Að átta áratugum liðnum

Þingmaður sem á sæti í utanríkismálanefnd Alþingis skrifar um utanríkisþjónustuna.

Auglýsing

Utan­rík­is­þjón­ustan komst að fullu í hendur lands­manna og umsjón hefð­bund­ins ráðu­neytis fyrir 80 árum. Hún hefur stækkað og umsvifin auk­ist nán­ast ár frá ári. Utan­rík­is­ráð­herrar eru orðnir margir og ein­dregnar póli­tískar and­stæður ávallt ein­kennt hluta af umræðu um störf ráðu­neyt­is­ins, t.d. í örygg­is- og hern­að­ar­mál­um. Í öðru, svo sem í þró­un­ar­sam­vinnu, hafa ólík sjón­ar­mið verið aug­ljós en þó mýkri og þegar kemur t.d. að þjón­ustu við íslenska rík­is­borg­ara í útlönd­um, borg­ara­þjón­ust­unni, má telja hana hafna yfir póli­tískar skoð­an­ir. Hún hefur unnið þrek­virki und­an­farnar vikur við að aðstoða mik­inn fjölda lands­manna vegna heims­far­ald­urs­ins og sannað þörf fyrir þjón­ustu sína. Manna­ráðn­ingar og skip­anir sendi­herra hafa oft verið umdeildar og nú liggur fyrir frum­varp um nokkrar breyt­ingar í þeim efn­um. Hér verður hvorki fjallað um þær né fjöl­breytt verk­efni utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins, eða breytta stefnu í sumum málum sem mér myndu hugn­ast. Aðeins ítrekað að yfir tveir þriðju hlutar lands­manna telja sam­vinnu við erlend ríki og öfl­uga utan­rík­is­þjón­ustu mik­il­væga, sam­kvæmt skoð­ana­könn­un. Í stað skrifa um mörg verk­efni fer ég nokkrum orðum um gildi og mik­il­vægi mann­rétt­inda­mála og hlut­verk utan­rík­is­þjón­ust­unnar í mál­efnum norð­ur­slóða. 

 Stundum sagt að mann­rétt­indi séu grunnur mennsk­unnar í ver­öld­inni og eru það góð orð. Við verðum að halda varð­stöðu um mann­rétt­indin en við þurfum líka að knýja á um breyt­ingar til bóta. Ef horft er um heim­inn allan, sl. hálfu öld eða svo, er aug­ljóst að tölu­vert hefur áunn­ist. Enn er þó allt of víða langt í land. Gömul kjör­orð úr lýð­ræð­is­bylt­ing­unni í Evr­ópu sem hljóða upp á frelsi, jafn­rétti og bræðra­lag, eða sam­stöðu hafa smit­ast inn í nor­ræna sam­fé­lags­líkan­ið. Við hömpum því gjarnan að þau ríki séu, fyrir fólk flest, með þeim skárri í heim­inum sem bústað­ur. Flest ríki, ef ekki öll, og þar með talin þau nor­rænu, bera ekki hreinan skjöld i mann­rétt­inda­mál­um. Varla þarf að líta langt aftur til fyrri tíð­ar. Hve langt þurfum við hér á landi að horfa um öxl á rétt­indi hinsegin fólks til þess að sjá ólíð­andi fram­komu í þess garð? Á kven­rétt­indi og stök mál í dóms­kerf­inu? Enn eru mann­rétt­indi á dag­skrá sem við þurfum að bæta við, slípa og auka. Meira að segja réttur til matar og húsa­skjóls, og fleiri slík grunn­at­riði, sýn­ist manni verða seint í full­komnu lagi. Við getum þar gert betur og okkur ber skylda til þess.

Auglýsing
Árangur Íslands af eins og hálfs árs setu í Mann­réttinda­ráði Sam­ein­uðu þjóð­anna er bæði eft­ir­tekt­ar­verður og þakk­ar­verð­ur. Það kom fram hjá all­mörgum ræðu­mönnum á Alþingi fyrir skömmu og ég tek undir það. Í utan­rík­is­mála­nefnd voru sam­starfs­menn mínir heilt yfir ánægðir með fram­göngu Íslands, jafn skyndi­lega og hún brast á. Þar kom líka fram að við verðum að muna eftir annarri stofnun sem við erum þátt­tak­endur í, hinu marg­reynda Evr­ópu­ráði. Þar er mann­rétt­inda­starf Íslands uppi af og til. Ísland gegnir sínu skýra hlut­verki í ráð­inu og verið þar á góðum stað, langoft­ast réttu megin í mál­flutn­ingi.

Í mann­rétt­inda­málum hafa íslensk stjórn­völd t.d. beitt sér í mál­efnum Ísra­els og Palest­ínu, í höf­uð­atriðum á við­un­andi hátt. Við höfum agn­ú­ast út í fram­ferði stjórnar Dut­artes á Fil­ipps­eyjum og er ljóst að þau afskipti höfðu jákvæð áhrif. Það sama gildir um Sádi-­Ar­abíu og Venes­ú­ela. Segja má sem svo að ekki sé alltaf aðal­at­riðið að ganga gegn þeim sem er frekast­ur, stærstur og verst­ur, það þarf líka að hirta hina sem standa neðar í gogg­un­ar­röð­inni þegar kemur að mann­rétt­inda­brotum í heim­in­um. Ég myndi t.d. vilja bæta við ríkjum eins og Bras­ilíu vegna umhverf­is­mála og fram­ferði, einkum stjórn­valda og stór­fyr­ir­tækja, gegn frum­byggj­um. Úr einu smá­ríki hafa þing­mönnum borist beiðni aðstoð, frá full­trúum hópa í Bahrein, þar sem mann­rétt­inda­brot eru algeng. Mann­rétt­inda­brot stór­veld­anna eru sífellt áhyggju­efni og þar hefur rödd Íslands heldur harn­að, sam­hliða auk­inni sam­vinnu við sömu ríki. Í nokkrum ESB-löndum sjást mann­rétt­inda­brot sem vekja ugg; aug­ljós brot hvað rétt­ar­far og frelsi fjöl­miðla snertir og ýmis almenn lýð­ræð­is­rétt­indi. Eitt af þeim ríkjum sem okkur hefur orðið tíð­rætt um í utan­rík­is­mála­nefnd er Tyrk­land. Það er komið á ystu brún, eða fram af, í sumum mála­flokkum að mati vel þenkj­andi fólks. 

Stundum er minnst á ávinn­ing í mann­rétt­inda­mál­um. Hann getur verið margs konar en það er mjög mik­il­vægt að muna eftir því að hann er tví­bent­ur. Góð frammi­staða er ávinn­ingur Íslands en sam­tímis ávinn­ingur þess sem við erum að aðstoða. Mér hefur stundum fund­ist menn vera of upp­tekna af ávinn­ingi Íslands en gleymi því að við höfum áhrif til góðs. Líka er rætt um áhættu af því að trana sér fram og þora. Engu að síður er mat flestra á þann veg, þegar kemur að árangri sér­hvers ríkis við umbætur í mann­rétt­inda­málum ann­arra ríkja, að mjög erfitt reyn­ist að refsa þeim sem bendir á hið aug­ljósa, að keis­ar­inn er nak­inn. Ég tel að áhætta ætti aldrei að vera okkur sér­stakur fjötur um fót nema kannski í til­vikum sem mjög erfitt er að sjá fyr­ir. Ef við höfum jákvæða afstöðu bæði til ávinn­ings og áhættu hef ég ekki áhyggjur af fram­tíð­inni. Og hver er hún? Hvað ber okkur að gera? Komið hefur fram að fyrsta skrefið í átt að nýrri þátt­töku í Mann­réttinda­ráði SÞ gæti verið hefja ekki kosn­inga­bar­áttu vegna fram­boðs, heldur styðj­ast við nor­ræna ríkja­hóp­inn. Þar getur seta í ráð­inu gengið á milli ríkja og því mætti grípa dag­inn. Lýsa sem fyrst yfir áhuga okkar á að halda starfi þar áfram og sjá hvort val milli Nor­egs og Íslands falli ekki fallið að Ísland verði fyrir val­inu. Ef ekki þá, höfum við önnur tæki­færi, hvort sem það verður með svip­uðum hætti eða með því að leggja út í dýra kjör­bar­áttu smá­rík­is. Það getur orðið ansi snú­ið. Hvernig sem fer er tölu­verð vinna framundan við við­bót­ar­stefnu­mótun í mann­rétt­inda­mál­um. Hvenær styðjum við eða höfum jafn­vel frum­kvæði að mann­rétt­inda­bar­áttu innan erlendra ríkja eða ríkja­heilda? Hvaða rök eða við­mið notum við? Metum við helst alvar­leika brot­anna? Eru snöggar upp­á­komur ástæð­an? Eru það mann­rétt­inda­brot sem hafa staðið í langan tíma? Mála­flokkar sem standa okkur nærri, t.d. kynja­jafn­rétti? Mörg rök, en ekki ein, koma til og sann­ar­lega við hæfi að auðga stefnu­mótun með umræðum á Alþingi og víð­ar.

Alkunna er að lofts­lags­breyt­ingar og afleið­ingar þeirra á norð­ur­slóðum eru meðal mik­il­væg­ustu mála í and­ófi gegn, og aðlögun að vand­an­um. Hér er hlýn­unin alls staðar mjög hröð og afdrifa­rík. Umhverf­is­breyt­ing­arnar ná langt út fyrir land- og haf­svæð­ið. Þar af leiðir að víð­tækt sam­starf þjóð­anna átta við heim­skauts­baug, og ann­arra þjóða, um við­brögð við breyt­ing­unum telst ákaf­lega brýnt. Aðal­þungi norð­ur­slóða­starfs­ins út á við hefur verið í höndum all­margra starfs­manna utan­rík­is­ráðu­neyt­is­ins og ráð­herra í einn stað en í annan stað þing­manna­nefndar norð­ur­slóða á Alþingi. Vest­nor­ræna ráðið og Norð­ur­skauts­efna­hags­ráðið koma einnig sterk­lega við sögu, bæði ráðin með íslenskri for­ystu um þessar mund­ir, ásamt Norð­ur­landa­ráði að sumu leyti, einnig undir íslenskri for­ystu. Starf­semi ráðu­neyt­is­ins og rík­is­stjórn­ar­innar krist­all­ast í Norð­ur­skauts­ráð­inu og starfs­hópum þess sem í sitja alls konar sér­fræð­ing­ar. Þar hefur Ísland einnig for­mennsku með höndum 2019-2021. Má af þessu greina að utan­rík­is­ráðu­neytið stendur þétt að starfi sem miðar að því að halda lofts­lags­breyt­ingum í skefjum og vinda ofan af þeim. Gerir það raunar á fleiri svið­um, svo sem með skipu­lagi og stefnu í þró­un­ar­sam­vinnu Íslands.

Þó ekki væri nema fyrir þá tvo mála­flokka sem ég hef hér fjallað um, ætti að vera ljóst að utan­rík­is­þjón­ustan þarf að vera öflug og vel snið­in. Gagn­rýni á hana er nokkuð algeng, m.a. á það sem kall­ast bruðl með fé. Ég hef verið stuðn­ings­maður þess að utan­rík­is­þjón­usta smá­ríkis sé vel mönn­uð, fái nægt fjár­magn og fari vel með það. Fjár­magn hefur stundum skort, einkum í rekstri. Hvað sem því líður er árang­urs­rík­ast að utan­rík­is­stefna Íslands og skipu­lag hennar sé bæði skil­virkt og í þágu sem flestra heim­in­um, fólks­ins sem ber uppi sam­fé­lög­in, meira eða minna allt með sömu grunn­þarfir og ósk­ir.

Höf­undur á sæti í utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis fyrir Vinstri græn.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Sóttvarnalæknir: Áhættan virðist ekki vera mikil
PCR-mæling hjá einkennalausum einstaklingum er ekki óyggjandi próf til að greina SARS-CoV-2 veiruna, segir sóttvarnalæknir. 0-4 dögum eftir smit geti niðurstaða úr sýnatöku verið neikvæð hjá þeim sem er smitaður.
Kjarninn 2. júní 2020
Komufarþegum býðst að fara í sýnatöku frá og með 15. júní.
Staðfest: Komufarþegum mun standa sýnataka til boða
Bráðabirgðamat bendir til þess að kostnaður við sýnatöku á Keflavíkurflugvelli fyrstu tvær vikurnar frá rýmkun reglna um komu ferðamanna til landsins yrði um 160 milljónir króna ef 500 manns koma til landsins.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar