Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.

Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Auglýsing

Hildur Björns­dóttir odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík varði rúmum 9,3 millj­ónum króna í próf­kjörs­bar­áttu sinni fyrr á árinu. Alls námu styrkir til hennar frá ein­stak­lingum og lög­að­ilum tæpum 10,9 millj­ónum króna, sem þýðir að yfir 1,5 milljón króna varð eftir í kosn­inga­sjóði Hild­ar, sam­kvæmt upp­gjöri sem hún sendi til Rík­is­end­ur­skoð­unar á mið­viku­dag.

Það fé sem varð afgangs eftir próf­kjörs­bar­áttu Hildar verður ráð­stafað til félags sem heitir Frels­is­borgin og er í eigu hennar sjálfr­ar, en til­gangur þess er sagður að „vinna að fram­fara og frels­is­málum í Reykja­vík með það að mark­miði að skapa frjál­st, umburð­ar­lynt og opið sam­fé­lag sem byggir á jöfnum tæki­færum“. Félagið var stofnað í sept­em­ber í fyrra.

Hildur fékk alls 4,55 millj­ónir króna í styrki frá sextán fyr­ir­tækj­um. Þar af styrktu sex fyr­ir­tæki fram­boð odd­vit­ans um leyfi­lega heild­ar­upp­hæð, sem nemur 400 þús­und krón­um.

Auglýsing

Félögin sem það gerðu voru Fiski­tangi ehf. sem er í eigu Guð­mundar Krist­jáns­sonar for­stjóra útgerð­ar­fé­lags­ins Brims, FÓ eign­ar­hald ehf. sem er í eigu Fann­ars Ólafs­son­ar, Klukku­fell ehf. sem er í eigu Ágústar Magn­ús­son­ar, 2G ehf. sem er í eigu Gríms Alfreðs Garð­ars­son, SNV Hold­ing ehf. sem er í eigu Svan­hildar Nönnu Vig­fús­dóttur og Kleos ehf., sem er í eigu Björns Inga Sveins­son­ar, sem er faðir Hild­ar.

Alls fékk Hildur svo rúmar 6,3 millj­ónir í styrki frá alls 28 ein­stak­ling­um. Ein­ungis Katrín Gísla­dótt­ir, móðir Hild­ar, veitti 300 þús­und króna styrk, sem er það hámarks­fram­lag sem ein­stak­lingar mega veita til stjórn­mála­manna í próf­kjörs­bar­áttu lögum sam­kvæmt.

Sam­kvæmt upp­gjöri Hildar fór meiri­hluti kostn­aðar í aug­lýs­ingar og kynn­ing­ar­kostn­að, eða 5,3 millj­ónir króna. Það er meira en Ragn­hildur Alda M. Vil­hjálms­dótt­ir, sem skor­aði Hildi á hólm í bar­áttu um odd­vita­sæti Sjálf­stæð­is­flokks­ins, varði í aug­lýs­ingar og kynn­inga­mál sín, en alls varði Ragn­hildur Alda 8,8 millj­ónum í sína bar­áttu. Hildur varði afgangnum af fénu í að halda úti kosn­inga­skrif­stofu, en kostn­aður við það er sagður hafa numið rúmum 3,9 millj­ónum króna.

Fengu hærri fram­lög en bæði Guð­laugur Þór og Áslaug Arna

Tölu­vert mikið fór fyrir bar­áttu þeirra Hildar og Ragn­hildar Öldu í fjöl­miðlum í aðdrag­anda próf­kjörs Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem fram fór í mars. Ef til vill eðli­lega, enda nam aug­lýs­inga­kostn­aður þeirra tveggja sam­an­lagt rúm­lega tíu millj­ónum króna. Hildur hafði að lokum betur í slagnum um odd­vita­sæti list­ans með 49,2 pró­sent greiddra atkvæða, en 37,1 pró­sent vildi sjá Ragn­hildi Öldu leiða list­ann.

Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir Mynd: Sjálfstæðisflokkurinn

Athygli vekur að ekki munar miklu á fram­lögum til þeirra Hildar og Ragn­hildar Öldu og þeim fram­lögum sem þau tvö sem sótt­ust eftir efsta sæti í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík fyrir síð­ustu alþing­is­kosn­ingar fengu frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um.

Raunar vörðu bæði Hildur og Ragn­hildur Alda báðar meira fé en Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir sem varði 8,7 millj­ónum króna í sína bar­áttu á síð­asta ári. Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, sem varð hlut­skarpastur í próf­kjöri sjálf­stæð­is­manna fyrir alþing­is­kosn­ing­arn­ar, varði alls 11,1 milljón króna í að koma sér á fram­færi við flokks­menn í aðdrag­anda próf­kjörs­ins.

Þar af komu þó 4,4 millj­ónir króna beint úr hans eigin vasa, sam­kvæmt upp­gjöri fram­boðs hans og því ljóst að fram­bjóð­endum til borg­ar­stjórn­ar­próf­kjörs­ins gekk báðum betur en tveimur ráð­herrum og leið­togum flokks­ins á lands­vísu að safna styrkjum frá lög­að­ilum og ein­stak­ling­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent