Ríkin þrettán sem geta bannað þungunarrof strax – verði meirihlutaálitið samþykkt

Réttur til þung­un­ar­rofs verður ekki lengur var­inn í stjórn­ar­skrá lands­ins og fær­ist í hendur ein­stakra ríkja verði það niðurstaða Hæstaréttar Bandaríkjanna að snúa við dómi Roe gegn Wade frá 1973. Við það geta 13 ríki strax bannað þungunarrof.

Mótmæli hafa staðið yfir nær stanslaust við Hæstarétt Bandaríkjanna frá því á mánudag þar sem þess er krafist að réttur kvenna til þungunarrofs verði virtur.
Mótmæli hafa staðið yfir nær stanslaust við Hæstarétt Bandaríkjanna frá því á mánudag þar sem þess er krafist að réttur kvenna til þungunarrofs verði virtur.
Auglýsing

Þrettán ríki Banda­ríkj­anna munu geta bannað þung­un­ar­rof um leið og Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna sam­þykkir að snúa við dómi Roe gegn Wade frá 1973, dómi þar sem kveðið er á um stjórn­ar­skrár­var­inn rétt kvenna til þung­un­ar­rofs.

­Mikil ólga hefur verið í banda­rísku sam­fé­lagi frá því á mánu­dag þegar meiri­hluta­á­liti frá Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna var lekið fjöl­miðla þar sem fram kemur að dóm­ur­inn hefur sam­þykkt drög að meiri­hluta­á­liti þess efnis að taka til umfjöll­unar að snúa við dómi Roe gegn Wade og skerða þannig stjórn­ar­skrár­var­inn rétt kvenna til þung­un­ar­rofs. Ólgan nær jafnt til þeirra sem styðja rétt kvenna til þung­un­ar­rofs og þeirra sem eru honum mót­fall­in.

Þetta er í fyrsta sinn sem gögnum frá Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna er lekið í fjöl­miðla. John G. Roberts, for­seti hæsta­rétt­ar, segir lek­ann „sví­virði­legt brot á trausti“ og hefur hann farið fram á að sér­stök rann­sókn fari fram á því hvernig fjöl­mið­ill­inn Polit­ico komst yfir meiri­hluta­á­lit­ið. Ekki liggur ljóst fyrir hvort að lög hafi verið brotin þegar álit­inu var lekið til fjöl­miðla.

Umræðan um hvort hæsti­réttur taki dóm­inn frá 1973 til umfjöll­unar er hins vegar ekki ný af nál­inni. Lengi hefur verið vitað að sá mögu­leiki sé fyrir hendi. Hið óvænta er hins vegar að meiri­hluta­á­lit­inu var lekið og kom því bæði þeim sem eru hlynntir rétti kvenna til þung­un­ar­rofs og þeim sem eru honum mót­fallnir á óvart.

Auglýsing
Verði það nið­ur­staðan að dómnum verði snúið verður réttur til þung­un­­ar­rofs ekki lengur var­inn í stjórn­­­ar­­skrá lands­ins og fær­ist í hendur ein­stakra ríkja. Þrettán ríki þar sem repúblikanar hafa verið lengi við stjórn­völ­inn eru vel undir það búin.

Laga­setn­ing til staðar sem auð­veldar bann við þung­un­ar­rofi

Rík­is­þing þrettán ríkja hafa nú þegar sam­þykkt sér­staka lög­gjöf (e. trig­ger law) sem leiðir til þess að um leið og dómnum verður snúið við tekur bann við þung­un­ar­rofi gildi. Þá má búast við að um 10-12 ríki til við­bótar hefji laga­setn­ingu sem bannar þung­un­ar­rof alfarið eða dregur mjög úr rétti kvenna til þung­un­ar­rofs.

En hver eru þessi þrettán ríki sem geta, og vilja ólm, banna þung­un­ar­rof um leið og færi gefst?

Ríkin sem um ræðir eru Ida­ho, Wyom­ing, Utah, Norð­ur­-Da­kóta, Suð­ur­-Da­kóta, Mis­so­uri, Okla­homa, Arkansas, Kent­ucky, Tenn­essee, Texas, Lou­isi­ana og Miss­issippi. Meiri­hluti ríkj­anna er í suð­ur­hluta Banda­ríkj­anna.

Í Kent­ucky, Lou­isi­ana, Okla­homa og Suð­ur­-Da­kóta mun bann við þung­un­ar­rofi taka gildi um leið og dómnum verður snúið við. Í öðrum ríkj­um, líkt og Ida­ho, tekur bannið gildi 30 dögum eftir ákvörðun hæsta­rétt­ar.

Í öðrum ríkjum þarf að fal­ast eftir lög­gild­ingu hjá rík­is­sak­sókn­ara eða rík­is­þingi áður en bannið verður að lög­um, sem getur tekið nokkrar vik­ur.

Bannið nær ekki til til­fella þar sem lífi eða heilsu konu er ógn­að, en í mörgum til­fellum eru ekki gerðar und­an­tekn­ingar ef kona ákveður að fara í þung­un­ar­rof vegna nauðg­un­ar.

13 ríki Bandaríkjanna munu geta bannað þungunarrof um leið og Hæstiréttur Bandaríkjanna snýr við dómi Roe gegn Wade frá 1973 líkt og drög að meirihlutaáliti dómsins leggja til að verði gert. Mynd/Skjáskot: NY Times

Þá eru fimm ríki, til við­bótar við þau þrettán sem geta bannað þung­un­ar­rof til­tölu­lega hratt, með lög­gjöf sem hefur legið í dvala frá því að stjórn­ar­skrár­var­inn réttur kvenna til þung­un­ar­rofs var stað­festur fyrir 51 ári. Lög­gjöf­ina verður hægt að end­ur­vekja, sam­þykki hæsti­réttur að snúa dómnum við.

Þessi ríki eru Arizona, Wiscons­in, Michig­an, Ala­bama og Vest­ur­-Virg­in­ía. Í tveimur þeirra, Michigan og Wiscons­in, eru demókratar rík­is­stjórar og hafa lýst yfir opin­berum stuðn­ingi við rétt kvenna til þung­un­ar­rofs. Talið er lík­legt að bann við þung­un­ar­rofi verði tekið upp að nýju í Vest­ur­-Virg­in­íu. Í Arizona hefur Doug Ducey rík­is­stjóri gefið það út að miðað þung­un­ar­rof verði ekki heim­ilt eftir 15 vikna með­göngu. Laga­frum­varp sem kveður á um algjört bann við þung­un­ar­rofi, sem var und­ir­búið 2019, mun að öllum lík­indum taka gildi í Ala­bama verði dómnum snúið við.

Í heild­ina má búast við að þung­un­ar­rof verði bannað eða réttur til þess skertur veru­lega í 28 ríkj­um.

Að minnsta kosti 15 ríki sem hyggj­ast styðja rétt kvenna til þung­un­ar­rofs

Það kveður við annan tón í fimmtán ríkjum þar sem í gildi eru lög sem verja rétt kvenna til þung­un­ar­rofs. Þau ríki eru Kali­forn­ía, Conn­ect­icut, Delaware, Hawaii, Ill­in­ois, Maine, Mar­yland, Massachu­setts, Nevada, New Jersey, New York, Oregon, Rhode Island, Vermont og Was­hington. Gavin Newsom, rík­is­stjóri í New York, brást fljótt við eftir að meiri­hluta­á­liti hæsta­réttar var lekið og hét því að styrkja rétt kvenna til þung­un­ar­rofs enn frek­ar.

„Við getum ekki treyst [Hæsta­rétti] til að standa vörð um rétt­inn til þung­un­­ar­rofs þannig að við gerum það sjálf,“ segir Newsom í færslu á Twitt­er. Þá fer hann fyrir breyt­ing­ar­til­lögu á stjórn­ar­skrá Kali­forn­íu­ríkis þar sem réttur kvenna til að ráða yfir eigin lík­ama er und­ir­strik­að­ur.

Ákvörðun Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna mun liggja fyrir í lok júní eða byrjun júlí. Joe Biden Banda­ríkja­for­seti segir mik­il­vægt að almenn­ingur geri sér grein fyrir að um drög sé að ræða og því liggi ekki end­an­lega ljóst fyrir hvort dómnum verði í raun snúið við og réttur kvenna til þung­un­ar­rofs skerturr. Næstu vikur munu því ein­kenn­ast af vanga­veltum þess efnis hvernig almenn­ingur sér lífið fyrir sér ef dómi í máli Roe gegn Wade verði snúið við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent