Arne Feuerhahn

Hver langreyður safnar um 33 tonnum af kolefni á lífsleiðinni

Hvalir binda kolefni. Eiga í samskiptum. Eru forvitnir, lausnamiðaðir og fórnfúsir. Veiðar á þeim eru óþarfar, ekki hluti af menningu Íslendinga og að auki óarðbærar. Þær snúast enda ekki um hagnað heldur völd. „Kristján Loftsson er síðasti kvalarinn.“

Hval­veiðar Íslend­inga eru barn síns tíma, tím­arnir hafa breyst, við þurfum að sýna meiri ábyrgð og ekki bara veiða af því við getum það,“ segir Edda Elísa­bet Magn­ús­dótt­ir, doktor í sjáv­ar­líf­fræði og einn helsti hvala­sér­fræð­ingur Íslend­inga. Edda var meðal þeirra sem tóku til máls á mót­mælum gegn hval­veiðum sem fjögur sam­tök stóðu fyrir á Aust­ur­velli á föstu­dag.

Mar­grét Tryggva­dótt­ir, rit­höf­undur og fyrr­ver­andi þing­mað­ur, rifj­aði í sinni ræðu upp að hval­veiðar hefðu fyrst og fremst verið stund­aðar af útlend­ingum við Ísland í ald­ir, aðeins hins síð­ari ár af Íslend­ingum og því vart hluti af íslenskri menn­ingu.

Val­gerður Árna­dótt­ir, for­maður Sam­taka græn­kera á Íslandi, sagði hvali skutl­aða með sprengjum og að þeir hái oft langt dauða­stríð. Hún spurði hvort Íslend­ingum þætti það eitt­hvað skárra en nauta­hlaupið í Pamplona sem end­aði með pynt­ingum á naut­un­um.

Þörf fyrir nýt­ingu þarf að vera mikil

Rök fyrir hval­veiðum á seinni árum „hafa því miður verið á lágu plan­i,“ sagði Edda og að oft snú­ist umræðan um nátt­úr­una sem auð­lind sem menn hefðu rétt á að nýta. „Slík orð­ræða var rétt­mæt­ari á öldum áður þegar mann­fólk þurfti almennt að hafa meira fyrir hverjum degi fyrir sig. En nú er veru­leik­inn allt ann­ar, nátt­úr­unni hnignar og fólks­fjölgun er allt of mik­il. Við eigum ekki sjálf­sagðan rétt á að nýta stofna nátt­úr­unn­ar. Þeir stofnar sem við nýtum þurfa að vera sterkir og þörfin fyrir nýt­ingu þeirra þarf að vera mik­il.“

Í ljósi bág­bor­innar stöðu nátt­úr­unnar þurfi mann­eskjur að breyta við­horfum sín­um. „Nátt­úran er ekki þarna fyrir okkur en til að lifa af þurfum við að lifa með henni og aðeins taka það sem við þurfum og það sem nátt­úran ræður við.“

Hval­veiðar ekki óum­flýj­an­legar

Edda benti á að tap líf­breyti­leika jarðar á heims­vísu ger­ist nú mun hraðar áður í 300 þús­und ára sögu manns­ins. Yfir 30 þús­und af 120 þús­und teg­undum séu nú á rauðum lista Alþjóða-­nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna (International Union for Conservation of Nat­ure, IUCN) um teg­undir í útrým­ing­ar­hættu og hefur fjöldi þeirra þre­fald­ast á síð­ustu tutt­ugu árum.

„Hvers vegna? Jú fyrst og fremst vegna athafna okkar mann­anna sem hefur ger­breytt ásýnd jarð­ar­inn­ar, valdið margs­konar mengun í líf­rík­inu, breyt­ingum á lofts­lagi, súrn­unar sjávar og öfgum í veð­ur­fari.“

Líf­breyti­leika jarðar sé því ógnað sem aldrei fyrr vegna athafna manns­ins eins og ofveiða og rösk­unar á nátt­úru­legum búsvæð­um. „Sumt er jú óum­flýj­an­legt þar sem reyna þarf að tryggja fæðu­ör­yggi manns­ins,“ sagði Edda, „en svo ótal­margt sem við gerum er umflýj­an­legt og óþarft. Hval­veiðar eru þar meðal ann­ar­s.“

Edda Elísabet Magnúsdóttir ræðir við fréttamenn að loknum mótmælunum á föstudag.
Arne Feuerhahn

Fjöldi þeirra lang­reyða sem til­heyrir þeim stofni sem Hvalur hf. veiðir úr telur um 45 þús­und dýr og hrefn­urnar um 150 þús­und í öllu Norð­ur­-Atl­ants­hafi. Úr þeim stofni veiða Norð­menn líka.

„Fyrir spen­dýr sem fjölga sér hægt og setja gíf­ur­lega orku í hvert afkvæmi telj­ast þetta ekki stórir spen­dýra­stofn­ar,“ sagði Edda. Fjöldi þeirra hvala sem má veiða sé ekki lík­legur til að valda skaða á stofn­unum eins og staðan er í dag. „En munum að umhverfi þess­ara dýra er að breyt­ast á met­hraða sem við getum ekki fylli­lega séð fyr­ir.“

Edda sagði að það einnig gleym­ast í umræð­unni að hinar tíð­ræddu auð­lindir séu líf­verur sem eigi sér til­veru­rétt, sumar lifi í fjöl­skyldu­hópum alla sína ævi, teng­ist djúpum bönd­um, læri og leiki sér. „Ef fólk sýnir af sér minnstu til­finn­inga­semi gagn­vart dýr­unum og gerir athuga­semdir við aflíf­un­ar­að­ferðir eða aðbúnað dýra, sem geta verið ómann­úð­leg­ar, eru slíkir ein­stak­lingar afgreiddir sem órök­réttar til­finn­inga­skjóður sem hafa greini­lega aldrei verið í sveit.“

En þekk­ingu okkar fleyti hratt fram. „Og fyrir til­stuðlan rann­sókna á atferli dýra höldum við áfram að læra og skilja betur gleði þeirra og sorg, for­vitni, upp­götv­an­ir, nýsköp­un, lausn­ar­leit, sam­kennd og fórn­fýsi og svo mætti lengi telja. Upp­lif­anir sem virð­ast ekki ýkja ólíkar okk­ar. Þar eru hvalir engin und­an­tekn­ing.“

Þegar við veljum að veiða villt dýr í nátt­úr­unni eða halda þeim til mann­eldis þurfa að mati Eddu að liggja sterk rök að baki og nauð­synin að vera skýr.

Skammar­leg skýrsla

Rann­sóknir hafi meðal ann­ars sýnt að end­ur­koma hvala inn á ákveðin svæði geti haft jákvæð áhrif á frum­fram­leiðni sem auki frek­ari fram­leiðslu­getu og líf­breyti­leika innan vist­kerfa. Þannig sé úrgangur frá hvöl­um, sem er ríkur af snefil­efn­um, mik­il­vægur plöntu­svifi, sem er svo aftur und­ir­staða vist­kerfa sjáv­ar. Einnig séu hval­hræ sem falla til botns mik­il­vægur hluti botn­vist­kerfa.

„Af miklu ábyrgð­ar­leysi var því haldið fram í nýlegri skýrslu Hag­fræða­stofn­unar Háskóla Íslands um þjóð­hags­leg áhrif hval­veiða, að brott­hvarf um 40 pró­sent hvala yrði til sam­bæri­legrar fjölg­unar í nytja­stofnum í haf­in­u,“ sagði Edda. „Slík rök­færsla er veru­lega óvís­inda­leg og skammar­leg fyrir íslenskt vís­inda­sam­fé­lag.“

Í skýrsl­unni hafi ekki verið tekið til greina að hvalir eru hluti af flæði orku um fæðu­vef sjávar og gegni afar mik­il­vægu hlut­verki í hringrás nær­ing­ar­efna. „Fisk­veiðar manns­ins fjar­lægja hins vegar orku og nær­ing­ar­efni út úr vist­kerf­inu sem skilar sér ekki svo glatt til baka. Því er ekki hægt að bera saman afrán hvala og manna út frá orku­þörf líkt og var gert í skýrsl­unn­i.“

Edda minnti enn­fremur á að stór­hveli geta bundið mikið magn kolefnis nái þeir fullum aldri. „Áætlað hefur verið að stór­hveli eins og lang­reyður og steypireyður safni um 33 tonnum af kolefni á sínum líf­tíma. Það minnir á mik­il­vægi hvala í bind­ingu kolefn­is. Deyi hvalur í haf­inu á kolefnið í lík­ama hans ekki greiða leið út í and­rúms­loftið í formi koltví­sýr­ings heldur nýt­ist hann í lík­ama ann­arra sjáv­ar­líf­ver­a.“ Þegar hvalur sé hins vegar dreg­inn á land og verk­aður losnar mun meira af koltví­sýr­ing milli­liða­laust út í and­rúms­loft­ið.

Hvalir hafa við­haldið lifn­að­ar­háttum sínum í um 50 millj­ónir ára í jafn­vægi við umhverfið sitt. Jafn­vægið helst svo lengi sem þeir taka ekki meira en umhverfið þol­ir. Þessu sagð­ist Edda vilja vekja athygli á þar sem gjarnan hefur verið reynt að rétt­læta hval­veiðar vegna þess magns fæðu sem hvalir þurfa að inn­byrða og gefið í skyn að magnið sé ónátt­úru­legt og vont fyrir nátt­úr­una. „Slík rök eiga ekki rétt á sér við rétt­læt­ingu hval­veiða,“ sagði hún. „Nátt­úran þarf að fá að njóta vafans, í ljósi með­ferðar okkar á jörð­inni hefur þörfin aldrei verið meiri.“

Margrét Tryggvadóttir ræðir við fjölmiðla á mótmælunum á Austurvelli.
Arne Feuerhahn

Ekki menn­ing heldur léleg stjórn­sýsla

Hval­veiðar hafa sann­ar­lega verið stund­aðar í sjónum í kringum Ísland öldum sam­an, en fyrst og fremst af útlend­ing­um. „Ís­lend­ingar eru hins vegar frum­kvöðlar í hval­veiði­bann­i,“ sagði Mar­grét Tryggva­dótt­ir, rit­höf­undur og fyrr­ver­andi þing­maður í ræðu sinni. Á meðan útlend­ingar „sóp­uðu upp hvöl­um“ hafi Íslend­ingar reynt af veikum mætti að hafa stjórn á veið­un­um. Á þess­ari öld hafi eitt íslenskt hval­veiði­fyr­ir­tæki, Hvalur hf., fengið að veiða hund­ruð hvala bæði í svoköll­uðu „vís­inda­skyni“ og atvinnu­skyni og reynt að koma kjöt­inu í verð, „þrátt fyrir litla sem enga eft­ir­spurn“ og að kann­anir sýni að meiri­hluti lands­manna styður ekki hval­veið­ar.

Til þess að hægt sé að veiða og vinna hvali þurfi að gefa und­an­þágur frá reglu­gerðum um dýra­vel­ferð og holl­ustu­hætti við fram­leiðslu mat­væla. Almennt megi t.d. ekki verka kjöt utandyra. Í ár megi Hvalur hf. veiða 161 lang­reyði og 217 hrefnur en af því að hann veiddi ekki kvóta síð­asta árs bæt­ast við 32 lang­reyð­ar. Sam­kvæmt reglu­gerð frá 2019 má fyr­ir­tækið veiða hvali til árs­ins 2023 – þrátt fyrir að kvóta sé almennt ekki úthlutað nema eitt ár í senn.

„Er þetta íslensk menn­ing? Kannski er léleg stjórn­sýsla, sér­reglur fyrir útvalda og einka­vina­væð­ing auð­linda hefð hér á landi en ég myndi ekki kalla það menn­ing­u.“

Valgerður Árnadóttir tók þátt í mótmælum gegn hvalveiðum og hélt þar einnig ræðu. Hún er formaður Samtaka grænkera á Íslandi.
Arne Feuerhahn

Val­gerður Árna­dótt­ir, for­maður Sam­taka græn­kera, spurði í sinni ræðu hvort hval­veiðar Íslend­inga væru eitt­hvað skárri en nauta­hlaupið í Pamplona sem margir Íslend­ingar hafa for­dæmt á sam­fé­lags­miðlum og þyki hrylli­legt athæfi. „Er dauða­stríð hvala eitt­hvað skárra? Þeir eru eltir uppi og skotnir með skutli sem springur inni í þeim. Hvalir há kvala­fullt dauða­stríð í langan tíma, allt frá 6 til 25 mín­útna dauða­stríð, og stundum lengur þegar það þarf að hlaða og skjóta þá aft­ur.“

Hún segir stað­reynd að ekki sé arð­bært að veiða hval. Og að fyrir því sé ekki einu sinni löng hefð í Íslands­sög­unni. „Samt sem áður hefur einn maður svo mikil ítök á Íslandi að hann hefur sann­fært fjölda fólks að það sé hluti af sjálf­stæð­is­bar­áttu okkar að drepa hvali.“

Kristján Loftsson við hræ langreyðar í hvalstöðinni í Hvalfirði nýverið.
Arne Feuerhahn

Þessi mað­ur, Krist­ján Lofts­son, er millj­arða­mær­ing­ur, benti Val­gerður á. Honum slétt sama um tap sitt af hval­veið­um. Hann kunni hvort eð er ekki aura sinna tal.

„Hval­veiðar fyrir honum snú­ast ekki um hagn­að, þær snú­ast um völd. Krist­ján er síð­asti kval­ar­inn, síð­asti nauta­ban­inn, hans auma leið til að sýna karl­mennsku sína er með því að pynta og drepa ljúfar, mik­il­vægar og sjald­gæfar skepnur og hann mun ekki hætta því fyrr en rík­is­stjórn Íslands stöðvar hann.“

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Fiski­stofu hefur Hvalur hf. þegar veitt 37 lang­reyðar frá því að veið­arnar hófust 22. júní. Fleiri kunna að hafa verið skotnar í dag.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiInnlent