Feta má ekki heita Feta

Evrópudómstóllinn hefur sett ofan í við Dani og bannað að hvítur mjólkurostur, sem Danir framleiða í stórum stíl til útflutnings, verði framvegis kallaður Feta. Einungis Grikkir og Kýpverjar mega nota feta nafnið.

Aðeins má kalla ost feta innan Evrópu ef hann var framleiddur í Grikklandi.
Aðeins má kalla ost feta innan Evrópu ef hann var framleiddur í Grikklandi.
Auglýsing

Síð­stlið­inn fimmtu­dag (14.7.) kvað Evr­ópu­dóm­stóll­inn upp úrskurð í því sem kallað hefur verið „feta­mál­ið“. Í stuttu máli sagt er dönskum fram­leið­endum bannað að nota orðið „feta“ um hvítan mjólkur­ost.

Feta­málið er ekki nýtt af nál­inni. Fyrir tæpum 30 árum lögðu Grikkir fram kvörtun til fram­kvæmda­stjórnar ESB. Þar var þess kraf­ist að orðið feta yrði skil­greint sem upp­runa­hug­tak, sem ein­ungis Grikkjum og Kýp­verjum yrði heim­ilt að nota. Fram­kvæmda­stjórnin tók undir kröfur Grikkja en Evr­ópu­dóm­stóll­inn sneri álit­inu við eftir kvörtun frá Dön­um. Árið 2005 úrskurð­aði þessi sami dóm­stóll hins vegar að orðið feta mætti ein­ungis nota um hvítan mjólkur­ost sem fram­leiddur væri í Grikk­landi og á grísku land­svæði.

Auglýsing

Sal­atostur innan ESB, ann­ars feta

Danir brugð­ust við nið­ur­stöðu Evr­ópu­dóm­stóls­ins árið 2005 með því að breyta um nafn á þeim hvíta mjólkur­osti sem seldur var á heima­mark­aði og í löndum Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar var hann kall­aður sal­atost­ur, eða hvítur ten­inga­ost­ur. Ætíð í glærum krukkum þannig að ekki gæti farið á milli mála hvert inni­haldið væri.

Danskir osta­gerð­ar­menn, stór­fyr­ir­tækið Arla lang fyr­ir­ferð­ar­mest, ákváðu hins vegar að úrskurður Evr­ópu­dóm­stóls­ins næði ein­ungis til landa innan ESB og evr­ópska efna­hags­svæð­is­ins. Þannig að ostur sem fluttur væri til landa utan ESB gæti áfram heitið feta. Arla flytur út geysi­mikið magn af mjólk­ur­vörum, þar á meðal umræddum osti. Mið­aust­ur­lönd eru lang stærsti kaup­andi hvíta osts­ins, sem fram til þessa hefur ein­fald­lega heitið feta á þeim slóð­um.

Hvað er feta?

„Ekta“ feta ostur er grískur ost­ur, gerður úr sauða­mjólk (kindur eru líka sauð­ir) og stundum bland­aður geita­mjólk. Í dag er mjólkin sem notuð er ger­il­sneydd og hituð í allt að 30 gráðum og þá settur í hana osta­hleyp­ir. Eftir um hálf­tíma er blandan „hlaup­in“ eins og það er kallað og þá skorin í litla ten­inga, sneiðar eða stærri stykki. Ten­ing­arnir eru svo settir í fín­gerða grisju til að sía vökvann frá. Eftir þetta er ost­ur­inn lagður í salt­lög í allt að þrjá mán­uði, til að koma í veg fyrir að úr verði myglu­ost­ur, sem hefur allt annað bragð og útlit.

Danski ost­ur­inn, sem nú má ekki kalla feta, er fram­leiddur úr kúa­mjólk. Þá er sér­stöku próteini, lipa­se-enzym, blandað í ost­inn og hvítu lit­ar­efn­i,titandi­ox­id, til að ná gula kúa­mjólk­ur­litnum úr ost­in­um. Ostur sem fram­leiddur er með þessum hætti er sagður bragð­ast öðru­vísi en „ekta“ grískur feta.

Nýi dóm­ur­inn

Eins og áður var getið féll dómur í „feta­mál­inu“ sl. fimmtu­dag. Fram­kvæmda­stjórn ESB, með stuðn­ingi Grikk­lands og Kýp­ur, höfðu stefnt Dan­mörku fyrir Evr­ópu­dóm­stól­inn og kraf­ist þess að notkun orðs­ins feta yrði hætt, ekki bara innan landa ESB heldur hvar sem hvíti ost­ur­inn frá Dan­mörku (og reyndar líka Þýska­landi) er seld­ur. Sam­kvæmt dóms­nið­ur­stöð­unni ber Dön­um, og öðrum fram­leið­endum þegar í stað, eða eins og fljótt og auðið er að hlíta dómn­um. Engar refs­ing­ar, sektir eða slíkt, eru til­greindar í úrskurði dóm­stóls­ins. Ef ekki verður brugð­ist við og notkun feta nafns­ins hætt getur fram­kvæmda­stjórn ESB höfðað nýtt mál og kraf­ist refs­inga, í formi sekta.

Tvö ár eru síðan Mjólkursamsalan breytti heiti Fetaosts í Salatost eftir bréf frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

Eins­konar gæða­stað­fest­ing

Til­gang­ur­inn með því að lög­festa feta heitið og tak­marka notkun þess við fram­leiðslu í Grikk­landi og á Kýpur er að hjálpa fram­leið­endum í við­kom­andi löndum að njóta ávaxt­anna af starfi sínu ef svo mætti að orði kom­ast. Hlið­stæð dæmi um slíka tak­mörkun er hið franska Champagne og ítalska Parma­skink­an.

Grikkir hafa bent á, kröfum sínum til stuðn­ings, að feta ost­ur­inn sé alda­gam­all og sam­of­inn grískri sögu. Hans sé meðal ann­ars getið í Ódysseifs­kviðu sem talin er vera frá 8. öld fyrir Krist.

Dóm­ur­inn von­brigði en hvað er til ráða?

Danskir osta­gerð­ar­menn segja nið­ur­stöðu Evr­ópu­dóm­stóls­ins von­brigði. Fram­kvæmda­stjóri sam­taka danskra mjólk­ur­vöru­fram­leið­enda sagð­ist í við­tali frétta­stof­una Ritzau von­ast til að þessi dómur yrði end­ur­skoð­að­ur, þótt það væri ekki lík­legt.

Eins og áður var nefnt eru Mið­aust­ur­lönd lang stærsti kaup­andi á hvíta danska ost­in­um. Þar er nafnið feta mjög þekkt og nú velta danskir osta­fram­leið­endur fyrir sér hvað sé til ráða. Bann Evr­ópu­sam­bands­ins nær ekki til osts, sem fram­leiddur er, eða settur í umbúðir í löndum utan ESB. Hugs­an­legur mögu­leiki er því að flytja ost­inn frá Dan­mörku, án merki­miða, og setja miða, með feta nafn­inu, á krukk­urnar í við­kom­andi landi. Annar mögu­leiki er að flytja ost­inn frá Dan­mörku í stórum pakkn­ingum og setja á krukkur þegar komið er á „áfanga­stað“.

Þriðji mögu­leik­inn er að setja upp osta­gerð í ein­hverju Mið­aust­ur­land­anna og flytja þangað danska mjólk til osta­gerð­ar. Þessi mögu­leiki er þó tal­inn fremur ólík­legur að mati tals­manns osta­fram­leið­enda.

Þess má í lokin geta að fyrir tveimur árum hætti Mjólk­ur­sam­salan notkun orðs­ins feta á hvíta ost­in­um, sem kall­aður var Dala Feta. Sú ákvörðun var tekin í kjöl­far bréfs frá fram­kvæmda­stjórn Evr­ópu­sam­bands­ins. Grískur þing­maður hafði þá vakið athygli á að á Íslandi væri seldur hvítur ost­ur, þar sem umrætt feta nafn kæmi við sög­ur. Mjólk­ur­sam­salan brást skjótt við og nú heitir ost­ur­inn Sal­atostur eða jafn­vel veislu­ost­ur. Sömu leið hefur fram­leið­and­inn Arna far­ið. Áður­nefndur grískur þing­maður mun líka hafa nefnt gríska jógúrt í bréfi sínu til fram­kvæmda­stjórnar ESB. Sú mjólk­ur­af­urð hefur þó ekki breytt um nafn.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar