Lævís lagasmuga þrengir að réttindum kvenna

Allt að því bann við þungunarrofi í Texas gengur þvert á stjórnarskrárvarin réttindi kvenna en vegna klækjabragða við lagagerðina hefur enn ekki tekist að fá þeim hnekkt.

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur enn ekki tekið Texas-lögin fyrir efnislega.
Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur enn ekki tekið Texas-lögin fyrir efnislega.
Auglýsing

Þær eru nán­ast tómar alla daga, heilsu­gæslu­stöðv­arnar sem veita þung­un­ar­rofs­þjón­ustu í Texas í Banda­ríkj­un­um. Þeim hefur reyndar fækkað umtals­vert á síð­ustu árum á sama tíma og sam­tökum sem berj­ast gegn þung­un­ar­rofi hefur vaxið ásmeg­in. Starfs­stöðvar slíkra sam­taka eru þar nú um tíu sinnum fleiri.

Ástæðan er allt að því bann við þung­un­ar­rofi í rík­inu. Rík­inu sem til má rekja stjórn­ar­skrár­bundin rétt­indi kvenna til þung­un­ar­rofs sem feng­ust stað­fest með dómi Hæsta­réttar árið 1973. Sá tíma­móta­dómur upp­hófst með mál­sókn konu, sem kölluð var Jane Roe í dóms­skjöl­um, gegn rík­inu. Iðu­lega er vísað til þess dómafor­dæmis sem Roe gegn Wade. Kon­an, sem réttu nafni heitir Norma McCor­vey, varð ólétt en vildi rjúfa þung­un­ina. En hún bjó í Texas og á átt­unda ára­tug síð­ustu aldar var þung­un­ar­rof þar aðeins heim­ilt ef með­gangan ógn­aði lífi kon­unn­ar.

Auglýsing

Nú er ríkið komið á svip­aðar slóðir og fyrir hátt í fimm­tíu árum. Um miðja síð­ustu viku tóku gildi lög sem banna þung­un­ar­rof eftir að óþroskað hjartað byrjar að slá og dæla blóði um fóst­ur­vís­inn, sem ger­ist í sjöttu viku með­göngu, og skiptir þá til að mynda engu hvort að kon­unni hafi verið nauðg­að. Þetta er einnig það snemma á með­göngu að fæstar konur eru búnar að átta sig á þung­un­inni.

En hvernig gat slík aft­ur­för átt sér stað hvað rétt­indi kvenna til að hafa vald yfir eigin lík­ama varð­ar?

Aðdrag­and­inn er marglaga og málið á sér meðal ann­ars skýr­ingar í ára­langri stjórn Repúblik­ana í rík­inu, end­ur­tek­inni skipun íhalds­samra dóm­ara og auknum ítökum hópa, m.a. krist­inna, sem barist hafa gegn þung­un­ar­rofi ára­tugum sam­an. Þessir hópar eru sumir hverjir sam­ofnir stjórn­mál­unum og sam­fé­lög­unum sem þeir starfa í og jafn­vel þótt að sífellt fleiri borgir rík­is­ins séu undir stjórn Demókrata og að álíka margir Texa­s-­búar hafi viljað herða og gera til­slak­anir á lög­gjöf um þung­un­ar­rof, hefur boð­skapur and­stæð­ing­anna náð mik­illi útbreiðslu og seytlað inn í sam­fé­lögin og náð þar góðri fót­festu.

Andstæðingar réttar kvenna til þungunarrofs fyrir utan dómshús Hæstaréttar í Bandaríkjunum. Mynd: EPA

Eftir dóms­málið sem kennt er við Roe finna Texa­s-­búar fyrir þeirri „skyldu sinni að leiða bar­átt­una og vera djarf­ir,“ hefur New York Times eftir John Sea­go, fram­kvæmda­stjóra Texas Right to Life, stærstu sam­tök­unum sem berj­ast gegn þung­un­ar­rofi í rík­inu.

Á síð­ustu ára­tugum hafa stuðn­ings­menn rétt­inda kvenna til þung­un­ar­rofs verið kosnir á Banda­ríkja­þing fyrir Texas. Þannig var það allt þar til snemma á þess­ari öld. Þá hafði sú hreyf­ing sem berst gegn þessum rétt­indum kvenna vaxið fiskur um hrygg.

Um miðjan tíunda ára­tug síð­ustu aldar náðu Repúblikanar svo yfir­hönd­inni í Texas og allt frá árinu 2003 hafa þeir verið í meiri­hluta í báðum deildum rík­is­þings­ins og full­trúi þeirra setið í stóli rík­is­stjóra.

Því hefur Texas á síð­ustu árum, líkt og fleiri ríki þar sem Repúblikana­flokk­ur­inn heldur um stjórn­ar­taumana, smám saman dregið úr rétt­indum kvenna til þung­un­ar­rofs með ýmis­konar laga­setn­ingu sem oft bein­ist að þeim mið­stöðvum sem veita þjón­ust­una.

Fyrir tæpum ára­tug gátu konur sem vildu rjúfa með­göngu leitað til 40 heilsu­gæslu­stöðva í Texas. Slíkar stöðvar eru nú aðeins 24 og full­víst er að þeim mun fækka enn­frekar vegna hinna nýju laga. Starfs­fólkið er hrætt, það ótt­ast lög­sókn­ir, og þjón­ustan hefur því allt frá því lögin tóku gildi í síð­ustu viku, verið mjög tak­mörk­uð.

Borg­arar geta kært og fengið greitt fyrir

Nýju lögin eru óvenju­leg fyrir margar sak­ir. Sam­kvæmt þeim er ekki hægt að kæra konur fyrir að fara í þung­un­ar­rof eftir sjöttu viku með­göng­unn­ar, heldur þá sem fram­kvæma aðgerð­ina, þ.e.a.s. mið­stöðv­arn­ar, lækn­ana og annað starfs­fólk. Sam­kvæmt þeim er einnig hægt að kæra alla þá sem aðstoða kon­una við að fara í aðgerð­ina – jafn­vel leigu­bíl­stjór­ann sem keyrir hana á stað­inn, líkt og fjallað er um í frétta­skýr­ingu New York Times. Lögin eru á þann veg að það eru ekki opin­berir emb­ætt­is­menn sem bera ábyrgð á því að fram­fylgja lög­unum og geta því kært brot á þeim heldur er því valdi velt yfir á ein­stak­linga. Almennir borg­arar geta kært og eiga jafn­framt rétt á 10 þús­undum doll­ara greiðslu og greiðslu máls­kostn­aðar ef þeir vinna málið fyrir dóm­stól­um.

Repúblikaninn Greg Abbott er ríkisstjóri Texas. Mynd: EPA

Áður en lögin tóku gildi með stað­fest­ingu rík­is­stjór­ans í Texas þann 1. sept­em­ber hafði hópur heilsu­gæslu­stöðva sem fram­kvæma þung­un­ar­rof beðið Hæsta­rétt Banda­ríkj­anna að taka það fyr­ir. Í neyð­ar­beiðni þar um sagði að ef frum­varpið yrði að lögum myndi mögu­leikar kvenna til þung­un­ar­rofs þegar í stað verða skertir veru­lega.

Fimm hæsta­rétt­ar­dóm­arar af níu neit­uðu að blanda sér í mál­ið. Nið­ur­stað­an, sem ekki fól í sér skoðun á gildi lag­anna heldur aðeins því hvort fram­kvæmd þeirra bæri að stöðva á þessum tíma­punkti, var ljós um sól­ar­hring eftir að lögin gengu í gildi.

Það er margt við með­ferð Hæsta­réttar á mál­inu sem vakið hefur athygli og spurn­ing­ar. Annað sam­bæri­legt mál er fyrir Hæsta­rétti. Það teng­ist þreng­ingu þung­un­ar­rofslaga í Miss­issippi. Jafn­vel hafði verið búist við því að Hæsti­réttur myndi með ein­hverjum hætti fresta gild­is­töku Texa­s-lag­anna þar til nið­ur­staða kæm­ist í fyrr­nefnda mál­ið.

Auglýsing

Á þeim 48 árum sem liðin eru frá því að Hæsti­réttur stað­festi rétt banda­rískra kvenna til þung­un­ar­rofs árið 1973 hefur hann annað slagið höggvið að þeim rétt­indum en meiri­hluti hins vegar aldrei verið fyrir afger­andi breyt­ingum í þá átt að hefta þetta frelsi kvenna til að ráða yfir eigin lík­ama. Sömu sögu má segja um nið­ur­stöður dóms­mála á lægri stigum dóms­kerf­is­ins. Mörg ríki hafa viljað þrengja þung­un­ar­rofslög­gjöf sína en hefur í stóru dráttum ekki orðið ágengt hingað til.

Miss­issippi-lög­gjöf­in, sem bannar þung­un­ar­rof eftir fimmtán vikna með­göngu nema að brýn lækn­is­fræði­leg þörf sé á, var í hugum and­stæð­inga þung­un­ar­rofs „stóra mál­ið“ sem átti að draga tenn­urnar úr Roe gegn Wade. Ef Miss­issippi-lögin fá að standa óhreyfð mun það verða til þess að ein­stök ríki geta farið að setja alls konar lagaum­gjörð um þung­un­ar­rof – rétt eins og var að eiga sér stað í Banda­ríkj­unum fyrir árið 1973.

Geta ekk­ert aðhaf­st?

Meiri­hluti Hæsta­réttar kvað ekki upp dóm um gildi Texa­s-lag­anna gagn­vart stjórn­ar­skrá Banda­ríkj­anna og seg­ist því ekki hafa verið að snúa við nið­ur­stöðu Roe gegn Wade.

En það hversu lævís lögin eru mun gera það erfitt að fá úr þeim skorið fyrir jafnt Hæsta­rétti sem öðrum dóm­stól­um. Í slíkum málum er sam­kvæmt hefð­inni sá sem fram­fylgir lög­unum kærð­ur, s.s. rík­is­stjóri eða ráðu­neyti dóms­mála. En þessir aðilar hafa enga aðkomu þegar kemur að því að fylgja Texa­s-lög­unum eft­ir. Það eru almennir borg­arar sem hafa vald­ið. Geta kært. Eins oft og þeir kjósa. Þetta gerði heilsu­gæslu­stöðv­unum sem fram­kvæma aðgerð­irnar erfitt fyrir að átta sig á gegn hverjum þær ættu að sækja mál sitt til að fá lög­unum hnekkt. Það var eng­inn einn aug­ljós fram­kvæmda­að­ili sem hægt væri að draga til ábyrgð­ar. „Þessi lög eru sér­stak­lega hönnuð til að engar slíkar lög­sóknir séu mögu­leg­ar, jafn­vel þótt þau gangi aug­ljós­lega gegn fyrri nið­ur­stöðu Hæsta­rétt­ar,“ segir Adam Liptak, blaða­maður New York Times.

Nið­ur­staða meiri­hluta Hæsta­rétt­ar, fimm íhalds­samra dóm­ara, þar af þriggja sem Don­ald Trump skip­aði, er fram­sett í nokkrum máls­grein­um. Hún er á þá leið að dóm­ur­inn getur ekki fjallað um málið því óljóst sé hverja ætti að stöðva, líkt og heilsu­gæslu­stöðv­arnar höfðu farið fram á, við fram­kvæmd lag­anna. Hæsti­réttur stöðvar nefni­lega ekki bein­línis gild­is­töku laga heldur þá sem fram­fylgja þeim.

Rétt­ur­inn tók því ekki afstöðu til þess hvort að lögin stæð­ust stjórn­ar­skrá. Minni­hluti Hæsta­rétt­ar, frjáls­lynd­ari dóm­ar­arnir fjór­ir, vildu að lögin yrðu „fryst“ þar til málið væri skoðað í kjöl­inn. Þeir bentu í álitum sínum m.a. á að Texa­s-lögin gengju aug­ljós­lega gegn Roe gegn Wade og að meiri­hluti rétt­ar­ins væri að „grafa höf­uðið í sand­inn“ við að taka það ekki til efn­is­legrar umfjöll­un­ar. Sig­ur­inn væri lagar­ef­anna sem fundu smug­una.

Kemur ný Roe fram á sjón­ar­svið­ið?

En hvað þarf að ger­ast svo að Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna fjalli efn­is­lega um lög sem banna þung­un­ar­rof eftir sjöttu viku með­göngu, lög sem ganga þvert á fyrri nið­ur­stöður um þessi stjórn­ar­skrár­bundnu rétt­indi kvenna?

Í raun má segja að tvær leiðir séu fær­ar. Í fyrsta lagi gæti nið­ur­staða áfrýj­un­ar­dóm­stóls í máli heilsu­gæslu­stöðv­anna gegn dóm­urum í Texas – þeim aðilum sem þær telja að hafi í raun fram­kvæmda­valdið sam­kvæmt lög­unum – farið alla leið upp í Hæsta­rétt.

Önnur leið sem væri fær er sú að ein­hver heilsu­gæslu­stöðv­anna fram­kvæmi þung­un­ar­rof eftir sjöttu eða sjö­undu viku með­göngu sem leiði til þess að ein­hver borg­ari kæri. Með vit­und og vilja kon­unnar sem í hlut á væri svo hægt að fara með slíkt mál fyrir Hæsta­rétt og fá úr því skorið, svart á hvítu, hvort að Texa­s-lögin stand­ist stjórn­ar­skrá.

For­svars­menn heilsu­gæslu­stöðv­anna eru skilj­an­lega hik­andi við að taka séns­inn. Að eiga mögu­lega yfir höfði sér hund­ruð kæra vegna einnar aðgerðar – sem er ekki úti­lokað miðað við laga­text­ann. En ef ein­hver væri til­búin í þann slag gæti Roe gegn Wade mögu­lega end­ur­tekið sig í ein­hverri mynd. Og miðað við sam­setn­ingu rétt­ar­ins, þar sem íhalds­samir dóm­arar eru orðnir í meiri­hluta, er ekki full­víst að mál­inu ljúki með sigri hinnar nýju Roe.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar