Tæplega þriðjungur landsmanna gerir minnstar væntingar til Jóns Gunnarssonar

Ný könnun sýnir að flestir landsmenn gera mestar væntingar til eina ráðherrans í ríkisstjórn sem settist í fyrsta sinn í slíka eftir síðustu kosningar.

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson.
Auglýsing

Alls segj­ast 29,8 pró­sent lands­manna gera minnstar vænt­ingar til Jóns Gunn­ars­sonar inn­an­rík­is­ráð­herra af þeim ráð­herrum sem skipa nýja rík­is­stjórn. Hann er sá ráð­herra sem lang­flestir gera litlar vænt­ingar til en næst flestir nefndu Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, eða 16,8 pró­sent. Alls sögð­ust 13,6 pró­sent aðspurðra að þeir gerðu minnstar vænt­ingar til Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, og 10,2 pró­sent nefndu Svandísi Svav­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. 

Þetta kemur fram í nýrri könnun Mask­ínu sem fram­kvæmd var í síð­asta mán­uði, eftir að annað ráðu­neyti Katrínar Jak­obs­dóttur tók við völd­um. 

Þegar spurt var til hvaða ráð­herra mestar vænt­ingar voru gerðar kom í ljós að áber­andi flest­ir, eða 35,8 pró­sent, nefndu Willum Þór Þórs­son, nýjan ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fer með heil­brigð­is­mál í rík­is­stjórn­inni. Á eftir honum kom flokks­fé­lagi hans, Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra, með 19,8 pró­sent og 13,2 pró­sent nefndu for­sæt­is­ráð­herr­ann Katrínu Jak­obs­dótt­ur. Vænt­ingar til hinna flokks­leið­toga stjórn­ar­flokk­anna voru mun minni. Alls 5,1 pró­sent nefndi Bjarna Bene­dikts­son og 4,1 pró­sent Sig­urð Inga Jóhann­es­son inn­við­a­ráð­herra.

Auglýsing
Könnunin var lögð fyrir Þjóð­gátt Mask­ínu. Svar­endur voru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Könn­unin fór fram dag­ana 15. til 28. des­em­ber 2021 og voru svar­endur 956 tals­ins.

Vinstri græn hafa dalað

Í nýj­­ustu könnun Gallup á fylgi flokka, sem gerð var 1. til 30. des­em­ber, kom fram að 51,6 pró­­sent aðspurðra myndu kjósa rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna. Stjórnin fer því verr af stað en hún gerði á fyrsta kjör­­tíma­bili sínu og hefur tapað nokkrum pró­­sent­u­­stigum frá því í kosn­­ing­unum síð­­ast­liðið haust. Mest munar um að fylgi Vinstri grænna hefur dreg­ist tölu­vert sam­an, eða um tvö pró­­sent­u­­stig. Það mælist nú 10,6 pró­­sent og hefur ein­ungis einu sinni mælst minna síðan í jan­úar 2020. Það var skömmu fyrir síð­­­ustu kosn­­ingar þegar 10,2 pró­­sent kjós­­enda sögð­ust styðja flokk­inn.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn dalar líka frá kosn­­ing­un­um, alls um 1,1 pró­­sent, og nýtur nú stuðn­­ings 23,3 pró­­sent kjós­­enda. Vert er að taka fram að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hefur til­­hneig­ingu til að mæl­­ast með minna fylgi í könn­unum en hann fær í kosn­­ing­­um. Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn bætir einn stjórn­­­ar­­flokk­anna við sig frá kosn­­ing­unum og um síð­­­ustu ára­­mót sögð­ust 17,7 pró­­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn ef gengið yrði til kosn­­inga nú.

Piratar á flugi en Mið­flokkur að hverfa

Sá stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem hefur bætt mestu fylgi við sig á fyrstu mán­uðum yfir­stand­andi kjör­tíma­bils eru Pírat­ar. Nú segj­ast 12,5 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn, sem er 3,9 pró­sent meira en hann fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber í fyrra. Píratar hafa sögu­lega oft mælst með meira fylgi í könn­unum en þeir fá í kosn­ing­um. Flokk­ur­inn er nú að mæl­ast sem þriðji stærsti flokkur lands­ins, stærri en Vinstri græn sem voru það eftir síð­ustu kosn­ing­ar. 

Sam­fylk­ingin bætir lít­il­lega við sig frá kosn­ingum og mælist nú með 10,5 pró­sent fylgi, sem er nán­ast sama fylgi og Vinstri græn mæl­ast með.

Við­reisn er á svip­uðum slóðum og í haust með 8,7 pró­sent fylgi og sömu sögu er að segja með Flokk fólks­ins, sem mælist með 8,6 pró­sent fylgi, og Sós­í­alista­flokk Íslands, sem mælist með 4,5 pró­sent fylgi.

Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem telur nú tvo þing­menn, heldur áfram að dala og mælist nú með ein­ungis 3,4 pró­sent fylgi, sem er 2,1 pró­sentu­stigum minna en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Fylgi Mið­flokks­ins hefur aldrei mælst minna í mæl­ingum Gallup frá því að það var fyrst mælt í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017.

Auglýsing

Nið­ur­stöður um fylgi flokk­anna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 1. til 30. des­em­ber 2021. Heild­ar­úr­taks­stærð var 7.890 og þátt­töku­hlut­fall var 51,2 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,4 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent