Hvers vegna Katar og hvað kosta herlegheitin?

Björn Berg Gunnasson skrifar um heimsmeistaramótið í knattspyrnu karla sem fer fram í lok þessa árs, kostnaðinn við að halda það og þann ávinning sem Katar telur sig hafa af því.

Auglýsing

Það er reg­in­hneyksli að HM verði haldið í Katar!“ hreytti enski blaða­mað­ur­inn í full­trúa kat­arska knatt­spyrnu­sam­bands­ins sem boðið hafði góða kvöld­ið. Þetta var vorið 2016 og til stóð að við fengjum okkur saman drykk og spjöll­uðum á léttum nótum um fót­bolta í mið­borg Reykja­vík­ur. Eins og gefur að skilja varð strax ljóst hvert umræðu­efnið yrði fram eftir kvöldi.

Sjón­ar­mið um mik­il­vægi þess að Mið­aust­ur­lönd fengju að hýsa heims­meist­ara­mót karla í knatt­spyrnu eins og aðrir og lof­orð um bættan aðbúnað verka­fólks vógu ekki sér­lega þungt gegn því sem virt­ist vera gjör­spillt nið­ur­staða alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bands­ins FIFA. Blaða­mað­ur­inn var ekki einn um að bölva ákvörðun 22 manna fram­kvæmda­stjórnar sam­bands­ins um að færa stærstu knatt­spyrnu­veislu heims til Rúss­lands og Kat­ars í sand og ösku. Efi lá um hent­ug­leika þess að halda mót af slíkri stærð­argráðu í Katar og hvort um mál­efna­lega ákvörðun hafi yfir höfuð verið að ræða.

Á þeim sex árum sem liðin eru hefur lítið dregið úr áhyggjum þess efnis og á dag­inn hefur komið að ekki var aldeilis allt með felldu. Umfangs­mikil mála­ferli og hinar ýmsu ásak­anir hafa fylgt FIFA und­an­farin ár. Tíu með­limir þáver­andi fram­kvæmda­stjórnar hlutu bann frá knatt­spyrnu vegna spill­ingar og brota á siða­regl­um, meðal ann­ars vegna mútu­þægni og átta voru sömu­leiðis ákærðir fyrir lög­brot. Fáir sluppu frá borði með óflekkað mann­orð.

„En fyrir utan það allt saman frú Lincoln, hvernig fannst þér leik­sýn­ing­in?“

Dóms­málum kyngir nið­ur, mann­rétt­inda­sam­tök hafa gert alvar­legar athuga­semdir við áber­andi slæma stöðu verka­fólks og í ljós hefur komið að senni­lega er þetta allt saman eitt reg­in­hneyksli eins og mað­ur­inn sagði. En það virð­ist ekki hafa haft nokkur minnstu áhrif á í hvað stefnir og undir lok árs­ins verður heims­meist­ara­mótið haldið með pompi og prakt í Kat­ar.

Auglýsing
Landið er óneit­an­lega sér­kenni­legur vett­vangur slíks við­burð­ar. Það þurfti að færa mótið nálægt jólum þar sem ekki er hægt að bjóða fólki upp á að spila fót­bolta í Katar á sumrin og fjöldi sæta í þeim leik­vöngum sem reistir verða vegna móts­ins er meiri en fjöldi rík­is­borg­ara í land­inu (og 14% allra sem þar dvelja). Þá er mikil skortur á gist­ingu fyrir áhuga­sama ferða­langa og hátt verð­lag gefur hinu almenna knatt­spyrnu­á­huga­fólki senni­lega ekki færi á öðru en að fylgj­ast með heima í stofu.

Reikn­ing­ur­inn

Ítrekað hefur verið haldið fram að um sé að ræða lang­dýrasta heims­meist­ara­mót sög­unn­ar. Væri það rétt að kostn­að­ur­inn nemi þeim 25-30.000 millj­örðum króna sem við lesum um í fjöl­miðlum væri mótið um fjór­falt dýr­ara í fram­kvæmd en öll þau 21 mót sem þegar hafa verið haldin sam­an­lagt. Til sam­an­burðar nam kostn­aður heims­meist­ara­móts­ins í Bras­ilíu árið 2014, sem fór algjör­lega úr bönd­un­um, um 2.000 millj­örðum króna.

Nei, mótið verður ekki svo dýrt í krónum talið, en nógu mikið kostar það nú samt, enda þarf að borga fyrir pomp­ið, svo ég tali ekki um alla þá prakt sem í boði verður að ótöldum lífum verka­fólks frá Suð­ur­-Asíu. Lík­legra er að Kat­arar verji rétt tæp­lega 1.000 millj­örðum króna í þá átta leik­vanga sem leikið verður á og nokkur hund­ruð millj­örðum til við­bótar í aðstöðu við vell­ina og breyt­ingar á þeim að móti loknu. Sæt­unum 380.000 verður fækkað í 152.000 á næsta ári, enda verða þessir 1.000 millj­arða króna leik­vangar að mestu óþarfir eftir móts­leik­ina 64.

Raun­veru­legur kostn­aður HM í Katar verður því ekki svo frá­brugð­inn kostn­að­inum við mótin í Bras­ilíu 2014 og Rúss­landi 2018 en hvers vegna er þá talað um marg­falt hærri fjár­hæð, jafn­vel af opin­berum aðilum og virtum fjöl­miðl­um? Eins og svo oft áður er bók­haldið nýtt til að segja til­tekna sögu og ýmsir útgjalda­liðir færðir undir bók­hald HM sem lang­sótt er að taka með í reikn­ing­inn. Þannig fara hátt í 5.000 millj­arðar króna í að leggja stærð­ar­innar lest­ar­kerfi um landið og tæpir 8.000 millj­arðar í ýmis fast­eigna­verk­efni í nágrenni leik­vang­anna svo sem golf­velli, skemmti­garða, hótel og hafn­ar­mann­virki. Ólík­legt er að fót­bolti hafi ráðið því að lagst var í þær fram­kvæmd­ir.

Ávinn­ing­ur­inn

HM mun kosta Kat­ara skild­ing­inn og beinar tekjur lands­ins vegna móts­ins verða sára­litl­ar, enda hirðir FIFA því sem næst allar tekjur sem heims­meist­ara­móti fylgja. Mótið verður því rekið með gríð­ar­legu tapi en hvers vegna eru leið­togar lands­ins þá að standa í þessu?

Til lengri tíma litið getur tals­verður fjár­hags­legur ávinn­ingur verið met­inn í sterku orð­spori og því talist ákjós­an­legt að fjár­festa í að bæta það. Knatt­spyrnu hefur óspart verið beitt í slíkum erinda­gjörðum á und­an­förnum árum, hvort sem er með eign­ar­haldi á félags­liðum eða hýs­ingu stór­móta og HM í Katar er því ekk­ert nýtt í þeim efn­um. Bætt orð­spor, aðgengi að valda­fólki og skila­boð um að ríkið geti ekki bara tekið að sér verk­efni að þess­ari stærð­argráðu heldur gert það með glæsi­brag eru dýr­mæt í huga þeirra sem halda um stjórn­ar­taumana. Það er ekki til­viljun hversu oft ein­ræð­is­ríki eða ríki með sterka leið­toga við völd sækj­ast eftir stór­mótum í íþróttum og reynslan virð­ist vera góð því ekk­ert lát er á áhug­an­um.

Auglýsing
Þetta til­tekna mót er hluti gríð­ar­stórrar fjár­fest­ingar Kat­ara í knatt­spyrnu, jafnt innan land­stein­anna sem og utan þeirra, einna helst með knatt­spyrnu­lið­inu Paris Sain­t-­Germa­in. Bestu knatt­spyrnu­menn heims eru bein­tengdir við Katar í gegnum fót­bolta, hvort sem þeir leika í París eða etja kappi á HM í Katar og til þess er leik­ur­inn gerð­ur. Að verja nokkrum þús­undum millj­arða í fót­bolta til að þéna enn fleiri þús­undir millj­arða í fram­tíð­inni þarf ekki að vera svo vit­laust.

En hvers vegna er þá verið að þenja reikn­ing­inn út í fjöl­miðl­um? Hvers vegna að segj­ast ætla að eyða 30.000 millj­örðum í mót sem er ekki að fara að kosta nema brot af þeirri fjár­hæð? Ja, hvers vegna kepp­ast nágranna­löndin við að reisa hæstu bygg­ingar heims án sjá­an­legrar hag­kvæmni og hvers vegna breiðir páfugl­inn úr stél­inu? Ætli það sé ekki til að sýna sig. Til að sýn­ast jafn­vel enn stærri og merki­legri en til­efni er til og heilla umheim­inn. HM í Katar er akkúrat það. Reyk­spó­landi BMW með skyggðar rúður á skóla­lóð og bíl­stjóra sem nötrar af áhyggjum af því að fólki finn­ist hann ekki nógu merki­legur nema hann þenji vél­ina enn frekar og hækki í tón­list­inni.

Þegar öllu er á botn­inn hvolft er ljóst að hvernig svo sem bók­haldið lítur út telja ráða­menn í Katar ávinn­ing þess að hýsa heims­meist­ara­mót karla í knatt­spyrnu umtals­verð­an. Ann­ars hefði ekki verið gengið svo langt og hart fram við að tryggja að svo yrði.

Höf­undur er deild­ar­stjóri Grein­ingar og fræðslu Íslands­banka. 

Greinin birt­ist fyrst í síð­asta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar. Hægt er að smella hér til að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ing­u..

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiÁlit