Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi

Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.

„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Auglýsing

Síð­ustu dagar heilsu­gæslu­stöðv­ar­innar í Jackson, Miss­issippi, sem veitt hefur þung­un­ar­rofs­þjón­ustu, hafa verið til­finn­inga­þrungnir eftir að Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna felldi rétt til þung­un­ar­rofs úr gildi.

­Síð­ast­lið­inn föstu­dag felldi Hæsti­réttur Banda­ríkj­anna úr gildi nið­ur­stöðu í dóms­máli frá 1973, Roe gegn Wade, sem tryggði rétt lands­manna til þung­un­ar­rofs. Við ógild­ing­una hófst sam­stundis inn­leið­ing laga í þrettán ríkjum Banda­ríkj­anna sem banna þung­un­ar­rof. Miss­issippi er eitt þeirra.

Á laug­ar­dags­morg­un, innan við sól­ar­hring eftir að stjórn­ar­skrár­var­inn réttur kvenna til þung­un­ar­rofs var felldur úr gildi, kom ung kona að Jackson-heilsu­gæsl­unni í Miss­issippi, einu heilsu­gæsl­unni í rík­inu sem veitir þung­un­ar­rofs­þjón­ustu. Unga konan var álút og reyndi að láta lítið fyrir sér fara. Með henni í för var eldri kona og ungur mað­ur, stein­runn­inn á svip, með byssu í slíðri á mjöð­minni. Unga konan virt­ist skelf­ingu lost­in.

Auglýsing

Blaða­maður New York Times fylgd­ist með atburð­ar­rásinni fyrir framan „bleika hús­ið“, eins og Jackson-heilsu­gæslan, sem þjón­ustar aðeins kon­ur, er jafnan köll­uð.

Á bíla­stæð­inu fyrir utan heilsu­gæsl­una mátti ann­ars vegar finna and­stæð­inga þung­un­ar­rofs og hins vegar sjálf­boða­liða sem höfðu það hlut­verk að koma konum sem leit­uðu til heilsu­gæsl­unnar inn á heilu og höldnu og án afskipta. Hávær rokktón­list var til að mynda spiluð í þeirri von að hrekja burt mót­mæl­end­ur.

Prest­ur, Doug Lane að nafni, nálg­að­ist eldri kon­una og hvatti hana til að sann­færa ungu kon­una að hætta við þung­un­ar­rof­ið. „Ég vildi að hún eign­að­ist barn­ið,“ sagði kon­an, skjálf­andi röddu.

Ljóst er að allt þetta – pré­dik­un­in, ótta­slegnir skjól­stæð­ing­ar, rokktón­listin og blóðug mót­mæla­skilti – verða brátt á bak og burt. Bann við þung­un­ar­rofi mun taka gildi í rík­inu innan nokk­urra daga. En þangað til mun heilsu­gæslan í bleika hús­inu sinna eins mörgum konum og mögu­legt er, þar til hún verður skylduð til að skella í lás.

Þunga­miðjan í þung­un­ar­rofsum­ræð­unni

Með meiri­hluta­á­liti Hæsta­réttar Banda­ríkj­anna sem sam­þykkt var fyrir helgi færð­ist réttur til þung­un­ar­rofs í hendur ein­stakra ríkja. Miss­issippi er eitt þrettán ríkja þar sem bannið tekur þegar gildi, með milli­göngu rík­is­sak­sókn­ara. Bannið hefur þegar tekið gildi í níu ríkjum.

„Pink House Defenders“ vernda konur sem leita til heilsugæslustoðvarinnar frá aðkasta mótmlenda. Mynd: Twitter

Miss­issippi hefur verið áber­andi í umræð­unni um þung­un­ar­rof í Banda­ríkj­un­um. Svokölluð Miss­issippi- lög­gjöf, sem bannar þung­un­­ar­rof eftir fimmtán vikna með­­­göngu nema að brýn lækn­is­fræð­i­­leg þörf sé á, var í hugum and­­stæð­inga þung­un­­ar­rofs „stóra mál­ið“ sem átti að draga tenn­­urnar úr Roe gegn Wade.

Með úrskurði hæsta­réttar fyrir helgi sem snýr að Miss­issippi-lög­gjöf­inni, Dobbs gegn Jackson Women‘s Health Org­an­ization, var stjórn­ar­skrár­var­inn réttur kvenna til þung­un­ar­rofs afnum­inn og dómi í máli Roe gegn Wade frá 1973 hnekkt.

Rík­is­sak­sókn­ari í Miss­issippi hefur ekki enn stað­fest úrskurð hæsta­réttar

Í Miss­issippi er einnig í gildi sér­stök lög­gjöf frá 2007 sem kveður á um bann við þung­un­ar­rofi um leið og Roe gegn Wade fellur úr gildi. Það hefur nú raun­gerst og kemur það í hlut Lynn Flitch rík­is­sak­sókn­ara að stað­festa nið­ur­stöðu hæsta­rétt­ar.

Hún hefur enn ekki gert svo en mun eflaust láta verða af því á næstu dög­um. Bann við þung­un­ar­rofi mun taka gildi tíu dögum eftir und­ir­rit­un­ina. Fitch er repúblikani og tók hún ákvörðun hæsta­réttar á föstu­dag fagn­andi og sagði hana „sig­ur, ekki ein­ungis fyrir konur og börn heldur einnig dóm­stól­inn sjálfan“.

Jackson-heilsu­gæslan þjón­ustar aðeins konur og er eina heil­brigð­is­stofn­unin í Miss­issippi sem býður upp á þung­un­ar­rofs­þjón­ustu. „Þung­un­ar­rof er okkar fag og það er það sem við ætlum að gera, að tryggja konum aðgeng­i,“ segir Diane Derzis, eig­andi heilsu­gæslu­stöðv­ar­inn­ar. Sjálf gekkst Derzis undir þung­un­ar­rof árið 1973, sama ár og dómur féll í Roe gegn Wade. Ári seinna hóf hún störf á heilsu­gæslu fyrir kon­ur. Í dag er hún 68 ár og hefur sinnt drauma­starf­inu í öll þessi ár, að eigin sögn, með því að reka stofn­anir sem bjóða upp á þung­urn­ar­rof fyrir konur sem á því þurfa að halda.

„Við erum ekki að fara,“ segir Derz­is.

Það reyn­ist rétt. Að minnsta kosti þar til rík­is­sak­sókn­ar­inn skrifar und­ir. En Derzis hefur hugsað lengra og skipu­leggur nú opnun heilsu­gæslu­stöðv­ar­innar í Nýju-­Mexíkó, um 1.800 kíló­metrum frá Jackson, þar sem lög­gjöfin er hlið­holl þung­un­ar­rofi.

Mun halda áfram að sinna konum frá Miss­issippi

„Stað­reyndin er kannski sú að við verðum ekki hér að eilífu en það þýðir ekki að við munum hætta að þjóna konum frá Miss­issippi, eða hverjum þeim sem þarfn­ast okk­ar,“ segir Derz­is.

Miss­issippi er meðal fátæk­ustu ríkja Banda­ríkj­anna þar sem 19,6 pró­sent íbúa lifa undir fátækt­ar­mörkum. Vinna Derzis og sjálf­boða­liða á hennar vegum snýr því einnig að tryggja aðgengi þessa hóps að þung­un­ar­rofs­þjón­ustu.

Á meðan starf­semin heldur áfram á Jacksonöheilsu­gæsl­unni má gera ráð fyrir mót­mæl­endum fyrir utan bleika hús­ið, sem séra Lane segir „sær­and­i“. Það mun ekki stöðva Derzis og sjálf­boða­liða á hennar vegum í að tryggja að konur sem óska eftir þung­un­ar­rofs­þjón­ustu fái slíka, svo lengi sem lögin í Miss­issippi heim­ila það.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiErlent