Golli

Rannsóknir vegna Hvalárvirkjunar „áfram á fullu“

Áfram er unnið að því að Hvalárvirkjun í Árneshreppi verði að veruleika. Margar hindranir eru þó í veginum sem gætu haft áhrif á áformin, m.a. fyrirhugaðar friðlýsingar, landamerkjadeilur og þjóðlendukröfur. Málið liggur því ekki bara og sefur, líkt og oddviti hreppsins sagði nýverið.

Vís­inda­menn á vegum Vest­ur­verks voru við rann­sóknir á Ófeigs­fjarð­ar­heiði vegna fyr­ir­hug­aðrar Hval­ár­virkj­unar í lok apríl þrátt fyrir að rann­sókn­ar­leyfi frá Orku­stofnun sé útrunnið og nýtt leyfi ekki enn verið gefið út. „Við erum með rann­sókn­ar- og nýt­ing­ar­samn­ing við land­eig­endur og stundum árvissar rann­sóknir með mæla­kerfi á vatna­sviði virkj­un­ar­inn­ar,“ segir Ásbjörn Blön­dal, stjórn­ar­for­maður Vest­ur­verks og fram­kvæmda­stjóri þró­unar hjá HS Orku, við Kjarn­ann. „Rann­sókn­ar­leyfið frá Orku­stofnun er meira form­leg heim­ild og erum við með það í vinnslu eftir ábend­ingar frá stofn­un­inni. En, sem sagt rann­sóknir áfram á fullu og áætl­anir hafa ekk­ert breyst. Áfram er unnið að virkj­ana­á­form­um.“

Rann­sókn­ar­leyfi Orku­stofn­unar vegna Hval­ár­virkj­unar rann út í lok mars í fyrra. Ósk um fram­leng­ingu þess barst of seint, ekki fyrr en í lok maí, og stofn­unin komst að því sækja þyrfti um nýtt leyfi. Það gerði Vest­ur­verk í októ­ber.

Í byrjun jan­úar sendi stofn­unin Vest­ur­verki svar­bréf þar sem komið var á fram­færi ákveðnum athuga­semdum um umsókn­ina. Var m.a. farið fram á að gefin yrði upp hnita­skrá yfir hið áform­aða rann­sókn­ar­svæði. Engin afmörkun er til­greind í umsókn Vest­ur­verks, hvorki í orðum né með hnit­um. „Þetta er eitt af því sem kannski meira hefur verið lagt út frá nú upp á síðkast­ið, eftir því sem aðgengi að upp­lýs­ingum og gögnum hefur batn­að,“ útskýrir Krist­ján Geirs­son, verk­efna­stjóri hjá Orku­stofn­un. „Rann­sókn­ar­leyfi veitir jú nokkuð víð­tækar heim­ildir um rann­sókn­ir, umgang, umferð og afnot af land­i,“ heldur hann áfram og vísar í því sam­bandi í auð­linda­lög. „Við höfum því lagt upp úr því að fyrir liggi – eftir því sem aðgengi­lega upp­lýs­ingar gefa færi á – á hvaða svæðum áformað er að rann­sóknir fari fram.“

Kort og hnita­skrá af rann­sókn­ar­svæði fyrir Hval­ár­virkjun var fylgi­skjal hins nú útrunna rann­sókn­ar­leyf­is. Það var fyrst gefið út árið 2015 og svo fram­lengt í tvígang. En síðan þá og ekki síst allra síð­ustu ár hafa komið upp nokkur vafa­mál um eign­ar­haldið á svæð­inu sem og fleira sem gæti sett þau áform að virkja á Ófeigs­fjarð­ar­heið­inni í upp­nám.

Frið­un, þjóð­lendu­krafa og landa­merkja­mál

Í fyrsta lagi hefur Nátt­úru­fræði­stofnun lagt til að friðun 26 fossa verði sett á fram­kvæmda­á­ætlun Nátt­úru­minja­skrár. Þar á meðal eru fossar í Hvalá, Eyvind­ar­fjarð­ará og Rjúk­andi á Ströndum – ánum þremur sem vilji er til að nýta til virkj­un­ar­inn­ar.

Í öðru lagi hefur komið fram krafa óbyggða­nefndar um að ríkið eigi land­svæði á vatna­svið­inu sem Vest­ur­verk vill nýta. Í þriðja lagi standa enn fyrir dyrum mála­ferli vegna deilna land­eig­enda á svæð­inu um landa­merki. Að auki hefur Nátt­úru­fræði­stofnun lagt til frið­lýs­ingu Dranga­jök­uls og nágrennis hans. Áhrifa­svæði Hval­ár­virkj­unar yrði innan hins frið­aða svæð­is. Allt þetta, saman og sitt í hverju lagi, gæti gert út um áform­in.

Til vinstri má sjá þær kröfur sem eigendur Drangavíkur gera og til hægri jarðamörk sem Vesturverk hefur stuðst við í áætlunum sínum um fyrirhugaða Hvalárvirkjun.

„Það vekur undrun að virkj­un­ar­kostur sem Alþingi hefur sam­þykkt að henti betur en aðrir virkj­un­ar­kostir til nýt­ing­ar, sam­kvæmt mati ramma­á­ætl­un­ar, skuli sæta atlögu af hálfu rík­is­ins/um­hverf­is­ráðu­neyt­is­ins,“ skrif­aði Ásbjörn stjórn­ar­for­maður í umsókn Vest­ur­verks um nýtt rann­sókn­ar­leyfi í októ­ber. „Al­þingi sam­þykkti að land­svæði og vatna­svið sem fylgdi virkjun Hvalár skyldi ekki friða, ann­ars hefði virkj­un­ar­kost­ur­inn fengið röðun í vernd­ar­flokki.“

Vest­ur­verk hyggst gera athuga­semd við frið­un­ar­til­lögur og jafn­framt leggja áherslu á að land­eig­enda­mál verði útkljáð og þeirri óvissu eytt.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son benti árið 2018 á það í við­tali við mbl.is, er hann var umhverf­is­ráð­herra, að flokkun virkj­ana­hug­mynda í ramma­á­ætlun væri ekki meit­luð í stein. Hægt er að hrófla við flokkun í með­förum þings allt þar til virkj­ana­leyfi hefur verið gefið út fyrir kosti í nýt­ing­ar­flokki og kostir í vernd­ar­flokki verið frið­lýstir með lög­um. Ekk­ert virkj­un­ar­leyfi hefur enn verið gefið út fyrir Hval­ár­virkj­un.

Norðurfjarðarhöfn fær upplyftingu í sumar með styrk frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.
Rakel Valgeirsdóttir

Hval­ár­virkjun hefur í um ára­tug verið mjög umdeild fram­kvæmd, ekki síst í hinu víð­feðma en fámenna sveit­ar­fé­lagi Árnes­hreppi. Þar eru nú 42 mann­eskjur með lög­heim­ili.

„Ég held að það séu allir búnir að segja það sem þeir vilja segja í þessu Hval­ár­virkj­un­ar­máli,“ sagði Eva Sig­ur­björns­dótt­ir, odd­viti Árnes­hrepps, í við­tali í kosn­inga­hlað­varpi RÚV nýver­ið. Eva hefur lengi verið meðal ötul­ustu stuðn­ings­mönnum virkj­un­ar­innar í hreppnum og gefur áfram kost á sér í því per­sónu­kjöri sem fram mun fara í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum næstu helgi. „Ég veit ekk­ert hvort að það verði nokkurn tím­ann af þess­ari virkjun og það veit það sjálf­sagt eng­inn hérna í sveit­inn­i,“ segir hún við RÚV. „Þannig að þetta mál liggur bara og sef­ur. Ég held að við séum nokkurn veg­inn búin að koma þessu út úr umræð­unni. Þetta er ekk­ert í okkar hönd­um, þannig lag­að. Eins og þetta er núna þá liggur þetta bara og það er ekk­ert að ger­ast.“

Að byggja eða byggja ekki

Eva hefur ríka ástæðu til að tala um að Hval­ár­virkjun liggi í dvala þó að svör Vest­ur­verks við spurn­ingum Kjarn­ans nú séu á annan veg. Síð­ari hluta árs­ins 2020 ákváðu HS Orka og dótt­ur­fé­lagið Vest­ur­verk að hægja veru­lega á verk­efn­inu. Það var aldrei slegið að fullu út af borð­inu en Ásbjörn sagði engu að síður í sam­tali við Kjarn­ann á þessum tíma að rann­sóknir næstu ára ættu að bæta þann grunn sem ákvörðun um „að byggja eða byggja ekki“ yrði tekin á. Þá um vorið hafði skrif­stofu Vest­ur­verks á Ísa­firði verið lokað og starfs­mönnum sagt upp. Til hafði staðið að hefja und­ir­bún­ings­fram­kvæmdir um sum­arið en af þeim varð ekki.

Fossinn Rjúkandi í ánni Rjúkandi.

Á þessum tíma, skömmu eftir að heims­far­ald­ur­inn skall á, var ástæða frest­un­ar­innar m.a. sögð svipt­ingar á raf­orku­mark­aði. Eft­ir­spurn eftir raf­orku hafði ein­fald­lega minnk­að. Í umsókn sinni um nýtt rann­sókn­ar­leyfi í haust skrif­aði Ásbjörn að lágt raf­orku­verð setti auknar kröfur á ný virkj­un­ar­verk­efni, þar sem erf­ið­ara væri að ná við­un­andi arð­semi af verk­efn­un­um. „Fram­kvæmda­svæði Hval­ár­virkj­unar er auk þess krefj­andi, með til­liti til veð­ur­skil­yrða og fram­kvæmda­tíma, og mun Vest­ur­verk á rann­sókn­ar­tíma­bil­inu skoða og meta lausnir sem gætu lækkað fram­kvæmda­kostn­að. Vest­ur­verk telur engu að síður að Hval­ár­virkjun sé mik­il­vægur virkj­un­ar­kostur fyrir raf­orku­kerfi lands­ins, [hafi] mikla miðl­un­ar­getu, fram­kvæmda­svæðið er fjarri eldsum­brotum og jarð­skjálfta­svæðum og hefur mjög jákvæð áhrif á raf­orku­kerfi Vest­fjarða.“

Nú er aukin eft­ir­spurn eftir raf­orku áber­andi í umræð­unni enda afurða­verð málm­bræðslna, stórnot­enda íslenskrar orku, að hækka og orku­samn­ingar þeirra við Lands­virkjun full­nýtt­ir. Nýir aðilar í gagna­vers­iðn­aði vilja líka kom­ast að. Iðn­aði þar sem gröftur eftir raf­mynt er stór þáttur í starf­sem­inni. Er þá ónefnd umræðan um orku­skiptin en skiptar skoð­anir eru um hvort virkja þurfi sér­stak­lega til þeirra.

En það var ekki bara orku­fram­leiðsla sem virkj­ana­sinnar í Árnes­hreppi horfðu hýru auga til þegar sem mest var rætt um Hval­ár­virkj­un. Þeir von­uðu að betri sam­göng­ur, betri fjar­skipti og við­hald og upp­bygg­ing í sveit­ar­fé­lag­inu myndi fylgja fram­kvæmd­un­um.

Nokkuð hefur þok­ast í þessum verk­efnum síð­ustu miss­eri þrátt fyrir að engin sé virkj­un­in. Lagn­ing ljós­leið­ara og áfram­hald­andi vinna við lagn­ingu þriggja fasa raf­magns hófst í fyrra. Vega­gerðin er að leggja loka­hönd á umhverf­is­mat nýs vegar yfir Veiði­leysu­háls, einn helsta far­ar­tálmann um hrepp­inn að vetr­ar­lagi. Í vetur stóð svo yfir til­rauna­verk­efni Vega­gerð­ar­innar um reglu­legan snjó­mokstur yfir hávet­ur­inn sem lengi hefur verið af skornum skammti. Í síð­ustu viku fékk Árnes­hreppur svo næst­hæsta styrk­inn við úthlutun úr Fram­kvæmda­sjóði ferða­manna­staða, styrk sem mun nýt­ast til að bæta örygg­is­mál og aðgengi gesta að höfn­inni í Norð­ur­firði.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar