Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.

Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.

Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Auglýsing

„Það er fagn­að­ar­efni að þessar lyk­il­stofn­anir skuli vera í sam­starfi um eft­ir­lit­ið. Þar er sér­fræði­þekk­ing­una að finna og gögnin sem safn­ast munu geta skorið úr um það hvort að fram­kvæmd hval­veiða sé lögum sam­kvæmt,“ segir Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra sem sett hefur reglu­gerð um eft­ir­lit við hval­veiðar. Í henni er Mat­væla­stofnun falið að hafa reglu­bundið eft­ir­lit með veið­unum til að farið sé að lögum um vel­ferð dýra og Fiski­stofa mun sjá um fram­kvæmd eft­ir­lits­ins sam­kvæmt fyr­ir­liggj­andi sam­starfs­samn­ingi milli stofn­an­anna tveggja.

Í til­kynn­ingu um málið frá mat­væla­ráðu­neyt­inu segir að Fiski­stofa muni m.a. sjá um eft­ir­lits­ferðir við veið­ar, mynd­bands­upp­tökur veiði­að­ferða og skrán­ingu þeirra. Veiði­eft­ir­lits­menn munu verða um borð í veiði­ferðum og verður öllum gögnum komið til eft­ir­lits­dýra­læknis í lok hverrar athug­un­ar.

Fiski­stofa hefur einnig eft­ir­lit með því að þau skil­yrði sem fram koma í veiði­leyfi varð­andi veiði­búnað og veiðar séu upp­fyllt.

Reglu­gerðin tekur þegar gildi og mun eft­ir­litið hefj­ast sam­stund­is.

Á yfir­stand­andi hval­veiði­ver­tíð hefur það marg­sinnis komið fyrir að sprengiskutlar sem Hvalur hf. notar við veið­arnar hafi geigað og ekki sprung­ið. Því hafi þurft að skjóta dýrin aftur sem tekur tíma og getur lengt dauða­stríð þeirra. Dæmi er um, líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um að fjögur skot hafi þurft til að aflífa eitt dýr. Eitt dýrið var skotið í bægsli og þurfti því að skjóta það aft­ur. Það var lang­reyð­ar­kýr sem reynd­ist kelfd og var fóstrið skorið úr henni á vinnsluplan­inu við Hval­stöð­ina.

Auglýsing

Sjáv­ar­vernd­ar­sam­tökin Hard to Port hafa fylgst náið með og myndað löndum og verkun hval­anna í hval­stöð­inni í Hval­firði í sum­ar. Full­trúar þeirra telja ljóst að aflíf­un­ar­að­ferð­irnar brjóti gegn lögum um dýra­vel­ferð.

Kjarn­inn leit­aði við­bragða Svan­dísar vegna þess­ara mála fyrr í sumar og benti hún á að hvorki ráðu­neyti hennar né und­ir­stofn­arnir þess hefðu upp­lýs­ingar um hvort verk­lags­reglum um hval­veiðar væri fylgt. „Það er alveg skýrt í mínum huga að ef atvinnu­greinar sem byggja á dýra­haldi eða veiðum geta ekki tryggt mann­úð­lega aflífun dýra eiga þær sér enga fram­tíð í nútíma­sam­fé­lagi, sagði Svan­dís við Kjarn­ann.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Lengd vinnuvikunnar er ekki náttúrulögmál
Kjarninn 29. september 2022
Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Óeðlilegt að formaður starfshóps um stöðu orkumála tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni
Þingflokksformaður Vinstri grænna segir að það geti ekki talist eðlilegt að formaður grænbókarnefndarinnar tali fyrir öfgafyllstu sviðsmyndinni úr skýrslunni. Og starfi nú fyrir fyrirtæki sem hyggja á vindvirkjanir á Vesturlandi.
Kjarninn 29. september 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson er ráðherra loftslagsmála.
Ekki enn ljóst hvort 800 milljónirnar dekki Kýótó-uppgjörið
Í fjárlagafrumvarpinu er gert ráð fyrir 800 milljóna útgjöldum vegna uppgjörs Kýótó-bókunarinnar, sem talað hefur verið töluvert um síðustu misseri. Ekki liggur þó enn fyrir hvaða losunareiningar verða keyptar, eða hvað það mun á endanum kosta ríkissjóð.
Kjarninn 29. september 2022
Fylgi Framsóknarflokksins hreyfist um fjögur prósent á milli mánaða í nýjustu mælingu Maskínu.
Fylgi Framsóknar dregst saman um fjögur prósentustig á milli mánaða
Samkvæmt nýjustu könnun Maskínu nartar Samfylkingin nú í hæla Framsóknar hvað fylgi á landsvísu varðar. Píratar dala ögn en Viðreisn og Vinstri græn mælast með meira fylgi en í ágústmánuði.
Kjarninn 29. september 2022
Freyja Vilborg Þórarinsdóttir
Fjárhagslegur ávinningur af fjárfestingum í jafnrétti
Kjarninn 29. september 2022
Engin starfsemi hefur verið í kísilverinu í Helguvík í fimm ár.
Ekkert fast í hendi en „samtalið er enn í gangi“
Viðræður Arion banka og PCC um möguleg kaup á kísilverksmiðjunni í Helguvík hafa nú staðið í rúmlega átta mánuði. „Samtalið er enn í gangi og ekki ljóst hvenær eða hvernig það endar,“ segir forstöðumaður samskiptasviðs bankans.
Kjarninn 29. september 2022
Gríðarlegt uppstreymi í Eystrasalti yfir einu gati á gasleiðslunni.
Hafa uppgötvað fjórða lekann í Eystrasalti
Gasleiðslurnar Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti leka á fjórum stöðum. Fjórði lekinn uppgötvaðist á þriðjudag en sænska strandgæslan staðfesti tilvist hans í morgun.
Kjarninn 29. september 2022
Fyrir stóran hluta íslenskra heimila er húsnæðislánið stærsti einstaki útgjaldaliðurinn í hverjum mánuði. Lágt vaxtastig kom heimilunum til góða, en sendi húsnæðisverðið á sama tíma í hæstu hæðir. Senn breytist greiðslubyrði fjölmargra heimila.
„Nýja snjóhengjan“: Hundruð milljarða skuldir færast senn af sögulega lágum vöxtum
Margir íslenskir lántakendur nýttu sér fordæmalausar vaxtalækkanir Seðlabankans í faraldrinum til að taka óverðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum. Stóraukin greiðslubyrði bíður þeirra, að öllu óbreyttu.
Kjarninn 28. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent