Hagnaður stórútgerðarinnar af makrílveiðum 2011-2018

Pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands segir að hreinn hagnaður þeirra útgerða sem ætluðu að sækjast eftir skaðabótum frá íslenska ríkinu af makrílveiðum sé 55,5 milljarðar króna.

Auglýsing

Í kjöl­far mála­til­bún­aðar sem óþarfi er að rekja hér kom upp sú staða að nokkrar stór­út­gerðir töldu fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra hafa farið á svig við lög og reglur við úthlutun á rétti til að veiða mak­ríl. Hér er um að ræða útgerð­ar­fyr­ir­tækin Eskju, Gjög­ur, Hug­inn, Ísfé­lag Vest­manna­eyja, Loðnu­vinnsl­una, Skinn­ey-­Þinga­nes og Vinnslu­stöð­ina. Mak­ríll hafði lítið veiðst innan íslensku efna­hags­lög­sög­unnar uns hann skaut upp „koll­in­um“ árið 2006. Árið 2009 ákváðu íslensk yfir­völd, með reglu­gerð, að hámark á leyfi­legum mak­rílafla íslenskra skipa innan og utan efna­hags­lög­unnar árið 2010 skyldi 130.000 tonn. Afl­anum var þá ekki skipt milli skipa. Í lok mars árið 2010 setti sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra reglu­gerð þar sem skipum með veiði­reynslu er áfram úthlutað sam­tals 130.000 tonnum jafn­framt því sem afl­anum er skipt milli þeirra. 

Aðrir aðil­ar, sem ekki voru með veiði­reynslu (höfðu ekki gert til­raun til að veiða mak­ríl und­an­farin 3 sum­ur!) fá síðan heim­ild til að veiða 18.000 tonn. Þannig héldu skipin með veiði­reynslu þriggja sum­ra, óbreyttu magni fyrir árið 2010. „Við­bót­in“ sem ákvörðuð var gekk öll til skipa sem höfðu sinnt ann­ars konar veiðum þessa sum­ar­mán­uði árin 3 á und­an.

Auglýsing
„Veiðireynsluskipin“ héldu þannig 87% af end­an­lega úthlut­uðum kvóta. Hefur sú skipan hald­ist til­tölu­lega óbreytt síð­an, sjá t.d. MS rit­gerð Krist­ins H. Gunn­ars­sonar. Í kjöl­far hæsta­rétt­ar­dóms þar sem sett er út á aðferða­fræði við setn­ingu reglu­gerð­ar­innar í mars 2010 hafa „veiði­reynslu­út­gerð­irn­ar“ sett fram kröfu um bætur vegna þeirra 13% kvót­ans sem þeim ekki var úthlut­að. Reiknað til verð­lags dags­ins í dag hljóðar sam­an­lögð krafa félag­anna upp á 10,3 millj­arða króna.

Virði úthlut­aðs mak­rílkílós eftir útgerðum

Með hlið­sjón af upp­lýs­ingum sem fram koma í svari sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra til Þor­gerðar K. Gunn­ars­dóttur er hægt að reikna út hversu verð­mætt hvert úthlutað kíló mak­ríls er fyrir hverja útgerð fyrir sig. Sjá töflu 1. Það vekur athygli hversu mik­ill breyti­leiki er í töl­unum bæði eftir árum og milli ffyr­ir­tækja.Tafla 1: Verðmæti úthlutaðs makrílkílós eftir útgerðum og eftir árum, verðlag hvers árs, kr/kg

Það gæti bent til þess að end­ur­skoð­un­ar­skrif­stofa sú sem vann kröf­una fyrir fyr­ir­tækin hafi ekki endi­lega beitt sam­bæri­legum aðferðum við að vinna tölur úr bók­haldi fyr­ir­tækj­anna. En það getur líka verið að fram­legð Ísfé­lags Vest­manna­eyja og Loðnu­vinnslan í þessum veiðum séu að jafn­aði 100 til 200% meiri en lök­ustu og næst lök­ustu útgerð­anna. Hvor til­gátan er rétt er ekki hægt að sann­reyna því sjáv­ar­út­vegs­ráðu­neytið hefur ekki gert grund­völl kröfu­gerð­ar­innar opin­ber­an.

Hagn­aður útgerða af 87% sem þau fengu úthlutað gegn „vægu gjaldi“

Töl­urnar í svari ráðu­neyt­is­ins má svo nota til að reikna út hagnað hverrar útgerðar fyrir sig af þeim kvóta sem þau fengu úthlutað gegn vægri greiðslu veiði­gjalds. Þessi hagn­aður kemur fram í töflu 2.Tafla 2: Hagnaður hvers útgerðarfyrirtækis fyrir sig af úthlutuðum afla, í milljónum króna 

Sam­tals nemur hreinn hagn­aður (auð­lind­arenta) þess­ara útgerða 55,5 millj­örðum króna á verð­lagi í mars 2020. Þennan hagnað hafa útgerð­irnar hlotið á grund­velli afla­heim­ilda sem þeim var úthlutað af auð­lind sem skil­greind er sem þjóð­ar­eign! Hefði verið gengið að kröfum útgerð­anna hefði þessi umfram­hagn­aður auk­ist í 65,8 millj­arða króna. Sumir hafa nefnt orðið „græðgi“ í sömu andrá. Ég eft­ir­læt les­and­anum að ákvarða hvort það sé rétt­mæt nafn­gift.

Höf­undur er pró­­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Oddný G. Harðardóttir vill að uppsagnarstyrkjum verði breytt.
Vill banna þeim sem átt hafa í fjárhagslegum tengslum við skattaskjól að fá uppsagnarstyrk
Oddný G. Harðardóttir hefur lagt fram breytingartillögu við frumvarp um stuðning úr ríkissjóði vegna greiðslu launakostnaðar í uppsagnarfresti. Kallar eftir aðgerðum fyrirtækja í loftslagsmálum, endurgreiðslu styrkja og þaki á laun stjórnenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Svört skýrsla um hlutabótaleiðina sýnir grun um misnotkun
Ríkisendurskoðun gagnrýnir framkvæmd hlutabótaleiðarinnar harðlega í skýrslu sem hún hefur unnið. Of margir sem áttu ekki í bráðum rekstrarvanda hafi nýtt sér hana til að sækja fjármuni í ríkissjóð og misbrestur hafi verið á eftirliti.
Kjarninn 28. maí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Hægt sé að lesa á milli línanna og sjá hvaða fyrirtæki uppsagnarstyrkir séu hugsaðir fyrir
Þingmaður Pírata telur líklegt að sagan muni dæma frumvarp um að greiða 27 milljarða króna í styrkti til fyrirtækja til að hjálpa þeim að segja upp fólki, sem mistök. Stöðugleika þorra launamanna sé fórnað fyrir hagsmuni nokkurra fyrirtækjaeigenda.
Kjarninn 28. maí 2020
Framhaldsskólinn var styttur úr fjórum árum í þrjú.
Vísbendingar um lægri meðaleinkunn í HÍ eftir styttingu framhaldsskólanáms
Andlegri heilsu nemenda, aðallega stúlkna, hefur hrakað frá því að framhaldsskólanámið var stytt um eitt ár. Sú þróun hófst þó talsvert fyrr en námstímanum var breytt, segir í skýrslu menntamálaráðherra um áhrif styttingarinnar á ýmsa þætti.
Kjarninn 28. maí 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Apple gleraugu á leiðinni
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar