Tæplega þriðjungur landsmanna gerir minnstar væntingar til Jóns Gunnarssonar

Ný könnun sýnir að flestir landsmenn gera mestar væntingar til eina ráðherrans í ríkisstjórn sem settist í fyrsta sinn í slíka eftir síðustu kosningar.

Jón Gunnarsson.
Jón Gunnarsson.
Auglýsing

Alls segj­ast 29,8 pró­sent lands­manna gera minnstar vænt­ingar til Jóns Gunn­ars­sonar inn­an­rík­is­ráð­herra af þeim ráð­herrum sem skipa nýja rík­is­stjórn. Hann er sá ráð­herra sem lang­flestir gera litlar vænt­ingar til en næst flestir nefndu Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, eða 16,8 pró­sent. Alls sögð­ust 13,6 pró­sent aðspurðra að þeir gerðu minnstar vænt­ingar til Guð­mundar Inga Guð­brands­son­ar, félags­mála- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, og 10,2 pró­sent nefndu Svandísi Svav­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra. 

Þetta kemur fram í nýrri könnun Mask­ínu sem fram­kvæmd var í síð­asta mán­uði, eftir að annað ráðu­neyti Katrínar Jak­obs­dóttur tók við völd­um. 

Þegar spurt var til hvaða ráð­herra mestar vænt­ingar voru gerðar kom í ljós að áber­andi flest­ir, eða 35,8 pró­sent, nefndu Willum Þór Þórs­son, nýjan ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins sem fer með heil­brigð­is­mál í rík­is­stjórn­inni. Á eftir honum kom flokks­fé­lagi hans, Ásmundur Einar Daða­son mennta- og barna­mála­ráð­herra, með 19,8 pró­sent og 13,2 pró­sent nefndu for­sæt­is­ráð­herr­ann Katrínu Jak­obs­dótt­ur. Vænt­ingar til hinna flokks­leið­toga stjórn­ar­flokk­anna voru mun minni. Alls 5,1 pró­sent nefndi Bjarna Bene­dikts­son og 4,1 pró­sent Sig­urð Inga Jóhann­es­son inn­við­a­ráð­herra.

Auglýsing
Könnunin var lögð fyrir Þjóð­gátt Mask­ínu. Svar­endur voru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Könn­unin fór fram dag­ana 15. til 28. des­em­ber 2021 og voru svar­endur 956 tals­ins.

Vinstri græn hafa dalað

Í nýj­­ustu könnun Gallup á fylgi flokka, sem gerð var 1. til 30. des­em­ber, kom fram að 51,6 pró­­sent aðspurðra myndu kjósa rík­­is­­stjórn­­­ar­­flokk­anna. Stjórnin fer því verr af stað en hún gerði á fyrsta kjör­­tíma­bili sínu og hefur tapað nokkrum pró­­sent­u­­stigum frá því í kosn­­ing­unum síð­­ast­liðið haust. Mest munar um að fylgi Vinstri grænna hefur dreg­ist tölu­vert sam­an, eða um tvö pró­­sent­u­­stig. Það mælist nú 10,6 pró­­sent og hefur ein­ungis einu sinni mælst minna síðan í jan­úar 2020. Það var skömmu fyrir síð­­­ustu kosn­­ingar þegar 10,2 pró­­sent kjós­­enda sögð­ust styðja flokk­inn.

Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn dalar líka frá kosn­­ing­un­um, alls um 1,1 pró­­sent, og nýtur nú stuðn­­ings 23,3 pró­­sent kjós­­enda. Vert er að taka fram að Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn hefur til­­hneig­ingu til að mæl­­ast með minna fylgi í könn­unum en hann fær í kosn­­ing­­um. Fram­­sókn­­ar­­flokk­­ur­inn bætir einn stjórn­­­ar­­flokk­anna við sig frá kosn­­ing­unum og um síð­­­ustu ára­­mót sögð­ust 17,7 pró­­sent að þeir myndu kjósa flokk­inn ef gengið yrði til kosn­­inga nú.

Piratar á flugi en Mið­flokkur að hverfa

Sá stjórn­ar­and­stöðu­flokkur sem hefur bætt mestu fylgi við sig á fyrstu mán­uðum yfir­stand­andi kjör­tíma­bils eru Pírat­ar. Nú segj­ast 12,5 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn, sem er 3,9 pró­sent meira en hann fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber í fyrra. Píratar hafa sögu­lega oft mælst með meira fylgi í könn­unum en þeir fá í kosn­ing­um. Flokk­ur­inn er nú að mæl­ast sem þriðji stærsti flokkur lands­ins, stærri en Vinstri græn sem voru það eftir síð­ustu kosn­ing­ar. 

Sam­fylk­ingin bætir lít­il­lega við sig frá kosn­ingum og mælist nú með 10,5 pró­sent fylgi, sem er nán­ast sama fylgi og Vinstri græn mæl­ast með.

Við­reisn er á svip­uðum slóðum og í haust með 8,7 pró­sent fylgi og sömu sögu er að segja með Flokk fólks­ins, sem mælist með 8,6 pró­sent fylgi, og Sós­í­alista­flokk Íslands, sem mælist með 4,5 pró­sent fylgi.

Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem telur nú tvo þing­menn, heldur áfram að dala og mælist nú með ein­ungis 3,4 pró­sent fylgi, sem er 2,1 pró­sentu­stigum minna en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. Fylgi Mið­flokks­ins hefur aldrei mælst minna í mæl­ingum Gallup frá því að það var fyrst mælt í aðdrag­anda kosn­ing­anna 2017.

Auglýsing

Nið­ur­stöður um fylgi flokk­anna á lands­vísu eru úr net­könnun sem Gallup gerði dag­ana 1. til 30. des­em­ber 2021. Heild­ar­úr­taks­stærð var 7.890 og þátt­töku­hlut­fall var 51,2 pró­sent. Vik­mörk á fylgi við flokka eru 0,6-1,4 pró­sent. Ein­stak­lingar í úrtaki voru handa­hófs­valdir úr Við­horfa­hópi Gallup.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent