (sam­svar­andi fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga hér á land­i). 

Þá var ein­ungis eftir að stóla á ætt­ingja, sem margir hverjir voru einnig í vanda. Þreng­ingar þjóð­ar­innar urðu því óheyri­lega miklar og mestar fyrir þá sem voru tekju­lægri til að byrja með.

Írar og Íslend­ingar urðu fyrir álíka djúpri efna­hag­skreppu en fjár­hags­þreng­ingar almenn­ings juk­ust meira á Írlandi. Þar mun­aði mestu um að íslenska vel­ferð­ar­kerfið veitti þrátt fyrir allt betri vörn en það írska.

Þrátt fyrir að bæði Finnar og Svíar fyndu fyrir tals­verðum efna­hags­sam­drætti, og að atvinnu­leysi yrði meira hjá þeim en Íslend­ing­um, þá gætti ekki auk­inna fjár­hags­þreng­inga að ráði meðal almenn­ings í Finn­landi og Sví­þjóð. 

Vel­ferð­ar­kerfin þar veittu við­un­andi vörn gegn kreppu­á­fall­inu. Atvinnu­leys­is­bætur þeirra voru nógu víð­tækar og rausn­ar­leg­ar. 

Auglýsing
Á Íslandi hrundi gengið með banka­kerf­inu og verð­bólga rauk upp í um 20%. Það rýrði kaup­mátt launa óvenju mikið og jók síðan skulda­vanda sem við vorum ekki nógu vel í stakk búin að glíma við. 

Þó margt væri vel gert í úrvinnslu fjár­málakrepp­unnar hér þá réð vel­ferð­ar­kerfið ekki nógu vel við áfall af þeirri stærð­argráðu sem varð í hrun­inu. Varnir gegn verð­bólgu og skulda­vanda voru sér­stak­lega ófull­nægj­andi og atvinnu­leys­is­bætur voru of lág­ar.

Nú er staðan með öðrum hætti.

Lær­dómur fyrir núver­andi kreppu

Kór­ónu­kreppan er önnur teg­und af kreppu en fjár­málakreppan sem hófst 2008. Nú stöðvast efna­hags­líf þjóða með óvenju afger­andi hætti vegna sótt­varn­ar­að­gerða, en síð­ast var skulda­vandi banka og fyr­ir­tækja helsta orsök krepp­unn­ar.

Að þessu sinni reynir öðru fremur á heil­brigð­is­kerfi þjóð­anna til að fækka dauðs­föllum af völdum far­ald­urs­ins og á atvinnu­leys­is­bóta­kerfin til að tryggja fram­færslu þeirra sem missa vinn­una. 

Þjóðir sem búa við altækar sjúkra­trygg­ingar og öflug heil­brigð­is­kerfi standa að öðru jöfnu betur að vígi gegn veirunni. Nú munu t.d. Banda­ríkja­menn líða fyrir það að umtals­verður hluti þjóð­ar­innar býr við ófull­nægj­andi sjúkra­trygg­ing­ar. 

Þegar lág­launa­fólk þar í landi missir vinn­una missir það um leið sjúkra­trygg­ing­una (ef það var ekki án hennar fyr­ir). Það hefur þá oft ekki efni á að leita lækn­inga ef það veikist, freist­ast til að mæta veikt og smit­andi til vinnu og dreifir veirunni meðal vinnu­fé­laga sem eru í álíka veikri stöðu. Þetta er víta­hringur fátæktar og ófull­nægj­andi vel­ferð­ar­trygg­inga. 

Ríka fólkið í Banda­ríkj­unum býr hins vegar við hágæða heil­brigð­is­þjón­ustu. Dán­ar­tíðni verður því mun hærri í lág­launa­hóp­unum þar í landi (sjá um það hér).

Þjóð­irnar við Mið­jarð­ar­haf fóru margar mjög illa út úr fjár­málakrepp­unni og þurftu að taka á sig mik­inn nið­ur­skurð vel­ferð­ar­út­gjalda í kjöl­far­ið, vegna mik­illa opin­berra skulda. Þær voru ekki búnar að jafna sig þegar kór­ónu­kreppan skall á og hefur hún nú þegar leikið sumar þeirra afar illa, t.d. Ítali og Spán­verja. 

Þar verða miklar nei­kvæðar afleið­ingar af núver­andi kreppu sem geta orðið lang­vinn­ar. Vel­ferð­ar­kerfi þess­ara þjóða eru að auki mun veik­ari en við eigum að venj­ast á Norð­ur­lönd­um.

Geta og vilji stjórn­valda skiptir líka máli

En það reynir líka á við­brögð stjórn­valda í fram­kvæmd sótt­varn­ar­að­gerða. Sam­komu­bönn og sam­skipta­reglur sem hamla útbreiðslu veirunnar eru félags­legar aðgerð­ir, stýr­ing hegð­unar frá áhætt­u. 

Stjórn­lynd og vel skipu­lögð stjórn­völd og hlýðnar þjóðir geta náð góðum árangri í bar­áttu við skæðar far­sótt­ir, eins og mörg dæmi eru um frá Asíu (t.d. Kína, Singa­pore, Taiwan, Suð­ur­-Kórea og Hong Kong). 

Lausa­tök á sviði sótt­varna leiða til meiri útbreiðslu sýk­innar sem leggur svo ofur­á­lag jafn­vel á öfl­ug­ustu heil­brigð­is­kerf­i. 

Þar sem saman fer öflug stjórnun sótt­varna og öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi verður mann­tjónið af völdum veirunnar hvað minnst (t.d. í Þýska­landi, Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi og á Ísland­i).

Þar sem saman fara veik stjórn­völd og ófull­burða vel­ferð­ar­kerfi er hætta á verri afleið­ingum fyrir lífs­kjör almenn­ings (t.d. í þró­un­ar­lönd­um).

Hvað efna­hags­legar afleið­ingar COVID-krepp­unnar varðar skiptir lág­mörkun umfangs atvinnu­leysis og fram­færsla atvinnu­lausra mestu máli. 

Það þýðir ekki að biðja mark­að­inn eða frjáls­hyggju­menn um lausnir á þeim vanda. 

Rík­is­valdið eitt er til bjargar – rétt eins og var í fjár­málakrepp­unni eftir 2008.

Sumar rík­is­stjórnir standa þó illa að vígi, meðal ann­ars vegna bar­áttu frjáls­hyggju­manna fyrir nið­ur­skurði vel­ferð­ar­út­gjalda og veik­ingu rík­is­valds­ins á síð­ustu fjórum ára­tug­um. 

Auglýsing
Of mik­ill árangur þeirra á þessum sviðum hefur því miður gert það að verkum að við­nám gegn núver­andi kreppu er víða of veik­burða. Miklar skuldir stjórn­valda eftir síð­ustu kreppu þyngja stöð­una líka.

Þar sem stjórn­völd geta síður stutt við atvinnu­lífið til að halda aftur af auknu atvinnu­leysi (með Key­nesískum örv­un­ar­að­gerð­um) og þar sem atvinnu­leys­is­bóta­kerfin eru lak­ari þar mun kreppan koma harðar niður á lífs­kjörum almenn­ings. Þar mun ójöfn­uður aukast í kjöl­far­ið. 

Áhrif frjáls­hyggj­unnar hafa þannig öll verið á versta veg hvað þetta snert­ir.

Staða Íslend­inga nú – það sem þarf að gera

Við Íslend­ingar njótum þess nú að búa við öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi sem nær til allra og er vel fag­lega mann­að. Stjórn­völd hafa einnig haldið vel á málum við fram­kvæmd sótt­varn­ar­að­gerða, undir leið­sögn fag­fólks.

Útbreiðslu sótt­ar­innar er því haldið í lág­marki og dán­ar­tíðni virð­ist ætla að verða með minnsta móti hér á land­i. 

Það verður seint full­þakk­að, en sýnir mik­il­vægi þess að búa við góða stjórn­ar­hætti og öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi sem nær til allra íbúa lands­ins.

Það sem er tví­sýn­ast hjá okkur nú er atvinnu­leys­is­vand­inn. Hann getur orðið mik­ill og nokkuð lang­vinn­ur, einkum í sumum greinum ferða­þjón­ust­unn­ar. Hversu vel atvinnu­leys­is­bóta­kerfið tryggir kjör atvinnu­lausra verður lyk­il­at­riði fyrir lífs­kjörin í land­inu á næstu mán­uð­um.

Í grunn­inn eru atvinnu­leys­is­bæt­urnar hér á landi of naumt skammt­að­ar: atvinnu­lausir halda ein­ungis 70% af fyrri heild­ar­launum í fyrstu 3 mán­uð­ina og síðan fer fólk á flatar atvinnu­leys­is­bætur sem eru aðeins 289.510 kr. á mán­uði, miðað við fullan bóta­rétt. 

Þeir sem lenda í lang­tíma­at­vinnu­leysi eru því mjög illa varðir gegn kjara­skerð­ingu. Að lág­marki lenda atvinnu­lausir í 30% kjara­skerð­ingu. Þau sem voru á með­al­launum fá t.d. meira en 50% kjara­skerð­ingu við að fara á flötu atvinnu­leys­is­bæt­urnar (eftir 3 mán­uði í atvinnu­leysi).

Stjórn­völd hafa þó bætt úr með inn­leið­ingu hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. Hagur þeirra sem geta notað hana (þ.e. halda minnst 25% starfs­hlut­falli hjá vinnu­veit­anda sín­um) er mun betur tryggður en þeirra sem missa vinn­una að fullu. 

Fólk með allt að 400 þús. krónur í laun heldur þeim til fulls á meðan það er á hluta­bótum og hlut­fallið er einnig hærra en 70% hjá þeim sem voru með tekjur um 700 þús­und kr. á mán­uði.

Útfærsla hluta­bóta­leið­ar­innar hefur þannig bætt atvinnu­leys­is­bóta­kerfið svo um mun­ar. En ekki geta allir notið þess. Þau sem fá beinar upp­sagnir fara á verri kjörin í almenna atvinnu­leys­is­bóta­kerf­inu.

Ef við munum búa við langvar­andi atvinnu­leysi, sem verður nær örugg­lega hjá stórum hluta starfs­fólks í ferða­þjón­ustu, þá þarf að efla atvinnu­leys­is­bóta­kerfið enn frekar til að verja atvinnu­lausa bet­ur. 

Það er best gert með hækkun flötu bót­anna, leng­ingu tíma­bils­ins á bótum sem eru hlut­fall fyrri launa og/eða með hækkun bóta­hlut­falls­ins fyrir tekju­lægri hópa, úr 70% í t.d. 90%. Þannig yrðu við­kvæm­ustu hóp­arnir betur varðir gegn of miklum kjara­skerð­ing­um. Það er bæði rétt­látt og skyn­sam­legt að gera.

Mikið veltur auð­vitað líka á aðgerðum stjórn­valda og seðla­banka til að halda á floti fyr­ir­tækjum sem ekki geta snúið að fullu til eðli­legrar starf­semi strax á næstu mán­uð­um. Það sama gildir um varnir gegn verð­bólgu, sem seðla­bank­inn hefur nú mikla burði til að tryggja, ef vilji er til.

Fyrstu skref stjórn­valda voru mik­il­væg, en betur má ef duga skal. Mik­il­vægur kostur í stöðu Íslands í þess­ari kreppu er að fjár­hagur rík­is­ins og seðla­bank­ans er góð­ur, ólíkt því sem var eftir fjár­málakrepp­una 2008. Geta rík­is­valds­ins til að brúa gjánna sem er í veg­inum er því mik­il.

Þegar heil­brigð­is­yf­ir­völd verða til­búin í aflétt­ingu sótt­varn­ar­að­gerða verður mik­il­vægt að veita efna­hags­líf­inu örvun með öfl­ugri einka­neyslu lands­manna sjálfra, því bið verður vænt­an­lega á að erlendir ferða­menn snúi hingað í miklum mæli. 

Þá mun kaup­máttur launa og atvinnu­leys­is­bóta leika stórt hlut­verk í efl­ingu einka­neysl­unnar hér inn­an­lands.

Íslend­ingar hafa góðar for­sendur til að kom­ast þokka­lega frá þess­ari kreppu.

Höf­und­ur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

* Sam­starfs­að­il­arnir voru Mary Daly við Oxford háskóla í Englandi, Joakim Palme við Upp­sala háskóla í Sví­þjóð, Olli Kan­gas við Turku háskóla í Finn­landi, Jon Erik Dölvik við FaFo rann­sókn­ar­stofn­un­ina í Nor­egi, Jörgen Goul-And­er­sen við Ála­borg­ar­há­skóla í Dan­mörku, Fran Benn­ett við Oxford háskóla, Manos Mat­saganis við tækni­há­skól­ann í Mílanó á Ítalíu og Ana R. Guil­len við Oviedó háskól­ann á Spáni. Íslensku rann­sókn­ar-­menn­irnir voru Agnar Freyr Helga­son lektor við Háskóla Íslands og Kol­beinn Stef­áns­son sér­fræð­ingur á Hag­stofu Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar