Margrét Vilborg hlaut aðalverðlaun kvenfrumkvöðla

Sprotafyrirtækið PayAnalytics er í örum vexti þessi misserin.

Margret_Bjarnadottir-2.jpg
Auglýsing

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir, stofn­andi íslenska sprota­fyr­ir­tæk­is­ins PayAna­lyt­ics, hlaut nýverið aðal­verð­laun alþjóð­legs þings Heims­sam­taka frum­kvöðla- og upp­finn­inga­kvenna GWI­IN, sem fram fór í London 27. – 28. júní.

Mar­grét kynnti á þing­inu nýsköp­un­ina að baki hug­bún­að­ar­lausn­inni sem gerir fyr­ir­tækjum kleift að fram­kvæma launa­grein­ing­ar, skoða áhrif launa­á­kvarð­ana og ráð­ast á launa­bil kynj­anna með aðgerð­ar­á­ætlun og kostn­að­ar­grein­ing­u. 

Einnig hjálpar PayAna­lyt­ics til við að halda launa­bil­inu lok­uðu með launa­til­lögum fyrir nýráðn­ingar og þá sem fær­ast til í starfi. Nýsköp­unin að baki lausn­inni felst í stærð­fræði­al­grímum til að loka launa­bilum og í því að setja fram flókna töl­fræði og stærð­fræði­líkön á auð­skilj­an­legan og not­enda­vænan hátt.

Auglýsing

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskar konur hljóta við­ur­kenn­ingu á ráð­stefn­unni, en Sandra Mjöll Jóns­dóttir hlaut sömu verð­laun árið 2017. Þær sem deildu með sér 2. sæt­inu voru Dr. Raf­iza ABD Razak frá Malasíu sem hefur unnið að rann­sóknum á nýj­ungum í bygg­ing­ar­efn­um, þá sér­stak­lega að búa til bygg­ing­ar­efni úr ösku­kenndum leir og Jenan Esam Saleh Als­hehab frá Kúveit sem hefur unnið að þráð­lausu raf­magn­i,“ segir í til­kynn­ingu.

Í 3. sæti var svo Ervina Efzan ) frá Malasíu sem er að búa til gler úr ban­ana trefjum (stem) og losna þar með við eit­ur­efni eins og t.d. blý úr gler­inu.

Fyrr á árinu vann PayAna­lyt­ics fyrstu verð­laun á Wharton People Ana­lyt­ics Con­fer­ence, sem er keppni fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum sem haldin er af hinum virta við­skipta­há­skóla Wharton í Penn­syl­van­íu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um þessar mundir eru fáir á ferli við Brandenborgarhliðið.
Evrópa opnar á ný
Frá og með 15. júní mun stór hluti íbúa Evrópu geta ferðast til annarra landa álfunar. Útgöngubann í Bretlandi líður senn undir lok. Danir í fjarsambandi geta hitt ástvini á ný.
Kjarninn 26. maí 2020
Indriði H. Þorláksson
Veirumolar – Súkkulaði fyrir sykurfíkla
Kjarninn 26. maí 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki þurfa að vera búin undir smit meðal viðskiptavina
Öll ferðaþjónustufyrirtæki verða að vera undir það búin að takast á við smit meðal viðskiptavina sinna og þess verður að krefjast að allir aðilar geri viðbragðsáætlanir. Þetta kemur fram í skýrslu um framkvæmd skimunar meðal erlendra ferðamanna.
Kjarninn 26. maí 2020
Þuríður Lilja Rósenbergsdóttir
Velferðarkennsla og jákvæð sálfræði, af hverju?
Kjarninn 26. maí 2020
Sjúkrastofnanir telja „verulega áhættu“ felast í opnun landsins fyrir ferðamennsku
Bæði Landspítali og Sjúkrahúsið á Akureyri telja áhættu felast í opnun landsins með skimunum. Farsóttarnefnd Landspítala telur skimun einkennalausra ferðamanna takmarkað úrræði og að líklegra en ekki sé að einhverjir komi hingað smitaðir.
Kjarninn 26. maí 2020
Bæta þarf aðstöðu sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans, alveg óháð skimun á ferðamönnum.
Veirufræðideildin getur aðeins unnið 500 sýni á dag
Í skýrslu verkefnisstjórnar um undirbúning framkvæmdar vegna sýnatöku og greiningar á COVID-19 meðal farþega sem koma til landsins kemur fram að verkefnið sé framkvæmanlegt en að leysa þurfi úr mörgum verkþáttum áður en hægt verður að hefjast handa.
Kjarninn 26. maí 2020
Fjármálastefna, fjármálaáætlun og fjármálafrumvarp lögð fram samhliða í haust
Viðræður standa yfir milli stjórnar og stjórnarandstöðu hvernig haga skuli þingstörfum á næstunni. Ríkisstjórnin hefur samþykkt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um breytingar á lögum um opinber fjármál.
Kjarninn 26. maí 2020
Eiríkur Rögnvaldsson
Flokkun fólks eftir málfari
Kjarninn 26. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent