Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi

Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.

„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Auglýsing

Síð­ustu dagar heilsu­gæslu­stöðv­ar­innar í Jackson, Miss­issippi, sem veitt hefur þung­un­ar­rofs­þjón­ustu, hafa verið til­finn­inga­þrungnir eftir að Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna felldi rétt til þung­un­ar­rofs úr gildi.

­Síð­ast­lið­inn föstu­dag felldi Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna úr gildi nið­ur­stöðu í dóms­máli frá 1973, Roe gegn Wade, sem tryggði rétt lands­manna til þung­un­ar­rofs. Við ógild­ing­una hófst sam­stundis inn­leið­ing laga í þrettán ríkjum Banda­ríkj­anna sem banna þung­un­ar­rof. Miss­issippi er eitt þeirra.

Á laug­ar­dags­morg­un, innan við sól­ar­hring eftir að stjórn­ar­skrár­var­inn réttur kvenna til þung­un­ar­rofs var felldur úr gildi, kom ung kona að Jackson-heilsu­gæsl­unni í Miss­issippi, einu heilsu­gæsl­unni í rík­inu sem veitir þung­un­ar­rofs­þjón­ustu. Unga konan var álút og reyndi að láta lítið fyrir sér fara. Með henni í för var eldri kona og ungur mað­ur, stein­runn­inn á svip, með byssu í slíðri á mjöð­minni. Unga konan virt­ist skelf­ingu lost­in.

Auglýsing

Blaða­maður New York Times fylgd­ist með atburð­ar­rásinni fyrir framan „bleika hús­ið“, eins og Jackson-heilsu­gæslan, sem þjón­ustar aðeins kon­ur, er jafnan köll­uð.

Á bíla­stæð­inu fyrir utan heilsu­gæsl­una mátti ann­ars vegar finna and­stæð­inga þung­un­ar­rofs og hins vegar sjálf­boða­liða sem höfðu það hlut­verk að koma konum sem leit­uðu til heilsu­gæsl­unnar inn á heilu og höldnu og án afskipta. Hávær rokktón­list var til að mynda spiluð í þeirri von að hrekja burt mót­mæl­end­ur.

Prest­ur, Doug Lane að nafni, nálg­að­ist eldri kon­una og hvatti hana til að sann­færa ungu kon­una að hætta við þung­un­ar­rof­ið. „Ég vildi að hún eign­að­ist barn­ið,“ sagði kon­an, skjálf­andi röddu.

Ljóst er að allt þetta – pré­dik­un­in, ótta­slegnir skjól­stæð­ing­ar, rokktón­listin og blóðug mót­mæla­skilti – verða brátt á bak og burt. Bann við þung­un­ar­rofi mun taka gildi í rík­inu innan nokk­urra daga. En þangað til mun heilsu­gæslan í bleika hús­inu sinna eins mörgum konum og mögu­legt er, þar til hún verður skylduð til að skella í lás.

Þunga­miðjan í þung­un­ar­rofsum­ræð­unni

Með meiri­hluta­á­liti Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna sem sam­þykkt var fyrir helgi færð­ist réttur til þung­un­ar­rofs í hendur ein­stakra ríkja. Miss­issippi er eitt þrettán ríkja þar sem bannið tekur þegar gildi, með milli­göngu rík­is­sak­sókn­ara. Bannið hefur þegar tekið gildi í níu ríkjum.

„Pink House Defenders“ vernda konur sem leita til heilsugæslustoðvarinnar frá aðkasta mótmlenda. Mynd: Twitter

Miss­issippi hefur verið áber­andi í umræð­unni um þung­un­ar­rof í Banda­ríkj­un­um. Svokölluð Miss­issippi- lög­gjöf, sem bannar þung­un­­ar­rof eftir fimmtán vikna með­­­göngu nema að brýn lækn­is­fræð­i­­leg þörf sé á, var í hugum and­­stæð­inga þung­un­­ar­rofs „stóra mál­ið“ sem átti að draga tenn­­urnar úr Roe gegn Wade.

Með úrskurði hæsta­réttar fyrir helgi sem snýr að Miss­issippi-lög­gjöf­inni, Dobbs gegn Jackson Women‘s Health Org­an­ization, var stjórn­ar­skrár­var­inn réttur kvenna til þung­un­ar­rofs afnum­inn og dómi í máli Roe gegn Wade frá 1973 hnekkt.

Rík­is­sak­sókn­ari í Miss­issippi hefur ekki enn stað­fest úrskurð hæsta­réttar

Í Miss­issippi er einnig í gildi sér­stök lög­gjöf frá 2007 sem kveður á um bann við þung­un­ar­rofi um leið og Roe gegn Wade fellur úr gildi. Það hefur nú raun­gerst og kemur það í hlut Lynn Flitch rík­is­sak­sókn­ara að stað­festa nið­ur­stöðu hæsta­rétt­ar.

Hún hefur enn ekki gert svo en mun eflaust láta verða af því á næstu dög­um. Bann við þung­un­ar­rofi mun taka gildi tíu dögum eftir und­ir­rit­un­ina. Fitch er repúblikani og tók hún ákvörðun hæsta­réttar á föstu­dag fagn­andi og sagði hana „sig­ur, ekki ein­ungis fyrir konur og börn heldur einnig dóm­stól­inn sjálfan“.

Jackson-heilsu­gæslan þjón­ustar aðeins konur og er eina heil­brigð­is­stofn­unin í Miss­issippi sem býður upp á þung­un­ar­rofs­þjón­ustu. „Þung­un­ar­rof er okkar fag og það er það sem við ætlum að gera, að tryggja konum aðgeng­i,“ segir Diane Derzis, eig­andi heilsu­gæslu­stöðv­ar­inn­ar. Sjálf gekkst Derzis undir þung­un­ar­rof árið 1973, sama ár og dómur féll í Roe gegn Wade. Ári seinna hóf hún störf á heilsu­gæslu fyrir kon­ur. Í dag er hún 68 ár og hefur sinnt drauma­starf­inu í öll þessi ár, að eigin sögn, með því að reka stofn­anir sem bjóða upp á þung­urn­ar­rof fyrir konur sem á því þurfa að halda.

„Við erum ekki að fara,“ segir Derz­is.

Það reyn­ist rétt. Að minnsta kosti þar til rík­is­sak­sókn­ar­inn skrifar und­ir. En Derzis hefur hugsað lengra og skipu­leggur nú opnun heilsu­gæslu­stöðv­ar­innar í Nýju-­Mexíkó, um 1.800 kíló­metrum frá Jackson, þar sem lög­gjöfin er hlið­holl þung­un­ar­rofi.

Mun halda áfram að sinna konum frá Miss­issippi

„Stað­reyndin er kannski sú að við verðum ekki hér að eilífu en það þýðir ekki að við munum hætta að þjóna konum frá Miss­issippi, eða hverjum þeim sem þarfn­ast okk­ar,“ segir Derz­is.

Miss­issippi er meðal fátæk­ustu ríkja Banda­ríkj­anna þar sem 19,6 pró­sent íbúa lifa undir fátækt­ar­mörkum. Vinna Derzis og sjálf­boða­liða á hennar vegum snýr því einnig að tryggja aðgengi þessa hóps að þung­un­ar­rofs­þjón­ustu.

Á meðan starf­semin heldur áfram á Jacksonöheilsu­gæsl­unni má gera ráð fyrir mót­mæl­endum fyrir utan bleika hús­ið, sem séra Lane segir „sær­and­i“. Það mun ekki stöðva Derzis og sjálf­boða­liða á hennar vegum í að tryggja að konur sem óska eftir þung­un­ar­rofs­þjón­ustu fái slíka, svo lengi sem lögin í Miss­issippi heim­ila það.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent