Skeljungur endurgreiðir hlutabótagreiðslurnar

Skeljungur, sem greiddi hluthöfum sínum mörg hundruð milljónir króna í arð á sama tíma og fyrirtækið setti starfsmenn á hlutabótaleiðina, hefur viðurkennt að það hafi ekki verið rétt að nýta hlutabótaúrræðið.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs.
Auglýsing

Skelj­ung­ur, sem setti hluta af starfs­mönnum sínum á hina svoköll­uðu hluta­bóta­leið þrátt fyrir að fyr­ir­tækið hefði greitt hlut­höfum sínum 600 milljón króna arð­greiðslu sex dögum áður, hefur ákveðið að end­ur­greiða Vinnu­mála­stofnun kostnað vegna þeirra starfs­manna sem fengu hluta­bóta­greiðslur í apr­íl. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá for­stjóra Skelj­ungs, Árna Pétur Jóns­syni, í dag. Þar segir enn fremur að „að athug­uðu máli telur Skelj­ungur að ekki hafi verið rétt að nýta úrræð­ið.“

Auglýsing
Skeljungur ætlar einnig að bjóða starfs­mönnum sínum sem settir voru á hluta­bóta­leið­ina 100 pró­sent vinnu frá og með 1. maí. Í til­kynn­ing­unni segir að „allir starfs­menn Skelj­ungs hafa nú verið færðir í 100 pró­sent vinnu­hlut­fall og munu því ekki sækja frek­ari bætur til Vinnu­mála­stofn­un­ar.“

Fleiri fyr­ir­tæki hafa annað hvort greitt arð eða keypt eigin bréf, og þannig skilað fjár­munum úr rekstri til hlut­hafa, en samt sem áður sóst eftir úrræðum stjórn­valda. Frétta­blaðið greindi frá því í morgun að Hagar hefðu keypt eigin bréf fyrir 450 millj­ónir króna frá því í lok febr­úar og Össur nýtti hluta­bóta­leið­ina skömmu eftir að hafa greitt eig­endum sínum 1,2 millj­arða í arð.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra sagði við frétta­stofu RÚV í dag að það hefði að sjálf­sögðu ekki verið ætl­unin „að stöndug fyr­ir­tæki væru að nýta sér þetta neyð­ar­úr­ræði til að greiða niður laun sinna starfs­manna.“

Hún boð­aði að leið­inni yrði breytt til að koma í veg fyrir þetta.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent