Komið er að skuldadögum

„Útgerðaraðallinn sem telur sig eiga veiðiheimildirnar, á engar heimildir. Þær eru fengnar að láni í upphafi og svo teknar traustataki, stolið og stungið í bólgna vasa,“ ritar Örn Bárður Jónsson í aðsendri grein. Hann vill að kvótanum verði skilað.

Auglýsing

Hver á fisk­inn í sjón­um? 

Íslenska þjóð­in.

Hver á óveidda fisk­inn? 

Íslenska þjóð­in.

Hver getur fram­selt hann? 

Íslenska þjóð­in.

En hvað hefur ger­st?

Hinir gráð­ugu efld­ust og misstu sig, þeir sem fengu leyfi til að veiða fisk­inn gegn vægu gjaldi, mjög vægu sem síðar var lækk­að. Ábyrgð­ar­laus yfir­völd gerðu þeim vin­ar­greiða, marga slíka. Þau krupu og kysstu gull­hringa greif­anna sem fengu að veiða fyrir nánasar­gjald.

Auglýsing

En svo fóru greif­arnir að víla og díla. Þeir voru eins og leigj­andi sem allt í einu fær þá flugu í höf­uðið að íbúð­in, sem hann býr í og leigir, sé hans eign. Hann veð­setur hana. Hann selur hana vin­um. Þeir selja öðrum og svo koll af kolli. Svo lifa þeir í von um að eig­and­inn gleymi mál­inu og að þeir fái eign­ar­rétt byggðan á hefð, á döng­un­ar­leysi stjórn­valda.

Stjórn­mála­menn skjálfa yfir því í hvaða ógöngur gjafa­kvóta­málið er komið í. Þeir ráða ráðum sínum og eru með alvar­legar áhyggjur yfir því hvernig þeir geti náð gjafa­kvót­anum aftur og sér­stak­lega eru þeir skjálf­andi á beinum yfir því hve mikið þeir þurfi að borga þeim sem tóku, víl­uðu og díl­uðu, seldu og bók­færðu með hjálp lög­giltra end­ur­skoð­enda og lög­fræð­inga sem eru vís­ast allir með „master“ í ein­hverjum sér­fræð­um, búnir að grafa sér sér­fræði­skurð, sem þeir sjá ekki upp úr og týna þar með allri yfir­sýn, öllu sam­hengi, sið­viti og tengslum við þjóð sína.

Árs­reikn­ing­arnir líta vel út og gróð­inn er gígantísk­ur. Og nú er best að koma þessu yfir á næstu kyn­slóð, láta börnin erfa svo að ekki verði hægt að ganga að gróð­an­um, stolna kvót­an­um, sér­stak­lega í ranni þeirra, sem munu kannski þurfa að borga háar sektir vegna mútu­greiðsla í þró­un­ar­löndum þar sem mútu­þeg­arnir sitja í fang­elsi og hafa setið svo mán­uðum skiptir meðan þeir er reiddu fram fégjafir í förmum telja gróð­ann, vel­greiddir í spari­föt­um, bað­andi börnin sín í seðl­um, óhultir í spilltu landi.

Hvað vilja greif­arnir fá greitt fyrir að skila gjafa­kvót­an­um, veiði­heim­ild­un­um? 

Þarf að greiða þeim eitt­hvað fyrir þýf­ið? 

Þýfi er það, því hér er um að ræða eign þjóð­ar­inn­ar, sem gæslu­menn hags­muna henn­ar, rík­is­stjórnir í röð­um, gættu ekki. Þær hafa brugð­ist hver á eftir ann­arri, ára­tugum saman og legið hund­flatar fyrir dreiss­ugum greif­un­um.

Svo eru það alþing­is­menn­irnir sem þjóðin hefur kosið til að gæta hags­muna henn­ar. Hafa þeir gert það? Hefur þeim tek­ist að ná þýf­inu til baka? Hafa þeir reynt það? Vilji þeirra flestra til rétt­lætis í þessum efnum mælist varla með næm­ustu mæli­tækjum öfl­ug­ustu vís­inda heims­ins. 

En nú á víst að reyna eitt­hvað nýtt. Guð láti gott á vita. Töfra­lausnir margra stjórn­mála­manna fel­ast í því að setja mál í nefnd. Ein­hver sagði að nefnd nokkur hefði fengið það verk­efni að hanna veð­hlaupa­hest. Útkoman var þungur og svifa­seinn tré­hest­ur.

Hér þarf meira en smá­skammta­lækn­ingar og engin ástæða er til þess að bæta útgerð­inni nokkurn skap­aðan hlut. Eng­inn þarf að bæta mönnum fyrir að hafa keypt stolið þýfi. Hið eina sem rík­is­stjórnin þarf er vilji og kjarkur til að höggva á sjálfan Gor­dí­ons­hnút gjafa­kvóta­máls­ins.

Í til­lögu Stjórn­laga­ráðs að nýrri stjórn­ar­skrá er skot­held grein um auð­lindir lands­ins. En það er einmitt sú grein sem meiri­hluti þing­manna hefur ótt­ast svo í meir en ára­tug að þeir hafa ætíð horft lymsku­lega fram hjá glæpum þings­ins. Greinin er skot­held hvað varðar hag þjóð­ar­innar og það þola þing­menn­irnir ekki sem þjóna greif­un­um, með­vitað eða ómeð­vit­að. 

Og á meðan ekk­ert ger­ist skelfur jörð og „þrúgur reið­inn­ar“ dafna í hjörtum fólks og þyngj­ast og þegar þær verða loks upp­skornar mættu sumir fara að biðja fyrir sér.

Útgerðar­að­all­inn sem telur sig eiga veiði­heim­ild­irn­ar, á engar heim­ild­ir. Þær eru fengnar að láni í upp­hafi og svo teknar trausta­taki, stolið og stungið í bólgna vasa. En allir sið­aðir menn vita að því sem fengið er að láni ber að skila í sama ástandi og var. 

Hvers megum við vænta, almenn­ingur þessa lands? Er hlustað á þau sem líða fyrir órétt og sér­hygli hinna vold­ugu? Erum við sem kveinum undan órétt­inum kannski skyld þeim manni sem Steinn Stein­arr orti um ljóðið Eft­ir­mæli?

1., 2. og 8. vers hljóða svo:

Þú varst bæði aura­laus og illa klæddur mað­ur,

með afar stóra fætur og rauna­legar hend­ur.

Þú hafðir enga þýð­ingu í þjóð­mál­um, sem slík­ur,

og það veit eng­inn til hvers þú varst í heim­inn send­ur.

Og sjaldan heyrð­ist talað um sál­ar­gáfur þín­ar,

og senni­legt þær hafi frekar lít­inn ávöxt bor­ið.

Þú þekktir hvorki leynd­ar­dóma þessa heims né ann­ars.

Og það var ekki meira en svo þú kynnir Fað­ir­vor­ið.

Þér hlotn­uð­ust þó mol­arnir af höfð­ingj­anna borð­um,

en ham­ingjan má vita, hvort þú skildir mis­kunn slíka,

og hvort þú hefir lifað sam­kvæmt lög­máli vors herra,

sem lætur þorskinn veið­ast fyrir fátæka sem ríka.

Fátækt verður kannski aldrei útrýmt og órétt­inum ekki held­ur, en við erum sem þjóð kölluð til að setja markið á hinn ómögu­lega mögu­leika í von­inni um að eitt­hvað muni þok­ast í rétt­læt­isátt þegar horft er til þeirra sem hafa allt og hinna sem ekki hafa.

Ef Steini hefur keypt af Binna það sem þegið var að láni og Binni selt Guggu og hún ein­hverjum öðrum, þá hafa þau selt og keypt þýfi. Greif­arnir og greifynj­urnar hafa því engan rétt fremur en sæt­kenndur sól­ar­landa­fari, sem eins og flattur þorskur á þurrkreiti, keypti svikið Rolex-úr af götu­sala.

En hér er ekki um neina eft­ir­lík­ingu að ræða. Kvót­inn er ekki svikin vara. Hann er ekta og hann er eign þjóð­ar­inn­ar. En greif­arnir eru hins vegar orðnir eins og hverjir aðrir götu­salar sem braska.

Skilið kvót­anum án þess að krefj­ast bóta fyrir svind­lið, fyrir þjófn­að­inn, fyrir ósvífn­ina gegn eig­and­anum – þjóð­inni! Eyðið fölskum eign­færslum í svindl­bók­hald­inu ykkar og gerið upp svik­in!

Hver á fisk­inn í sjón­um? 

Íslenska þjóð­in.

Hver á óveiddan fisk­inn? 

Íslenska þjóð­in.

Hver getur fram­selt hann? 

Íslenska þjóð­in.

Komið er að skulda­dög­um. Skilið þýf­inu!

Grein­ina má einnig hlusta á með því að smella hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar