Svandís: Óásættanlega margir hvalir sem veiddir eru heyja langdregið dauðastríð

Hvorki matvælaráðuneytið, né undirstofnarnir þess, hafa upplýsingar um hvort að verklagsreglum við hvalveiðar sé fylgt, segir Svandís Svavarsdóttir. „Það er mikilvægt að stjórnvöld byggi ákvarðanir sínar á gögnum og staðreyndum.“

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra.
Auglýsing

„Það er alveg skýrt í mínum huga að ef atvinnu­grein­ar, sem byggja á dýra­haldi eða veið­um, geta ekki tryggt mann­úð­lega aflífun dýra – eiga þær sér enga fram­tíð í nútíma­sam­fé­lag­i.“

Þetta segir Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra við Kjarn­ann um þær fréttir að skot hval­veiði­manna á skipum Hvals hf. hafi geigað í að minnsta kosti tveimur til­fellum á yfir­stand­andi ver­tíð. Mat­væla­stofn­un, MAST, hefur stað­fest við Kjarn­ann að slíkt hafi átt sér stað við veiðar á lang­reyði í byrjun júlí og sjáv­ar­vernd­ar­sam­tökin Hard To Port segja slíkt hið sama hafa gerst við veið­arnar í fyrra­dag.

Auglýsing

Skut­ull hlað­inn sprengi­efni er not­aður við veiðar á hvölum við Ísland lögum sam­kvæmt. Á slíkt vopn að tryggja að dýrið deyi sam­stund­is. En þá þarf skotið að hæfa hold. Ef það fer hins vegar í bein, höf­uð­kúpu líkt og gerð­ist þann 4. júlí, springur sprengiskut­ull­inn ekki. Hlaða þarf byss­una aft­ur, miða og hleypa af. Það getur tekið margar mín­út­ur.

„Ekki verður nógu mikil áhersla lögð á mik­il­vægi þess að dýr séu aflífuð á mann­úð­legan hátt við veið­ar,“ segir Svan­dís. Lög og reglur um slátrun dýra í slát­ur­húsum séu skýr og kveði á um að aflífun sé skjót og án þján­ing­ar. „Um aflífun hvala liggja ekki fyrir nægar upp­lýs­ingar til að segja til um hvort hún sé mann­úð­leg eða ekki,“ heldur hún áfram. „Rann­sókn sem unnin var fyrir Fiski­stofu árið 2015 á aflífun 50 lang­reyða bendir til að óásætt­an­lega stór hluti hvala sem eru veiddir í atvinnu­skyni heyi lang­dregið dauða­stríð. Mik­il­vægt er að skera úr um þetta með því að afla betri gagna.“

Svan­dís segir að við veiðar sé aldrei hægt að tryggja að aflífun eigi sér stað við fyrsta skot, hvort sem verið sé að veiða hvali, fugla eða hrein­dýr. Verk­lags­reglur við hval­veiðar kveði þó skýrt á um að ef skot geigar skuli draga hval að borði og aflífa sem fyrst með skoti í heila.

Kristján Loftsson skoðar sprengjuskutul í langreyði sem dreginn var á land 19. júlí. Skutullinn virðist hafa hæft bein og því ekki sprungið. Mynd: Hard to Port

„Hvorki ráðu­neyt­ið, né und­ir­stofn­arnir þess, hafa upp­lýs­ingar um hvort svo sé gert. Því þarf að breyta og þess vegna hef ég sett í Sam­ráðs­gátt stjórn­valda drög að reglu­gerð sem skyldar þau sem hafa leyfi til stór­hval­veiða að til­nefna einn úr áhöfn­inni sem dýra­vel­ferð­ar­full­trú­a.“ Sam­kvæmt drög­unum skal hann bera ábyrgð á því að rétt sé staðið að vel­ferð hvala við veið­ar, með því að halda skrá yfir allar aðgerðir er varða veið­arn­ar, mynda þær á mynd­band og skrá þær nið­ur. Þessum gögnum skal svo komið til eft­ir­lits­dýra­læknis eftir hverja veiði­ferð og skal hann ganga úr skugga um að ákvæði laga um vel­ferð dýra hafi verið fylgt. Komi eitt­hvað þar í ljós sem bendir til þess að ákvæði laga um vel­ferð dýra séu ekki virt er það á hendi Mat­væla­stofn­unar að meta það hvort vísa skuli mál­inu til lög­reglu.

„Það er mik­il­vægt að stjórn­völd byggi ákvarð­anir sínar á gögnum og stað­reynd­um,“ segir Svan­dís. „Það er hins vegar alveg skýrt í mínum huga að ef atvinnu­grein­ar, sem byggja á dýra­haldi eða veið­um, geta ekki tryggt mann­úð­lega aflífun dýra – eiga þær sér enga fram­tíð í nútíma­sam­fé­lag­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent