Áslaug Arna setti 8,7 milljónir króna í slaginn á móti Guðlaugi Þór

Prófkjörsbarátta Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í Reykjavík kostaði 8,7 milljónir króna, samkvæmt uppgjöri framboðsins. Guðlaugur Þór Þórðarson, sem lagði Áslaugu í baráttu um fyrsta sætið í Reykjavík, hafði ekki skilað uppgjöri fyrir lok dags í gær.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra, sem hafn­aði í öðru sæti próf­kjörs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík í upp­hafi sum­ars, varði rúmum 8,7 millj­ónum króna í leið­togaslag­inn á móti Guð­laugi Þór Þórð­ar­syni utan­rík­is­ráð­herra, sem varð hlut­skarpastur í próf­kjör­inu.

Þetta kemur fram í upp­gjöri vegna próf­kjörs Áslaugar Örnu, sem nálg­ast má á vef Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. Stjórn­mála­mönnum ber að skila inn upp­gjöri eða yfir­lýs­ingu um að kostn­aður þeirra vegna per­sónu­kjörs innan þriggja mán­aða frá því að próf­kjör fer fram.

Sá frestur vegna próf­kjörs Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík er nú lið­inn, en þó hafði Guð­laugur Þór, sem ætla má að hafi ásamt Áslaugu varið mestu fé til bar­átt­unn­ar, ekki skilað inn upp­gjöri fyrir lok dags í gær. Það hafði Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, sem hreppti þriðja sætið í próf­kjör­inu og háði áber­andi kosn­inga­bar­áttu ekki heldur gert.

Fram­boð Áslaugar Örnu var fjár­magnað með styrkjum frá fyr­ir­tækjum og ein­stak­ling­um. Tvö fyr­ir­tæki, Juris slf. og Ness Mana­gement Consulting ehf., styrktu fram­boð Áslaugu Örnu um hámarks­upp­hæð sem lög­að­ilar mega leggja til stjórn­mála­bar­áttu ein­staka fram­bjóð­enda, eða 400 þús­und krónur hvort fyr­ir­tæki.

Auglýsing

Faðir Áslaugar Örnu, Sig­ur­björn Magn­ús­son, er einn eig­enda lög­manns­stof­unnar Juris sem styrkti fram­bjóð­and­ann í bar­átt­unni. Eign­ars­halds­fé­lagið Ness Mana­gement Consulting er síðan í eigu Tómasar Más Sig­urðs­sonar for­stjóra HS Orku, en hann er ekk­ill Ólafar Nor­dal heit­innar dóms­mála­ráð­herra.

Alls námu styrkir til Áslaugar frá fyr­ir­tækjum 2,8 millj­ónum króna, en einnig fékk fram­boð hennar fram­lög frá 27 ein­stak­lingum að and­virði rúm­lega 5,9 millj­óna króna.

Fram­boðið varði tæpum 2,7 millj­ónum króna í aug­lýs­ingar og starfs­manna­kostn­aður fram­boðs­ins nam tæpum 3,8 millj­ónum króna, sam­kvæm upp­gjör­inu til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

Birgir kost­aði litlu til en Hildur 3,3 millj­ónum

Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, hefur skilað inn yfir­lýs­ingu til Rík­is­end­ur­skoð­unar um að fram­boð sitt hafi kostað minna en 550 þús­und krón­ur.

Auk hans og Áslaugar Örnu hefur Hildur Sverr­is­dóttir einnig skilað inn upp­gjöri vegna próf­kjörs­ins.

Hildur Sverrisdóttir hafnaði í fjórða sæti í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

Hildur fékk rúm­lega 2 millj­ónir króna í styrki frá fyr­ir­tækjum og rúmar 1,3 millj­ónir króna frá alls 20 ein­stak­ling­um. Þrjú fyr­ir­tæki, Frum­herji ehf., Lexía ehf. og RHB ehf. styrktu fram­boð Hildar um 400 þús­und krónur hvert.

Andri Gunn­ars­son lög­maður er á meðal eig­enda tveggja fyrst­nefndu fyr­ir­tækj­anna.

Ásmundur Frið­riks­son varði 3,2 millj­ónum í bar­áttu sína

Auk þess sem fram hefur verið lagt um kostnað fram­bjóð­enda í próf­kjörum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík hafa fjórir fram­bjóð­endur flokks­ins í Norð­aust­ur­kjör­dæmi skilað inn yfir­lýs­ingu um að hafa varið minna en 550 þús­und krónum í próf­kjörs­bar­átt­una. Þar á meðal eru bæði Njáll Trausti Frið­berts­son og Gauti Jóhann­es­son, sem bit­ust um odd­vita­sætið í kjör­dæm­inu.

Ásmundur Frið­riks­son þing­mað­ur, sem náði 3. sæti í próf­kjöri Sjálf­stæð­is­flokks í Suð­ur­kjör­dæmi er eini fram­bjóð­and­inn sem hefur skilað inn upp­gjöri þar. Sam­kvæmt upp­gjöri hans varði Ásmundur 3,2 millj­ónum króna í fram­boð­ið. Þar af feng­ust tæpar 2,2 millj­ónir króna í styrki frá fyr­ir­tækjum og rúm milljón króna í styrki frá 10 ein­stak­ling­um.

Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins verður líklega áfram á þingi eftir að hafa tryggt sér þriðja sæti í prófkjörsbaráttu Sjálfstæðismanna.

Útgerð­ar­fyr­ir­tæki Þor­björn í Grinda­vík var eina félagið sem veitti Ásmundi hámarks­styrk, eða 400 þús­und krón­ur. Kostn­aður fram­boðs Ásmundar við fundi og ferða­lög nam 922 þús­und krón­um.

Eng­inn fram­bjóð­andi í próf­kjörum ann­arra flokka en Sjálf­stæð­is­flokks hefur hingað til skilað inn upp­gjöri, en þónokkrir úr öllum flokkum sem á annað borð héldu próf­kjör eða for­völ hafa skilað inn yfir­lýs­ingum um að kostn­aður þeirra við að höfða til flokks­manna hafi numið undir 550 þús­und­um, sam­kvæmt upp­lýs­ingum á vef Rík­is­end­ur­skoð­un­ar.

Upp­fært: Í fyrri útgáfu frétt­ar­innar var mis­ritað að faðir Áslaugar Örnu Sig­ur­björns­dóttur héti Magnús Sig­ur­björns­son. Hann heitir að sjálf­sögðu Sig­ur­björn og er Magn­ús­son.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent