Minnir á rétt lækna til að skorast undan störfum í ljósi nýrra laga um þungunarrof

Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur Læknafélags Íslands og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikilvægt að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þekki rétt sinn, gagnvart framkvæmd þungunarrofs, til fylgja samvisku sinni og sannfæringu.

Dögg Pálsdóttir, lögmaður Læknafélags Íslands.
Dögg Pálsdóttir, lögmaður Læknafélags Íslands.
Auglýsing

Dögg Páls­dótt­ir, lög­maður Lækna­fé­lags Íslands og fyrr­ver­andi vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að það sé mik­il­vægt að læknar og aðrir heil­brigð­is­starfs­menn þekki vel rétt sinn þung­urn­ar­rofs til að fylgja sam­visku sinni og sann­fær­ingu þegar kemur að fram­kvæmd þung­un­ar­rofs. 

Hún segir að þó að frum­varpið um þung­un­ar­rof hafi verið sam­þykkt á Alþingi þá séu enn skiptar skoð­anir í sam­fé­lag­inu um að lög­festa skil­yrð­is­lausan rétt konu til að rjúfa þungun fram að lokum 22. viku. Þetta kemur fram í pistli Daggar í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins. 

Ýmsum þykir þær breyt­ingar hafa þurft meiri almenna umræðu

Í pistl­inum fjallar Dögg um nýlega sam­þykkt lög um þung­un­ar­rof. Helstu nýmæli í lög­unum eru þau að konu er nú veitt fullt ákvörð­un­ar­vald um það hvort hún elur barn fram að lokum 22. viku þung­un­ar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja henn­ar. 

Auglýsing

Dögg segir að þó að frum­varp­ið um þung­un­ar­rof hafi verið sam­þykkt af meiri­hluta Alþingis séu enn skiptar skoð­anir í sam­fé­lag­inu um að lög­festa skil­yrð­is­lausan rétt konu til að rjúfa þungun fram að lokum 22. viku. „Ýmsum þykir að þær breyt­ingar sem í hinum nýju lögum fel­ast hefðu þurft meiri almenna umræðu, ekki síst um það hvenær líta eigi svo á að fóstrið eigi sjálf­stæðan rétt til lífs,“ skrifar Dögg.

Hún bendir á að í umsögn Sið­fræði­stofn­unar þar sem fram kemur að stofnun telji það vara­samt að heim­ilda þung­un­ar­rof allt að 22. viku því þá geti fóstur orðið „líf­væn­legt utan fóstur lík­ama móð­ur“. Auk þess nefnir hún að hvergi á Norð­ur­lönd­un­um sé svo rúmur frestur til þung­un­ar­rofs. 

Fæð­ing barns í öllum til­vikum hættu­legri en þung­un­ar­rof

Þá segir í pistl­inum að við umfjöllun vel­ferð­ar­nefndar um þung­ur­rofs­frum­varp­ið hafi komið fram sú spurn­ing um hver staða heil­brigð­is­starfs­manns væri þegar kona óskar eft­ir þung­un­ar­rofi ­þrátt fyrir ráð­legg­ingar læknis um annað eða þegar fram­kvæmd þung­un­ar­rofs stang­ast á við trú­ar­leg eða sið­ferði­leg við­horf hans. 

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta vel­ferð­ar­nefndar er bent á 14. grein laga um heil­brigð­is­starfs­menn. Þar segir að að heil­brigð­is­starfs­manni sé heim­ilt að skor­ast undan störfum sem stang­ast á við trú­ar­leg eða sið­ferði­leg við­horf hans, enda sé tryggt að sjúk­lingur fái nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ust­u. Þá segir í álit­inu að í umræðu nefnd­ar­innar hafi verið bent á að fæð­ing barns væri í öllum til­vikum hættu­legri en þung­un­ar­rof og því væru rök heil­brigð­is­starfs­manns fyrir því að víkj­ast undan því að fram­kvæma þung­un­ar­rof ­með vísan til þess að lífi konu væri stefnt í hættu afar tak­mörk­uð. 

Mynd: Birgir Þór HarðarssonMeiri hlut­inn tekur undir þetta sjón­ar­mið en bendir þó á að erfitt geti verið að skikka heil­brigð­is­starfs­mann til þess að veita þjón­ustu sem stang­ast á við trú­ar­leg eða sið­ferði­leg við­horf hans. Því ákvað ­meiri­hlut­inn að leggja fram breyt­ing­ar­til­lögu þess efnis að bætt yrði við nýrri máls­grein við 4. grein lag­anna um það að skorist heil­brigð­is­starfs­maður undan skyldu sinni skuli réttur kon­unnar eigi síður tryggð­ur. 

Í grein Daggar segir að ekki sé nánar skýrt hvorki í nefnd­ar­á­liti né fram­sögu­ræðu fram­sögu­manns vel­ferð­ar­nefndar með hvaða hætti það skuli gert. „Lík­lega er því treyst að á hverjum tíma séu starf­andi heil­brigð­is­starfs­menn sem fyr­ir­vara­laust eru til­búnir til að fram­kvæma þung­un­ar­rof án til­lits til ástæðna fyr­ir­ þung­un­ar­rofi og jafn­vel þó komið sé að lokum 22. viku með­göng­u.“ segir í grein­inn­i. 

Við­ur­kennt að læknar geti skor­ast undan að fram­kvæma aðgerð af trú­ar­legum eða sið­ferð­is­leg­um á­stæðum

Í pistli Daggar er jafn­framt fjallað um að lækna­lögin frá 1988 en í athuga­semdum með­ frum­varp­in­u, því ­sem varð að lækna­lög­unum frá 1988, kemur fram að mik­il­vægt sé að velta fyrir sér spurn­ing­unni um það hvort og í hvaða til­vikum lækni sé heim­ilt að skor­ast undan að fram­kvæma aðgerð.

 „Fara beri mjög var­lega í skýr­ingar en almennt sé við­ur­kennt, þó það styðj­ist ekki við ótví­ræðan laga­bók­staf, að læknar geti aldrei skor­ast undan að fram­kvæma aðgerð sé um að ræða aðgerð í lækn­inga­skyni. Það sé hins vegar við­ur­kennt að læknar geti skor­ast undan að fram­kvæma aðgerð af trú­ar­legum eða sið­ferð­is­legum ástæðum sé mark­mið aðgerð­ar­innar ekki lækn­ing í þröngri merk­ingu þess orðs, t.d. ófrjó­sem­is­að­gerð eða fóst­ur­eyð­ing af félags­legum ástæð­u­m.“  Þá segir í pistl­inum að frá því að þessi heim­ild hafi verið lög­fest í lækna­lög­unum frá 1988 þá hafi hún verið talin gilda um allar lög­giltar heil­brigð­is­stétt­ir.

Auk þess segir í grein­inni að í Codex Et­hicus Lækna­fé­lags Íslands segir að það sé ­meg­in­regla að lækni sé frjálst að hlýða ­sam­visku sinni og sann­fær­ing­u. „Hann get­ur, ef lög og úrskurðir bjóða ekki ann­að, synjað að fram­kvæma lækn­is­verk, sem hann treystir sér ekki til að gera eða bera ábyrgð á eða hann telur ástæðu­laust eða óþarf­t.“ ­Dögg ítrekar að nefnd­ar­á­lit meiri­hluta vel­ferð­ar­nefndar um að fæð­ing sé í öllum til­fellum hættu meiri en þung­un­ar­rof breyti þar engum um. 

Að lokum bendir Dögg á að lög um þung­una­rof öðlist gildi 1. sept­em­ber næst­kom­andi og ítrekar því mik­il­vægi þess að heil­brigð­is­starfs­menn þekki rétt sinn gagn­vart fram­kvæmdum þung­un­ar­rofs. „Lög um þung­un­ar­rof öðl­ast gildi 1. sept­em­ber nk. Það er því mik­il­vægt að læknar og aðrir heil­brigð­is­starfs­menn þekki vel rétt sinn gagn­vart fram­kvæmd þung­un­ar­rofs til að fylgja sam­visku sinni og sann­fær­ing­u,“ segir Dögg.

Meiri­hluti þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins greiddi atkvæði gegn þung­un­­ar­rofs­frum­varp­inu

Þung­un­ar­rofs­frum­varpið var ­sam­­þykkt í maí síð­ast­liðnum með 40 at­­kvæðum gegn 18 en þrír greiddu ekki at­­kvæði. Meiri­hluti þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins greiddi at­­kvæði gegn þung­un­ar­rofs­frum­varp­inu, alls átta, tveir sátu hjá og fjórir sögðu já. ­Bjarni Bene­dikts­­son, for­maður flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var á meðal þeirra sem greiddi atkvæði gegn frum­varp­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samkeppniseftirlitinu falið að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi
Matvælaráðuneytið mun fá skýrslu um stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi afhenta fyrir lok næsta árs. Þar verða eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja sem hafa fengið ákveðið umfang aflaheimilda úthlutað, og áhrifavald eigenda þeirra, kortlögð.
Kjarninn 5. október 2022
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent