Vesturverk segir upp starfsfólki og lokar skrifstofunni

Vesturverk, sem áformar að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Vesturverk er í meirihlutaeigu HS Orku. Til stóð að leggja vegi um fyrirhugað virkjanasvæði í sumar en því hefur verið slegið á frest.

Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn.
Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn.
Auglýsing

Vesturverk ehf. hefur sagt upp starfsfólki sínu og verður skrifstofu fyrirtækisins á Ísafirði lokað. Gunnar Gaukur Magnússon framkvæmdastjóri og einn stofnenda fyrirtækisins, hættir í sumar. Hann mun þó sitja áfram í stjórn.

Þetta kemur fram í frétt á vef Bæjarins besta. Þar er vitnað í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segi að í ljósi markaðsaðstæðna og fyrirsjáanlegrar óvissu hafi verið samþykkt á hluthafafundi Vesturverks ehf. 30. apríl að fela stjórn félagsins að draga tímabundið úr starfsemi félagsins.

Áfram verður unnið að rannsóknum vegna virkjunarkosta sem félagið vinnur að, þar með talið Hvalárvirkjun og skipulagsbreytingum. Í fréttatilkynningunni segir að þótt um sársaukafullar aðgerðir sé að ræða séu þær nauðsynlegar til þess að tryggja áframhaldandi rekstur og viðgang verkefna félagsins til framtíðar.

Auglýsing

HS Orka er meirihlutaeigandi Vesturverks. Bæjarins besta hefur eftir Jóhanni Snorra Sigurbergssyni, forstöðumanni viðskiptaþróunar hjá HS Orku, að aðstæður á markaði hefðu breyst síðustu mánuði og eftirspurn eftir rafmagni minnkað. Einnig nefnir hann að verð á rafmagni erlendis sé víða hagstæðara en á Íslandi og að nóg sé til af rafmagni í landinu í augnablikinu.

Segir hann að undirbúningur fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar í Árneshreppi haldi áfram þó að hægt hafi á því verkefni.

Vesturverk fékk framkvæmdaleyfi hjá sveitarstjórn Árneshrepps fyrir tæpu ári fyrir vinnuvegum og efnistöku vegna rannsókna á fyrirhuguðu virkjanasvæði. Samkvæmt skipulagslögum fellur framkvæmdaleyfi úr gildi hefjist framkvæmdir ekki innan tólf mánaða frá veitingu leyfisins.

Kjarninn sendi Birnu Lárusdóttur, þáverandi upplýsingafulltrúa Vesturverks, fyrirspurn um miðjan apríl um stöðu framkvæmda vegna fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skriflegu svari Birnu kom fram að ákveðið hefði verið að ljúka við skipulagsbreytingar sem eftir eru vegna áformanna áður en farið verður í umfangsmeiri framkvæmdir á svæðinu, svo sem vegagerð upp á Ófeigsfjarðarheiði.

Deilt er um landamerki á áhrifasvæði hinnar fyrirhuguðu virkjunar. Meirihluti eigenda eyðijarðarinnar Drangavíkur hafa stefnt landeigendum þriggja aðliggjandi jarða vegna málsins. Þeir vitna í stefnu sinni í þinglýst landamerki frá því í lok 19. Aldar en samkvæmt þeim tilheyrir hluti fyrirhugaðs framkvæmdasvæðis Drangavík en ekki eyðijörðinni Engjanesi en eigandi hennar gerði samning um vatnsréttindi við Vesturverk árið 2008.

Málið verður tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjavíkur í sumar.  

 


Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í forystusætinu á RÚV í gærkvöldi.
Það liggur ekki fyrir hvort Ísland geti gert tvíhliða samning til að tengja krónu við evru
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur um það sé mögulegt fyrir Ísland að gera samkomulag við Seðlabanka Evrópu um að tengja krónuna við evru.
Kjarninn 23. september 2021
Sigríður Ólafsdóttir
Draumastarf og búseta – hvernig fer það saman?
Kjarninn 23. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II
Kjarninn 23. september 2021
Segist hafa reynt að komast að því hvað konan vildi í gegnum tengilið – „Við náðum aldrei að ræða við hana“
Fyrrverandi formaður KSÍ segir að sambandið hafi frétt af meintu kynferðisbroti landsliðsmanna í gegnum samfélagsmiðla. Formleg ábending hafi aldrei borist.
Kjarninn 23. september 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna.
Fleiri kjósendur Sjálfstæðisflokks vilja Katrínu sem forsætisráðherra en Bjarna
Alls segjast 45,2 prósent kjósenda Sjálfstæðisflokksins að þeir vilji fá formann Vinstri grænna til að leiða þá ríkisstjórn sem mynduð verður eftir kosningar.
Kjarninn 23. september 2021
Hugarvilla að Ísland sé miðja heimsins
Þau Baldur, Kristrún og Gylfi spjölluðu um Evrópustefnu stjórnvalda í hlaðvarpsþættinum Völundarhús utanríkismála.
Kjarninn 23. september 2021
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands
Völundarhús utanríkismála Íslands – Þáttur 4: Byggir Evrópustefna íslenskra stjórnvalda á áfallastjórnun?
Kjarninn 23. september 2021
Rósa Björk Brynjólfsdóttir
Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál
Kjarninn 23. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent