8 færslur fundust merktar „árneshreppur“

Barón og eigendur Ófeigsfjarðar sýknaðir í landamerkjamáli
Ítalskur barón. Landanáma og Jarðabók Árna og Páls. Þrælskleif, Drangaskörð og Hrollleifsborg. Vörður og vatnaskil. Allt þetta og fleira kúnstugt kemur við sögu í dómi sem féll í Reykjavík í gær.
6. júlí 2022
Vötnin á Ófeigsfjarðarheiði yrðu að uppistöðulónum með Hvalárvirkjun. Náttúrufræðistofnun hefur lagt til aukna friðun fossa á svæðinu.
Rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar „áfram á fullu“
Áfram er unnið að því að Hvalárvirkjun í Árneshreppi verði að veruleika. Margar hindranir eru þó í veginum sem gætu haft áhrif á áformin, m.a. friðlýsingar og landamerkjadeilur. Málið liggur því ekki bara og sefur, líkt og oddviti hreppsins sagði nýverið.
10. maí 2022
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Hvað er svona merkilegt við þessa Dranga?
Umræða um friðlýsingu eyðijarðar norður á Ströndum „í skjóli nætur“ og áhrif þess gjörnings á Hvalárvirkjun hafa bergmálað í sölum Alþingis og í fréttum. Kyrrð og ró ríkir samtímis í óbyggðum víðernum Vestfjarða sem hafa nú að hluta verið friðuð.
9. desember 2021
Drangaskörð eru stórkostleg náttúrusmíð.
Skipuleggja frístundabyggð við ysta haf
Kríuvarp, sóleyjar og jökull. Eitt sérstæðasta náttúrufyrirbrigði Vestfjarða og þótt víðar væri leitað. Þúsund ára menningarsaga. Á landnámsjörðinni Dröngum er fyrirhugað að reisa frístundabyggð. Drangar eru sömuleiðis í friðlýsingarferli að ósk eigenda.
24. júní 2021
Finnbogi Hermannsson
Megi sú hönd visna
19. september 2020
Rakel Valgeirsdóttir
Auður Árneshrepps
14. september 2020
Eyvindarfjarðarvatn á Ófeigsfjarðarheiði. Drangajökull í baksýn.
Vesturverk segir upp starfsfólki og lokar skrifstofunni
Vesturverk, sem áformar að reisa Hvalárvirkjun í Árneshreppi á Ströndum, hefur lokað skrifstofu sinni á Ísafirði. Vesturverk er í meirihlutaeigu HS Orku. Til stóð að leggja vegi um fyrirhugað virkjanasvæði í sumar en því hefur verið slegið á frest.
7. maí 2020
Strandavegur liggur nú milli hótelsins í Djúpavík og sjávar. Áformað er að færa hann ofan byggðarinnar.
Brattar brekkur víkja en útsýnið ekki
Það segir sína sögu um Strandaveg að Vegagerðin segir hann snjóþungan „jafnvel á vestfirskan mælikvarða“. Nú á að gera nýjan og malbikaðan veg um Veiðileysuháls sem í dag einkennist af kröppum beygjum og bröttum brekkum. Og stórkostlegu útsýni.
5. maí 2020