Margrét Vilborg hlaut aðalverðlaun kvenfrumkvöðla

Sprotafyrirtækið PayAnalytics er í örum vexti þessi misserin.

Margret_Bjarnadottir-2.jpg
Auglýsing

Mar­grét Vil­borg Bjarna­dótt­ir, stofn­andi íslenska sprota­fyr­ir­tæk­is­ins PayAna­lyt­ics, hlaut nýverið aðal­verð­laun alþjóð­legs þings Heims­sam­taka frum­kvöðla- og upp­finn­inga­kvenna GWI­IN, sem fram fór í London 27. – 28. júní.

Mar­grét kynnti á þing­inu nýsköp­un­ina að baki hug­bún­að­ar­lausn­inni sem gerir fyr­ir­tækjum kleift að fram­kvæma launa­grein­ing­ar, skoða áhrif launa­á­kvarð­ana og ráð­ast á launa­bil kynj­anna með aðgerð­ar­á­ætlun og kostn­að­ar­grein­ing­u. 

Einnig hjálpar PayAna­lyt­ics til við að halda launa­bil­inu lok­uðu með launa­til­lögum fyrir nýráðn­ingar og þá sem fær­ast til í starfi. Nýsköp­unin að baki lausn­inni felst í stærð­fræði­al­grímum til að loka launa­bilum og í því að setja fram flókna töl­fræði og stærð­fræði­líkön á auð­skilj­an­legan og not­enda­vænan hátt.

Auglýsing

„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem íslenskar konur hljóta við­ur­kenn­ingu á ráð­stefn­unni, en Sandra Mjöll Jóns­dóttir hlaut sömu verð­laun árið 2017. Þær sem deildu með sér 2. sæt­inu voru Dr. Raf­iza ABD Razak frá Malasíu sem hefur unnið að rann­sóknum á nýj­ungum í bygg­ing­ar­efn­um, þá sér­stak­lega að búa til bygg­ing­ar­efni úr ösku­kenndum leir og Jenan Esam Saleh Als­hehab frá Kúveit sem hefur unnið að þráð­lausu raf­magn­i,“ segir í til­kynn­ingu.

Í 3. sæti var svo Ervina Efzan ) frá Malasíu sem er að búa til gler úr ban­ana trefjum (stem) og losna þar með við eit­ur­efni eins og t.d. blý úr gler­inu.

Fyrr á árinu vann PayAna­lyt­ics fyrstu verð­laun á Wharton People Ana­lyt­ics Con­fer­ence, sem er keppni fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­unum sem haldin er af hinum virta við­skipta­há­skóla Wharton í Penn­syl­van­íu.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Á virkilega að hækka matarverð í kófinu?
Kjarninn 2. desember 2020
Maður með grímu gengur fyrir framan skilti þar sem varað er við því að borða leðurblökur og beltisdýr en úr þeim er kórónuveiran talin upprunin.
Wuhan-skjölin: Mörg og alvarleg mistök í upphafi faraldursins í Kína
Sjúklingar biðu í yfir þrjár vikur að meðaltali eftir greiningu, falskar niðurstöður fengust úr sýnatökum og skæður inflúensufaraldur geisaði á sama tíma og fyrstu tilfelli sjúkdóms af völdum nýrrar veiru komu upp í Wuhan.
Kjarninn 2. desember 2020
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Boðar andstöðu við stjórnarfrumvörp ráðherra Framsóknar og VG
Óli Björn Kárason þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar hugmyndafræðina að baki frumvarpi Sigurðar Inga Jóhannssonar samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um lágmarksfjölda íbúa í sveitarfélögum „ógeðfellda“ í grein í Morgunblaðinu í dag.
Kjarninn 2. desember 2020
Stefán Ólafsson
Brot Sigríðar Á. Andersen
Kjarninn 2. desember 2020
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Umfangsmestu krónukaup Seðlabankans á þessari öld
Seðlabankinn hefur aldrei keypt jafnmikið af krónum á þessari öld og í síðasta mánuði. Tvær af hverjum þremur krónum sem seldar voru á gjaldeyrismarkaði voru keyptar af Seðlabankanum í október.
Kjarninn 2. desember 2020
Hitaspá á hádegi á laugardag: Fjólublái liturinn táknar frost á bilinu 12-20 stig.
Hrollvekjandi viðvaranir veðurfræðinga: „Stórhríð“ og „hörkufrost“
Ekkert nema norðan stormur í kortunum. Fyrsta alvöru norðanáhlaup vetrarins. Hreinræktað heimskautaloft mun steypast yfir okkur. Dúða ætti leikskólabörn og spara heita vatnið. Viðvaranir vegna kuldakastsins næstu daga eru allt annað en blíðlegar.
Kjarninn 2. desember 2020
Angel Gurría, aðalritari OECD
OECD hvetur til fjárfestingar í menntun á Íslandi
Samkvæmt Efnahags- og framfarastofnuninni ættu stjórnvöld hér á landi að ráðast í samkeppniseflandi aðgerðir, auk fjárfestingar í menntun, rannsókn og þróun og aðgerðum sem miðla að grænum hagvexti.
Kjarninn 2. desember 2020
Jónas Atli Gunnarsson
Misskilningur um laun
Kjarninn 2. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent