Hildur skilaði uppgjöri vegna prófkjörs í gær

Prófkjörsbarátta Ragnhildar Öldu Vilhjálmsdóttur sem einnig sóttist eftir oddvitasæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins kostaði 8,4 milljónir. Frambjóðendur hafa þrjá mánuði frá prófkjöri til að skila upplýsingum um kostnað framboða til Ríkisendurskoðunar.

Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Auglýsing

Ath. Fréttin hefur verið leið­rétt og upp­færð eftir að upp­lýs­ingar bár­ust frá Hildi Björns­dóttur um að hún hafi skilað inn upp­lýs­ingum í gær­kvöldi. Upp­gjörið hefur þó ekki fengið stað­fest­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar ennþá og þar með ekki verið birt.

Hildur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík, skil­aði upp­lýs­ingum til Rík­is­end­ur­skoð­unar vegna kostn­aðar við fram­boð sitt í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem fram fór fyrr á þessu ári í gær. Á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar má finna upp­gjör fram­bjóð­enda eða yfir­lýs­ingu þeirra þess efnis að kostn­aður hafi ekki farið yfir ákveðin við­mið­un­ar­mörk. Rík­is­end­ur­skoðun sagði í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans fyrr í vik­unni að hvorki hefði slík yfir­lýs­ing né upp­gjör borist frá Hildi vegna sveit­ar­stjórn­ar­kosn­inga. Kjarn­inn reyndi að hafa sam­band við Hildi Björns­dóttur við vinnslu frétt­ar­inn­ar, án árang­urs.

Hún hefur nú stað­fest við Kjarn­ann að henni hafi borist upp­gjör frá end­ur­skoð­anda í gær­dag og sent það sam­dæg­urs á Rík­is­end­ur­skoðun sem stað­festi mót­töku um leið. „Upp­gjörið hefur þó ekki fengið stað­fest­ingu Rík­is­end­ur­skoð­unar ennþá og þar með ekki verið birt,“ segir Hild­ur.

Auglýsing

„Fram­bjóð­endum ber að skila Rík­is­end­ur­skoðun sér­stöku fjár­hags­legu upp­gjöri um kosn­inga­bar­áttu sína eigi síðar en þremur mán­uðum frá því að per­sónu­kjörið fór fram. Fram­bjóð­endur eru þó und­an­þegnir upp­gjörs­skyldu ef heild­ar­tekjur eða heild­ar­kostn­aður vegna kosn­inga­bar­átt­unnar var ekki umfram 550 þús.kr. Í þeim til­vikum er þó æski­legt að fram­bjóð­endur skili sér­stakri yfir­lýs­ingu þar um,“ segir í svari Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

Próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík fór fram dag­ana 18. og 19. mars á þessu ári, svo þriggja mán­aða frest­ur­inn til að skila upp­gjöri rann út upp úr miðjum júní. Fram kemur í svari Rík­is­end­ur­skoð­unar að ekki séu veittir við­bót­ar­frestir en að stofn­unin taki „vita­skuld á móti og birtir öll upp­gjör sem ber­ast, þótt fram­an­greindur frestur sé lið­inn.“

Í svar­inu sagði enn fremur að list­inn sé í stöðugri upp­færslu þessa dag­ana eftir því sem yfir­lýs­ingar og upp­gjör bær­ust. „Emb­ættið vinnur að yfir­ferð nokk­urra upp­gjöra sem þegar hafa borist og verða þau birt um leið og yfir­ferð er lokið án athuga­semda.“ Í hópi þeirra upp­gjöra og yfir­lýs­inga sem birt hafa verið á heima­síðu Rík­is­end­ur­skoð­unar var ekki að finna upp­gjör Hildar Björns­dótt­ur. Hún hefur nú stað­fest að hún hafi sent það til stofn­un­ar­innar í gær í k

Fram­boð Ragn­hildar Öldu kost­aði 8,8 millj­ónir

Auk Hildar sótt­ist Ragn­hildur Alda Vil­hjálms­dóttir eftir odd­vita­sæti flokks­ins í próf­kjör­inu. Ragn­hildur hefur skilað upp­gjöri til Rík­is­end­ur­skoð­unar og sam­kvæmt því nam kostn­aður fram­boðs hennar rúmum 8,8 millj­ónum króna. Stærsti kostn­að­ar­lið­ur­inn var Mark­aðs­kostn­að­ur, rúmar 4,9 millj­ón­ir. Rekstur kosn­inga­mið­stöðvar kost­aði fram­boðið tæpar 1,4 millj­ónir og kostn­aður vegna laun­aðs starfs­fólks nam tæpum 2,6 millj­ónum króna.

Sam­kvæmt upp­gjöri fram­boðs­ins námu fram­lög fyr­ir­tækja sam­tals tæpum 2,4 millj­ónum króna. Alls styrktu 19 fyr­ir­tæki og lög­að­ilar fram­boðið og námu hæstu fram­lögin frá ein­stökum fyr­ir­tækjum námu 200 þús­und krón­um. Þar af leið­andi veitti ekk­ert fyr­ir­tæki fram­boð­inu hámarks­styrk sem er 400 þús­und krón­ur.

Aftur á móti veittu fjórir ein­stak­lingar fram­boð­inu hámarks­styrk. Þeir ein­stak­lingar sem það gerðu voru for­eldrar Ragn­hild­ar, Vil­hjálmur Egils­son og Ragn­hildur Pála Ófeigs­dótt­ir, og systk­ini henn­ar, þau Anna Katrín Vil­hjálms­dóttir og Ófeigur Páll Vil­hjálms­son. Hvert um sig styrktu þau fram­boðið um 400 þús­und krónur en þar að auki styrktu 33 aðrir ein­stak­lingar fram­boðið um tæpar 4,3 millj­ón­ar. Heild­ar­styrkir frá ein­stak­lingum námu því tæpum 5,9 millj­ónum króna.

Upp­gjör eða yfir­lýs­ing borist frá tíu fram­bjóð­endum af 26

Á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar eru þar að auki birt fjögur upp­gjör frá fram­bjóð­endum í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík. Fram­boð Mörtu Guð­jóns­dóttur kost­aði tæpar fjórar millj­ón­ir, fram­boð Helga Áss Grét­ars­sonar kost­aði tæpa 3,1 millj­ón, kostn­aður við fram­boð Þor­kels Sig­ur­laugs­sonar nam rúmum 2,2 millj­ónum og kosn­inga­bar­átta Jór­unnar Pálu Jón­as­dóttur kost­aði tæp­lega 1,2 millj­ón­ir.

Þar að auki kemur fram á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar að fimm fram­bjóð­endur hafi skilað inn yfir­lýs­ingu um að kostn­aður vegna fram­boðs þeirra hafi ekki farið yfir 550 þús­und krón­ur. Fram­bjóð­end­urnir sem hafa skilað slíkri yfir­lýs­ingu eru: Ingi­björg Gréta Gísla­dótt­ir, Ólafur Krist­inn Guð­munds­son, Viðar Helgi Guðjohnsen, Þórður Gunn­ars­son og Örn Þórð­ar­son.

Á vef Rík­is­end­ur­skoð­unar má því finna upp­gjör eða yfir­lýs­ingu frá tíu fram­bjóð­endum úr próf­kjöri flokks­ins en í alls tóku 26 fram­bjóð­endur þátt í próf­kjör­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Blásjór í eðlilegu árferði að hausti. Lónið er nú hálftómt og rafmagnsframleiðslu í virkjununum verið hætt tímabundið.
Stórar virkjanir úti í Noregi vegna vatnsskorts
Skert raforkuframleiðsla vegna vatnsskorts blasir áfram við í mið- og suðurhluta Noregs ef himnarnir fara ekki að opnast almennilega. Í raun þarf úrkoma haustsins að vera óvenjulega mikil til að bæta upp fyrir þurrkatíð sumarsins.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent