Skora á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara

Stígamót hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna birtingar persónugreinanlegra gagna úr skýrslutöku konu sem kærði ofbeldi – og „læka“ vararíkissaksóknara. Þau segja réttarkerfið notað til að niðurlægja brotaþola ofbeldis.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Auglýsing

Stíga­mót skora á Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra að skipa nýjan vara­rík­is­sak­sókn­ara í ljósi „læka“ hans á sam­fé­lags­miðl­um.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Stíga­mótum sem sam­tökin sendu á fjöl­miðla í dag.

„Í fyrra­dag birti hæsta­rétt­ar­lög­maður og for­seti dóm­stóla KSÍ lög­reglu­skýrsl­ur, með per­sónu­grein­an­legum gögnum úr skýrslu­töku konu sem var að kæra ofbeldi. Enn og aftur bregst rétt­ar­vörslu­kerfið brota­þolum ofbeldis þar sem gögn úr kerf­inu kom­ast í hendur manna sem nýta þau til að rægja og draga úr trú­verð­ug­leika þol­anda,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Þarna vísa Stíga­mót í færslu Sig­urðar G. Guð­jóns­sonar hæsta­rétt­ar­lög­manns á Face­book sem hann birti í fyrra­dag. Þar segir hann meðal ann­ars að Stíga­mót hafi valið lið „til að þókn­ast konu sem sakað hafði lands­liðs­mann um ofbeldi aðfara­nótt laug­ar­dags um miðja sept­em­ber 2017, en gert við hann sátt í maí 2018 og fengið bætur sér til handa og fé í sjóði Stíga­móta“.

Birtir hann með færsl­unni myndir af fyrr­nefndri lög­reglu­skýrslu.

Óvissa í Laug­ar­dal. ­Merki­legt hve Stíga­mót hafa valdið mik­ill óvissu hjá lands­liði karla í knatt­spyrn­u. Lands­lið­in­u...

Posted by Sig­urður Guðni Guð­jóns­son on Sunday, Sept­em­ber 5, 2021

Konur sem kæra ofbeldi eiga yfir höfði sér ógn­ina um að verða kærðar fyrir rangar sak­ar­giftir

Í yfir­lýs­ingu Stíga­móta er bent á að Sig­urður sé fag­að­ili sem starfar innan kerf­is­ins sem lög­maður og birti hann lög­reglu­skýrslur í máli sem hann hefur enga beina aðkomu að. Þá kemur fram hjá Stíga­mótum að í ofaná­lag hafi vara­rík­is­sak­sókn­ari, Helgi Magnús Gunn­ars­son, „lækað“ færsl­una „en hann gegnir emb­ætti sem hefur úrslita­vald um það hvort ofbeld­is­mál fái áheyrn dóm­ara eður ei. Stundum er talað um að fólk innan kerf­is­ins sé vel­viljað og allir séu að gera sitt besta – það sé bara flókið að ná fram sak­fell­ingum og sanna brot. Þessi fram­ganga vara­rík­is­sak­sókn­ara sýnir á hinn bóg­inn alvar­legan við­horfs­vanda hátt­setts emb­ætt­is­manns í kerf­inu og gefur ekki von um að menn­ing sem leyfir sér að gera lítið úr brota­þolum ofbeldis verði upp­rætt á næst­unni – og það í kerf­inu sem á einmitt að vernda þessa sömu brota­þola,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá kemur fram hjá Stíga­mótum að brotala­mir rétt­ar­kerf­is­ins séu mörgum kunnar en „alltaf skulu finn­ast nýjar leiðir til að nýta það gegn þolendum ofbeld­is. Stíga­mót hafa vakið athygli á nið­ur­fell­ing­ar­hlut­falli nauðg­un­ar­mála en yfir 70 pró­sent þeirra eru felld niður og kom­ast því aldrei í dóm­sal. Mál átta kvenna eru nú til með­ferðar hjá Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu einmitt af því að málin þeirra voru felld niður í íslensku rétt­ar­kerfi án þess að fá við­un­andi með­ferð eða að tekið væri nægt til­lit til sönn­un­ar­gagna. Þau fáu mál sem kom­ast frá sak­sókn­ara­emb­ættum og fyrir dóm eru oft gríð­ar­lengi í með­förum kerf­is­ins sem skilar sér í mild­uðum dómi í Lands­rétti fari svo að yfir­höfuð sé sak­fellt í mál­inu. Konur sem kæra ofbeldi eiga alltaf yfir höfði sér ógn­ina um að verða kærðar fyrir rangar sak­ar­giftir sé málið þeirra fellt niður og ef þær voga sér að segja upp­hátt hver beitti þær ofbeldi dettur kæra fyrir meið­yrði í hús.“

Skora á stjórn­mála­flokka að leggja fram til­lögur um hvernig megi tryggja að rétt­ar­kerfið verndi fólk gegn ofbeldi

Stíga­móta segja að það sé ekk­ert skrýtið við það að konur kæri ekki ofbeldið sem þær voru beittar eða að þær segi ekki frá því. Rétt­ar­vörslu­kerfið passi vel upp á það. „Alltaf skulu finn­ast nýir og nýir angar þess sem nýttir eru á ein­hvern hátt gegn brota­þola – til þess að hræða, þagga og lít­ils­virða. Þessu verður að linna.“

Stíga­mót skora enn fremur á alla stjórn­mála­flokka í fram­boði að leggja fram til­lögur um hvernig megi tryggja að rétt­ar­kerfið verndi fólk gegn ofbeldi en sé ekki verk­færi í höndum þeirra sem beita því og hjálp­ar­kokka þeirra. Og á alla fram­bjóð­endur til stjórnar KSÍ að gera upp við sig hvort þeim finn­ist eðli­legt að „maður gegni trún­að­ar­störfum fyrir hreyf­ing­una sem gengur fram með þessum hætti gegn brota­þola ofbeld­is“.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent