Hard to Port

Skot hvalveiðimanna geigaði og dýrið dó ekki strax

Við veiðar á langreyði hér við land í síðustu viku geigaði skot er sprengiskutull sem á að aflífa dýrið samstundis hæfði bein og sprakk því ekki. Þetta lengdi dauðastríð dýrsins.

Þann 4. júlí kom Hvalur 9, skip Hvals hf., að landi í hval­stöð­inni í Hval­firði. Við skip­skrokk­inn héngu tveir dauðir hval­ir, lang­reyð­ar, sem veiddar höfðu verið fyrr um dag­inn. Við vitum ekki nákvæm­lega hvar, því Hvalur hf. nýtir sér und­an­þágu í lögum til að loka fyrir opin­bera stað­setn­ingu á skipum sín­um.

Á plan­inu við Hval­stöð­ina er allt til reiðu. Hræin eru dregin á land og haf­ist handa við að verka þau. Munda flensi­hníf­ina. Skera. Brytja þau nið­ur.

En það eru fleiri en starfs­menn Hvals hf. sem fylgj­ast með því sem fyrir augu ber. Það gera líka full­trúar dýra­vernd­un­ar­sam­taka, bæði af sjó og landi. Og það sem þeir sjá þennan dag er enn eitt dæmið um það sem þeir hafa oft­sinnis bent á: Að vel­ferð dýranna, sem á að hafa í fyr­ir­rúmi sam­kvæmt lög­um, er ítrekað stefnt í voða með veið­un­um. Að þau þjá­ist.

Til­gangur veið­anna er jú að drepa, veiða sem mikil og vax­andi and­staða er við, en lög og reglum sam­kvæmt skiptir máli hvernig það er gert. Og þann 4. júlí var hræ lang­reyðar dregið á land með skut­ul­inn enn í síð­unni. Skömmu síðar sást starfs­maður Hvals hf. fjar­lægja sprengj­una úr hon­um. Sprengj­una sem átti að aflífa dýrið strax. En hún hafði ekki sprung­ið.

Sig­ur­borg Daða­dóttir yfir­dýra­læknir stað­festir við Kjarn­ann að málið sé vaxið líkt og dýra­vernd­un­ar­sam­tökin Hard to Port lýsa. „Sam­kvæmt upp­lýs­ingum sem aflað var hjá eft­ir­lits­dýra­lækni á vegum Mat­væla­stofn­un­ar, sem skoðar sér­hvern hval sem dreg­inn er á land, þá geig­aði skot við veiðar á umræddum hval,“ segir hún. „Sprengiskut­ull­inn hitti á bein, höf­uð­kúpu eins og sést á mynd­inni, og þess vegna springur hann ekki. Sprengiskut­ull þarf að kom­ast inn í hold til þess að hann spring­i.“

Myndin sem hún vísar til var tekin af Hard to Port og send fjöl­miðl­um. Kjarn­inn áframsendi hana á Mat­væla­stofnun og Fiski­stofu, stofn­anir sem fara báðar með ákveðið eft­ir­lit með veið­un­um, og bað um við­brögð.

Lang­reyð­urin var aðeins særð í þessu fyrsta skoti en ekki drep­in. Sig­ur­borg segir að dauða­tími dýrs­ins leng­ist sem nemur þeim tíma sem tekur að skjóta öðrum skutli í það.

Það tekur að með­al­tali átta mín­út­ur. Hlaða þarf byss­una, miða og hleypa af.

Starfsmaður Hvals fjarlægði sprengjuna úr skutlinum. Hún hafði ekki sprungið er skotið var á langreyðurina.
Hard to Port

Hversu lengi þessi umrædda lang­reyður lifði eftir að hafa verið skotin einu sinni hefur Kjarn­inn ekki upp­lýs­ingar um. En miðað við fyrstu og einu rann­sókn­ina sem gerð hefur verið á svoköll­uðum dauða­tíma hvala sem veiddir eru við Ísland hefur dauða­stríðið hennar staðið í allt að fimmtán mín­út­ur. Það er jafn lengi og það tekur að aka frá Litlu kaffi­stof­unni, yfir Hell­is­heið­ina, og til Hvera­gerð­is. Á lög­legum hraða.

Rann­sókn­ina lét Fiski­stofa norskan dýra­lækni fram­kvæma sum­arið 2014. Yfir­völd vildu lengi vel ekki birta nið­ur­stöður hennar en hana er nú að finna á vef Fiski­stofu. Að því komst Kjarn­inn er hann spurð­ist fyrir um örlög henn­ar, átta árum eftir að hún var fram­kvæmd.

Dýra­lækn­ir­inn, Egil Ole Øen, hefur rann­sakað hval­veiðar í Nor­egi um langt skeið. Sum­arið 2014 fór hann út á haf með íslensku hval­veiði­skip­unum og fylgd­ist með veiðum á 50 lang­reyð­um. Voru þær skotnar af 15-60 metra færi. Skýrslu sinni skil­aði hann í byrjun árs 2015.

Hvalur 9 á leið með tvær langreyðar í land þann 4. júlí.
Hard to Port

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum hans dóu 42 (84 pró­sent) af dýr­unum sam­stundis við skot­ið. En átta gerðu það ekki. Þau voru því skotin aft­ur. Sá sem lengst tórði lifði í fimmtán mín­út­ur.

Er hval­veiðar í atvinnu­skyni hófust á Íslandi árið 2009 eftir að langt hlé að mestu, var notað við þær nýr frum­gerð­sprengiskut­uls, Whale Grena­de–99, sem hafði verið þró­aður og próf­aður við hrefnu­veiðar í Nor­egi. Skut­ull­inn var úr áli og sprengi­efnið í honum var pen­þrít. Árið eftir var hann áfram not­aður í örlítið breyttri mynd. En Øen segir í skýrslu sinni að álið hafi ekki reynst vel. Þegar skut­ull­inn hæfði bein í dýr­unum hafi skotið mis­heppn­ast. Álið var of mjúkt og línan úr byssu í skut­ul­inn ekki nægi­lega sterk.

Engar hval­veiðar voru stund­aðar við Ísland árin 2011 og 2012 og áður en þær hófust aftur sum­arið 2013 hafði sprengiskut­ull­inn verið end­ur­hann­að­ur. Í stað áls­ins var komið ryð­frítt stál.

Miðið á mið­tauga­kerfið

Fyrir ver­tíð­ina árið eftir fóru allar hvala­skyttur Hvals hf. og áhafnir hval­veiði­skip­anna á nám­skeið þar sem þær voru m.a. fræddar um lík­ams­bygg­ingu hvala. Hvar lífs­nauð­syn­leg líf­færi væru í þeim. Heil­inn. Mæn­an. Hjartað og lung­un. Var þeim upp­álagt að miða skotum sínum í kvið­ar­hol dýranna, helst rétt aftan við annað hvort bægslið.

Ástæður þess að hval­irnir átta sem norski dýra­lækn­ir­inn fylgd­ist með veiðum á dóu ekki strax voru oft­ast þær að skytt­urnar á hval­veiði­bát­unum hæfðu ekki í hin lífs­nauð­syn­legu líf­færi. Það þurfti því að hlaða byss­una á ný og skjóta aft­ur.

Á Íslandi gilda sér­stök lög um hval­veið­ar. Í grunn­inn eru þau frá árinu 1949. Þeim var síð­ast breytt árið 2012. Sam­kvæmt þeim mega þeir einir stunda slíkar veiðar sem til þess hafa leyfi að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Núver­andi veiði­heim­ildir sem fyr­ir­tækið Hvalur hf. eitt nýt­ir, gilda út árið 2023. „Að óbreyttu er fátt sem rök­styður það að heim­ila hval­veiðar eftir árið 2024,“ skrif­aði Svan­dís Svav­ars­dóttir mat­væla­ráð­herra í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í vet­ur. Sýna þyrfti fram á að það væri efna­hags­lega rétt­læt­an­legt að end­ur­nýja veiði­heim­ild­irn­ar.

Í byrjun júlí lagði ráðu­neyti hennar til breyt­ingu á reglu­gerð um hval­veiðar sem fela m.a. í sér að skip­stjórum hval­veiði­skipa verði gert að til­nefna dýra­vel­ferð­ar­full­trúa sem beri ábyrgð á því að rétt verði staðið að vel­ferð hvala við veið­ar.

Í núgild­andi reglu­gerð kemur fram að ein­ungis skuli nota skut­ul­sprengjur af gerð­inni hvalgranat-99 og skal dýr aflífað „eins fljótt og kostur er“.

Komi frá­vik í ljós

Sævar Guð­munds­son, deild­ar­stjóri land­eft­ir­lits hjá Fiski­stofu, segir við Kjarn­ann að skyttur sem ann­ist veiðar og aflífun dýra eigi að sækja við­ur­kennt nám­skeið í með­ferð skut­ul­byssa og sprengiskutla og í aflíf­un­ar­að­ferðum við hval­veið­ar.

Spurður hvort að Fiski­stofa muni rann­saka veið­arnar 4. júlí sér­stak­lega í ljósi ábend­inga Hard to Port segir hann að stofn­unin fari yfir allar til­kynn­ingar um veidda hvali og „komi frá­vik í ljós“ sé óskað eftir nán­ari upp­lýs­ingum frá skip­stjórum og útgerð. Hins vegar sé umrætt atvik ekki til­kynn­inga­skylt til Fiski­stofu. Eft­ir­lit með dýra­vel­ferð sé í höndum Mat­væla­stofn­un­ar.

Kristján Loftsson, eigandi Hvals hf. fyrir miðri mynd með hárnet á höfði og sólgleraugu á nefi, stendur við langreyðina sem dregin var á land með ósprengdan skutul í sér.
Hard to Port

Því það eru fleiri lög sem gilda um hval­veiðar en sér­lögin fyrr­nefndu.

Sig­ur­borg yfir­dýra­læknir bendir í því sam­bandi á að í lögum um vel­ferð dýra er sér­stakt ákvæði um veiðar í 27. gr. en þar seg­ir:

„Ávallt skal staðið að veiðum þannig að það valdi dýr­unum sem minnstum sárs­auka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma. Skylt er veiði­mönnum að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa þau dýr sem þeir hafa valdið áverk­um.

Við veiðar er óheim­ilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa lim­lest­ingum eða kvöl­um. Við veiðar á villtum dýrum skal að auki fara að fyr­ir­mælum gild­andi laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spen­dýr­um.“

Langreyður blæs.
Náttúrufræðistofnun Íslands

Hvalir eru sann­ar­lega villt spen­dýr. Og þau langstærstu sem fyr­ir­finn­ast á plánet­unni Jörð. Lang­reyð­ur, sem Hvalur hf. veiðir nú af miklum móð, er næst­stærsta spen­dýr jarð­ar. Ein­ungis frænka henn­ar, steypireyð­ur­in, er stærri. Þær eru full­vaxnar 24-26 metrar að lengd og vega þá 60-75 tonn. Þetta eru lang­lífar skepn­ur, geta orðið 80-90 ára. Svipað gamlar og mann­skepn­an.

Skrokkur lang­reyðar er langur og fremur grann­ur, dökkur á baki og hvítur á kvið. Hver lang­reyður hefur sitt ein­kenn­andi lita­munstur í gráum og brúnum tónum ofan og aftan við aug­un. Hár blást­ur­inn lík­ist keilu á hvolfi.

Gengur með kálfinn í eitt ár

Lang­reyðar eru oft­ast einar eða í litlum hóp­um, stundum slást þær í för með steypireyðum og fyrir kemur að þessar teg­undir æxlist sam­an. Lang­reyð­urin makar sig í nóv­em­ber til jan­ú­ar, með­göngu­tím­inn er eitt ár og hún ber annað hvert ár. Kálf­ur­inn er á spena í rúm­lega 10 mán­uði. Venju­lega fæð­ist hann 6-6½ m langur og tvö­faldar lengd sína áður en hann fer af spena.

Lang­reyðar eru ekki fjörugar við yfir­borði og er mjög sjald­gæft að þær lyfti sporði og enn sjaldnar stökkva þær. Lang­reyðar eru hrað­syndar og geta náð yfir 30 kíló­metra hraða á klukku­stund. Eins og steypireyður gefa þær frá sér hátt baul á mjög lágu tíðnisviði. Baul þeirra er talið meðal kraft­mestu hljóða í nátt­úr­unni og berst hund­ruð eða þús­undir kíló­metra í sjón­um.

Lang­reyðar voru mest veiddar allra hvala­teg­unda á 20. öld en hafa verið vernd­aðar á heims­vísu síðan 1966. Stofn­stærð á heims­vísu er áætluð um 120.000 til 150.000 dýr og að Aust­ur-Græn­lands- og Íslands­stofn­inn sé 8-10.000 dýr. Þær er að finna í öllum helstu haf­svæðum en eru einkum á tempruðum svæðum og nærri pól­un­um.

Stofn­inn er í við­kvæmri stöðu, er ógnað sam­kvæmt alþjóð­legum skil­grein­ing­um.

Frá því fyrsta hval­veiði­skip Hvals hf. lagði úr höfn þann 22. júní hafa full­trúar dýra­vernd­un­ar­sam­tak­anna Hard to Port orðið vitni að og safnað gögnum um fleira mis­jafnt en sprengiskutla sem ekki springa. „Hversu margir hvalir þurfa að þjást þar til rík­is­stjórn Íslands skoðar þessi aug­ljósi brot á dýra­vel­ferð nán­ar?“ spyr Arne Feu­er­hahn, fram­kvæmda­stjóri Hard to Port. „Það er eins og hval­veiði­fyr­ir­tæki fái að kom­ast upp með allt.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar