Hagnaður stórútgerðarinnar af makrílveiðum 2011-2018

Pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands segir að hreinn hagnaður þeirra útgerða sem ætluðu að sækjast eftir skaðabótum frá íslenska ríkinu af makrílveiðum sé 55,5 milljarðar króna.

Auglýsing

Í kjöl­far mála­til­bún­aðar sem óþarfi er að rekja hér kom upp sú staða að nokkrar stór­út­gerðir töldu fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hafa farið á svig við lög og reglur við úthlutun á rétti til að veiða mak­ríl. Hér er um að ræða útgerð­ar­fyr­ir­tækin Eskju, Gjög­ur, Hug­inn, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­una, Skinn­ey-­Þinga­nes og Vinnslu­stöð­ina. Mak­ríll hafði lítið veiðst innan íslensku efna­hags­lög­sög­unnar uns hann skaut upp „koll­in­um“ árið 2006. Árið 2009 ákváðu íslensk yfir­völd, með reglu­gerð, að hámark á leyfi­legum mak­rílafla íslenskra skipa innan og utan efna­hags­lög­unnar árið 2010 skyldi 130.000 tonn. Afl­anum var þá ekki skipt milli skipa. Í lok mars árið 2010 setti sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra reglu­gerð þar sem skipum með veiði­reynslu er áfram úthlutað sam­tals 130.000 tonnum jafn­framt því sem afl­anum er skipt milli þeirra. 

Aðrir aðil­ar, sem ekki voru með veiði­reynslu (höfðu ekki gert til­raun til að veiða mak­ríl und­an­farin 3 sum­ur!) fá síðan heim­ild til að veiða 18.000 tonn. Þannig héldu skipin með veiði­reynslu þriggja sum­ra, óbreyttu magni fyrir árið 2010. „Við­bót­in“ sem ákvörðuð var gekk öll til skipa sem höfðu sinnt ann­ars konar veiðum þessa sum­ar­mán­uði árin 3 á und­an.

Auglýsing
„Veiðireynsluskipin“ héldu þannig 87% af end­an­lega úthlut­uðum kvóta. Hefur sú skipan hald­ist til­tölu­lega óbreytt síð­an, sjá t.d. MS rit­gerð Krist­ins H. Gunn­ars­sonar. Í kjöl­far hæsta­rétt­ar­dóms þar sem sett er út á aðferða­fræði við setn­ingu reglu­gerð­ar­innar í mars 2010 hafa „veiði­reynslu­út­gerð­irn­ar“ sett fram kröfu um bætur vegna þeirra 13% kvót­ans sem þeim ekki var úthlut­að. Reiknað til verð­lags dags­ins í dag hljóðar sam­an­lögð krafa félag­anna upp á 10,3 millj­arða króna.

Virði úthlut­aðs mak­rílkílós eftir útgerðum

Með hlið­sjón af upp­lýs­ingum sem fram koma í svari sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra til Þor­gerðar K. Gunn­ars­dóttur er hægt að reikna út hversu verð­mætt hvert úthlutað kíló mak­ríls er fyrir hverja útgerð fyrir sig. Sjá töflu 1. Það vekur athygli hversu mik­ill breyti­leiki er í töl­unum bæði eftir árum og milli ffyr­ir­tækja.Tafla 1: Verðmæti úthlutaðs makrílkílós eftir útgerðum og eftir árum, verðlag hvers árs, kr/kg

Það gæti bent til þess að end­ur­skoð­un­ar­skrif­stofa sú sem vann kröf­una fyrir fyr­ir­tækin hafi ekki endi­lega beitt sam­bæri­legum aðferðum við að vinna tölur úr bók­haldi fyr­ir­tækj­anna. En það getur líka verið að fram­legð Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Loðnu­vinnslan í þessum veiðum séu að jafn­aði 100 til 200% meiri en lök­ustu og næst lök­ustu útgerð­anna. Hvor til­gátan er rétt er ekki hægt að sann­reyna því sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið hefur ekki gert grund­völl kröfu­gerð­ar­innar opin­ber­an.

Hagn­aður útgerða af 87% sem þau fengu úthlutað gegn „vægu gjaldi“

Töl­urnar í svari ráðu­neyt­is­ins má svo nota til að reikna út hagnað hverrar útgerðar fyrir sig af þeim kvóta sem þau fengu úthlutað gegn vægri greiðslu veiði­gjalds. Þessi hagn­aður kemur fram í töflu 2.Tafla 2: Hagnaður hvers útgerðarfyrirtækis fyrir sig af úthlutuðum afla, í milljónum króna 

Sam­tals nemur hreinn hagn­aður (auð­lind­arenta) þess­ara útgerða 55,5 millj­örðum króna á verð­lagi í mars 2020. Þennan hagnað hafa útgerð­irnar hlotið á grund­velli afla­heim­ilda sem þeim var úthlutað af auð­lind sem skil­greind er sem þjóð­ar­eign! Hefði verið gengið að kröfum útgerð­anna hefði þessi umfram­hagn­aður auk­ist í 65,8 millj­arða króna. Sumir hafa nefnt orðið „græðgi“ í sömu andrá. Ég eft­ir­læt les­and­anum að ákvarða hvort það sé rétt­mæt nafn­gift.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar