Auglýsing

Reykja­vík fær nýjan borg­ar­stjóra í upp­hafi árs 2024 þegar Einar Þor­steins­son tekur við því emb­ætti. Það hefðu fáir búist við því fyrir ekki svo löngu síð­an, en atburða­rásin sýnir hvað hlut­irnir geta gerst hratt í póli­tík. 

Einar tekur við af Degi B. Egg­erts­syni, sem hefur þá verið borg­ar­stjóri í næstum ára­tug. Í kjöl­far þess að Dagur tók við emb­ætti borg­ar­stjóra 2014 var hann til við­tals í Kjarn­anum. Hann hafði þá leitt Sam­fylk­ing­una til mik­ils kosn­inga­sig­ur, þar sem flokk­ur­inn fékk 31,9 pró­sent atkvæða, sem var 67 pró­sent hærra hlut­fall atkvæða en Sam­fylk­ingin hafði fengið í kosn­ing­unum 2010. Á sama tíma var Sam­fylk­ingin í miklum vanda á lands­mála­svið­inu. Í kosn­ing­unum 2013 fékk flokk­ur­inn ein­ungis 12,9 pró­sent atkvæða og 57 pró­sent af fylgi sínu frá árinu 2009 þegar Sam­fylk­ingin tap­aði ell­efu þing­mönn­um. 

Í aðdrag­anda þeirra þing­kosn­inga hafði Dagur látið af emb­ætti vara­for­manns Sam­fylk­ing­ar­innar og hefur ekki setið í for­ystu flokks­ins síðan þá. Ekki verður sagt að Sam­fylk­ingin hafi riðið feitum hesti frá þing­kosn­ing­unum 2016, 2017 og 2021. Í þeim fyrstu datt flokk­ur­inn næstum því út af þingi, í þeim næstu varð nið­ur­staðan verri en 2013 og í fyrra­haust náði hún ekki yfir tíu pró­sent fylgi þrátt fyrir að hafa verið í end­ur­upp­bygg­ing­arfasa í stjórn­ar­and­stöðu í átta og hálft ár. 

Í áður­nefndu við­tali var Dagur spurður hvort hann væri á leið í lands­mál­in. Svarið var nei. „Ég er nýorð­inn borg­ar­stjóri og hef mín verk að vinna hér [...] Ég hef lært að það er gott að vera með fimm ára plan og að maður eigi ekki að full­yrða neitt um mál sem eru lengra en tíu ár fram í tím­ann.“ 

Auglýsing
Þegar samið var um myndun meiri­hluta Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Við­reisnar í Reykja­vík­ur­borg á mánu­dag kom fram að Dagur muni sitja áfram sem borg­ar­stjóri í 18 mán­uð­i. 

Þegar sá tími er lið­inn eru tíu ár liðin frá því að Dagur sagð­ist ekki á leið í lands­málin næstu tíu árin. 

Varð óvart for­maður en axlar ábyrgð á döpru gengi

Fyrir liggur að Sam­fylk­ingin mun halda lands­fund í októ­ber á þessu ári. Logi Ein­ars­son hefur verið for­maður flokks­ins frá árinu 2016, þegar hann varð eini kjör­dæma­kjörni þing­maður hans í verstu þing­kosn­ingum í sögu Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Logi, þá eig­in­lega algjör­lega óþekktur í stjórn­málum utan heima­byggð­ar, hafði boðið sig fram til vara­for­manns á lands­fundi sama ár og unn­ið. Fimm mán­uðum síðar sagði Oddný Harð­ar­dóttir af sér for­mennsku til að axla ábyrgð á hörmu­legu gengi í þing­kosn­ingum – flokk­ur­inn fékk 5,7 pró­sent atkvæða – og Logi var allt í einu orð­inn for­mað­ur. Óvart.

Í við­tali við Mann­líf árið 2019 sagði Logi að hann hafi „svo sem ekki verið að sækj­ast eftir áhrifum eða leið­toga­hlut­verki en ég enda þar.“ Hann var í kjöl­farið kall­aður útfar­ar­stjóri Sam­fylk­ing­ar­innar en óvæntar kosn­ingar 2017 leiddu til þess að flokk­ur­inn tvö­fald­aði fylgi sitt og lifði fyrir vikið af. Von­brigðin með árang­ur­inn 2021 voru hins vegar áþreif­an­leg. Tapað fylgi og næst versta nið­ur­staðan í 22 ára sögu flokks­ins stað­reynd.

Kjós­­endur Sam­­fylk­ing­­ar­innar voru þeir kjós­­endur sem voru minnst ánægðir með frammi­­stöðu for­­manns þess flokks sem þeir studdu í síð­­­ustu kosn­­inga­bar­áttu. Ein­ungis 53,5 pró­sent þeirra sögðu Loga hafa staðið sig vel.

Á flokks­stjórn­ar­fundi í mars síð­ast­liðnum flutti Logi ræðu þar sem hann gerði upp von­brigð­in. „Ef við horfum gagn­rýnum augum inn á við er vafa­laust hægt að leita skýr­inga víða; aðferðir við val á lista, mótun skila­boða, sam­skipta­hátt­um, mannauð og for­ystu flokks­ins. Og þar ber ég að sjálf­sögðu ábyrgð.“ Á lands­fundi í októ­ber 2022 yrðu teknar „stórar ákvarð­anir um fram­tíð flokks­ins.“

Þessi orð hafa verið túlkuð sem skýr vís­bend­ing um að for­manns- og for­ystu­skipti séu framundan hjá Sam­fylk­ing­unni.

Barna­leg til­trú á Vinstri græn stærstu mis­tökin

Í sömu ræðu sagði Logi að stærstu mis­tök Sam­fylk­ing­ar­innar fyrir síð­ustu kosn­ingar hefðu verið barna­leg til­trú á að Vinstri græn hefðu áhuga á rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með félags­hyggju­flokk­um. Þegar öllu væri á botn­inn hvolft þá mætti þó draga dýr­mætan lær­dóm af þeirri reynslu. „Hann er er sá að umbóta­flokkar frá miðju til vinstri verða að koma sér upp nýju leik­skipu­lagi – verða val­kost­ur. Það er stórt verk­efni sem okkur ber að taka alvar­lega.“

Umhugs­un­ar­vert væri ef félags­hyggju­flokk­arnir yrði til lengri tíma áfram sitt hvorum megin víg­línu íslenskra stjórn­mála. „Þá verður verður erf­ið­ara að ná fram nauð­syn­legum rétt­lætis og umbóta­málum fyrir almenn­ing í land­inu. Og afleið­ingin í reynd; nær alltaf hægri stjórn áfram í land­in­u.“

Logi sagði umbóta­flokka í stjórn­ar­and­stöðu – Sam­fylk­ingu, Pírata og Við­reisn – hafa ítrekað staðið saman að þing­mál­um, nefnd­ar­á­litum og breyt­ing­ar­til­lög­um. „Bætt sam­vinna þess­ara flokka um sam­eig­in­legar hug­sjónir er fyrsta skrefið í átt að nýju leik­skipu­lagi og skýrum val­kosti fyrir næstu kosn­ing­ar. Á sama tíma og við nýtum sam­eig­in­legan slag­kraft okkar til að vinna að mik­il­vægum málum í þágu almenn­ings. [...] Allir þessir flokkar aðhyll­ast blandað hag­kerfi, með áherslu á sterkt nor­rænt vel­ferð­ar­kerfi, þar sem mann­rétt­indi eru í hávegum höfð og allir fá jöfn tæki­færi til að dafna. Og þótt okkur greini kannski á um leið­ir, eru mark­miðin sam­eig­in­leg og okkur ber að vinna að þeim þvert á flokka.“

Ekki leið að löngu þar til að það reyndi á þetta nýja leik­skipu­lag.

Stóru málin í höfn

Það er ekk­ert leynd­ar­mál að innan Sam­fylk­ing­ar­innar hefur lengi verið horft til Dags B. Egg­erts­sonar sem næsta for­manns. Í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2021 stóð honum til boða að færa sig yfir í lands­málin sem for­maður flokks­ins, ef hann hefði vilj­að. Hann vildi, á þeim tíma­punkti, ekki gera það. 

Nú er staðan breytt. Búið er að tryggja að helstu umbreyt­ing­ar­mál sem Sam­fylk­ingin hefur unnið að í Reykja­vík und­an­farin tólf ár; áfram­hald­andi þétt­ing byggðar og sam­göngu­fram­tíð sem byggir á Borg­ar­línu og mann­væn­u/grænu sam­fé­lagi í stað áherslu á pláss fyrir einka­bíl­inn og verk­taka­þjónkun, eru í höfn með myndun nýjasta meiri­hlut­ans í borg­inni. Þró­un­inni verður ekki snúið við úr þessu.

Fyrstu sýni­legu fram­kvæmd­irnar við Borg­ar­lín­una hefj­ast í sumar þegar haf­ist verður handa við land­fyll­ingu fyrir nýja Foss­vogs­brú. Stærsta upp­bygg­ing­ar­skeið hús­næðis í sögu höf­uð­borg­ar­innar mun eiga sér stað innan núver­andi vaxt­ar­svæða, ekki með því að brjóta land í útjaðr­in­um. Þær fram­kvæmdir verða ekki rifnar upp með rót­um. Meira að segja Morg­un­blað­ið, froðu­fellandi af bræði yfir því að flokki þess hafi enn og aftur mis­tek­ist að ná völdum í krúnu­djásn­inu Reykja­vík, túlkar nið­ur­stöð­una sem sigur Dags og hans stefnu.

Auglýsing
Það er því ekki ósenni­legt að hafi Dagur áhuga á að starfa áfram í stjórn­málum þá séu næstu verk­efni á vett­vangi lands­mála. Þegar tíma hans sem borg­ar­stjóra lýkur mun Dagur hafa setið í borg­ar­stjórn í næstum 22 ár. Nóg er eftir af starfsæv­inni, enda verður hann ekki fimm­tugur fyrr en síðar í þessum mán­uð­i. 

Taki Dagur þá ákvörðun að láta ekki slag standa ætti leiðin að óbreyttu að vera greið í for­manns­sætið fyrir Kristrúnu Frosta­dótt­ur.

Umdeildur en líka vin­sæll

Dagur er umdeildur stjórn­mála­mað­ur. Ásamt Bjarna Bene­dikts­syni, for­manni Sjálf­stæð­is­flokks­ins, er hann í senni­lega í sér­flokki starf­andi stjórn­mála­manna þegar að því kem­ur.

Innan flokks nýtur Dagur nán­ast algjörs stuðn­ings, þótt hann geri sann­ar­lega mis­tök. Margt fólk utan Sam­fylk­ing­ar­innar leggur hins vegar póli­tíska fæð á hann og telur Dag vera hold­gerv­ing sam­fé­lags­breyt­inga sem það er á móti. Birt­ing­ar­mynd þess hefur stundum verið ótrú­lega óvæg­in. Má þar nefna aug­lýs­inga­her­ferðir fjár­sterkra aðila sem beindust sér­stak­lega gegn hon­um, skotárás á bíl hans fyrir utan heim­ili hans og linnu­lausar árásir Morg­un­blaðs­ins á Dag í rit­stjórn­ar- og frétta­skrifum árum sam­an­. Ó­þolið er ekki vegna þess að Dagur sé tal­inn sér­hags­muna­gæslu­maður eða spillt­ur. Heldur vegna þess að hann stendur í vegi fyrir því að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn kom­ist til valda. Dagur ógn­ar.

En hann nýtur líka stuðn­ings út fyrir eigin flokk, sem sést á því að í könn­unum sem gerðar voru í aðdrag­anda nýlið­inni borg­ar­stjórn­ar­kosn­inga kom fram að flestir kjós­endur vildu sjá hann áfram sem borg­ar­stjóra. Hlut­fall þeirra sem það sögðu var mun hærra en hlut­fall þeirra sem kusu á end­anum Sam­fylk­ing­una. 

Klók­indi sem skila árangri

Borg­ar­stjór­inn hefur sýnt af sér fádæma póli­tísk klók­indi í gegnum tíð­ina. Hann vinnur jafn­vel þegar hann tap­ar.

Þegar Besti flokk­ur­inn hristi all­veru­lega upp í íslenskum stjórn­málum gat hann aðlagað sig að því breytta lands­lagi, á baki auð­mýkj­andi kosn­inga­ó­sig­urs, og fundið lyk­il­mál­efnum Sam­fylk­ing­ar­innar braut­ar­gengi í gegnum sam­starf við flokk Jóns Gnarr, jafn­vel þótt Dagur hefði þurft að setj­ast í aft­ur­sætið um tíma. Í þeim tveimur kosn­ingum sem farið hafa fram í borg­inni síðan þá hefur Degi tek­ist að leggja rétt póli­tískt mat á stöð­una og mynda fjöl­flokka­meiri­hluta utan um sín helstu stefnu­mál og um leið tek­ist að við­halda eyði­merk­ur­göngu Sjálf­stæð­is­flokks­ins í höf­uð­borg­inni áfram. 

Sam­fylk­ingin fékk ekki það sem hún ætl­aði sér í nýliðnum borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um, þótt staða hennar á því sviði sé mun sterk­ari en í lands­mál­unum og flokk­ur­inn áfram næst stærstur í borg­ar­stjórn. Í flók­inni stöðu, á grunni trausts sem mynd­ast hafði milli for­ystu­fólks, mynd­aði Dagur banda­lag með Pírötum og Við­reisn sem úti­lok­aði Sjálf­stæð­is­flokk frá völdum í Reykja­vík og skildi Einar Þor­steins­son, odd­vita Fram­sókn­ar­flokks­ins, í raun bara eftir með einn mögu­leika við myndun nýs meiri­hluta. 

Þetta þótti djarft útspil, en gekk á end­anum full­kom­lega upp. 

Hrós­aði póli­tískum and­stæð­ingum hástert

Dagur hefur líka sýnt að hann getur unnið með póli­tískum and­stæð­ingum að fram­fara­mál­um. Sam­göngusátt­máli höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins er þar stærsta afrek­ið. Því lýsti Dagur í bók­inni „Nýja Reykja­vík“ sem hann gaf út i vor

Þar sló hann á þær raddir sem hafi viljað eigna honum heið­ur­inn af því að koma Borg­ar­línu og sam­göngusátt­mál­anum á kopp­inn. Heið­­ur­inn lægi ekki síður hjá bæj­­­ar­­stjórum og bæj­­­ar­­stjórnum nágranna­sveit­­ar­­fé­lag­anna, þar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var í öllum til­fellum við völd, og sam­­starfs­­flokkum hans í meiri­hlut­­anum í Reykja­vík. „Það tókst sann­­ar­­lega að hefja þessi mál langt yfir flokkslínur og sveit­ar­fé­laga­mörk. Sig­­urður Ingi [Jó­hanns­son, for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins og inn­við­a­ráð­herra] fer líka í sög­u­bæk­­urnar sem sá sam­­göng­u­ráð­herra sem komið hefur hvað flestu í verk og það verður aldrei frá honum tek­ið. Ef for­ystu Katrínar [Jak­obs­dótt­ur, for­manns Vinstri grænna og for­sæt­is­ráð­herra] og verk­­stjórnar hefði ekki notið við væru þessi verk­efni heldur ekki á fljúg­andi ferð í und­ir­­bún­­ingi og í fram­­kvæmd. Hennar er heið­­ur­inn að því. Um það er ég sann­­færður og verð henni ævin­­lega þakk­látur fyrir vik­ið.“

Auglýsing
Dagur hrós­aði meira að segja Bjarna Bene­dikts­syni í bók­inni fyrir að hafa tekið slag­inn um málið í eigin þing­flokki og fyrir að ákveða að standa með fram­sýnum sátt­mála með umbóta­öflum í eigin hópi. „Með því sýndi hann ótví­­ræða leið­­toga­hæfi­­leika og tókst að halda dyrum flokks­ins í borg­inni opnum fyrir grænni fram­­tíð.“

Málið sem komst í gegn er hans helsta stefnu­mál. Hans arf­leið sem borg­ar­stjóri. En á end­anum eru póli­tískir and­stæð­ingar hans, úr öllum átt­um, sam­sekir í glæpn­um. Þeir sem voru ráðnir til að stýra fram­kvæmd­inni eru meira að segja gegn­heilir sjálf­stæð­is­menn.

Það þarf tölu­verð póli­tísk klók­indi til að skila slíkri nið­ur­stöðu.

Nýtt leik­skipu­lag fyrir lands­málin teikn­ast upp

Að leiða Fram­sókn­ar­flokk­inn inn í sam­starf í næst stærsta stjórn­valdi Íslands með þremur öðrum miðju­flokk­um, meðal ann­ars Píröt­um, getur líka haft miklar afleið­ingar á lands­vísu, gangi sam­starfið vel. Ljóst er að umbóta­sinn­aðir miðju­flokkar eru hættir að horfa til Vinstri grænna sem fyrsta val­kosts í sam­starfi á þeim vett­vangi sem hefur það mark­mið að leiða stór­mál á borð við breytt sjáv­ar­út­vegs­kerfi með áherslu á umbylt­ingu á skipt­ingu á arð­semi af nýt­ingu auð­lind­ar­inn­ar, stjórn­ar­skrár­breyt­ing­ar, gjör­breyttar áherslur í efna­hags­mál­um, aukna áherslu á lofts­lags­mál og önnur græn mál­efni, að leiða spurn­ing­una um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu til lykta og inn­leiða ábyrgð og gagn­sæi í stjórn­mál og stjórn­sýslu. Hin gallsúra stemn­ing milli Fram­sókn­ar­ráð­herr­anna og for­ystu­manna Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem birt­ist meðal ann­ars í linnu­lausum skeyta­send­ingum í fjöl­miðl­um, gefur líka færi á myndun nýs R-lista, en í þetta skiptið á lands­mála­svið­inu.

­Mál­flutn­ingur þeirra á mun meiri hljóm­grunn með þeirri orð­ræðu sem tíðkast nú innan Fram­sókn­ar­flokks­ins, sem er fullur sjálfs­trausts og finnur til sín eftir tvo kosn­inga­sigra í röð. Orð­ræða for­ystu Fram­sóknar um sam­vinnu­stjórn­mál, félags­hyggju­á­herslur og nauð­syn­legar kerf­is­breyt­ing­ar, sér­stak­lega í efna­hags- og sjáv­ar­út­vegs­mál­um, hefur ekki farið fram hjá öðrum miðju­flokk­um.

Sam­kvæmt nýj­ustu könnun Gallup gætu Fram­sókn, Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn auð­veld­lega myndað sterkan þing­meiri­hluta ef kosið yrði nú, með sam­an­lagt 55,8 pró­sent fylgi, á sama tíma og Vinstri græn og Sjálf­stæð­is­flokkur mæl­ast í sögu­legum lægð­um. Það er nákvæm­lega sama fylgi og flokk­arnir fjórir fengu í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum í síð­asta mán­uði.

Það eru því nýir póli­tískir mögu­leikar að teikn­ast upp á Íslandi, sem höfðu fyrir ekk­ert svo löngu síðan þótt óhugs­andi.

Jafn óhugs­andi og það var í huga flestra fyrir nokkrum mán­uðum að Einar Þor­steins­son yrði borg­ar­stjóri í Reykja­vík.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari