Minnir á rétt lækna til að skorast undan störfum í ljósi nýrra laga um þungunarrof

Dögg Pálsdóttir, lögfræðingur Læknafélags Íslands og fyrrverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það mikilvægt að læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn þekki rétt sinn, gagnvart framkvæmd þungunarrofs, til fylgja samvisku sinni og sannfæringu.

Dögg Pálsdóttir, lögmaður Læknafélags Íslands.
Dögg Pálsdóttir, lögmaður Læknafélags Íslands.
Auglýsing

Dögg Páls­dótt­ir, lög­maður Lækna­fé­lags Íslands og fyrr­ver­andi vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, segir að það sé mik­il­vægt að læknar og aðrir heil­brigð­is­starfs­menn þekki vel rétt sinn þung­urn­ar­rofs til að fylgja sam­visku sinni og sann­fær­ingu þegar kemur að fram­kvæmd þung­un­ar­rofs. 

Hún segir að þó að frum­varpið um þung­un­ar­rof hafi verið sam­þykkt á Alþingi þá séu enn skiptar skoð­anir í sam­fé­lag­inu um að lög­festa skil­yrð­is­lausan rétt konu til að rjúfa þungun fram að lokum 22. viku. Þetta kemur fram í pistli Daggar í nýjasta tölu­blaði Lækna­blaðs­ins. 

Ýmsum þykir þær breyt­ingar hafa þurft meiri almenna umræðu

Í pistl­inum fjallar Dögg um nýlega sam­þykkt lög um þung­un­ar­rof. Helstu nýmæli í lög­unum eru þau að konu er nú veitt fullt ákvörð­un­ar­vald um það hvort hún elur barn fram að lokum 22. viku þung­un­ar, óháð því hvaða ástæður liggja að baki þeim vilja henn­ar. 

Auglýsing

Dögg segir að þó að frum­varp­ið um þung­un­ar­rof hafi verið sam­þykkt af meiri­hluta Alþingis séu enn skiptar skoð­anir í sam­fé­lag­inu um að lög­festa skil­yrð­is­lausan rétt konu til að rjúfa þungun fram að lokum 22. viku. „Ýmsum þykir að þær breyt­ingar sem í hinum nýju lögum fel­ast hefðu þurft meiri almenna umræðu, ekki síst um það hvenær líta eigi svo á að fóstrið eigi sjálf­stæðan rétt til lífs,“ skrifar Dögg.

Hún bendir á að í umsögn Sið­fræði­stofn­unar þar sem fram kemur að stofnun telji það vara­samt að heim­ilda þung­un­ar­rof allt að 22. viku því þá geti fóstur orðið „líf­væn­legt utan fóstur lík­ama móð­ur“. Auk þess nefnir hún að hvergi á Norð­ur­lönd­un­um sé svo rúmur frestur til þung­un­ar­rofs. 

Fæð­ing barns í öllum til­vikum hættu­legri en þung­un­ar­rof

Þá segir í pistl­inum að við umfjöllun vel­ferð­ar­nefndar um þung­ur­rofs­frum­varp­ið hafi komið fram sú spurn­ing um hver staða heil­brigð­is­starfs­manns væri þegar kona óskar eft­ir þung­un­ar­rofi ­þrátt fyrir ráð­legg­ingar læknis um annað eða þegar fram­kvæmd þung­un­ar­rofs stang­ast á við trú­ar­leg eða sið­ferði­leg við­horf hans. 

Í nefnd­ar­á­liti meiri­hluta vel­ferð­ar­nefndar er bent á 14. grein laga um heil­brigð­is­starfs­menn. Þar segir að að heil­brigð­is­starfs­manni sé heim­ilt að skor­ast undan störfum sem stang­ast á við trú­ar­leg eða sið­ferði­leg við­horf hans, enda sé tryggt að sjúk­lingur fái nauð­syn­lega heil­brigð­is­þjón­ust­u. Þá segir í álit­inu að í umræðu nefnd­ar­innar hafi verið bent á að fæð­ing barns væri í öllum til­vikum hættu­legri en þung­un­ar­rof og því væru rök heil­brigð­is­starfs­manns fyrir því að víkj­ast undan því að fram­kvæma þung­un­ar­rof ­með vísan til þess að lífi konu væri stefnt í hættu afar tak­mörk­uð. 

Mynd: Birgir Þór HarðarssonMeiri hlut­inn tekur undir þetta sjón­ar­mið en bendir þó á að erfitt geti verið að skikka heil­brigð­is­starfs­mann til þess að veita þjón­ustu sem stang­ast á við trú­ar­leg eða sið­ferði­leg við­horf hans. Því ákvað ­meiri­hlut­inn að leggja fram breyt­ing­ar­til­lögu þess efnis að bætt yrði við nýrri máls­grein við 4. grein lag­anna um það að skorist heil­brigð­is­starfs­maður undan skyldu sinni skuli réttur kon­unnar eigi síður tryggð­ur. 

Í grein Daggar segir að ekki sé nánar skýrt hvorki í nefnd­ar­á­liti né fram­sögu­ræðu fram­sögu­manns vel­ferð­ar­nefndar með hvaða hætti það skuli gert. „Lík­lega er því treyst að á hverjum tíma séu starf­andi heil­brigð­is­starfs­menn sem fyr­ir­vara­laust eru til­búnir til að fram­kvæma þung­un­ar­rof án til­lits til ástæðna fyr­ir­ þung­un­ar­rofi og jafn­vel þó komið sé að lokum 22. viku með­göng­u.“ segir í grein­inn­i. 

Við­ur­kennt að læknar geti skor­ast undan að fram­kvæma aðgerð af trú­ar­legum eða sið­ferð­is­leg­um á­stæðum

Í pistli Daggar er jafn­framt fjallað um að lækna­lögin frá 1988 en í athuga­semdum með­ frum­varp­in­u, því ­sem varð að lækna­lög­unum frá 1988, kemur fram að mik­il­vægt sé að velta fyrir sér spurn­ing­unni um það hvort og í hvaða til­vikum lækni sé heim­ilt að skor­ast undan að fram­kvæma aðgerð.

 „Fara beri mjög var­lega í skýr­ingar en almennt sé við­ur­kennt, þó það styðj­ist ekki við ótví­ræðan laga­bók­staf, að læknar geti aldrei skor­ast undan að fram­kvæma aðgerð sé um að ræða aðgerð í lækn­inga­skyni. Það sé hins vegar við­ur­kennt að læknar geti skor­ast undan að fram­kvæma aðgerð af trú­ar­legum eða sið­ferð­is­legum ástæðum sé mark­mið aðgerð­ar­innar ekki lækn­ing í þröngri merk­ingu þess orðs, t.d. ófrjó­sem­is­að­gerð eða fóst­ur­eyð­ing af félags­legum ástæð­u­m.“  Þá segir í pistl­inum að frá því að þessi heim­ild hafi verið lög­fest í lækna­lög­unum frá 1988 þá hafi hún verið talin gilda um allar lög­giltar heil­brigð­is­stétt­ir.

Auk þess segir í grein­inni að í Codex Et­hicus Lækna­fé­lags Íslands segir að það sé ­meg­in­regla að lækni sé frjálst að hlýða ­sam­visku sinni og sann­fær­ing­u. „Hann get­ur, ef lög og úrskurðir bjóða ekki ann­að, synjað að fram­kvæma lækn­is­verk, sem hann treystir sér ekki til að gera eða bera ábyrgð á eða hann telur ástæðu­laust eða óþarf­t.“ ­Dögg ítrekar að nefnd­ar­á­lit meiri­hluta vel­ferð­ar­nefndar um að fæð­ing sé í öllum til­fellum hættu meiri en þung­un­ar­rof breyti þar engum um. 

Að lokum bendir Dögg á að lög um þung­una­rof öðlist gildi 1. sept­em­ber næst­kom­andi og ítrekar því mik­il­vægi þess að heil­brigð­is­starfs­menn þekki rétt sinn gagn­vart fram­kvæmdum þung­un­ar­rofs. „Lög um þung­un­ar­rof öðl­ast gildi 1. sept­em­ber nk. Það er því mik­il­vægt að læknar og aðrir heil­brigð­is­starfs­menn þekki vel rétt sinn gagn­vart fram­kvæmd þung­un­ar­rofs til að fylgja sam­visku sinni og sann­fær­ing­u,“ segir Dögg.

Meiri­hluti þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins greiddi atkvæði gegn þung­un­­ar­rofs­frum­varp­inu

Þung­un­ar­rofs­frum­varpið var ­sam­­þykkt í maí síð­ast­liðnum með 40 at­­kvæðum gegn 18 en þrír greiddu ekki at­­kvæði. Meiri­hluti þing­­flokks Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins greiddi at­­kvæði gegn þung­un­ar­rofs­frum­varp­inu, alls átta, tveir sátu hjá og fjórir sögðu já. ­Bjarni Bene­dikts­­son, for­maður flokks­ins og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra var á meðal þeirra sem greiddi atkvæði gegn frum­varp­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rósa Björk Brynólfsdóttir
Er rétt að dæma fólk í fangelsi fyrir pólitískar skoðanir ?
Kjarninn 20. október 2019
Dagatalið mitt
Ásta Júlía Hreinsdóttir safnar fyrir útgáfukostnaði fyrir Dagatalið mitt, sem er fjölnota afmælisdagatal með texta og myndum eftir hana.
Kjarninn 20. október 2019
Árni Már Jensson
Að skilja okkur sjálf: Annar hluti
Kjarninn 20. október 2019
Paul Copley, forstjóri Kaupþings ehf.
6.400 kröfuhafar höfðu ekki sótt peningana sína
Nokkur þúsund kröfuhafa í bú Kaupþings hafa ekki sótt þá fjármuni sem þeir eiga að fá greitt í samræmi við nauðasamninga félagsins. Þeir fjármunir sem geymdir eru á vörslureikningi eru um 8,5 milljarða króna virði á gengi dagsins í dag.
Kjarninn 20. október 2019
Hvar endar tap Arion banka á United Silicon?
Arion banki á kísilmálsverksmiðju Í Helguvík sem hefur ekki verið í starfsemi í þrjú ár. Bankinn hefur fjárfest í úrbótum en óljóst er hvort að þær dugi til að koma verksmiðjunni aftur í gang. Í vikunni var bókfært virði hennar fært niður um 1,5 milljarð.
Kjarninn 20. október 2019
Örn Bárður Jónsson
Afmæliskveðja til Alþingis
Kjarninn 20. október 2019
Leikskólakennurum fækkað um 360 frá árinu 2013
Börnum af erlendum uppruna hefur fjölgað mikið á skömmum tíma. Meira en helmingur þeirra sem starfar við uppeldi og menntun er ófaglærður.
Kjarninn 20. október 2019
Jean Claude Juncker er forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Atvinnuleysi innan ESB ekki mælst minna frá því að mælingar hófust
Atvinnuleysi hjá ríkjum Evrópusambandsins hefur dregist verulega saman á undanförnum árum, en er samt umtalsvert meira en í Bandaríkjunum og á Íslandi.
Kjarninn 19. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent