Landsbankinn færði niður lán upp á rúma fimm milljarða og tapaði 3,6 milljörðum

Arðsemi eigin fjár Landsbankans var neikvæð upp á 5,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Alls nema útlán bankans til ferðaþjónustu 95,7 milljörðum króna en sá geiri hefur orðið verst úti vegna COVID-19.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Yfir tíu millj­arða króna við­snún­ingur var milli ára á afkomu Lands­bank­ans á fyrsta árs­fjórð­ungi. Bank­inn, sem er að nær öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, tap­aði 3,6 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020 en skil­aði 6,8 millj­arða króna hagn­aði á sama tíma­bili í fyrra. 

Arð­semi eigi fjár hans var nei­kvæð upp á 5,9 pró­sent en var jákvæð um 11,2 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi í fyrra. Þetta kemur fram í árs­fjórð­ungs­upp­gjöri Lands­bank­ans sem birt var í dag.

Virð­is­rýrnun útlána bank­ans nam 5,2 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, sem jafn­gildir um 0,4 pró­sent af lána­safni bank­ans. 

Alls eru útlán bank­ans til ferða­þjón­ustu, sem hefur orðið verst allra geira úti vegna áhrifa af COVID-19 far­aldr­in­um, 95,7 millj­arðar króna sem nemur um 8,1 pró­sent af heild­ar­út­lánum bank­ans. Þau hafa lækkað um rúman hálfan millj­arð króna frá árs­lokum 2019.

Auglýsing
Rekstrartekjur bank­ans á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020 námu 3,4 millj­örðum króna, sam­an­borið við 15,0 millj­arða króna á sama tíma­bili árið áður. Aðrar rekstr­ar­tekjur voru nei­kvæðar um 8 millj­arða króna sam­an­borið við tekjur upp á 2,7 millj­arða króna á sama tíma­bili árið áður. Kostn­að­ar­hlut­fall fyrstu þrjá mán­uði árs­ins var 72,6 pró­sent, sam­an­borið við 38,7 pró­sent á sama tíma­bili árið 2019.

Útlán til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja juk­ust um 4,4 pró­sent frá ára­mót­um, eða um rúma 50 millj­arða króna en þar af voru um 33 millj­arðar króna vegna geng­is­breyt­inga. Inn­lán hjá Lands­bank­anum juk­ust um 47 millj­arða króna frá ára­mót­um, sem er 6,7 pró­sent aukn­ing.

Eigið fé Lands­bank­ans var 244,1 millj­arður króna þann 31. mars síð­ast­lið­inn og eig­in­fjár­hlut­fallið var 24,8 pró­sent. 

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir að upp­gjör bank­ans end­ur­spegli greini­lega þau áhrif sem COVID-19 hafi haft á efna­hags­líf lands­ins. „Virð­is­rýrnun útlána nam 5,2 millj­örðum króna sem má rekja til þeirra aðstæðna sem hafa skap­ast í kjöl­far COVID-19 heims­far­ald­urs­ins. Mat á virðirýrnun er í sam­ræmi við alþjóð­legan reikn­ings­skila­staðal og til­mæli frá Evr­ópsku banka­eft­ir­lits­stofn­un­inni og Seðla­banka Íslands. Þessi var­úð­ar­færsla, ásamt áhrifum af óróa á hluta­bréfa­mörk­uð­um, á stærstan þátt í því að bank­inn bók­færir tap á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 upp á um 3,6 millj­arða króna, sam­an­borið við hagnað upp á 6,8 millj­arða króna vegna fyrsta árs­fjórð­ungs 2019.“ 

Lilja segir að ekki sé útséð um end­an­leg áhrif far­ald­urs­ins. Þó megi telja lík­legt að minni tekjur við­skipta­vina og aukin skuld­setn­ing muni hafa nei­kvæð áhrif á láns­hæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virð­is­rýrn­unar útlána.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Twitter tekur á rugli og Síminn sektaður
Kjarninn 3. júní 2020
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent