Sumarið í Himalaya

Varaforseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands fjallar um stöðu stúdenta í sumar.

Auglýsing

Þetta eru sann­ar­lega skrítnir tímar, um það er ekki deilt. Mörgum er sagt upp og við bíðum helst eftir því að það sjá­ist loks­ins í Himala­ya-­fjöllin eða eftir því að höfr­ungar birt­ist á ólík­legum stöð­um. Í þess­ari und­ar­legu hring­iðu eru hópar sem virð­ast gleym­ast.

Helm­ingur þeirra stúd­enta Háskóla Íslands sem áður voru í hluta­störfum hefur annað hvort verið sagt upp að þeir lækk­aðir í starfs­hlut­falli. Samt hafa aðeins 2% stúd­enta getað nýtt sér hluta­bætur stjórn­valda. Lík­lega er það vegna þess að það úrræði hentar helst fólki í fullu starfi. Á sama tíma hafa atvinnu­rek­endur ólík­lega lagt áherslu á úrræðið fyrir hluta­starfs­fólk.

Af launum stúd­enta er greitt trygg­ing­ar­gjald eins og af öðrum launum en engu að síður eiga þeir ekki rétt á atvinnu­leys­is­bót­um. Þeir eiga bara að taka náms­lán ef þeir eru ekki nú þegar búnir að klára frí­tekju­mark­ið. Eiga stúd­entar að vera eini hópur sam­fé­lags­ins sem stendur ekk­ert annað til boða en að skuld­setja sig út úr vand­an­um?

Auglýsing
Nú fer í hönd tími loka­prófa og skila á loka­verk­efn­um. Á sama tíma telja 12% stúd­enta sig ekki geta mætt útgjöldum sínum um næstu mán­aða­mót og 32% segja að það muni reyn­ast erfitt að ná endum sam­an. Það vega­nesti reyn­ist lík­lega fáum væn­legt til árang­urs. Í ofaná­lag eru rúm­lega 40% stúd­enta ekki komnir með vinnu fyrir sum­ar­ið. Þó svo að helm­ingur þeirra fengju vinnu fyrir sum­arið væri atvinnu­leysi stúd­enta samt 20%.

Stúd­entar hafa lagt fram skýrar kröfur og til­lögur til lausna á vand­an­um:

  1. Stúd­entar sem voru í hluta­starfi eiga að geta sótt sér atvinnu­leys­is­bætur til 1. júní.
  2. Stúd­entar eiga að geta sótt um atvinnu­leys­is­bætur í sum­ar.
  3. Leita þarf allra leiða til þess að sem fæstir þurfi að nýta sér úrræði 2). Um þær leiðir má lesa í kröfum Stúd­enta­ráðs.

Stúd­entar eru allir af vilja gerðir til finna lausnir fyrir sum­arið en stjórn­völd verða að koma með raun­hæfar til­lögur en ekki bíða eftir Himala­ya-draum­um.

Höf­undur er vara­for­seti Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands.

 *Byggt á könnun Stúd­enta­ráðs Háskóla Íslands (6.-10. apr­íl) meðal stúd­enta skól­ans.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar