Af hverju leggið þið þetta ekki bara allt í jörðu?

Magni Þór Pálsson verkefnastjóri hjá Landsneti skrifar um jarðstrengi og þá tæknilegu þætti sem setja lagningu þeirra skorður.

Auglýsing

Stutta svarið er að það er ekki hægt, mögu­leikar til lagn­ingar jarð­strengja í raf­orku­kerf­inu ráð­ast af tækni­legum þáttum sem setja því skorð­ur. Það er mik­il­vægt að gera sér grein fyrir þessu, sér­stak­lega þegar kemur að úthlutun þeirrar tak­mörk­uðu auð­lindar sem jarð­strengir eru.

Áskor­anir aukast með hækk­andi spennustigi

Flutn­ings­kerfi raf­orku skipt­ist í grófum dráttum í tvennt. Ann­ars vegar er meg­in­flutn­ings­kerf­ið, stærri flutn­ings­línur sem liggja milli lands­hluta. Byggða­línu­hring­ur­inn telst til meg­in­flutn­ings­kerf­is­ins og einnig t.d. stóru stálmastra­lín­urnar frá Þjórs­ár­svæð­inu inn á SV-horn­ið. Hins vegar eru svo lands­hluta­kerfin sem eru byggð upp af minni línum (og oft jarð­strengj­um) og tengj­ast meg­in­flutn­ings­kerf­inu. Hlut­verk lands­hluta­kerf­anna er að flytja raf­ork­una til dreifi­veitna innan hvers lands­hluta.

Í þings­á­lyktun um stefnu stjórn­valda um lagn­ingu raf­lína segir að meg­in­reglan, við lagn­ingu nýrra flutn­ings­lína eða end­ur­nýjun eldri í lands­hluta­kerfum raf­orku, skuli vera að not­ast við jarð­strengi – að því gefnu að það sé tækni­lega mögu­legt og kostn­að­ar­hlut­fall miðað við loft­línu sé innan ákveð­inna marka. Í meg­in­flutn­ings­kerf­inu skuli loft­lína hins vegar vera meg­in­reglan en svo eru talin upp atriði sem rétt­læta það að jarð­strengs­kostur sé met­inn. Þessi skipt­ing er í öllum aðal­at­riðum sam­bæri­leg stefnu um lagn­ingu raf­lína í öðrum lönd­um. Spennustigið í lands­hluta­kerf­unum er að jafn­aði lægra en í meg­in­flutn­ings­kerf­inu en áskor­an­ir, tengdar rekstri jarð­strengslagna, aukast með hækk­andi spennustigi.

Auglýsing

Er jarð­strengur tækni­lega raun­hæf leið?

Þings­á­lykt­unin tekur sér­stak­lega fram að skoða þurfi hvort það sé tækni­lega raun­hæft að leggja jarð­streng frekar en loft­línu enda er það grund­vall­ar­for­senda. Jarð­strengur er þannig upp­byggður að þegar sett er á hann spenna getur hann haft óæski­leg áhrif á rekstur kerf­is­ins, til að mynda á spennu­gæði, vegna svo­kall­aðs launafls sem mynd­ast í strengnum vegna upp­bygg­ingar hans. Það eru ýmsir þættir sem spila þarna inn í, svo sem rekstr­ar­spenna kerf­is­ins, lengd jarð­strengs og styrkur kerf­is­ins á við­kom­andi svæði. Kerf­is­styrk­ur­inn er mjög mis­jafn milli lands­hluta og helstu þættir sem hafa áhrif á hann eru nálægð við virkj­anir (og stærð þeirra) og möskvun kerf­is­ins. Af þeim sökum er svig­rúm til jarð­strengslagna afar mis­jafnt milli land­svæða og nauð­syn­legt að skoða og meta hvert til­vik fyrir sig.

Jarð­strengir tak­mörkuð gæði

Jarð­strengs­lögn í einni línu getur haft áhrif á mögu­leika til jarð­strengslagna í annarri línu á sama svæði. Því er nauð­syn­legt að vinna ítar­lega kerf­is­grein­ingu í hverju til­felli eins og áður seg­ir. Þessi inn­byrðis áhrif eiga einnig við á milli spennustiga, til dæmis milli meg­in­flutn­ings­kerfis og und­ir­liggj­andi lands­hluta­kerf­is. Þannig getur jarð­strengs­lögn í 220 kV línu í meg­in­flutn­ings­kerf­inu, þó hún sé ekki nema örfáir kíló­metr­ar, haft þau áhrif á und­ir­liggj­andi lands­hluta­kerfi (66 kV) að úti­lokað sé að leggja þar marg­falt lengri jarð­streng. Þá er aug­ljóst að verið er að fórna meiri hags­munum fyrir minni, auk þess sem bein­línis er gengið gegn stefnu stjórn­valda, þ.e. lands­hluta­kerfin eiga að njóta for­gangs þegar kemur að úthlutun þeirra tak­mörk­uðu gæða sem jarð­strengir í flutn­ings­kerf­inu eru. Sem dæmi um þessi inn­byrðis áhrif má taka grein­ingu sem Lands­net hefur unnið þar sem sam­spilið milli áhrifaþátt­anna er þannig að 3 km langur jarð­strengskafli í 220 kV línu í meg­in­flutn­ings­kerf­inu kemur í veg fyrir lagn­ingu um 40 km langs 66 kV jarð­strengs í und­ir­liggj­andi lands­hluta­kerfi.

Umhverf­is­legur ávinn­ingur

Umhverf­is­legur ávinn­ingur þess að leggja 40 km jarð­streng í 66 kV línu í lands­hluta­kerfi, frekar en 3 km jarð­streng í 220 kV línu í meg­in­flutn­ings­kerf­inu á sama svæði, er óum­deild­ur. Sýni­leiki 40 km af 66 kV loft­línu er mun meiri en sýni­leiki 3 km af 220 kV loft­línu, auk þess sem 66 kV línan hefur áhrif á mun stærra land­svæði og fleiri land­eig­end­ur. Þar kemur einnig að þætti sveit­ar­fé­lag­anna og sam­fé­lags­legri ábyrgð þeirra. Það er afar mik­il­vægt að sveit­ar­fé­lagið horfi á hags­muni heild­ar­inn­ar. Eins og fram kemur í inn­gangi eru það eðl­is­fræðilög­mál sem ráða því hversu mikið er hægt að leggja af jarð­strengjum á hverju svæði fyrir sig. Það er þáttur sem verður að taka með í reikn­ing­inn, til dæmis í skipu­lags­vinnu sveit­ar­stjórna.

Lagn­ing jarð­strengja í flutn­ings­kerfum og rekstur þeirra er áskorun sem öll raf­orku­flutn­ings­fyr­ir­tæki standa frammi fyr­ir. Við hjá Lands­neti hvetjum almenn­ing til að láta sig þessi mál varða. Það er afar mik­il­vægt að umræðan sé upp­lýst og byggð á rök­um. Við fögnum því að fá tæki­færi til þess að skýra út hluti og ræða saman á mál­efna­legum grunni.



Höf­undur er verk­efna­stjóri rann­sókna á þró­un­ar- og tækni­sviði Lands­nets.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar