Landsbankinn færði niður lán upp á rúma fimm milljarða og tapaði 3,6 milljörðum

Arðsemi eigin fjár Landsbankans var neikvæð upp á 5,9 prósent á fyrsta ársfjórðungi. Alls nema útlán bankans til ferðaþjónustu 95,7 milljörðum króna en sá geiri hefur orðið verst úti vegna COVID-19.

Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans.
Auglýsing

Yfir tíu millj­arða króna við­snún­ingur var milli ára á afkomu Lands­bank­ans á fyrsta árs­fjórð­ungi. Bank­inn, sem er að nær öllu leyti í eigu íslenska rík­is­ins, tap­aði 3,6 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020 en skil­aði 6,8 millj­arða króna hagn­aði á sama tíma­bili í fyrra. 

Arð­semi eigi fjár hans var nei­kvæð upp á 5,9 pró­sent en var jákvæð um 11,2 pró­sent á fyrsta árs­fjórð­ungi í fyrra. Þetta kemur fram í árs­fjórð­ungs­upp­gjöri Lands­bank­ans sem birt var í dag.

Virð­is­rýrnun útlána bank­ans nam 5,2 millj­örðum króna á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins, sem jafn­gildir um 0,4 pró­sent af lána­safni bank­ans. 

Alls eru útlán bank­ans til ferða­þjón­ustu, sem hefur orðið verst allra geira úti vegna áhrifa af COVID-19 far­aldr­in­um, 95,7 millj­arðar króna sem nemur um 8,1 pró­sent af heild­ar­út­lánum bank­ans. Þau hafa lækkað um rúman hálfan millj­arð króna frá árs­lokum 2019.

Auglýsing
Rekstrartekjur bank­ans á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins 2020 námu 3,4 millj­örðum króna, sam­an­borið við 15,0 millj­arða króna á sama tíma­bili árið áður. Aðrar rekstr­ar­tekjur voru nei­kvæðar um 8 millj­arða króna sam­an­borið við tekjur upp á 2,7 millj­arða króna á sama tíma­bili árið áður. Kostn­að­ar­hlut­fall fyrstu þrjá mán­uði árs­ins var 72,6 pró­sent, sam­an­borið við 38,7 pró­sent á sama tíma­bili árið 2019.

Útlán til ein­stak­linga og fyr­ir­tækja juk­ust um 4,4 pró­sent frá ára­mót­um, eða um rúma 50 millj­arða króna en þar af voru um 33 millj­arðar króna vegna geng­is­breyt­inga. Inn­lán hjá Lands­bank­anum juk­ust um 47 millj­arða króna frá ára­mót­um, sem er 6,7 pró­sent aukn­ing.

Eigið fé Lands­bank­ans var 244,1 millj­arður króna þann 31. mars síð­ast­lið­inn og eig­in­fjár­hlut­fallið var 24,8 pró­sent. 

Lilja Björk Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Lands­bank­ans, segir að upp­gjör bank­ans end­ur­spegli greini­lega þau áhrif sem COVID-19 hafi haft á efna­hags­líf lands­ins. „Virð­is­rýrnun útlána nam 5,2 millj­örðum króna sem má rekja til þeirra aðstæðna sem hafa skap­ast í kjöl­far COVID-19 heims­far­ald­urs­ins. Mat á virðirýrnun er í sam­ræmi við alþjóð­legan reikn­ings­skila­staðal og til­mæli frá Evr­ópsku banka­eft­ir­lits­stofn­un­inni og Seðla­banka Íslands. Þessi var­úð­ar­færsla, ásamt áhrifum af óróa á hluta­bréfa­mörk­uð­um, á stærstan þátt í því að bank­inn bók­færir tap á fyrsta árs­fjórð­ungi 2020 upp á um 3,6 millj­arða króna, sam­an­borið við hagnað upp á 6,8 millj­arða króna vegna fyrsta árs­fjórð­ungs 2019.“ 

Lilja segir að ekki sé útséð um end­an­leg áhrif far­ald­urs­ins. Þó megi telja lík­legt að minni tekjur við­skipta­vina og aukin skuld­setn­ing muni hafa nei­kvæð áhrif á láns­hæfi þeirra sem leiðir til enn meiri virð­is­rýrn­unar útlána.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent