Skora á dómsmálaráðherra að skipa nýjan vararíkissaksóknara

Stígamót hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna birtingar persónugreinanlegra gagna úr skýrslutöku konu sem kærði ofbeldi – og „læka“ vararíkissaksóknara. Þau segja réttarkerfið notað til að niðurlægja brotaþola ofbeldis.

Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari.
Auglýsing

Stíga­mót skora á Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra að skipa nýjan vara­rík­is­sak­sókn­ara í ljósi „læka“ hans á sam­fé­lags­miðl­um.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá Stíga­mótum sem sam­tökin sendu á fjöl­miðla í dag.

„Í fyrra­dag birti hæsta­rétt­ar­lög­maður og for­seti dóm­stóla KSÍ lög­reglu­skýrsl­ur, með per­sónu­grein­an­legum gögnum úr skýrslu­töku konu sem var að kæra ofbeldi. Enn og aftur bregst rétt­ar­vörslu­kerfið brota­þolum ofbeldis þar sem gögn úr kerf­inu kom­ast í hendur manna sem nýta þau til að rægja og draga úr trú­verð­ug­leika þol­anda,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Þarna vísa Stíga­mót í færslu Sig­urðar G. Guð­jóns­sonar hæsta­rétt­ar­lög­manns á Face­book sem hann birti í fyrra­dag. Þar segir hann meðal ann­ars að Stíga­mót hafi valið lið „til að þókn­ast konu sem sakað hafði lands­liðs­mann um ofbeldi aðfara­nótt laug­ar­dags um miðja sept­em­ber 2017, en gert við hann sátt í maí 2018 og fengið bætur sér til handa og fé í sjóði Stíga­móta“.

Birtir hann með færsl­unni myndir af fyrr­nefndri lög­reglu­skýrslu.

Óvissa í Laug­ar­dal. ­Merki­legt hve Stíga­mót hafa valdið mik­ill óvissu hjá lands­liði karla í knatt­spyrn­u. Lands­lið­in­u...

Posted by Sig­urður Guðni Guð­jóns­son on Sunday, Sept­em­ber 5, 2021

Konur sem kæra ofbeldi eiga yfir höfði sér ógn­ina um að verða kærðar fyrir rangar sak­ar­giftir

Í yfir­lýs­ingu Stíga­móta er bent á að Sig­urður sé fag­að­ili sem starfar innan kerf­is­ins sem lög­maður og birti hann lög­reglu­skýrslur í máli sem hann hefur enga beina aðkomu að. Þá kemur fram hjá Stíga­mótum að í ofaná­lag hafi vara­rík­is­sak­sókn­ari, Helgi Magnús Gunn­ars­son, „lækað“ færsl­una „en hann gegnir emb­ætti sem hefur úrslita­vald um það hvort ofbeld­is­mál fái áheyrn dóm­ara eður ei. Stundum er talað um að fólk innan kerf­is­ins sé vel­viljað og allir séu að gera sitt besta – það sé bara flókið að ná fram sak­fell­ingum og sanna brot. Þessi fram­ganga vara­rík­is­sak­sókn­ara sýnir á hinn bóg­inn alvar­legan við­horfs­vanda hátt­setts emb­ætt­is­manns í kerf­inu og gefur ekki von um að menn­ing sem leyfir sér að gera lítið úr brota­þolum ofbeldis verði upp­rætt á næst­unni – og það í kerf­inu sem á einmitt að vernda þessa sömu brota­þola,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá kemur fram hjá Stíga­mótum að brotala­mir rétt­ar­kerf­is­ins séu mörgum kunnar en „alltaf skulu finn­ast nýjar leiðir til að nýta það gegn þolendum ofbeld­is. Stíga­mót hafa vakið athygli á nið­ur­fell­ing­ar­hlut­falli nauðg­un­ar­mála en yfir 70 pró­sent þeirra eru felld niður og kom­ast því aldrei í dóm­sal. Mál átta kvenna eru nú til með­ferðar hjá Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu einmitt af því að málin þeirra voru felld niður í íslensku rétt­ar­kerfi án þess að fá við­un­andi með­ferð eða að tekið væri nægt til­lit til sönn­un­ar­gagna. Þau fáu mál sem kom­ast frá sak­sókn­ara­emb­ættum og fyrir dóm eru oft gríð­ar­lengi í með­förum kerf­is­ins sem skilar sér í mild­uðum dómi í Lands­rétti fari svo að yfir­höfuð sé sak­fellt í mál­inu. Konur sem kæra ofbeldi eiga alltaf yfir höfði sér ógn­ina um að verða kærðar fyrir rangar sak­ar­giftir sé málið þeirra fellt niður og ef þær voga sér að segja upp­hátt hver beitti þær ofbeldi dettur kæra fyrir meið­yrði í hús.“

Skora á stjórn­mála­flokka að leggja fram til­lögur um hvernig megi tryggja að rétt­ar­kerfið verndi fólk gegn ofbeldi

Stíga­móta segja að það sé ekk­ert skrýtið við það að konur kæri ekki ofbeldið sem þær voru beittar eða að þær segi ekki frá því. Rétt­ar­vörslu­kerfið passi vel upp á það. „Alltaf skulu finn­ast nýir og nýir angar þess sem nýttir eru á ein­hvern hátt gegn brota­þola – til þess að hræða, þagga og lít­ils­virða. Þessu verður að linna.“

Stíga­mót skora enn fremur á alla stjórn­mála­flokka í fram­boði að leggja fram til­lögur um hvernig megi tryggja að rétt­ar­kerfið verndi fólk gegn ofbeldi en sé ekki verk­færi í höndum þeirra sem beita því og hjálp­ar­kokka þeirra. Og á alla fram­bjóð­endur til stjórnar KSÍ að gera upp við sig hvort þeim finn­ist eðli­legt að „maður gegni trún­að­ar­störfum fyrir hreyf­ing­una sem gengur fram með þessum hætti gegn brota­þola ofbeld­is“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Í ávarpi sínu fór Katrín yfir þann lærdóm sem hægt er að draga af kórónuveirufaraldrinum, meðal annars að samheldni samfélagsins hafi reynst okkar mestu verðmæti.
Ekki einungis hægt að vísa ábyrgð á launafólk
Katrín Jakobsdóttir segir atvinnulíf og stjórnvöld bera mikla ábyrgð á bráttunni við verðbólguna og að ekki sé hægt að vísa ábyrgðinni eingöngu á launafólk í komandi kjarasamningum.
Kjarninn 20. maí 2022
Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson
Læknar og hjúkrunarfræðingar styðja dánaraðstoð
Kjarninn 20. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent