„Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld“

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur samþykkt drög að meirihlutaáliti sem felst í að snúa við dómi sem snýr að stjórnarskrárvörðum rétti kvenna til þungunarrofs. „Mesta skerðing á réttindum Bandaríkjamanna í hálfa öld,“ segja leiðtogar demókrata á þingi.

Mótmælandi með skýr skilaboð við Hæstarétt Bandaríkjanna í dag.
Mótmælandi með skýr skilaboð við Hæstarétt Bandaríkjanna í dag.
Auglýsing

Meiri­hluti dóm­ara við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna hefur sam­þykkt að taka til umfjöll­unar að snúa við dómi frá 1973 í máli Roe gegn Wade sem mark­aði þátta­skil í rétt­indum kvenna til þung­un­ar­rofs. Nið­ur­staða dóms­ins var að réttur kvenna til þung­un­ar­rofs eigi stoð í stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna.

Polit­ico birti frétta­skýr­ingu upp úr drögum meiri­hluta­á­lits­ins í gær­kvöldi og er þetta í fyrsta sinn sem skjali frá Hæsta­rétti Banda­ríkj­anna er lekið í fjöl­miðla. Ekki leið á löngu þar til hópur fólks kom saman við Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna og krafð­ist þess að réttur til þung­un­ar­rofs yrði virt­ur. Mót­mælin hafa haldið áfram í dag.

Nancy Pelosi, for­seti full­trú­ar­deildar Banda­ríkja­þings, og Chuck Schumer, leið­togi Demókra­ta­flokks­ins í öld­unga­deild­inni, sendu frá sér sam­eig­in­lega yfir­lýs­ingu í gær þar sem þau segja drög hæsta­réttar benda til þess að hæsti­réttur ætli að sam­þykkja mestu skerð­ingu á rétt­indum Banda­ríkja­manna í hálfa öld. „Ekki ein­ungis skerð­ingu á rétt­indum kvenna heldur allra Banda­ríkja­manna,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing
Á sama tíma fagna and­stæð­ingar þung­un­ar­rofs drögum meiri­hluta­á­lits hæsta­rétt­ar. Susan B. Ant­hony, ein stærstu sam­tök Banda­ríkj­anna gegn þung­un­ar­rofi, fara þar fremst í flokki. „Ef Roe verður í raun snúið verður það í okkar verka­hring að stuðla að sam­komu­lagi sem snýr að mik­il­væg­ustu og sterk­ustu vernd sem ófædd börn geta not­ið,“ segir í yfir­lýs­ingu sam­tak­anna.

Mitch McConn­ell, leið­togi Repúblikana­flokks­ins í öld­unga­deild­inni, lítur lek­ann alvar­legum augum og segir í yfir­lýs­ingu að um árás á sjálf­stæði Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna sé að ræða. „Þetta er enn eitt dæmið um stig­mgögnun her­ferðar öfga­vinstr­is­ins sem ógnar alrík­is­dóm­ur­um,“ segir McConn­ell meðal ann­ars í færslu sinni.

Nið­ur­staða í máli Roe gegn Wade „sví­virði­lega röng frá upp­hafi“

Í 98 síðna drögum meiri­hluta­á­lits hæsta­réttar sem er skrifað af hæsta­rétt­ar­dóm­ar­anum Samuel Alito, segir meðal ann­ars að nið­ur­staða dóms­ins í máli Roe gegn Wade hafi verið „sví­virði­lega röng frá upp­hafi“ og að það sé kom­inn tími til að fylgja stjórn­ar­skránni þar sem komi fram að það eigi að vera í höndum lög­gjaf­ar­valds­ins að ákveða hvort konur í ríkjum Banda­ríkj­anna eigi rétt á því að gang­ast undir þung­un­ar­rof.

Alito er einn af sex íhalds­sömum dóm­urum hæsta­réttar og var skip­aður af George W. Bush í jan­úar 2006. Í álit­inu segir Alito einnig að dóm­ur­inn hafi „langt því frá leitt til þjóð­ar­sáttar um þung­un­ar­rof, heldur hafi hann ýtt undir eld­fima umræðu og dýpkað sundr­ung­u.“ Dóm­arar við hæsta­rétt eða tals­menn dóm­stóls­ins hafa ekki viljað tjáð sig um skjalið í sam­tali við Polit­ico.

Dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna. Efri röð frá vinstri: Brett Kavanaugh, Elena Kagan, Neil Gorsuch og Amy Coney Barrett. Neðri röð frá vinstri: Samuel Alito, Clarence Thomas, John Roberts, Stephen Breyer og Sonia Sotomayor. Mynd: EPA

Tíma­móta­dóm­ur­inn í máli Roe gegn Wade upp­­hófst með mál­­sókn konu, sem kölluð var Jane Roe í dóms­skjöl­um, gegn rík­­inu. Iðu­­lega er vísað til þess dómafor­­dæmis sem Roe gegn Wade. Kon­an, sem réttu nafni hét Norma McCor­vey, varð ólétt en vildi rjúfa þung­un­ina. En hún bjó í Texas og á átt­unda ára­tug síð­­­ustu aldar var þung­un­­ar­rof þar aðeins heim­ilt ef með­­­gangan ógn­aði lífi kon­unn­­ar.

Fimm dóm­arar skip­aðir í for­seta­tíð repúblik­ana greiddu þá atkvæði með tveimur frjáls­lyndum dóm­ur­um. Tveir dóm­arar skip­aðir af repúblikönum voru and­vígir nið­ur­stöð­unni og frá því að dóm­ur­inn féll, í rúm 50 ár, hefur stór hluti íhalds­manna barist fyrir því að dómnum verði hnekkt.

McCor­vey tal­aði síðar gegn þung­un­ar­rofi en í heim­ild­ar­mynd sem kom út árið 2020 seg­ist McCor­vey aðeins hafa gert svo þar sem henni var greitt fyrir það. Hún lést árið 2017, 69 ára að aldri.

Þróun eða aft­ur­för?

Mörg ríki eru komin á svip­aðar slóðir og fyrir hátt í fimm­tíu árum þar sem rétt­indi kvenna að þung­un­ar­rofi hafa verið skert með ýmsum hætti. Síð­asta haust tóku gildi lög í Texas sem banna þung­un­­ar­rof eftir að óþroskað hjartað byrjar að slá og dæla blóði um fóst­­ur­vís­inn, sem ger­ist í sjöttu viku með­­­göngu, og skiptir þá til að mynda engu hvort að kon­unni hafi verið nauð­g­að. Þetta er einnig það snemma á með­­­göngu að fæstar konur eru búnar að átta sig á þung­un­inni.

­Þró­un­ina, eða öllu heldur aft­ur­för­ina, hvað varðar rétt­indi kvenna til að hafa vald yfir eigin lík­ama má meðal ann­ars rekja til ríkja þar sem repúblikanar hafa verið við stjórn í árarað­ir, end­­ur­­tek­inni skipun íhalds­­­samra dóm­­ara og auknum ítökum hópa, m.a. krist­inna, sem barist hafa gegn þung­un­­ar­rofi ára­tugum sam­­an.

Í ríkjum þar sem demókratar eru við völd, til að mynda í Kali­forn­íu, Nýju Mexíkó og Michigan hafa rík­is­stjórar brugð­ist fljótt við og heita því að styrkja rétt kvenna til þung­un­ar­rofs enn frekar, verði meiri­hluta­á­lit hæsta­réttar sam­þykkt.

„Við getum ekki treyst [Hæsta­rétti] til að standa vörð um rétt­inn til þung­un­ar­rofs þannig að við gerum það sjálf,“ segir Gavin Newsom, rík­is­stjóri Kali­forn­íu, í færslu á Twitt­er, þar sem hann heitir því einnig að konur muni áfram njóta verndar í rík­inu.

Drögin end­ur­spegli ekki end­an­lega nið­ur­stöðu

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti tók það skýrt fram í yfir­lýs­ing­unni sinni vegna máls­ins að skjal­inu sem var lekið eru fyrstu drög og end­ur­spegli ekki endi­lega end­an­lega nið­ur­stöðu hæsta­rétt­ar.

„Ef Hæsti­réttur ákveður að snúa við dómnum fellur það í hendur kjör­inna full­trúa á öllum stigum að vernda rétt kvenna til að velja. Og það mun falla í hendur kjós­enda að kjósa þau sem styðja rétt til þung­un­ar­rofs í nóv­em­ber,“ segir Biden í yfir­lýs­ingu sinni. Þá kveðst hann reiðu­bú­inn til að vinna að því að lög­festa nið­ur­stöðu Roe gegn Wade.

Alþjóða­heil­brigð­is­mála­stofn­unin (WHO) hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu vegna máls­ins þar sem stofn­unin ítrekar að þung­un­ar­rof sé heil­brigð­is­þjón­usta. WHo bendir á að verði þung­un­ar­rofslög­gjöf hert muni koma verst niður á jað­ar­settum hópum sem munu nýta sér óör­ugga þung­un­ar­rofs­þjón­ustu.

13 ríki geta bannað þung­un­ar­rof um leið og hæsti­réttur snýr við dómnum

Roe gegn Wade hefur verið til umfjöll­unar hjá hæsta­rétti síðan í des­em­ber vegna kröfu dóm­stóla í Miss­issippi um að dómnum verði snúið við. Í drögum meiri­hluta­á­lits­ins kemur fram að vinnsla þess hófst í febr­ú­ar. Í álit­inu er fjallað um mál Dobbs gegn Jackson Women's Health Org­an­ization, mál sem snýst um lög­gjöf í Miss­issippi sem leggur til bann við þung­un­ar­rofi eftir 15. viku með­göngu. Verði álitið sam­þykkt mun lög­gjöfin í Miss­issippi taka gildi.

Ef dómnum verður snúið verður réttur til þung­un­ar­rofs ekki lengur var­inn í stjórn­ar­skrá lands­ins og fær­ist í hendur ein­stakra ríkja. Búast má við að þung­un­r­rof verði bannað í um helm­ingi ríkja Banda­ríkj­anna. Bannið mun taka gildi í 13 ríkjum um leið og meiri­hluta­á­lit hæsta­réttar verður sam­þykkt þar sem rík­is­þing þeirra hafa þegar sam­þykkt lög­gjöf þess efn­is. Það þýðir að um 36 millj­ónir kvenna muni taf­ar­laust missa rétt til þung­un­ar­rofs, sam­kvæmt gögnum frá Planned Parent­hood, heil­brigð­is­stofnun sem veitir þung­un­ar­rofs­þjón­ustu.

For­seti hæsta­réttar getur skrifað eigin meiri­hluta­á­lit

Íhalds­samir dóm­ar­ar, skip­aðir í for­seta­tíð repúblikana, mynda meiri­hluta í hæsta­rétt­inum og greiddu fimm atkvæði með meiri­hluta­á­lit­inu. Ásamt Alito, sem skrif­aði álit­ið, greiddu Clarence Thom­as, Neil Gorsuch, Brett Kavan­augh og Amy Coney Barrett með því að taka til umfjöll­unar að snúa við dómn­um. Þrír dóm­ar­anna voru skip­aðir í for­seta­tíð Don­alds Trump.

Þrír af níu dóm­urum hæsta­réttar eru skip­aðir í for­seta­tíð demókrata; Stephen G. Breyer, Sonia Sotom­a­yor og Elena Kagan, og greiddu þau öll atkvæði gegn því að snúa við dómn­um.

Ekki liggur fyrir hvernig John Roberts, for­seti Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna, mun greiða atkvæði á næstu stigum álits­ins. Hann gæti einnig skrifað sitt eigið álit. Dóm­arar geta auk þess skipt um skoðun þar til end­an­lega atkvæða­greiðsla fer fram. For­dæmi eru fyrir því.

Skjalið sem lak til fjöl­miðla er merkt sem „fyrstu drög meiri­hluta­á­lits“. Búist er við að end­an­legri nið­ur­stöðu hæsta­rétt­ar, það er hvort dómnum verði snúið við eða ekki, í lok júní eða byrjun júlí.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Jón Daníelsson
Ósvífinn endurupptökudómur
Kjarninn 5. október 2022
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent