Af hverju leggið þið þetta ekki bara allt í jörðu?

Magni Þór Pálsson verkefnastjóri hjá Landsneti skrifar um jarðstrengi og þá tæknilegu þætti sem setja lagningu þeirra skorður.

Auglýsing

Stutta svarið er að það er ekki hægt, mögu­leikar til lagn­ingar jarð­strengja í raf­orku­kerf­inu ráð­ast af tækni­legum þáttum sem setja því skorð­ur. Það er mik­il­vægt að gera sér grein fyrir þessu, sér­stak­lega þegar kemur að úthlutun þeirrar tak­mörk­uðu auð­lindar sem jarð­strengir eru.

Áskor­anir aukast með hækk­andi spennustigi

Flutn­ings­kerfi raf­orku skipt­ist í grófum dráttum í tvennt. Ann­ars vegar er meg­in­flutn­ings­kerf­ið, stærri flutn­ings­línur sem liggja milli lands­hluta. Byggða­línu­hring­ur­inn telst til meg­in­flutn­ings­kerf­is­ins og einnig t.d. stóru stálmastra­lín­urnar frá Þjórs­ár­svæð­inu inn á SV-horn­ið. Hins vegar eru svo lands­hluta­kerfin sem eru byggð upp af minni línum (og oft jarð­strengj­um) og tengj­ast meg­in­flutn­ings­kerf­inu. Hlut­verk lands­hluta­kerf­anna er að flytja raf­ork­una til dreifi­veitna innan hvers lands­hluta.

Í þings­á­lyktun um stefnu stjórn­valda um lagn­ingu raf­lína segir að meg­in­reglan, við lagn­ingu nýrra flutn­ings­lína eða end­ur­nýjun eldri í lands­hluta­kerfum raf­orku, skuli vera að not­ast við jarð­strengi – að því gefnu að það sé tækni­lega mögu­legt og kostn­að­ar­hlut­fall miðað við loft­línu sé innan ákveð­inna marka. Í meg­in­flutn­ings­kerf­inu skuli loft­lína hins vegar vera meg­in­reglan en svo eru talin upp atriði sem rétt­læta það að jarð­strengs­kostur sé met­inn. Þessi skipt­ing er í öllum aðal­at­riðum sam­bæri­leg stefnu um lagn­ingu raf­lína í öðrum lönd­um. Spennustigið í lands­hluta­kerf­unum er að jafn­aði lægra en í meg­in­flutn­ings­kerf­inu en áskor­an­ir, tengdar rekstri jarð­strengslagna, aukast með hækk­andi spennustigi.

Auglýsing

Er jarð­strengur tækni­lega raun­hæf leið?

Þings­á­lykt­unin tekur sér­stak­lega fram að skoða þurfi hvort það sé tækni­lega raun­hæft að leggja jarð­streng frekar en loft­línu enda er það grund­vall­ar­for­senda. Jarð­strengur er þannig upp­byggður að þegar sett er á hann spenna getur hann haft óæski­leg áhrif á rekstur kerf­is­ins, til að mynda á spennu­gæði, vegna svo­kall­aðs launafls sem mynd­ast í strengnum vegna upp­bygg­ingar hans. Það eru ýmsir þættir sem spila þarna inn í, svo sem rekstr­ar­spenna kerf­is­ins, lengd jarð­strengs og styrkur kerf­is­ins á við­kom­andi svæði. Kerf­is­styrk­ur­inn er mjög mis­jafn milli lands­hluta og helstu þættir sem hafa áhrif á hann eru nálægð við virkj­anir (og stærð þeirra) og möskvun kerf­is­ins. Af þeim sökum er svig­rúm til jarð­strengslagna afar mis­jafnt milli land­svæða og nauð­syn­legt að skoða og meta hvert til­vik fyrir sig.

Jarð­strengir tak­mörkuð gæði

Jarð­strengs­lögn í einni línu getur haft áhrif á mögu­leika til jarð­strengslagna í annarri línu á sama svæði. Því er nauð­syn­legt að vinna ítar­lega kerf­is­grein­ingu í hverju til­felli eins og áður seg­ir. Þessi inn­byrðis áhrif eiga einnig við á milli spennustiga, til dæmis milli meg­in­flutn­ings­kerfis og und­ir­liggj­andi lands­hluta­kerf­is. Þannig getur jarð­strengs­lögn í 220 kV línu í meg­in­flutn­ings­kerf­inu, þó hún sé ekki nema örfáir kíló­metr­ar, haft þau áhrif á und­ir­liggj­andi lands­hluta­kerfi (66 kV) að úti­lokað sé að leggja þar marg­falt lengri jarð­streng. Þá er aug­ljóst að verið er að fórna meiri hags­munum fyrir minni, auk þess sem bein­línis er gengið gegn stefnu stjórn­valda, þ.e. lands­hluta­kerfin eiga að njóta for­gangs þegar kemur að úthlutun þeirra tak­mörk­uðu gæða sem jarð­strengir í flutn­ings­kerf­inu eru. Sem dæmi um þessi inn­byrðis áhrif má taka grein­ingu sem Lands­net hefur unnið þar sem sam­spilið milli áhrifaþátt­anna er þannig að 3 km langur jarð­strengskafli í 220 kV línu í meg­in­flutn­ings­kerf­inu kemur í veg fyrir lagn­ingu um 40 km langs 66 kV jarð­strengs í und­ir­liggj­andi lands­hluta­kerfi.

Umhverf­is­legur ávinn­ingur

Umhverf­is­legur ávinn­ingur þess að leggja 40 km jarð­streng í 66 kV línu í lands­hluta­kerfi, frekar en 3 km jarð­streng í 220 kV línu í meg­in­flutn­ings­kerf­inu á sama svæði, er óum­deild­ur. Sýni­leiki 40 km af 66 kV loft­línu er mun meiri en sýni­leiki 3 km af 220 kV loft­línu, auk þess sem 66 kV línan hefur áhrif á mun stærra land­svæði og fleiri land­eig­end­ur. Þar kemur einnig að þætti sveit­ar­fé­lag­anna og sam­fé­lags­legri ábyrgð þeirra. Það er afar mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lagið horfi á hags­muni heild­ar­inn­ar. Eins og fram kemur í inn­gangi eru það eðl­is­fræðilög­mál sem ráða því hversu mikið er hægt að leggja af jarð­strengjum á hverju svæði fyrir sig. Það er þáttur sem verður að taka með í reikn­ing­inn, til dæmis í skipu­lags­vinnu sveit­ar­stjórna.

Lagn­ing jarð­strengja í flutn­ings­kerfum og rekstur þeirra er áskorun sem öll raf­orku­flutn­ings­fyr­ir­tæki standa frammi fyr­ir. Við hjá Lands­neti hvetjum almenn­ing til að láta sig þessi mál varða. Það er afar mik­il­vægt að umræðan sé upp­lýst og byggð á rök­um. Við fögnum því að fá tæki­færi til þess að skýra út hluti og ræða saman á mál­efna­legum grunni.Höf­undur er verk­efna­stjóri rann­sókna á þró­un­ar- og tækni­sviði Lands­nets.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar