Skora á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara

Stígamót hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna birtingar persónugreinanlegra gagna úr skýrslutöku konu sem kærði ofbeldi – og „læka“ vararíkissaksóknara. Þau segja réttarkerfið notað til að niðurlægja brotaþola ofbeldis.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Auglýsing

Stíga­mót skora á Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra að skipa nýjan vara­rík­is­sak­sókn­ara í ljósi „læka“ hans á sam­fé­lags­miðl­um.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Stíga­mótum sem sam­tökin sendu á fjöl­miðla í dag.

„Í fyrra­dag birti hæsta­rétt­ar­lög­maður og for­seti dóm­stóla KSÍ lög­reglu­skýrsl­ur, með per­sónu­grein­an­legum gögnum úr skýrslu­töku konu sem var að kæra ofbeldi. Enn og aftur bregst rétt­ar­vörslu­kerfið brota­þolum ofbeldis þar sem gögn úr kerf­inu kom­ast í hendur manna sem nýta þau til að rægja og draga úr trú­verð­ug­leika þol­anda,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Þarna vísa Stíga­mót í færslu Sig­urðar G. Guð­jóns­sonar hæsta­rétt­ar­lög­manns á Face­book sem hann birti í fyrra­dag. Þar segir hann meðal ann­ars að Stíga­mót hafi valið lið „til að þókn­ast konu sem sakað hafði lands­liðs­mann um ofbeldi aðfara­nótt laug­ar­dags um miðja sept­em­ber 2017, en gert við hann sátt í maí 2018 og fengið bætur sér til handa og fé í sjóði Stíga­móta“.

Birtir hann með færsl­unni myndir af fyrr­nefndri lög­reglu­skýrslu.

Óvissa í Laug­ar­dal. ­Merki­legt hve Stíga­mót hafa valdið mik­ill óvissu hjá lands­liði karla í knatt­spyrn­u. Lands­lið­in­u...

Posted by Sig­urður Guðni Guð­jóns­son on Sunday, Sept­em­ber 5, 2021

Konur sem kæra ofbeldi eiga yfir höfði sér ógn­ina um að verða kærðar fyrir rangar sak­ar­giftir

Í yfir­lýs­ingu Stíga­móta er bent á að Sig­urður sé fag­að­ili sem starfar innan kerf­is­ins sem lög­maður og birti hann lög­reglu­skýrslur í máli sem hann hefur enga beina aðkomu að. Þá kemur fram hjá Stíga­mótum að í ofaná­lag hafi vara­rík­is­sak­sókn­ari, Helgi Magnús Gunn­ars­son, „lækað“ færsl­una „en hann gegnir emb­ætti sem hefur úrslita­vald um það hvort ofbeld­is­mál fái áheyrn dóm­ara eður ei. Stundum er talað um að fólk innan kerf­is­ins sé vel­viljað og allir séu að gera sitt besta – það sé bara flókið að ná fram sak­fell­ingum og sanna brot. Þessi fram­ganga vara­rík­is­sak­sókn­ara sýnir á hinn bóg­inn alvar­legan við­horfs­vanda hátt­setts emb­ætt­is­manns í kerf­inu og gefur ekki von um að menn­ing sem leyfir sér að gera lítið úr brota­þolum ofbeldis verði upp­rætt á næst­unni – og það í kerf­inu sem á einmitt að vernda þessa sömu brota­þola,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá kemur fram hjá Stíga­mótum að brotala­mir rétt­ar­kerf­is­ins séu mörgum kunnar en „alltaf skulu finn­ast nýjar leiðir til að nýta það gegn þolendum ofbeld­is. Stíga­mót hafa vakið athygli á nið­ur­fell­ing­ar­hlut­falli nauðg­un­ar­mála en yfir 70 pró­sent þeirra eru felld niður og kom­ast því aldrei í dóm­sal. Mál átta kvenna eru nú til með­ferðar hjá Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu einmitt af því að málin þeirra voru felld niður í íslensku rétt­ar­kerfi án þess að fá við­un­andi með­ferð eða að tekið væri nægt til­lit til sönn­un­ar­gagna. Þau fáu mál sem kom­ast frá sak­sókn­ara­emb­ættum og fyrir dóm eru oft gríð­ar­lengi í með­förum kerf­is­ins sem skilar sér í mild­uðum dómi í Lands­rétti fari svo að yfir­höfuð sé sak­fellt í mál­inu. Konur sem kæra ofbeldi eiga alltaf yfir höfði sér ógn­ina um að verða kærðar fyrir rangar sak­ar­giftir sé málið þeirra fellt niður og ef þær voga sér að segja upp­hátt hver beitti þær ofbeldi dettur kæra fyrir meið­yrði í hús.“

Skora á stjórn­mála­flokka að leggja fram til­lögur um hvernig megi tryggja að rétt­ar­kerfið verndi fólk gegn ofbeldi

Stíga­móta segja að það sé ekk­ert skrýtið við það að konur kæri ekki ofbeldið sem þær voru beittar eða að þær segi ekki frá því. Rétt­ar­vörslu­kerfið passi vel upp á það. „Alltaf skulu finn­ast nýir og nýir angar þess sem nýttir eru á ein­hvern hátt gegn brota­þola – til þess að hræða, þagga og lít­ils­virða. Þessu verður að linna.“

Stíga­mót skora enn fremur á alla stjórn­mála­flokka í fram­boði að leggja fram til­lögur um hvernig megi tryggja að rétt­ar­kerfið verndi fólk gegn ofbeldi en sé ekki verk­færi í höndum þeirra sem beita því og hjálp­ar­kokka þeirra. Og á alla fram­bjóð­endur til stjórnar KSÍ að gera upp við sig hvort þeim finn­ist eðli­legt að „maður gegni trún­að­ar­störfum fyrir hreyf­ing­una sem gengur fram með þessum hætti gegn brota­þola ofbeld­is“.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Sigrún Guðmundsdóttir
Leyfið okkur að njóta jarðhitans áhyggjulaus
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent