Sjálfstæðisflokkurinnn

Sjálfstæðisflokkurinn langstærsta aflið á sveitarstjórnarstiginu

Sjálfstæðisflokkurinn á 117 af þeim 405 fulltrúum sveitarstjórna sem þar sitja í kjölfar kosninga á milli tveggja eða fleiri lista í sveitarfélögum landsins. Í stærstu 22 sveitarfélögunum á flokkurinn hartnær 4 af hverjum 10 kjörnum fulltrúum.

Í þeim 22 sveit­ar­fé­lögum lands­ins þar sem íbúa­fjöld­inn er yfir 2.000 manns sitja alls 212 manns í sveit­ar­stjórn­um. Þar af eru rúm 39 pró­sent full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks­ins, eða alls 83 kjörnir full­trúar í þessum stærstu sveit­ar­fé­lögum lands­ins. Það má því segja að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé umfram aðra flokka ráð­andi afl á sveit­ar­stjórn­ar­stig­inu.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn á svo 32 full­trúa af þessum 212 eða um 15 pró­sent af heild­inni og Sam­fylk­ingin 27 full­trúa, tæp 13 pró­sent af heild­inni. Utan þess­ara þriggja flokka á ekk­ert stjórn­mála­afl yfir tíu full­trúa í sveit­ar­stjórnum þeirra sveit­ar­fé­laga sem eru með yfir 2.000 íbúa.

Vinstri græn og Mið­flokk­ur­inn eiga níu full­trúa hvor flokk­ur, sjö manns sitja í sveit­ar­stjórn­unum fyrir hönd Við­reisnar og þá eru þrír Píratar í sveit­ar­stjórn­um, auk þess sem Flokkur fólks­ins og Sós­í­alista­flokk­ur­inn eiga sitt hvorn full­trú­ann í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur.

Í stærstu 22 sveit­ar­fé­lög­unum eru svo 40 sveit­ar­stjórn­ar­menn sem þar sitja fyrir sam­vinnu­fram­boð tveggja eða fleiri stjórn­mála­afla, eða fram­boð sem eru með öllu óháð lands­málapóli­tík­inni.

Hlutfallsskipting 22 stærstu
Infogram

Í mörgum til­fellum er þar um að ræða sam­krull afla á vinstri kant­inum og inn að miðj­unni, með eða án stuðn­ings stjórn­mála­flokka, sem bjóða fram saman til þess að eiga ein­hvern mögu­leika á að kom­ast til áhrifa í sveit­ar­fé­lögum þar sem Sjálf­stæð­is­flokkur og/eða Fram­sókn­ar­flokkur hafa sögu­lega verið ráð­andi öfl.

Yfir fjórð­ungur sveit­ar­stjórn­ar­manna á land­inu öllu sjálf­stæð­is­menn

Þegar horft er á öll 53 sveit­ar­fé­lög lands­ins þar sem sveit­ar­stjórn­ar­menn sitja í dag eftir að hafa tekið þátt í hlut­bundnum kosn­ingum á milli tveggja eða fleiri fram­boðs­lista árið 2018 (eða árið 2020 í til­felli Múla­þings) má sjá Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er í sér­flokki er kemur að fjölda kjör­inna full­trúa.

Flokk­ur­inn á alls 117 sveit­ar­stjórn­ar­full­trúa á lands­vísu, Fram­sókn 45 og Sam­fylk­ingin 29. Eng­inn hinna flokk­anna sem bjóða fram á lands­vísu eiga kjörna full­trúa í þeim sveit­ar­fé­lögum lands­ins þar sem íbúar eru færri en tvö þús­und tals­ins.

Þegar horft er á landið allt má þó sjá að lang­flestir full­trú­ar, eða 184 af þeim 405 ein­stak­lingum sem sitja fyrir hönd fram­boða í sveit­ar­stjórn­um, sitja þar fyrir lista sem ekki eru kenndir við einn eða annan stjórn­mála­flokk eða eru þá sam­sláttur margra stjórn­mála­afla eins og áður var nefnt.

Í tals­vert mörgum sveit­ar­fé­lögum sitja svo allir sveit­ar­stjórn­ar­full­trú­arnir fyrir fram­boð sem ekki bjóða fram á lands­vísu. Sú er nú raunin í alls 17 sveit­ar­fé­lög­um; Hval­fjarð­ar­sveit, Stykk­is­hólms­bæ, Súða­vík­ur­hreppi, Blöndu­ósi, Húna­vatns­hreppi, Skaga­strönd, Hörg­ársveit, Eyja­fjarð­ar­sveit, Þing­eyj­ar­sveit, Skútu­staða­hreppi, Langa­nes­byggð, Mýr­dals­hreppi, Ása­hreppi, Skeiða- og Gnúp­verja­hreppi, Blá­skóga­byggð, Gríms­nes- og Grafn­ings­hreppi og Flóa­hreppi.

Sveitarstjórnarmenn landið allt
Infogram

Á laug­ar­dag verður kosið til sveit­ar­stjórna í alls 62 sveit­ar­fé­lögum lands­ins af 64, en í tveimur sveit­ar­fé­lög­um, Skaga­strönd og Tjör­nes­hreppi, er sjálf­kjörið þar sem ein­ungis einn listi bauð fram til sveit­ar­stjórn­ar.

Óbundnar kosn­ing­ar, þar sem flestir eða allir kjör­gengir íbúar sveit­ar­fé­laga eru í kjöri, fara fram í 13 sveit­ar­fé­lögum en kosið verður á milli tveggja eða fleiri lista í 49 sveit­ar­fé­lög­um.

Fleiri sveit­ar­fé­lög á hvern haus en á Norð­ur­lönd­unum

Íslensk sveit­ar­fé­lög verða 64 eftir kom­andi kosn­ing­ar, sem áður seg­ir. Í upp­hafi árs voru íbúar á land­inu 378.248 tals­ins sem jafn­gildir því að um 5.900 manns séu um hvert sveit­ar­fé­lag lands­ins. Ein­ungis níu stærstu sveit­ar­fé­lög lands­ins eru þó með fleiri en 5.900 íbúa, en önnur eru minni.

Sveit­ar­fé­lög á hverja 100 þús­und íbúa á land­inu verða tæp­lega 17 á hverja 100 þús­und íbúa eftir kom­andi sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, sem er tölu­vert langt umfram það sem gengur og ger­ist á hinum Norð­ur­lönd­un­um.

Sam­kvæmt tölum frá OECD voru 1,7 sveit­ar­fé­lög á hverja 100 þús­und íbúa í Dan­mörku árið 2018, 2,9 sveit­ar­fé­lög á 100 þús­und íbúa í Sví­þjóð, 8,1 í Nor­egi og 5,7 í Finn­landi.

Sam­kvæmt sveit­ar­stjórn­ar­lögum sem sam­þykkt voru á síð­asta kjör­tíma­bili skal sveit­ar­fé­lögum lands­ins fækka nokkuð á næstu árum, en eftir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar árið 2026 verður lág­mark­s­í­búa­fjöldi í sveit­ar­fé­lagi orð­inn 1.000 íbú­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar