Orku- og umhverfissilfurskeiðin

Álfheiður Eymarsdóttir skrifar um upplifun sína, lærdóma og lausnir í orkusparnaði og umhverfisvitund sem hún tamdi sér þegar hún var búsett í Bretlandi á tíunda áratug síðustu aldar.

Auglýsing

Ég bjó lengi í Bret­landi. Fyrstu mán­uð­ina hag­aði ég mér bara eins og ég hafði van­ist hér heima. Lét renna úr öllum krönum við­stöðu­laust, bæði heitt og kalt – við upp­vask, þrif, bað­ferðir o,fl. Hit­aði húsið vel, það var svo kaldur vet­ur. En þegar ég fékk svo reikn­ing­ana fékk ég áfall. Klór­aði mér í hausnum og fór að hugsa um hvernig þetta gæti verið svona dýrt og hvað ég ætti til bragðs að taka.

Um leið fór ég að fylgj­ast betur með hegðun Breta og kom­ast inn í breskt sam­fé­lag. Og flokkun á rusli var alveg nýtt fyrir mér. Ég gerði upp­götv­an­ir, ég fann aðrar leið­ir. Ég lærði aðferðir sam­fé­lags sem hefur ekki eins góðan og ódýran aðgang að köldu vatni, raf­magni og heitu vatni eins og Íslend­ing­ar.

Vatnið

Bretar búa ekki að hita­veitum eins og við. Ég lærði að nýta heita vatnið bet­ur. Fór í sturtu og bara í freyði­bað til spari. Ég sá að til voru klukkur á heita vatn­ið. Ég gat slökkt á því og kveikt mjög auð­veld­lega. Alveg sjálf­virkt með því að stilla klukk­una. Ég vil taka það fram að mið­stöðv­ar­hitun er ekki sjálf­sögð í Bret­landi, heita vatnið er hitað upp með raf­magni eða gasi og vatns­tankar sem geyma það. Ég stillti klukk­una þannig að það slokkn­aði á hita kl. 9 á kvöld­in. Kvikn­aði á því aftur um 6 – þá pass­aði að það var orðið volgt í hús­inu og nóg heitt vatn fyrir sturtu fyrir vinn­una. Slökkti aftur kl. 9 um morg­un­inn þegar ég hélt til vinnu eða náms og kveikti um 4, rétt áður en ég kom heim úr vinn­unni eða skól­an­um.

Auglýsing

Þetta spar­aði mér heil­mikla fjár­muni og dugði alveg til að mér liði vel. Þetta spar­aði mér um 16 tíma á sól­ar­hring í upp­hitun heim­il­is. Bretar eru um 66 millj­ónir skv. síð­asta mann­tali og 27 millj­ónir heim­ila. Sumir eru auð­vitað heima allan dag­inn þannig að við skulum taka af þessu dag­stund­irn­ar. Við skulum líka taka af u.þ.b. 500 þús­und af aðals­fólki og hinum efna­meiri. Þó komst ég að því að þeir eru spar­samir líka. En orku­sparn­aður Breta, bara í hús­hitun gerir þá 238,5 millj­ónir orku­stunda sem spar­ast. 26,5 millj­ónir heim­ila sinnum 9 stund­ir.

Ég hætti að vaska upp eins og hér heima, vatnið rann ekki við­stöðu­laust heldur gerði ég þetta upp á gamla mát­ann, keypti mér plast­dall sem pass­aði í vaskinn, lét renna í hann og vaskaði svo allt upp úr sama sápu­vatn­inu, hellti svo úr og skol­aði svo allt í hreinu vatni úr sama dall­in­um. Þegar ég hafði ráð á upp­þvotta­vél, þá gerði ég eins og Bret­arn­ir, keypti upp­þvotta­vél sem not­aði lág­marks­orku og vatn.

Það voru ýmis önnur ráð. Þegar ég tann­bur­staði mig, kveikti ég á kran­anum til að bleyta í burst­an­um, slökkti svo á kran­anum þar til athöfn var lokið og ýmis­legt fleira sem ég get talið upp. Á vissum svæðum í Bret­landi er skortur á vatni. Og stundum þarf að skerða vatn til íbúa. Ég lærði að spara kalda vatnið líka. Ég læt ekki renna við­stöðu­laust. Vatn er tak­mörkuð auð­lind. Áætl­aður sparn­aður á köldu vatni hjá mér var um 50%.

Gasið

Á mörgum heim­ilum er enn gasupp­hit­un. Sama og að ofan, klukka! Og elda­mennskan mun auð­veld­ari á gasi en raf­magni. Ég við­ur­kenni að ég hafði smá áhyggjur af gas­inu (gas, þetta er lykt­ar­laust, springur ekki allt í loft upp) en þetta vand­ist og lærð­ist. Áætl­aður sparn­aður á gasi svip­aður og á heita vatn­inu. 238,5 millj­ónir orku­stunda á sól­ar­hring.

Bensín og olía

Ég er af bíla­kyn­slóð­inni. Ég keyrði bara upp að þeim búð­um, stofn­unum og fyr­ir­tækjum sem ég átti erindi við. Ég lagði bara upp á gang­stétt ef það var ekki stæði nógu nálægt. Skildi bíl­inn eftir í gangi, hljóp inn og lauk erinda­gjörðum og aftur út og keyrði í burtu.

Þessu þurfti ég að hætta. Ég þurfti reyndar bíl þegar ég bjó í dreif­býli, en að skilja hann eftir í gangi til að hlaupa inn í búð var alveg bann­að. Hvað þá að setja hann í gang á morgn­ana til að hita hann, hlaupa inn og fá sér kaffi – fara svo aftur út þegar hann var orð­inn heitur og keyra af stað. Nágrann­arnir horfðu á mig furðu lostn­ir. Ég hætti þessu, keypti mér hlíf yfir bíl­inn, þurfti aldrei að moka snjó af honum eða skafa af rúð­um, svipti bara hlíf­inni af og keyrði af stað í ísköldum bíln­um. Bara hressandi. Áætl­aður sparn­aður í bens­íni hjá mér var um 20 lítrar á mán­uði.

Best var þó að búa í þétt­býl­inu. Þá þurfti ég ekki bíl. Almenn­ings­sam­göngur í topp­standi. Bret­arnir eru auð­vitað fleiri og ódýr­ara hlut­falls­lega fyrir þá að reka almenn­ings­sam­göngur en þetta var mjög þægi­legt og oft fljót­farn­ara en að sitja í umferð­ar­teppu.

Þeir eru með frá­bært kerfi sem heitir „Park and Ride“. Þetta er rétt fyrir utan borgir og bæi, þar leggur þú bílnum og tekur strætó inn í bæ og borg. Ég á erfitt með að slumpa á sparnað á bens­íni á þessu en gera má ráð fyrir tölu­verðum sparn­aði þegar við tökum inn almenn­ings­sam­göngur sem eru not­að­ar, minni umferð­ar­teppur og styttri öku­ferð­ir.

Raf­magnið

Bretar og fleiri þjóðir eru með nokkuð snið­ugt kerfi þar sem hægt er að slökkva á inn­taki í vegg ef og þegar það er ekki í notk­un. Þeir eru líka búnir að upp­götva „stand-­by“ vanda­málin sem eru búin til af raf­tækja­fram­leið­endum og slökkva á tækjum í stað þess að hafa þau stöðugt í raf­magnsleka á „stand-­by“.

Þeir eru ekki með kveikt ljós í her­bergjum sem ekki er verið að nota. Þetta lærði ég og apaði upp eftir þeim. Hér er erfitt að áætla sparnað en ég myndi áætla að minnsta kosti 15%.

Flokkun á úrgangi

Ég henti bara öllu saman í ruslið þangað til ég upp­götv­aði að ég átti að flokka. Og flokk­unin var svo flott og vel skipu­lögð. Allt sótt heim. Eða út á gang­stétt. Engir grennd­ar­gám­ar. Ekki að keyra eða ganga með ruslið langar leið­ir. Ég hnýtti dag­blöðin í snyrti­legan bunka og setti út á gang­stétt einu sinni í viku. Gler fór í eina tunnu. Pappa­um­búðir í aðra. Ál- og járndósir í enn eina. Mat­ar­leif­arnar fóru reyndar í almennt rusl. En athugið að þetta er 1996. Við erum enn að vand­ræð­ast með þetta.

Lausn­irnar

Það er svo margt sem við getum gert sjálf, eins og kom fram hér að ofan en hið opin­bera þarf að hjálpa og hvetja. Og fyr­ir­tækin verða að taka þátt. Það er ekki hægt að setja alla ábyrgð á ein­stak­linga. Umbúða­sam­fé­lagið gengur ekki leng­ur. Ég er hætt að versla við fram­leið­endur sem pakka vör­unum sínum í tvennar og jafn­vel þrennar umbúð­ir. Ég get þó ekki snið­gengið allt sem pakkað er í plast. Sjampó, upp­þvotta­lögur og ýmis­legt fleira. En ef ég hefði kost á því myndi ég gera það. Gleymum því ekki að plast er fram­leitt úr olíu m.a.

Upp­lifun mín, lær­dómar og lausnir í Bret­landi árið 1996 ollu mér engum óþæg­ind­um. Breytt hegðun og breyttar venj­ur. Lausn­a­miðuð hugs­un.

Ég flutti heim 2004 og lítið hafði gerst. Árið 2022 á Íslandi: Við eigum helst ekki að eiga eða nota bíla en eigum samt að koma úrgangi í grennd­ar­gáma. Og allt plastið sem við erum að flokka sam­visku­sam­lega fann Bjart­mar Oddur Þeyr Alex­and­ers­son, blaða­maður á Stund­inni, á ökrum í Eystra­salts­lönd­un­um. Fyrir utan það sem við fundum í kringum Krísu­vík í boði Terra. Og veið­ar­færi stór­út­gerð­anna liggja hér og þar. Drykkja­fram­leið­endur eru sumir hverjir enn að pakka í plast. Hættið því.

Ég biðla til yfir­valda, ein­stak­linga og fyr­ir­tækja, gerið bet­ur. Það eru til lausn­ir. Hættið að pakka þrefalt. Yfir­völd þurfa að inn­leiða betri flokk­un­ar­kerfi fyrir heim­ili og koma úrgangi frá sér með ábyrgum hætti. Ekki velta vand­anum annað og yppa öxlum þegar bent er á hvert úrgang­ur­inn okkar lendir á end­an­um.

Yfir­völd þurfa líka að inn­leiða fleiri hvata til orku­spar­andi og umhverf­is­vænni fram­leiðslu­hátta fyr­ir­tækja. Fyr­ir­tæki þurfa að fjár­festa í nýsköpun og nútíma­legri, umhverf­is­vænni starf­semi. Ann­ars hættum við við­skiptum við þau.

Tökum silf­ur­skeið­ina og hendum henni þó við séum svo heppin að eiga nóg af heitu og köldu vatni, orku og stór­kost­legri nátt­úru. Förum vel með þetta allt.

Það er sam­eig­in­legt verk­efni og skylda okkar allra.

Höf­undur er bæj­ar­full­trúi í Árborg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar