Vegglistaverk Libiu og Ólafs þótti óleyfilegur kosningaáróður í Hafnarfirði

Yfirkjörstjórn í Hafnarfirði taldi sér ekkert annað fært en að láta mála yfir vegglistaverk Libiu Castro og Ólafs Ólafssonar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Ólafur segir að allt eins hefði verið hægt að skikka N1 til að taka niður fána.

Veggverkið, sem málað var yfir daginn fyrir kosningar, hafði verið á þessum stað frá því síðasta haust.
Veggverkið, sem málað var yfir daginn fyrir kosningar, hafði verið á þessum stað frá því síðasta haust.
Auglýsing

Yfir­kjör­stjórn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum í Hafn­ar­firði tók í vor ákvörðun um að mála yfir vegg­lista­verk eftir mynd­list­ar­menn­ina Libiu Castro og Ólaf Ólafs­son, en stað­setn­ing verks­ins, sem bar skila­boðin „Við eigum nýja stjórn­ar­skrá“ var talin brjóta í bága við ákvæði kosn­inga­laga um óleyfi­legan kosn­inga­á­róður í næsta nágrenni kjör­stað­ar.

Verkið var fyrir ofan und­ir­göng í nágrenni Lækj­ar­skóla, sem var annar tveggja kjör­staða í Hafn­ar­firði í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í vor. Ólafur vakti fyrir rúmri viku síðan athygli á því, með færslu á Face­book, að verkið væri á bak og burt. Und­ir­göngin sem um ræðir blasa við þeim sem aka inn á bíla­stæði Lækj­ar­skóla við Sól­vangs­veg, en sjást þó ekki frá sjálfum skól­an­um, kjör­staðn­um.

Libia og Ólafur voru útnefnd mynd­list­ar­menn árs­ins við afhend­ingu Íslensku mynd­list­ar­verð­laun­anna árið 2021, fyrir sýn­ingu sem bar heitið Í leit að töfrum – til­laga að nýrri stjórn­ar­skrá. Var verkið sem málað var yfir í Hafn­ar­firði í þeim sama stíl.

Í athuga­semdum undir færslu sinni sagð­ist Ólafur hafa heyrt af því, sem raunin er, að málað hefði verið yfir verkið skömmu fyrir sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar að kröfu kjör­stjórnar og furð­aði sig á þeirri ákvörð­un, enda hefðu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­arnar í vor ekki snú­ist um stjórn­ar­skrár­mál.

Svona líta undirgöngin út þessa dagana. Mynd: Ólafur Ólafsson

Sam­kvæmt svörum sem Kjarn­inn fékk frá Hafn­ar­fjarð­arbæ var ákvörð­unin um að mála yfir verkið tekin af yfir­kjör­stjórn, en það er kjör­stjórn­ar­innar að tryggja að fram­kvæmd kosn­inga í sveit­ar­fé­lag­inu sé í sam­ræmi við kosn­inga­lög.

Stað­setn­ing skila­boð­anna var „talin brjóta í bága við kosn­inga­lög kafla XIV um atkvæða­greiðslu á kjör­fund­i,“ sem finna má í 81. grein nýrra kosn­inga­laga. Þess er einnig getið í svari frá bænum að aug­lýs­ingar stjórn­mála­flokka á strætó­skýlum sem voru í sjón­línu við kjör­staði, hafi verið fjar­lægðar á kjör­dag.

Enga skil­grein­ingu á kosn­inga­á­róðri að finna í nýjum kosn­inga­lögum

Laga­greinin sem vísað er til hljóðar svo: „Kjör­stjórn skal sjá til þess að á kjör­stað og í næsta nágrenni hans fari hvorki fram óleyfi­legur kosn­inga­á­róður eða kosn­inga­spjöll né önnur starf­semi sem truflar eða hindrar fram­kvæmd kosn­inga.“

Í nýjum kosn­inga­lög­um, sem sam­þykkt voru árið 2021, er ekki sér­stak­lega skil­greint hvað telj­ist sem kosn­inga­á­róður og hvað ekki. Það var hins vegar útskýrt í fyrri lögum um kosn­ingar til Alþing­is, sem nú eru á brott fall­in.

Auglýsing

Í þeim lögum sagði meðal ann­ars að óleyfi­legt væri að reyna að hafa áhrif á atkvæða­greiðslu „hvort heldur er með ræðu­höld­um, prent­uðum eða skrif­legum ávörpum eða aug­lýs­ing­um, með því að bera eða hafa uppi merki stjórn­mála­sam­taka eða önnur auð­kenni er tengj­ast hinum ólíku sjón­ar­miðum sem kosið er um á sjálfum kjör­staðn­um, það er í kjör­fund­ar­stofu, kjör­klefa eða ann­ars staðar í eða á þeim húsa­kynnum þar sem kosn­ing fer fram, svo og í næsta nágrenn­i.“

Kjör­stjórnin sam­mála um að rétt hafi verið að mála yfir verkið

Í kjör­stjórn Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar sitja þær Þór­dís Bjarna­dótt­ir, sem er for­maður nefnd­ar­inn­ar, Hildur Helga Gísla­dóttir og Hel­ena Mjöll Jóhanns­dótt­ir. Sam­kvæmt sam­tölum blaða­manns við þær er ekki annað að skilja en að þær hafi verið sam­stíga um að nauð­syn­legt væri að mála yfir verk­ið.

„Í aðdrag­anda kosn­inga bár­ust okkur ýmsar ábend­ingar um kosn­inga­á­róður sem væri nálægt kjör­stöðum og myndi geta haft áhrif á fram­kvæmd kosn­inga eða truflað fólk og þetta var meðal ann­ars ein ábend­ing,“ segir Þór­dís, sem er full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í kjör­stjórn­inni, í sam­tali við Kjarn­ann. Hún bætir við ákvörðun hafi verið tekin um að mála yfir skila­boð­in, þar sem þau voru í sjón­línu við aðkomu að kjör­staðn­um.

Hér sjást umrædd undirgöng til hægri á myndinni. Bílastæði Lækjarskóla eru hér til vinstri. Mynd: Götusýn Já.is

Hildur Helga, sem er full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í kjör­stjórn­inni, sagði við blaða­mann að með þess­ari ákvörðun hefði kjör­stjórnin verið að upp­fylla skyldur sína og gera það sem þurft hefði að gera til að ekki væri hægt að véfengja störf kjör­stjórn­ar. Hel­ena Mjöll, full­trúi Sam­fylk­ingar í kjör­stjórn­inni, sagði að skila­boðin hefðu verið of nálægt kjör­staðn­um. Því hefði þessi ákvörðun verið tek­in.

Lista­maður afar ósam­mála

Ólafur Ólafs­son mynd­lista­maður er alls ekki á sama máli og kjör­stjórn­in. Hann bendir á það í svari til Kjarn­ans að í þeirri skil­grein­ingu á óleyfi­legum kosn­inga­á­róðri sem skrifuð hafi verið inn í lög sé sér­stak­lega fjallað um að áróður „sem teng­ist hinum ólíku sjón­ar­miðum sem kosið er um á sjálfum kjör­staðn­um“ og bendir á að ekki hafi verið kosið um nýja stjórn­ar­skrá í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum 14. maí.

„Að mínu mati hefðu þær allt eins getað óskað eftir því að N1 fjar­lægðu fána sína, sem blasa við frá kjör­stað, því það má allt eins líta á nær­veru þeirra sem áróður fyrir jarð­olíu sem elds­neyt­is­gjafa, en orka og orku­gjafar eru eitt af stóru póli­tísku málum dags­ins í dag, á öllum stjórn­un­ar­stig­um,“ segir Ólaf­ur.

Annað stjórn­ar­skrár­verk fjar­lægt af gafli í Hafn­ar­firði í fyrra

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verk eftir þau Libiu og Ólaf er látið hverfa fyrir til­stilli yfir­valda í Hafn­ar­firði. Í upp­hafi maí­mán­aðar í fyrra var lista­verk þeirra fjar­lægt af gafli Hafn­ar­borg­ar, menn­ing­ar- og lista­mið­stöðvar Hafn­ar­fjarð­ar, að beiðni bæj­ar­stjór­ans Rósu Guð­bjarts­dótt­ur.

Það verk var hengt upp á húsið eftir að lista­menn­irnir höfðu að eigin sögn fengið munn­legt leyfi til þess að hengja það utan á Hafn­ar­borg, en sýn­ing á verkum þeirra fór fram inn­an­dyra. Tveimur dögum síðar var verkið hins vegar tekið niður og því borið við að form­legt leyfi fyrir upp­­­setn­ingu þess hefði skort.

Verkið sem fékk ekki að hanga utan á Hafnarborg í fyrra.

Lista­verkið sem um ræddi í það skiptið var nákvæm upp­­­stækkun á einum af mið­unum sem voru fylltir út af þátt­tak­endum þjóð­fund­­ar­ins sem hald­inn var árið 2010 í aðdrag­anda þess að Stjórn­­laga­ráð tók til starfa. Á mið­ann hafði verið skrifað „Ekki kjafta ykkur frá nið­­ur­­stöðum Stjórn­­laga­­þings“.

List­ráð Hafn­ar­borgar sendi frá sér yfir­lýs­ingu vegna þess máls, þar sem sagði að það teldi nið­­ur­­töku verks­ins „ófor­svar­an­­legt inn­­­grip í list­ræna starf­­semi safns­ins og það setji gott orð­­spor og heiður safns­ins í alvar­­legt upp­­­nám.“ Banda­lag íslenskra lista­manna (BÍL) kall­aði ákvörðun bæj­ar­stjóra for­dæma­lausa og sagði „allar eftir á skýr­ingar um leyf­­is­veit­ing­ar“ vera „hefð­bundið yfir­­klór og tækn­i­­legar aðfinnslur til að rétt­læta þá rit­­skoð­un,“ í yfir­lýs­ingu.

Auglýsing

Löng umræða um málið fór fram á fundi bæj­­­ar­­stjórnar Hafn­­ar­fjarðar um miðjan maí í fyrra. Full­­trúar minn­i­hlut­ans köll­uðu þar eftir afsök­un­­ar­beiðni bæj­­­ar­­stjóra á fjar­læg­ingu lista­verks þeirra Libiu og Ólafs. Rósa bæj­ar­stjóri sagði það hins vegar af og frá að um rit­­skoðun hefði verið að ræða. Hún sagði að til­­skilin leyfi fyrir upp­­­setn­ingu verks­ins hefðu ein­fald­lega ekki verið fyrir hendi.

Hún sagði starfs­­menn bæj­­­ar­ins hafa leitað mikið af leyf­­inu sem talað hefur verið um að lista­­menn­irnir hafi feng­ið. „Þetta er munn­­legt eitt­hvað á milli fólks sem að við höfum ekki verið áheyr­endur að sem að stöndum í þessu máli. Það dugar ekki í stjórn­­­sýslu Hafn­­ar­fjarð­­ar,“ sagði Rósa.

Þessu arga­þrasi lauk að end­ingu með því að lista­menn­irnir hengdu verk sitt aftur upp á sama stað og gáfu lítið fyrir til­lögur bæj­ar­stjór­ans um að láta verkið vera frístand­andi framan við Hafn­ar­borg­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent