Kjósendur Samfylkingar síst ánægðir með frammistöðu síns formanns

Það var ekki bein fylgni milli árangurs í síðustu kosningum og þess hversu sáttir kjósendur hvers flokks voru með frammistöðu formanns hans í baráttunni sem fram fór í aðdraganda þingkosninga 2021.

Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Logi Einarsson er formaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

Kjós­endur Sam­fylk­ing­ar­innar voru þeir kjós­endur sem voru minnst ánægðir með frammi­stöðu for­manns þess flokks sem þeir studdu í síð­ustu kosn­inga­bar­áttu. Alls sögð­ust 53,5 pró­sent þeirra að þeim hafi þótt Logi Ein­ars­son standa sig vel sam­kvæmt nýlegri könnun Mask­ínu, en Sam­fylk­ingin tap­aði 2,2 pró­sentu­stigum af fylgi milli kosn­inga og fékk 9,9 pró­sent atkvæða. Það skil­aði flokknum sex þing­mönn­um, eða einum færri en hann fékk í kosn­ing­unum 2017. 

Sá sem naut næst minnstrar hylli hjá eigin kjós­endum var Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins. Alls sögð­ust 65,1 pró­sent kjós­enda þess flokks að þeir hefðu verið ánægðir með frammi­stöðu hans í aðdrag­anda kosn­inga. Mið­flokk­ur­inn beið afhroð í þeim og fékk 5,4 pró­sent atkvæða, sem er tæpur helm­ingur þess sem flokk­ur­inn fékk árið 2017. Alls náðu þrír þing­menn kjöri, en einn þeirra, Birgir Þór­ar­ins­son, skipti yfir í Sjálf­stæð­is­flokk­inn tveimur vikum eftir kosn­ing­arnar og sagði for­ystu flokks­ins hafa unnið mark­visst gegn sér. 

Sjö af hverjum tíu ánægðir með Hall­dóru og Þor­gerði

Píratar eru ekki með eig­in­legan for­mann, en Hall­dóru Mog­en­sen var falið það hlut­verk að leiða við­ræður um stjórn­ar­myndun eftir kosn­ingar ef Píratar kæmust í stöðu til að taka þátt slíkum við­ræð­um. Hún kom einnig fram fyrir hönd flokks­ins í flestum þáttum sem for­menn ann­arra flokka komu fram. Alls sögð­ust 69,7 pró­sent kjós­enda Pírata hafa verið ánægðir með frammi­stöðu Hall­dóru í bar­átt­unni þrátt fyrir að Píratar hafi tapað smá­vægi­legu fylgi, fengið 8,6 pró­sent atkvæða og sama fjölda þing­manna og þeir fengu kjörna í kosn­ing­unum á und­an, eða sex alls. 

Auglýsing
Viðreisn var einn tveggja stjórn­ar­and­stöðu­flokka sem bætti við sig fylgi í síð­ustu kosn­ing­um, þegar flokk­ur­inn fékk 8,3 pró­sent atkvæða og fimm þing­menn kjörna. Það er einum fleiri en hann fékk 2017. 

Alls sögð­ust 71,7 pró­sent kjós­enda Við­reisnar að þeir væru ánægðir með frammi­stöðu flokks­for­manns­ins, Þor­gerðar Katrínar Gunn­ars­dótt­ur, í bar­átt­unn­i. 

Þrír for­menn geta verið nokkuð sáttir

Bjarni Bene­dikts­son leiðir stærsta flokk lands­ins, Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hann tap­aði 0,9 pró­sentu­stigum milli kosn­inga og fékk 24,4 pró­sent atkvæða, sem er það næst minnsta sem hann hefur fengið í þing­kosn­ingum frá upp­hafi. Þing­manna­fjöld­inn hélst hins vegar óbreytt­ur, og er áfram 16. 

Frammi­staða Bjarna í kosn­inga­bar­átt­unni virð­ist hafa almennt mælst vel fyrir hjá kjós­endum flokks hans og 83 pró­sent þeirra sögð­ust hann hafa staðið sig vel. 

Þótt Sós­í­alista­flokkur Íslands hafi ekki náð inn manni í kosn­ing­unum fékk hann 4,1 pró­sent atkvæða. Ein­ungis Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn bætti við sig meira fylgi. Flestir kjós­endur Sós­í­alista, alls 87,2 pró­sent, voru ánægðir með frammi­stöðu Gunn­ars Smára Egils­son­ar, for­manns fram­kvæmda­stjórnar flokks­ins, í síð­ustu kosn­inga­bar­átt­u. 

Inga Sæland og Bjarni Benediktsson geta bæði brosað með þann dóm sem kjósendur flokka þeirra felldu yfir frammistöðu þeirra í kosningabáráttunni.  Mynd: Bára Huld Beck

Kjós­endur Fram­sókn­ar­flokks­ins geta eðli­lega verið sáttir með útkomu kosn­ing­anna 2021. Flokk­ur­inn var óum­deil­an­lega sig­ur­veg­ari þeirra, bætti við sig 9,6 pró­sentu­stig­um, varð næst stærsti flokkur lands­ins á ný og fjölg­aði þing­mönnum sínum um fimm í 13. Hann var auk þess eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem tap­aði ekki fylgi á síð­asta kjör­tíma­bili og styrkti stöðu sína í end­ur­nýj­uðu stjórn­ar­sam­starfi veru­lega. 

Það kemur því ekki á óvart að könnun Mask­ínu sýni að 88,6 pró­sent þeirra sem fannst bara best að kjósa Fram­sókn hafi verið ánægt með frammi­stöðu Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar í kosn­inga­bar­átt­unn­i. 

Nán­ast algjör ánægja með frammi­stöðu Ingu og Katrínar

Hinn sig­ur­veg­ari kosn­inga­bar­átt­unnar var Flokkur fólks­ins, sem leiddur er af Ingu Sæland. Hann bætti við sig 1,9 pró­sentu­stigum og er nú með sex þing­menn. Það er sami þing­manna­styrkur og er hjá Sam­fylk­ingu og Pírötum og áhrif Flokks fólks­ins innan stjórn­ar­and­stöð­unnar því allt önnur og meiri nú en áður. 

Kjós­endur flokks­ins voru enda afar ánægðir með frammi­stöðu Ingu í kosn­inga­bar­átt­unni en 93,3 pró­sent þeirra sögðu hana hafa staðið sig vel. 

Þeir kjós­endur sem voru ánægð­astir með frammi­stöðu síns for­manns, for­sæt­is­ráð­herr­ans Katrínar Jak­obs­dótt­ur, voru hins vegar kjós­endur Vinstri grænna. Alls sögð­ust 96,8 pró­sent þeirra að fannst Katrín hafa staðið sig vel í kosn­inga­bar­átt­unni. Ein­ungis Mið­flokk­ur­inn tap­aði meira fylgi á milli kosn­inga en Vinstri græn sem fengu 12,6 pró­sent atkvæða og átta þing­menn kjörna, en fengu 16,9 pró­sent og ell­efu þing­menn árið 2017. 

Þegar þátt­tak­endur í könn­un­inni voru spurðir heilt yfir hvaða for­maður hefði staðið sig best sögðu flestir að Sig­urður Ingi hefði gert það, en Katrín var ekki langt und­an. Fæstum fannst Sig­mundur Davíð hafa staðið sig vel og þar á eftir kom Logi Ein­ars­son. 

Könn­unin var lögð fyrir Þjóð­gátt Mask­ínu. Svar­endur voru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Könn­unin fór fram dag­ana 15. til 28. des­em­ber 2021 og voru svar­endur 956 tals­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokki