Vesturverk segir upp starfsfólki og lokar skrifstofunni

Vesturverk, sem áformar að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Vesturverk er í meirihlutaeigu HS Orku. Til stóð að leggja vegi um fyrirhugað virkjanasvæði í sumar en því hefur verið slegið á frest.

Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn.
Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn.
Auglýsing

Vest­ur­verk ehf. hefur sagt upp starfs­fólki sínu og verður skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins á Ísa­firði lok­að. Gunnar Gaukur Magn­ús­son fram­kvæmda­stjóri og einn stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins, hættir í sum­ar. Hann mun þó sitja áfram í stjórn.

Þetta kemur fram í frétt á vef Bæj­ar­ins besta. Þar er vitnað í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu þar sem segi að í ljósi mark­aðs­að­stæðna og fyr­ir­sjá­an­legrar óvissu hafi verið sam­þykkt á hlut­hafa­fundi Vest­ur­verks ehf. 30. apríl að fela stjórn félags­ins að draga tíma­bundið úr starf­semi félags­ins.

Áfram verður unnið að rann­sóknum vegna virkj­un­ar­kosta sem félagið vinnur að, þar með talið Hval­ár­virkjun og skipu­lags­breyt­ing­um. Í frétta­til­kynn­ing­unni segir að þótt um sárs­auka­fullar aðgerðir sé að ræða séu þær nauð­syn­legar til þess að tryggja áfram­hald­andi rekstur og við­gang verk­efna félags­ins til fram­tíð­ar.

Auglýsing

HS Orka er meiri­hluta­eig­andi Vest­ur­verks. Bæj­ar­ins besta hefur eftir Jóhanni Snorra Sig­ur­bergs­syni, for­stöðu­manni við­skipta­þró­unar hjá HS Orku, að aðstæður á mark­aði hefðu breyst síð­ustu mán­uði og eft­ir­spurn eftir raf­magni minnk­að. Einnig nefnir hann að verð á raf­magni erlendis sé víða hag­stæð­ara en á Íslandi og að nóg sé til af raf­magni í land­inu í augna­blik­inu.

Segir hann að und­ir­bún­ingur fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar í Árnes­hreppi haldi áfram þó að hægt hafi á því verk­efni.

Vest­ur­verk fékk fram­kvæmda­leyfi hjá sveit­ar­stjórn Árnes­hrepps fyrir tæpu ári fyrir vinnu­vegum og efn­is­töku vegna rann­sókna á fyr­ir­hug­uðu virkj­ana­svæði. Sam­kvæmt skipu­lags­lögum fellur fram­kvæmda­leyfi úr gildi hefj­ist fram­kvæmdir ekki innan tólf mán­aða frá veit­ingu leyf­is­ins.

Kjarn­inn sendi Birnu Lár­us­dótt­ur, þáver­andi upp­lýs­inga­full­trúa Vest­ur­verks, fyr­ir­spurn um miðjan apríl um stöðu fram­kvæmda vegna fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­un­ar. Í skrif­legu svari Birnu kom fram að ákveðið hefði verið að ljúka við skipu­lags­breyt­ingar sem eftir eru vegna áfor­manna áður en farið verður í umfangs­meiri fram­kvæmdir á svæð­inu, svo sem vega­gerð upp á Ófeigs­fjarð­ar­heiði.

Deilt er um landa­merki á áhrifa­svæði hinnar fyr­ir­hug­uðu virkj­un­ar. Meiri­hluti eig­enda eyði­jarð­ar­innar Dranga­víkur hafa stefnt land­eig­endum þriggja aðliggj­andi jarða vegna máls­ins. Þeir vitna í stefnu sinni í þing­lýst landa­merki frá því í lok 19. Aldar en sam­kvæmt þeim til­heyrir hluti fyr­ir­hug­aðs fram­kvæmda­svæðis Dranga­vík en ekki eyði­jörð­inni Engja­nesi en eig­andi hennar gerði samn­ing um vatns­rétt­indi við Vest­ur­verk árið 2008.

Málið verður tekið fyrir við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur í sum­ar.  

 Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jón Ásgeir Jóhannesson.
Segir peningamarkaðssjóði ekki svikamyllu heldur form af skammtímafjármögnun
Fyrrverandi aðaleigandi Glitnis neitar því að peningamarkaðssjóðir bankanna hafi verið notaðir til að „redda“ eigendum þeirra fyrir hrun. Ríkisbankar þurftu að setja 130 milljarða króna inn í sjóðina en samt tapaði venjulegt fólk stórum fjárhæðum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Jón Ásgeir segir Guðlaug Þór hafa tekið á sig sök í styrkjamálinu
Stjórnendur FL Group tóku ákvörðun um að veita háan styrk til Sjálfstæðisflokksins í lok árs 2006 og kvittun fyrir greiðslunni var gefin út eftir á. Þetta segir Jón Ásgeir Jóhannesson. Hann telur Geir H. Haarde hafa staðið á bakvið málið.
Kjarninn 21. janúar 2021
Norðurlöndin og Eystrasaltslöndin biðja AGS um að meta áhættu á peningaþvætti
Ríkisstjórn Íslands, ásamt ríkisstjórnum hinna Norður- og Eystrasaltslandanna, hefur beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um að greina ógnir og veikleika í tengslum við peningaþvætti í löndunum.
Kjarninn 21. janúar 2021
Stórt hlutfall lána í frystingu er líkleg útskýring lágs hlutfalls fólks á vanskilaskrá
Vanskil aldrei verið minni en í fyrra
Samkvæmt Creditinfo voru vanskil með minnsta móti í fyrra. Líklegt er að það sé vegna fjölda greiðslufresta á lánum í kjölfar faraldursins.
Kjarninn 21. janúar 2021
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Telur greinargerð ráðherra og kynningar á bankasölu ekki standast stjórnsýslulög
Stjórnarþingmenn í fjárlaganefnd taka undir með félögum sínum í efnahags- og viðskiptanefnd og vilja selja allt að 35 prósent í Íslandsbanka. Formaður Flokks fólksins segir að verið sé að einkavæða gróðann eftir að tapið var þjóðnýtt.
Kjarninn 21. janúar 2021
Um 60 prósent Garðbæinga geta ekki nefnt að minnsta kosti þrjá bæjarfulltrúa á nafn
Um 20 prósent íbúa Garðabæjar telja að ákvarðanir við stjórn sveitarfélagsins séu teknar ólýðræðislega. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 60 prósent fylgi í sveitarfélaginu en ánægja með meirihluta hans og bæjarstjóra er minni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 31. þáttur: Keisari undirheimanna
Kjarninn 21. janúar 2021
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Vilja selja allt að 35 prósent hlut í Íslandsbanka
Meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar vill selja rúmlega þriðjung í Íslandsbanka í hlutafjárútboði í sumar. Hann vill setja þak á þann hlut sem hver fjárfestir getur keypt. Stjórnarandstaðan er sundruð í afstöðu sinni.
Kjarninn 21. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent