Bestu velferðarríkin verja lífskjör í kreppum

Prófessor við Háskóla Íslands skrifar um það sem þarf að gera hérlendis til að bregðast við þeim efnahagsþrengingum sem blasa við íslensku þjóðinni.

Auglýsing

Vel­ferð­ar­ríkið er eitt alls­herjar trygg­ing­ar­kerfi til að verja fólk fyrir áföll­um. Í venju­legu árferði tryggir það lífs­við­ur­væri í atvinnu­leysi, þegar heilsan og starfs­getan bilar og þegar aldur fær­ist yfir. Það dregur úr fátækt og ójöfn­uði með því að bæta sér­stak­lega hag þeirra sem minna hafa.

Öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfið er þó meira en afkomu­trygg­inga­kerfi og jöfn­un­ar­tæki. Það veitir öllum heil­brigð­is­þjón­ustu, menntun og tæki­færi, ásamt því að leit­ast við að tryggja við­un­andi húsa­skjól.

En í kreppum fær vel­ferð­ar­kerfið aukið hlut­verk við að tryggja almenn­ing gegn tíma­bundnum skerð­ingum lífs­kjara.

Lær­dómur af fjár­málakrepp­unni í Evr­ópu

Reynslan frá fjár­málakrepp­unni sem hófst árið 2008 sýndi með skýrum hætti hvernig vel­ferð­ar­ríkin stóðu sig mis­jafn­lega vel í að verja almenn­ing gegn kjara­skerð­ing­um.

Þær þjóðir sem bjuggu við öfl­ugri vel­ferð­ar­ríki fundu almennt minna fyrir fjár­hags­þreng­ingum af völdum krepp­unnar en þær þjóðir sem bjuggu við veik­ari vel­ferð­ar­rík­i. 

Þetta er sýnt í nýlegri bók sem ég og átta erlendir sam­starfs­menn skrif­uð­um, ásamt tveimur íslenskum rann­sókn­ar­mönn­um*. Bókin heitir Welfare and the Great Recession: A Comparative Study og kom úr hjá Oxford Uni­versity Press á síð­asta ári (sjá nánar um bók­ina hér).Welfare and the Great Recession: A Comparative Study.

Með kerf­is­bundnum sam­an­burði á umfangi fjár­málakrepp­unnar og afleið­ingum hennar fyrir lífs­kjör íbúa í 30 Evr­ópu­löndum gátum við sýnt hvernig ólík vel­ferð­ar­ríki skil­uðu mis­mun­andi árangri í að verja lífs­kjör almenn­ings í þessum lönd­um. 

En við sýndum einnig hvernig aðgerðir stjórn­valda skiptu máli – ýmist til góðs eða ills. Hvoru tveggja skipti máli (gæði vel­ferð­ar­rík­is­ins og stjórn­valds­að­gerð­ir), að teknu til­liti til umfangs fjár­mála­á­falls­ins sem upp­haf­lega leiddi til krepp­unn­ar.

Í fjár­málakrepp­unni skipti vel­ferð­ar­ríkið einna mestu máli fyrir þá sem misstu vinn­una. En atvinnu­leys­is­bóta­kerfin voru mis­jafn­lega víð­tæk og mis­jafn­lega rausn­ar­leg og því mis­mun­andi fær um að verja lífs­kjör fólks. 

Þannig guldu Grikkir t.d. fyrir það að atvinnu­leys­is­bóta­kerfi þeirra náði bara til hluta af vinn­andi fólki og réttur til bóta varði ein­ungis í skamman tíma. Þegar leið á krepp­una þá var stór meiri­hluti atvinnu­lausra Grikkja án atvinnu­leys­is­bóta og þeir áttu heldur ekki rétt á neinni lág­marks­af­komu­trygg­ingu (sam­svar­andi fjár­hags­að­stoð sveit­ar­fé­laga hér á land­i). 

Þá var ein­ungis eftir að stóla á ætt­ingja, sem margir hverjir voru einnig í vanda. Þreng­ingar þjóð­ar­innar urðu því óheyri­lega miklar og mestar fyrir þá sem voru tekju­lægri til að byrja með.

Írar og Íslend­ingar urðu fyrir álíka djúpri efna­hag­skreppu en fjár­hags­þreng­ingar almenn­ings juk­ust meira á Írlandi. Þar mun­aði mestu um að íslenska vel­ferð­ar­kerfið veitti þrátt fyrir allt betri vörn en það írska.

Þrátt fyrir að bæði Finnar og Svíar fyndu fyrir tals­verðum efna­hags­sam­drætti, og að atvinnu­leysi yrði meira hjá þeim en Íslend­ing­um, þá gætti ekki auk­inna fjár­hags­þreng­inga að ráði meðal almenn­ings í Finn­landi og Sví­þjóð. 

Vel­ferð­ar­kerfin þar veittu við­un­andi vörn gegn kreppu­á­fall­inu. Atvinnu­leys­is­bætur þeirra voru nógu víð­tækar og rausn­ar­leg­ar. 

Auglýsing
Á Íslandi hrundi gengið með banka­kerf­inu og verð­bólga rauk upp í um 20%. Það rýrði kaup­mátt launa óvenju mikið og jók síðan skulda­vanda sem við vorum ekki nógu vel í stakk búin að glíma við. 

Þó margt væri vel gert í úrvinnslu fjár­málakrepp­unnar hér þá réð vel­ferð­ar­kerfið ekki nógu vel við áfall af þeirri stærð­argráðu sem varð í hrun­inu. Varnir gegn verð­bólgu og skulda­vanda voru sér­stak­lega ófull­nægj­andi og atvinnu­leys­is­bætur voru of lág­ar.

Nú er staðan með öðrum hætti.

Lær­dómur fyrir núver­andi kreppu

Kór­ónu­kreppan er önnur teg­und af kreppu en fjár­málakreppan sem hófst 2008. Nú stöðvast efna­hags­líf þjóða með óvenju afger­andi hætti vegna sótt­varn­ar­að­gerða, en síð­ast var skulda­vandi banka og fyr­ir­tækja helsta orsök krepp­unn­ar.

Að þessu sinni reynir öðru fremur á heil­brigð­is­kerfi þjóð­anna til að fækka dauðs­föllum af völdum far­ald­urs­ins og á atvinnu­leys­is­bóta­kerfin til að tryggja fram­færslu þeirra sem missa vinn­una. 

Þjóðir sem búa við altækar sjúkra­trygg­ingar og öflug heil­brigð­is­kerfi standa að öðru jöfnu betur að vígi gegn veirunni. Nú munu t.d. Banda­ríkja­menn líða fyrir það að umtals­verður hluti þjóð­ar­innar býr við ófull­nægj­andi sjúkra­trygg­ing­ar. 

Þegar lág­launa­fólk þar í landi missir vinn­una missir það um leið sjúkra­trygg­ing­una (ef það var ekki án hennar fyr­ir). Það hefur þá oft ekki efni á að leita lækn­inga ef það veikist, freist­ast til að mæta veikt og smit­andi til vinnu og dreifir veirunni meðal vinnu­fé­laga sem eru í álíka veikri stöðu. Þetta er víta­hringur fátæktar og ófull­nægj­andi vel­ferð­ar­trygg­inga. 

Ríka fólkið í Banda­ríkj­unum býr hins vegar við hágæða heil­brigð­is­þjón­ustu. Dán­ar­tíðni verður því mun hærri í lág­launa­hóp­unum þar í landi (sjá um það hér).

Þjóð­irnar við Mið­jarð­ar­haf fóru margar mjög illa út úr fjár­málakrepp­unni og þurftu að taka á sig mik­inn nið­ur­skurð vel­ferð­ar­út­gjalda í kjöl­far­ið, vegna mik­illa opin­berra skulda. Þær voru ekki búnar að jafna sig þegar kór­ónu­kreppan skall á og hefur hún nú þegar leikið sumar þeirra afar illa, t.d. Ítali og Spán­verja. 

Þar verða miklar nei­kvæðar afleið­ingar af núver­andi kreppu sem geta orðið lang­vinn­ar. Vel­ferð­ar­kerfi þess­ara þjóða eru að auki mun veik­ari en við eigum að venj­ast á Norð­ur­lönd­um.

Geta og vilji stjórn­valda skiptir líka máli

En það reynir líka á við­brögð stjórn­valda í fram­kvæmd sótt­varn­ar­að­gerða. Sam­komu­bönn og sam­skipta­reglur sem hamla útbreiðslu veirunnar eru félags­legar aðgerð­ir, stýr­ing hegð­unar frá áhætt­u. 

Stjórn­lynd og vel skipu­lögð stjórn­völd og hlýðnar þjóðir geta náð góðum árangri í bar­áttu við skæðar far­sótt­ir, eins og mörg dæmi eru um frá Asíu (t.d. Kína, Singa­pore, Taiwan, Suð­ur­-Kórea og Hong Kong). 

Lausa­tök á sviði sótt­varna leiða til meiri útbreiðslu sýk­innar sem leggur svo ofur­á­lag jafn­vel á öfl­ug­ustu heil­brigð­is­kerf­i. 

Þar sem saman fer öflug stjórnun sótt­varna og öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi verður mann­tjónið af völdum veirunnar hvað minnst (t.d. í Þýska­landi, Dan­mörku, Finn­landi, Nor­egi og á Ísland­i).

Þar sem saman fara veik stjórn­völd og ófull­burða vel­ferð­ar­kerfi er hætta á verri afleið­ingum fyrir lífs­kjör almenn­ings (t.d. í þró­un­ar­lönd­um).

Hvað efna­hags­legar afleið­ingar COVID-krepp­unnar varðar skiptir lág­mörkun umfangs atvinnu­leysis og fram­færsla atvinnu­lausra mestu máli. 

Það þýðir ekki að biðja mark­að­inn eða frjáls­hyggju­menn um lausnir á þeim vanda. 

Rík­is­valdið eitt er til bjargar – rétt eins og var í fjár­málakrepp­unni eftir 2008.

Sumar rík­is­stjórnir standa þó illa að vígi, meðal ann­ars vegna bar­áttu frjáls­hyggju­manna fyrir nið­ur­skurði vel­ferð­ar­út­gjalda og veik­ingu rík­is­valds­ins á síð­ustu fjórum ára­tug­um. 

Auglýsing
Of mik­ill árangur þeirra á þessum sviðum hefur því miður gert það að verkum að við­nám gegn núver­andi kreppu er víða of veik­burða. Miklar skuldir stjórn­valda eftir síð­ustu kreppu þyngja stöð­una líka.

Þar sem stjórn­völd geta síður stutt við atvinnu­lífið til að halda aftur af auknu atvinnu­leysi (með Key­nesískum örv­un­ar­að­gerð­um) og þar sem atvinnu­leys­is­bóta­kerfin eru lak­ari þar mun kreppan koma harðar niður á lífs­kjörum almenn­ings. Þar mun ójöfn­uður aukast í kjöl­far­ið. 

Áhrif frjáls­hyggj­unnar hafa þannig öll verið á versta veg hvað þetta snert­ir.

Staða Íslend­inga nú – það sem þarf að gera

Við Íslend­ingar njótum þess nú að búa við öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi sem nær til allra og er vel fag­lega mann­að. Stjórn­völd hafa einnig haldið vel á málum við fram­kvæmd sótt­varn­ar­að­gerða, undir leið­sögn fag­fólks.

Útbreiðslu sótt­ar­innar er því haldið í lág­marki og dán­ar­tíðni virð­ist ætla að verða með minnsta móti hér á land­i. 

Það verður seint full­þakk­að, en sýnir mik­il­vægi þess að búa við góða stjórn­ar­hætti og öfl­ugt vel­ferð­ar­kerfi sem nær til allra íbúa lands­ins.

Það sem er tví­sýn­ast hjá okkur nú er atvinnu­leys­is­vand­inn. Hann getur orðið mik­ill og nokkuð lang­vinn­ur, einkum í sumum greinum ferða­þjón­ust­unn­ar. Hversu vel atvinnu­leys­is­bóta­kerfið tryggir kjör atvinnu­lausra verður lyk­il­at­riði fyrir lífs­kjörin í land­inu á næstu mán­uð­um.

Í grunn­inn eru atvinnu­leys­is­bæt­urnar hér á landi of naumt skammt­að­ar: atvinnu­lausir halda ein­ungis 70% af fyrri heild­ar­launum í fyrstu 3 mán­uð­ina og síðan fer fólk á flatar atvinnu­leys­is­bætur sem eru aðeins 289.510 kr. á mán­uði, miðað við fullan bóta­rétt. 

Þeir sem lenda í lang­tíma­at­vinnu­leysi eru því mjög illa varðir gegn kjara­skerð­ingu. Að lág­marki lenda atvinnu­lausir í 30% kjara­skerð­ingu. Þau sem voru á með­al­launum fá t.d. meira en 50% kjara­skerð­ingu við að fara á flötu atvinnu­leys­is­bæt­urnar (eftir 3 mán­uði í atvinnu­leysi).

Stjórn­völd hafa þó bætt úr með inn­leið­ingu hluta­bóta­leið­ar­inn­ar. Hagur þeirra sem geta notað hana (þ.e. halda minnst 25% starfs­hlut­falli hjá vinnu­veit­anda sín­um) er mun betur tryggður en þeirra sem missa vinn­una að fullu. 

Fólk með allt að 400 þús. krónur í laun heldur þeim til fulls á meðan það er á hluta­bótum og hlut­fallið er einnig hærra en 70% hjá þeim sem voru með tekjur um 700 þús­und kr. á mán­uði.

Útfærsla hluta­bóta­leið­ar­innar hefur þannig bætt atvinnu­leys­is­bóta­kerfið svo um mun­ar. En ekki geta allir notið þess. Þau sem fá beinar upp­sagnir fara á verri kjörin í almenna atvinnu­leys­is­bóta­kerf­inu.

Ef við munum búa við langvar­andi atvinnu­leysi, sem verður nær örugg­lega hjá stórum hluta starfs­fólks í ferða­þjón­ustu, þá þarf að efla atvinnu­leys­is­bóta­kerfið enn frekar til að verja atvinnu­lausa bet­ur. 

Það er best gert með hækkun flötu bót­anna, leng­ingu tíma­bils­ins á bótum sem eru hlut­fall fyrri launa og/eða með hækkun bóta­hlut­falls­ins fyrir tekju­lægri hópa, úr 70% í t.d. 90%. Þannig yrðu við­kvæm­ustu hóp­arnir betur varðir gegn of miklum kjara­skerð­ing­um. Það er bæði rétt­látt og skyn­sam­legt að gera.

Mikið veltur auð­vitað líka á aðgerðum stjórn­valda og seðla­banka til að halda á floti fyr­ir­tækjum sem ekki geta snúið að fullu til eðli­legrar starf­semi strax á næstu mán­uð­um. Það sama gildir um varnir gegn verð­bólgu, sem seðla­bank­inn hefur nú mikla burði til að tryggja, ef vilji er til.

Fyrstu skref stjórn­valda voru mik­il­væg, en betur má ef duga skal. Mik­il­vægur kostur í stöðu Íslands í þess­ari kreppu er að fjár­hagur rík­is­ins og seðla­bank­ans er góð­ur, ólíkt því sem var eftir fjár­málakrepp­una 2008. Geta rík­is­valds­ins til að brúa gjánna sem er í veg­inum er því mik­il.

Þegar heil­brigð­is­yf­ir­völd verða til­búin í aflétt­ingu sótt­varn­ar­að­gerða verður mik­il­vægt að veita efna­hags­líf­inu örvun með öfl­ugri einka­neyslu lands­manna sjálfra, því bið verður vænt­an­lega á að erlendir ferða­menn snúi hingað í miklum mæli. 

Þá mun kaup­máttur launa og atvinnu­leys­is­bóta leika stórt hlut­verk í efl­ingu einka­neysl­unnar hér inn­an­lands.

Íslend­ingar hafa góðar for­sendur til að kom­ast þokka­lega frá þess­ari kreppu.

Höf­und­ur er pró­fessor við HÍ og sér­fræð­ingur í hluta­starfi hjá Efl­ing­u-­stétt­ar­fé­lagi.

* Sam­starfs­að­il­arnir voru Mary Daly við Oxford háskóla í Englandi, Joakim Palme við Upp­sala háskóla í Sví­þjóð, Olli Kan­gas við Turku háskóla í Finn­landi, Jon Erik Dölvik við FaFo rann­sókn­ar­stofn­un­ina í Nor­egi, Jörgen Goul-And­er­sen við Ála­borg­ar­há­skóla í Dan­mörku, Fran Benn­ett við Oxford háskóla, Manos Mat­saganis við tækni­há­skól­ann í Mílanó á Ítalíu og Ana R. Guil­len við Oviedó háskól­ann á Spáni. Íslensku rann­sókn­ar-­menn­irnir voru Agnar Freyr Helga­son lektor við Háskóla Íslands og Kol­beinn Stef­áns­son sér­fræð­ingur á Hag­stofu Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Armin Laschet er nýr leiðtogi flokks Kristilegra demókrata, sem hefur tögl og haldir í þýskum stjórnmálum. Kannski tekur hann við af Merkel sem kanslari í haust.
Stormasöm vika í evrópskum stjórnmálum
Mögulegt áframhald „Merkelisma“ í Þýskalandi, barnabótaskandall hjá „teflon Mark“ í Hollandi og stjórnarkreppa af völdum smáflokks á Ítalíu er á meðal þess sem var efst á baugi í evrópskum stjórnmálum í vikunni.
Kjarninn 16. janúar 2021
Birgir Birgisson
Að finna upp hjólið
Kjarninn 16. janúar 2021
Óendurvinnanlegur úrgangur á bilinu 40 til 100 þúsund tonn á ári fram til ársins 2045
Skýrsla um þörf fyrir sorpbrennslustöðvar á Íslandi hefur litið dagsins ljós. Umhverfis- og auðlindaráðherra fagnar úttektinni og segir að nú sé hægt að stíga næstu skref.
Kjarninn 16. janúar 2021
Gauti Jóhannesson er forseti bæjarstjórnar í Múlaþingi og fyrrverandi sveitarstjóri Djúpavogshrepps.
Forseti bæjarstjórnar Múlaþings íhugar alvarlega að sækjast eftir þingsæti
Gauti Jóhannesson fyrrverandi sveitarstjóri á Djúpavogi segir tímabært að Sjálfstæðisflokkurinn eignist þingmann frá Austurlandi og íhugar framboð til Alþingis. Kjarninn skoðaði framboðsmál Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðjón S. Brjánsson sá þingmaður sem keyrði mest allra árið 2020
Í fyrsta sinn í mörgu ár er Ásmundur Friðriksson ekki sá þingmaður sem keyrði mest. Hann dettur niður í annað sætið á þeim lista. Kostnaður vegna aksturs þingmanna dróst saman um fimmtung milli ára.
Kjarninn 16. janúar 2021
Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra.
Könnun: Fleiri andvíg en fylgjandi frumvarpi Guðmundar Inga um Hálendisþjóðgarð
Samkvæmt könnun frá Gallup segjast 43 prósent andvíg frumvarpi umhverfis- og auðlindaráðherra um stofnun Hálendisþjóðgarðs, en 31 prósent fylgjandi. Rúmlega fjórir af tíu segjast hafa litla þekkingu á frumvarpinu.
Kjarninn 16. janúar 2021
Örn Bárður Jónsson
Má hefta tjáningarfrelsi og var rétt að loka á Trump?
Kjarninn 16. janúar 2021
Bræðraborgarstígur 1 brann í sumar. Þorpið hefur keypt rústirnar og húsið við hliðina, Bræðraborgarstíg 3.
Keyptu hús og rústir á Bræðraborgarstíg á 270 milljónir og sækja um niðurrif eftir helgi
Loks hillir undir að brunarústirnar á Bræðraborgarstíg 1 verði rifnar. Nýir eigendur, sem gengið hafa frá kaupsamningi, vilja gera eitthvað gott og fallegt á staðnum í kjölfar harmleiksins sem kostaði þrjár ungar manneskjur lífið síðasta sumar.
Kjarninn 16. janúar 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar