Feta má ekki heita Feta

Evrópudómstóllinn hefur sett ofan í við Dani og bannað að hvítur mjólkurostur, sem Danir framleiða í stórum stíl til útflutnings, verði framvegis kallaður Feta. Einungis Grikkir og Kýpverjar mega nota feta nafnið.

Aðeins má kalla ost feta innan Evrópu ef hann var framleiddur í Grikklandi.
Aðeins má kalla ost feta innan Evrópu ef hann var framleiddur í Grikklandi.
Auglýsing

Síð­stlið­inn fimmtu­dag (14.7.) kvað Evr­ópu­dóm­stóll­inn upp úrskurð í því sem kallað hefur verið „feta­mál­ið“. Í stuttu máli sagt er dönskum fram­leið­endum bannað að nota orðið „feta“ um hvítan mjólkur­ost.

Feta­málið er ekki nýtt af nál­inni. Fyrir tæpum 30 árum lögðu Grikkir fram kvörtun til fram­kvæmda­stjórnar ESB. Þar var þess kraf­ist að orðið feta yrði skil­greint sem upp­runa­hug­tak, sem ein­ungis Grikkjum og Kýp­verjum yrði heim­ilt að nota. Fram­kvæmda­stjórnin tók undir kröfur Grikkja en Evr­ópu­dóm­stóll­inn sneri álit­inu við eftir kvörtun frá Dön­um. Árið 2005 úrskurð­aði þessi sami dóm­stóll hins vegar að orðið feta mætti ein­ungis nota um hvítan mjólkur­ost sem fram­leiddur væri í Grikk­landi og á grísku land­svæði.

Auglýsing

Sal­atostur innan ESB, ann­ars feta

Danir brugð­ust við nið­ur­stöðu Evr­ópu­dóm­stóls­ins árið 2005 með því að breyta um nafn á þeim hvíta mjólkur­osti sem seldur var á heima­mark­aði og í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar var hann kall­aður sal­atost­ur, eða hvítur ten­inga­ost­ur. Ætíð í glærum krukkum þannig að ekki gæti farið á milli mála hvert inni­haldið væri.

Danskir osta­gerð­ar­menn, stór­fyr­ir­tækið Arla lang fyr­ir­ferð­ar­mest, ákváðu hins vegar að úrskurður Evr­ópu­dóm­stóls­ins næði ein­ungis til landa innan ESB og evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Þannig að ostur sem fluttur væri til landa utan ESB gæti áfram heitið feta. Arla flytur út geysi­mikið magn af mjólk­ur­vörum, þar á meðal umræddum osti. Mið­aust­ur­lönd eru lang stærsti kaup­andi hvíta osts­ins, sem fram til þessa hefur ein­fald­lega heitið feta á þeim slóð­um.

Hvað er feta?

„Ekta“ feta ostur er grískur ost­ur, gerður úr sauða­mjólk (kindur eru líka sauð­ir) og stundum bland­aður geita­mjólk. Í dag er mjólkin sem notuð er ger­il­sneydd og hituð í allt að 30 gráðum og þá settur í hana osta­hleyp­ir. Eftir um hálf­tíma er blandan „hlaup­in“ eins og það er kallað og þá skorin í litla ten­inga, sneiðar eða stærri stykki. Ten­ing­arnir eru svo settir í fín­gerða grisju til að sía vökvann frá. Eftir þetta er ost­ur­inn lagður í salt­lög í allt að þrjá mán­uði, til að koma í veg fyrir að úr verði myglu­ost­ur, sem hefur allt annað bragð og útlit.

Danski ost­ur­inn, sem nú má ekki kalla feta, er fram­leiddur úr kúa­mjólk. Þá er sér­stöku próteini, lipa­se-enzym, blandað í ost­inn og hvítu lit­ar­efn­i,titandi­ox­id, til að ná gula kúa­mjólk­ur­litnum úr ost­in­um. Ostur sem fram­leiddur er með þessum hætti er sagður bragð­ast öðru­vísi en „ekta“ grískur feta.

Nýi dóm­ur­inn

Eins og áður var getið féll dómur í „feta­mál­inu“ sl. fimmtu­dag. Fram­kvæmda­stjórn ESB, með stuðn­ingi Grikk­lands og Kýp­ur, höfðu stefnt Dan­mörku fyrir Evr­ópu­dóm­stól­inn og kraf­ist þess að notkun orðs­ins feta yrði hætt, ekki bara innan landa ESB heldur hvar sem hvíti ost­ur­inn frá Dan­mörku (og reyndar líka Þýska­landi) er seld­ur. Sam­kvæmt dóms­nið­ur­stöð­unni ber Dön­um, og öðrum fram­leið­endum þegar í stað, eða eins og fljótt og auðið er að hlíta dómn­um. Engar refs­ing­ar, sektir eða slíkt, eru til­greindar í úrskurði dóm­stóls­ins. Ef ekki verður brugð­ist við og notkun feta nafns­ins hætt getur fram­kvæmda­stjórn ESB höfðað nýtt mál og kraf­ist refs­inga, í formi sekta.

Tvö ár eru síðan Mjólkursamsalan breytti heiti Fetaosts í Salatost eftir bréf frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Eins­konar gæða­stað­fest­ing

Til­gang­ur­inn með því að lög­festa feta heitið og tak­marka notkun þess við fram­leiðslu í Grikk­landi og á Kýpur er að hjálpa fram­leið­endum í við­kom­andi löndum að njóta ávaxt­anna af starfi sínu ef svo mætti að orði kom­ast. Hlið­stæð dæmi um slíka tak­mörkun er hið franska Champagne og ítalska Parma­skink­an.

Grikkir hafa bent á, kröfum sínum til stuðn­ings, að feta ost­ur­inn sé alda­gam­all og sam­of­inn grískri sögu. Hans sé meðal ann­ars getið í Ódysseifs­kviðu sem talin er vera frá 8. öld fyrir Krist.

Dóm­ur­inn von­brigði en hvað er til ráða?

Danskir osta­gerð­ar­menn segja nið­ur­stöðu Evr­ópu­dóm­stóls­ins von­brigði. Fram­kvæmda­stjóri sam­taka danskra mjólk­ur­vöru­fram­leið­enda sagð­ist í við­tali frétta­stof­una Ritzau von­ast til að þessi dómur yrði end­ur­skoð­að­ur, þótt það væri ekki lík­legt.

Eins og áður var nefnt eru Mið­aust­ur­lönd lang stærsti kaup­andi á hvíta danska ost­in­um. Þar er nafnið feta mjög þekkt og nú velta danskir osta­fram­leið­endur fyrir sér hvað sé til ráða. Bann Evr­ópu­sam­bands­ins nær ekki til osts, sem fram­leiddur er, eða settur í umbúðir í löndum utan ESB. Hugs­an­legur mögu­leiki er því að flytja ost­inn frá Dan­mörku, án merki­miða, og setja miða, með feta nafn­inu, á krukk­urnar í við­kom­andi landi. Annar mögu­leiki er að flytja ost­inn frá Dan­mörku í stórum pakkn­ingum og setja á krukkur þegar komið er á „áfanga­stað“.

Þriðji mögu­leik­inn er að setja upp osta­gerð í ein­hverju Mið­aust­ur­land­anna og flytja þangað danska mjólk til osta­gerð­ar. Þessi mögu­leiki er þó tal­inn fremur ólík­legur að mati tals­manns osta­fram­leið­enda.

Þess má í lokin geta að fyrir tveimur árum hætti Mjólk­ur­sam­salan notkun orðs­ins feta á hvíta ost­in­um, sem kall­aður var Dala Feta. Sú ákvörðun var tekin í kjöl­far bréfs frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Grískur þing­maður hafði þá vakið athygli á að á Íslandi væri seldur hvítur ost­ur, þar sem umrætt feta nafn kæmi við sög­ur. Mjólk­ur­sam­salan brást skjótt við og nú heitir ost­ur­inn Sal­atostur eða jafn­vel veislu­ost­ur. Sömu leið hefur fram­leið­and­inn Arna far­ið. Áður­nefndur grískur þing­maður mun líka hafa nefnt gríska jógúrt í bréfi sínu til fram­kvæmda­stjórnar ESB. Sú mjólk­ur­af­urð hefur þó ekki breytt um nafn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar