Nýr Finnur ráðinn forstjóri Haga

Finnur Oddsson sest í forstjórastól Haga sem Finnur Árnason er nú að standa upp úr eftir 15 ára setu.

Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Bónus er krúnudjásnið í Hagasamstæðunni og stærsta dagvöruverslunarkeðja landsins.
Auglýsing

Finnur Odds­son, sem síð­ustu sjö ár hefur verið for­stjóri Origo, tekur við sem for­stjóri smá­söluris­ans Haga af Finni Árna­syni. Greint var frá þess­ari ákvörðun í til­kynn­ingu til Kaup­hallar Íslands í kvöld. Finnur Odds­son er með dokt­ors­próf í atferl­is­fræði frá West Virg­inia Uni­versity og lauk AMP námið frá IESE í Barcelona. Hann var á árum áður fram­kvæmda­stjóri Við­skipta­ráðs Íslands. 

Finnur segir í til­kynn­ing­unni að tvennt móti sér­stak­lega umhverfi smá­sölu á okkar tím­um, ann­ars vegar hraðar breyt­ingar á hegðun neyt­enda og hins­vegar tækni. „Hvoru tveggja eru sér­stök áhuga­svið hjá mér. Það eru því for­rétt­indi að fá, í sam­starfi við fram­úr­skar­andi hóp starfs­fólks hjá Hög­um, að móta starf­semi og fram­tíð þessa sögu­fræga for­ystu­fyr­ir­tækis i smá­sölu á Íslandi. Staða Haga er ein­stak­lega góð og það eru spenn­andi tæki­færi framund­an.“

Auglýsing
Erna Gísla­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Haga, segir á sama stað að um allan heim séu að eiga sér stað nýir tímar í verslun þar sem sam­fé­lags­legir þættir og tækni­fram­farir krefj­ist frum­kvæðis og nýrrar nálg­unar í verslun og við­skipt­um. „Við erum sér­lega ánægð að hafa fengið Finn Odds­son til liðs við öfl­ugt teymi hjá Högum og teljum að reynsla hans af stefnu­mótun og rekstri í tækni­geir­anum s.l. ár muni nýt­ast félag­inu vel á þeim áhuga­verðu tímum sem framundan eru.“

Greint var frá því 30. apríl síð­ast­lið­inn að Finnur Árna­­son, sem hefur verið for­­stjóri smá­­söluris­ans Haga frá árinu 2005, hefði óskað eftir því að láta af störf­­um. Á sama tíma var sagt frá því að Guð­­mundur Mart­eins­­son, sem verið hefur fram­­kvæmda­­stjóri Bónus sem er í eigu Haga um ára­bil, einnig óskað eftir því að hætta. Þeir tveir hafa verið lyk­il­­menn í þeim mikla vexti sem Hagar hafa gengið í gegnum á þess­­ari öld og hófu báðir störf þar fyrir ald­­ar­­mót. 

Í fjöl­miðlum und­an­farna daga hefur verið greint frá því að starfs­lok þeirra muni kosta Haga um 300 millj­ónir króna. 

Hagar reka 46 versl­­anir innan fimm smá­­sölu­­fyr­ir­tækja og tveggja vöru­húsa. Þá rekur félagið 28 Olís­­stöðvar um land allt auk 41 ÓB-­­stöð. Meg­in­­starf­­semi Haga er á sviði mat­vöru en innan þess eru tvær af stærstu versl­un­­ar­keðjum lands­ins, Bónus og Hag­­kaup, svo og stoðstarf­­semi á sviði inn­­­kaupa og dreif­ing­­ar.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent