Margrét Vilborg hlaut aðalverðlaun kvenfrumkvöðla

Sprotafyrirtækið PayAnalytics er í örum vexti þessi misserin.

Margret_Bjarnadottir-2.jpg
Auglýsing

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir, stofn­andi íslenska sprota­fyr­ir­tæk­is­ins PayAna­lyt­ics, hlaut nýverið aðal­verð­laun alþjóð­legs þings Heims­sam­taka frum­kvöðla- og upp­finn­inga­kvenna GWI­IN, sem fram fór í London 27. – 28. júní.

Mar­grét kynnti á þing­inu nýsköp­un­ina að baki hug­bún­að­ar­lausn­inni sem gerir fyr­ir­tækjum kleift að fram­kvæma launa­grein­ing­ar, skoða áhrif launa­á­kvarð­ana og ráð­ast á launa­bil kynj­anna með aðgerð­ar­á­ætlun og kostn­að­ar­grein­ing­u. 

Einnig hjálpar PayAna­lyt­ics til við að halda launa­bil­inu lok­uðu með launa­til­lögum fyrir nýráðn­ingar og þá sem fær­ast til í starfi. Nýsköp­unin að baki lausn­inni felst í stærð­fræði­al­grímum til að loka launa­bilum og í því að setja fram flókna töl­fræði og stærð­fræði­líkön á auð­skilj­an­legan og not­enda­vænan hátt.

Auglýsing

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskar konur hljóta við­ur­kenn­ingu á ráð­stefn­unni, en Sandra Mjöll Jóns­dóttir hlaut sömu verð­laun árið 2017. Þær sem deildu með sér 2. sæt­inu voru Dr. Raf­iza ABD Razak frá Malasíu sem hefur unnið að rann­sóknum á nýj­ungum í bygg­ing­ar­efn­um, þá sér­stak­lega að búa til bygg­ing­ar­efni úr ösku­kenndum leir og Jenan Esam Saleh Als­hehab frá Kúveit sem hefur unnið að þráð­lausu raf­magn­i,“ segir í til­kynn­ingu.

Í 3. sæti var svo Ervina Efzan ) frá Malasíu sem er að búa til gler úr ban­ana trefjum (stem) og losna þar með við eit­ur­efni eins og t.d. blý úr gler­inu.

Fyrr á árinu vann PayAna­lyt­ics fyrstu verð­laun á Wharton People Ana­lyt­ics Con­fer­ence, sem er keppni fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum sem haldin er af hinum virta við­skipta­há­skóla Wharton í Penn­syl­van­íu.

Fjöldi tilkynntra kynferðisafbrota mun hærri en vanalega
Tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglunnar fjölgar. Fjölgunin nemur 18 prósentum á tímabilinu.
Kjarninn 18. júlí 2019
Stjórn HB Granda samþykkir kaup á sölufélögum í Asíu og breytir nafninu í Brim
Félagið gerði kauptilboð í asísku félögin fyrir 4,4 milljarð króna. Nýtt nafn á að markaðssetja félagið á alþjóðamörkuðum.
Kjarninn 18. júlí 2019
Útganga án Brexit-samnings myndi valda efnahagslægð í Bretlandi
Efnahagslægð Breta mun hefjast á næsta ári verði enginn samningur gerður um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu samkvæmt Skrifstofu Bretlands um ábyrg fjárlög. Spá Seðlabanka Bretlands er þó mun svartsýnni.
Kjarninn 18. júlí 2019
Ólafur Margeirsson
Hvaða lausafjárskortur?
Kjarninn 18. júlí 2019
Lækka skerðingu örorkubóta
Ný lagabreyting breytir tekjuviðmiði örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Formaður Öryrkjabandalags Íslands segir hópinn nú fá 35 aura afslátt af krónu á móti krónu skerðingunni og hún nemi 65 prósentum í stað hundrað.
Kjarninn 18. júlí 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Sigurður Ingi vill ganga eins langt og hægt er í nýrri löggjöf um jarðakaup
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, segist binda vonir við að frumvarp um jarðakaup útlendinga hér á landi verði tilbúið snemma í haust.
Kjarninn 18. júlí 2019
Óskammfeilnir stjórnmálamenn koma ítrekað fram með blekkingar
Hagfræðiprófessor segir að stjórnmál samtímans gangi nú í gegnum mikla erfiðleika, vegna veikara lýðræðis og uppgangs blekkinga óskammfeilinna stjórnmálamanna. Hann segir fjármálakreppuna hafa haft mikil áhrif um allan heim á uppgang popúlisma.
Kjarninn 17. júlí 2019
Katrín Jakobsdóttir segir ummæli Trump dæma sig sjálf
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir ummæli Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um þingkonur Demókrataflokksins óboðleg og segir ummælin dæma sig sjálf.
Kjarninn 17. júlí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent