Vesturverk segir upp starfsfólki og lokar skrifstofunni

Vesturverk, sem áformar að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Vesturverk er í meirihlutaeigu HS Orku. Til stóð að leggja vegi um fyrirhugað virkjanasvæði í sumar en því hefur verið slegið á frest.

Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn.
Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn.
Auglýsing

Vest­ur­verk ehf. hefur sagt upp starfs­fólki sínu og verður skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins á Ísa­firði lok­að. Gunnar Gaukur Magn­ús­son fram­kvæmda­stjóri og einn stofn­enda fyr­ir­tæk­is­ins, hættir í sum­ar. Hann mun þó sitja áfram í stjórn.

Þetta kemur fram í frétt á vef Bæj­ar­ins besta. Þar er vitnað í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­inu þar sem segi að í ljósi mark­aðs­að­stæðna og fyr­ir­sjá­an­legrar óvissu hafi verið sam­þykkt á hlut­hafa­fundi Vest­ur­verks ehf. 30. apríl að fela stjórn félags­ins að draga tíma­bundið úr starf­semi félags­ins.

Áfram verður unnið að rann­sóknum vegna virkj­un­ar­kosta sem félagið vinnur að, þar með talið Hval­ár­virkjun og skipu­lags­breyt­ing­um. Í frétta­til­kynn­ing­unni segir að þótt um sárs­auka­fullar aðgerðir sé að ræða séu þær nauð­syn­legar til þess að tryggja áfram­hald­andi rekstur og við­gang verk­efna félags­ins til fram­tíð­ar.

Auglýsing

HS Orka er meiri­hluta­eig­andi Vest­ur­verks. Bæj­ar­ins besta hefur eftir Jóhanni Snorra Sig­ur­bergs­syni, for­stöðu­manni við­skipta­þró­unar hjá HS Orku, að aðstæður á mark­aði hefðu breyst síð­ustu mán­uði og eft­ir­spurn eftir raf­magni minnk­að. Einnig nefnir hann að verð á raf­magni erlendis sé víða hag­stæð­ara en á Íslandi og að nóg sé til af raf­magni í land­inu í augna­blik­inu.

Segir hann að und­ir­bún­ingur fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar í Árnes­hreppi haldi áfram þó að hægt hafi á því verk­efni.

Vest­ur­verk fékk fram­kvæmda­leyfi hjá sveit­ar­stjórn Árnes­hrepps fyrir tæpu ári fyrir vinnu­vegum og efn­is­töku vegna rann­sókna á fyr­ir­hug­uðu virkj­ana­svæði. Sam­kvæmt skipu­lags­lögum fellur fram­kvæmda­leyfi úr gildi hefj­ist fram­kvæmdir ekki innan tólf mán­aða frá veit­ingu leyf­is­ins.

Kjarn­inn sendi Birnu Lár­us­dótt­ur, þáver­andi upp­lýs­inga­full­trúa Vest­ur­verks, fyr­ir­spurn um miðjan apríl um stöðu fram­kvæmda vegna fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­un­ar. Í skrif­legu svari Birnu kom fram að ákveðið hefði verið að ljúka við skipu­lags­breyt­ingar sem eftir eru vegna áfor­manna áður en farið verður í umfangs­meiri fram­kvæmdir á svæð­inu, svo sem vega­gerð upp á Ófeigs­fjarð­ar­heiði.

Deilt er um landa­merki á áhrifa­svæði hinnar fyr­ir­hug­uðu virkj­un­ar. Meiri­hluti eig­enda eyði­jarð­ar­innar Dranga­víkur hafa stefnt land­eig­endum þriggja aðliggj­andi jarða vegna máls­ins. Þeir vitna í stefnu sinni í þing­lýst landa­merki frá því í lok 19. Aldar en sam­kvæmt þeim til­heyrir hluti fyr­ir­hug­aðs fram­kvæmda­svæðis Dranga­vík en ekki eyði­jörð­inni Engja­nesi en eig­andi hennar gerði samn­ing um vatns­rétt­indi við Vest­ur­verk árið 2008.

Málið verður tekið fyrir við Hér­aðs­dóm Reykja­víkur í sum­ar.  

 Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Þrjú félög voru skráð á markað í sumar. Þeirra stærst er Alvotech, sem var skráð á First North markaðinn í júní. Hér sést Róbert Wessman, stofnandi og stjórnarformaður félagsins, hringja inn fyrstu viðskipti með bréfin.
Virði skráðra félaga í Kauphöllinni lækkað um 254 milljarða króna á tveimur mánuðum
Það sem af er ári hefur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar lækkað um 28,3 prósent. Hún hækkaði um rúmlega 20 prósent árið 2020 og 33 prósent í fyrra. Leiðrétting er að eiga sér stað á virði skráðra félaga.
Kjarninn 4. október 2022
Steingrímur J. Sigfússon
Einu sinni var Póstur og Sími
Kjarninn 4. október 2022
Svandís Svavarsdóttir er matvælaráðherra og fer með málefni sjávarútvegs.
Svandís boðar frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi á næsta ári
Samkvæmt lögum mega tengdir aðilar í sjávarútvegi ekki halda á meira en tólf prósent af úthlutuðum kvóta á hverjum tíma. Skiptar skoðanir eru um hvort mikil samþjöppun í sjávarútvegi sé í samræmi við þetta þak.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent