EPA

Bann við þungunarrofi hefur alvarleg keðjuverkandi áhrif á aðra heilbrigðisþjónustu

Fjölgun ófrjósemisaðgerða og tilfella þar sem læknar þurfa að fresta lífsbjargandi aðgerðum fyrir þungaða sjúklinga sína með alvarlegum afleiðingum er meðal þeirra keðjuverkandi áhrifa sem bann við þungunarrofi í Bandaríkjunum hefur.

Næstum algert bann við þung­un­ar­rofi er nú í gildi í átta ríkjum Banda­ríkj­anna, auk þess sem fjöldi ríkja hefur hert lög­gjöf sína í mála­flokkn­um. Búast má við því að fleiri ríki bæt­ist við á næstu vik­um, nú þegar um þrjár vikur eru liðnar frá því að hæsti­réttur Banda­ríkj­anna sneri við fyrri dómi sem tryggt hafði konum og öðrum leg­höfum rétt­inn til þung­un­ar­rofs í nærri 50 ár.

Bann við þung­un­ar­rofi hefur ekki aðeins áhrif á þung­un­ar­rof, heldur einnig á aðra heil­brigð­is­þjón­ustu. Læknar og annað heil­brigð­is­starfs­fólk í ríkjum þar sem bann við þung­un­ar­rofi hefur tekið gildi eru enn að reyna að átta sig á því hvað má og hvað ekki þegar kemur að umönnun þung­aðra kvenna þegar alvar­leg veik­indi koma upp á með­göng­unni. Þá hefur fjöldi kvenna gripið til sinna eigin ráða til þess að kom­ast hjá því að verða fórn­ar­lömb lög­gjaf­ar­inn­ar.

Í umfjöllun AP frétta­stof­unnar um eft­ir­mála dóms hæsta­réttar Banda­ríkj­anna, sem kveð­inn var upp 24. júní síð­ast­lið­inn og kvaddi á um að réttur til þung­un­ar­rofs væri ekki stjórn­ar­skrár­var­inn, er rætt við fjölda lækna og kvenna sem nú reyna sitt besta til að takast á við þennan nýja raun­veru­leika.

Þegar hafa komið upp fjöldi til­fella þar sem heil­brigð­is­starfs­fólk hefur þurft að fresta eða jafn­vel neita alvar­lega veikum konum um lífs­nauð­syn­legar aðgerð­ir. Þannig fékk heilsu­gæsla í Ohio sem sér­hæfir sig í þung­un­ar­rofi í síð­ustu viku sím­töl frá tveimur konum sem gengu með utan­legs­fóstur en hafði verið neitað um lækn­is­þjón­ustu. Við þung­anir þar sem fóstrið vex utan legs eru lífslíkur þess engar og geta þær verið lífs­hættu­legar móð­ur­inni sé ekki gripið inn í.

Kvaðst læknirinn hafa horft upp á konuna verða veikari og veikari þar til hjartsláttur fóstursins stöðvaðist loks daginn eftir.
EPA

Þetta er aðeins eitt dæmi um þau skelfi­legu áhrif sem bann við þung­un­ar­rofi hef­ur. Jessian Munoz, kvenna- og fæð­ing­ar­læknir í Texas, einu ríkj­anna sem hefur lagt bann við þung­un­ar­rofi, sem sér­hæfir sig í háá­hættu­þung­un­um, sem AP frétta­stofan ræddi við, segir það skipta sköpum að lækn­is­fræði­legar ákvarð­anir séu skýrar og skil­merki­leg­ar. Hingað til hafi það verið þannig að sé líf móður í hættu skuli fóstrið rak­leiðis fjar­lægt úr leg­inu, hvort sem það sé gert með lyfjum eða aðgerð. Nú þurfi læknar hins vegar að meta hvort sjúk­ling­ur­inn sé „nægi­lega veik­ur“ til þess að hægt sé að rétt­læta þung­un­ar­rofið fyrir lög­un­um. Þannig hafi lækna­vís­indi tap­ast og þeim verið skipt út fyrir ótta.

Læknir þessi upp­lifði þennan ótta á eigin skinni þegar sjúk­lingur hans hafði þróað með sér alvar­lega sýk­ingu í móð­ur­kviði. Hjá fóstr­inu mæld­ist hins vegar enn hjart­sláttur og hefði þung­un­ar­rof á þeirri stundu því verið ólög­legt í Texa­s-­ríki. Kvaðst lækn­ir­inn hafa horft upp á kon­una verða veik­ari og veik­ari þar til hjart­sláttur fóst­urs­ins stöðv­að­ist loks dag­inn eft­ir. Sjúk­ling­ur­inn upp­lifði miklar auka­verk­an­ir, þurfti á aðgerð og önd­un­ar­vél að halda og missti blóð í lítra­vís vegna sól­ar­hrings­seink­un­ar­innar á þessu lífs­nauð­syn­lega inn­gripi.

Lýs­ing­arnar hér að ofan eru alls ekk­ert eins­dæmi. Sjúkra­hús í Texas hafa skráð alls 28 til­felli meðal kvenna á háá­hættu­með­göngu sem komnar voru styttra en 23 vikur á leið. Í öllum til­fellum þurfti að fresta þung­un­ar­rofi um níu daga vegna hjart­sláttar hjá fóstr­un­um, og í 60% til­fella glímdu kon­urnar við alvar­legar auka­verk­anir vegna þessa, en það er næstum tvö­falt hærra en eðli­legt er í kjöl­far þung­un­ar­rofs af lækn­is­ráði. Átta fóstr­anna lifðu „fæð­ing­una“ af og sjö þeirra lét­ust innan fáeinna klukku­stunda. Það átt­unda, sem fædd­ist á 24. viku, er alvar­lega veikt og glímir meðal ann­ars við heila­blæð­ing­ar, hjarta­galla, lungna­sjúk­dóm og garna- og lifr­ar­vanda. Þess má geta að fram að þessu, þ.e. áður en hæsti­réttur sneri við því for­dæmi sem Roe v. Wade-­dóm­ur­inn setti, hafði hæsti­réttur banda­ríkj­anna aldrei heim­ilað ein­staka ríkjum að leggja bann við þung­un­ar­rofi áður en fóstur getur talist líf­vænlegt utan móð­ur­kviðs, sem venju­lega er ekki fyrr en á 24. viku með­göngu.

Kvensjúkdómalæknir í Austin, Texas, segir hundruð kvenna hafi sett sig í samband við heilsugæsluna hans til þess að spyrjast fyrir um ófrjósemisaðgerðir í kjölfar úrskurðar hæstaréttar,
EPA

Það er því engin furða að banda­rískar kon­ur, og sér­stak­lega þær sem búa í ríkj­unum sem þegar hafa bannað þung­un­ar­rof, grípi til öþrifa­ráða til þess að koma í veg fyrir að lenda í þessum aðstæð­um. Einn við­mæl­andi AP frétta­stof­unnar sem búsettur er í Texas sagð­ist hafa brugð­ist snemma við þegar hún sá fyrir að tak­marka ætti rétt kvenna þar í ríki til þung­un­ar­rofs all­veru­lega þegar ríkið bann­aði nán­ast allt þung­un­ar­rof eftir sjöttu viku, meira að segja í til­fellum þar sem um nauðgun eða sifja­spell er að ræða. Julie Ann Nitsch, sem orðið hafði fyrir kyn­ferð­is­of­beldi fyrr á lífs­leið­inni, ákvað að fara í ófrjó­sem­is­að­gerð til þess að koma í veg fyrir að hún þyrfti hugs­an­lega að ganga með barn nauð­gara. „Það er leitt að hugsa til þess að ég geti ekki eign­ast börn, en það er skárra en að vera neydd til þess,“ er haft eftir Nitsch.

Tyler Handcock, kven­sjúk­dóma­læknir í Austin, Texas, stað­festir að hund­ruð kvenna hafi sett sig í sam­band við heilsu­gæsl­una hans til þess að spyrj­ast fyrir um ófrjó­sem­is­að­gerðir í kjöl­far úrskurðar hæsta­rétt­ar, ekki síst vegna þess að nú þegar rétt­ur­inn til þung­un­ar­rofs hefur verið afnum­inn ótt­ist þær að aðgengi að getn­að­ar­vörnum gæti orðið næsta við­fangs­efni þeirra sem vilja hafa stjórn yfir lík­ömum kvenna og ann­arra leg­hafa. Heilsu­gæslan ákvað að bjóða upp á hópráð­gjöf þar sem farið var yfir áhættur og afleið­ingar ófrjó­sem­is­að­gerða. Allar kon­urnar sem mættu, tutt­ugu tals­ins, bók­uðu sér tíma í ófrjó­sem­is­að­gerð í kjöl­far­ið. Handcock segir fjölda lækna trega til þess að fram­kvæma slíkar aðgerðir á ungum kon­um. Einn sjúk­linga hans, 28 ára gömul kona, hafi leitað til sex kven­sjúk­dóma­lækna sem hafi neitað henni um aðgerð­ina, en Handcock segir ákvörð­un­ina eiga að vera í höndum sjúk­lingsins. Hann muni standa vörð um rétt­indi sinna sjúk­linga eins og hægt er.

Konur í barn­eign­ar­hug­leið­ing­um, nú eða hug­leið­ingum um að þær vilji alls ekki eign­ast börn, eru ekki þær einu sem bannið við þung­un­ar­rofi hefur áhrif á. Becky Schwarz er meðal þeirra sem varð óvænt fyrir áhrifum þess, en hún þjá­ist af stoð­vefs­sjúk­dómnum lúpus og þarf lyf til að halda sjúk­dómnum niðri. Nú hefur henni hins vegar verið til­kynnt að hún þyrfti að hætta inn­töku lyfj­anna vegna auka­verk­ana sem geta leitt til fóst­ur­láts – í hið minnsta þar til heil­brigð­is­yf­ir­völd í Virg­iníu átta sig á því hvort lyf á borð við þau sem hún tekur stang­ist á við lög vegna þessa, því tækni­lega sé hægt að fram­kalla þung­un­ar­rof með notkun lyfj­anna.

Þetta er einmitt enn annar höf­uð­verkur fyrir heil­brigð­is­starfs­fólk í kjöl­far úrskurðar hæsta­réttar hinn 24. júní síð­ast­lið­inn, en læknar hafa kvartað yfir því að lög­in, sem einnig eru afar mis­mun­andi milli ríkja, séu rugl­ings­leg og erfið fyrir ólög­fræði­mennt­aða að túlka og fram­fylgja. „Við höfum spurt lög­gjafann hvernig heil­brigð­is­þjón­ustan eigi að túlka lög­in,“ segir Dana Sto­ne, læknir í Ohio þar sem bann hefur verið lagt við nær öllu þung­un­ar­rofi. „Þau segja bara ‚Þið finnið út úr því‘“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar