Skot hvalveiðimanna geigaði – aftur

Langreyður sem dregin var á land í Hvalfirði í gær var með ósprunginn skutulinn í sér. Það getur hafa lengt dauðastríð hennar. Dýraverndunarsamtök vilja að matvælaráðherra stöðvi veiðarnar svo rannsaka megi meint brot á lögum um hvalveiðar og velferð dýra

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutulinn í langreyðinni í gær.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutulinn í langreyðinni í gær.
Auglýsing

Snemma í gær­morg­un, 19. júlí, kom hval­veiði­skipið Hvalur 9 með lang­reyði að landi í hval­stöð­inni í Hval­firði og hafði hún sprengiskutul í síðu sinni – ósprung­inn. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem skot hval­veiði­mann­anna geig­ar, að því er virð­ist, á yfir­stand­andi ver­tíð.

Krist­ján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf. virti skut­ul­inn fyrir sér í dýr­inu áður en að hann var fjar­lægð­ur. Sprengjan í skutl­in­um, sem er lög­bundið dráp­stól við veið­arn­ar, á að deyða dýrið sam­stund­is. Ef hún springur ekki þarf að hlaða byss­una aftur og hleypa af. Það getur tekið margar mín­útur og lengt dauða­stríð hvals­ins.

„Skytt­unni um borð í Hval 9 mistókst aug­ljós­lega að skjóta bana­skoti í fyrstu til­raun,“ segir Arne Feu­er­hahn, fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­vernd­ar­sam­tak­anna Hard to Port, sem fylgd­ist líkt og fleiri dýra­vernd­un­ar­sinnar með því þegar lang­reyð­ur­in, kven­dýr, var dregin á land með þau ummerki á skrokk sínum sem að framan er lýst. Hann segir að ann­ars staðar á skrokki hennar hafi sést merki um seinna skot­ið. „Við göngum út frá því að annað skot hafi þurft til að enda þján­ingar dýrs­ins.“

Hins veg­ar, bendir hann á, sjá­ist auk ummerkja eftir tvö skot úr sprengju­skut­li, mun minna sár við annað bægsli lang­reyð­ar­inn­ar. Hugs­an­lega, segir í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna, er þar um að ræða sár eftir byssu­kúlu. Feu­er­hahn seg­ist ekki full­viss að svo sé en hval­veiði­bátar eru útbúnir rifflum sem eru not­aðir til þrauta­vara ef ekki tekst að drepa dýrið með skutli.

Auglýsing

Hard to Port hafa fylgst náið með því sem fram fer vegna hval­veið­anna við hval­stöð­ina í Hval­firði. Það voru einnig þau sem urðu vitni að því þegar annað kven­dýr var dregið á land 4. júlí með skut­ul­inn í síðu sinni. Kjarn­inn fékk það stað­fest hjá yfir­dýra­lækni Mat­væla­stofn­unar að þá hefði skot veiði­mann­anna geigað og hafnað í beini, höf­uð­kúpu dýrs­ins.

Miðað við þær myndir sem Hard to Port sendu með frétta­til­kynn­ingu sinni hefur það sama gerst í gær.

Langreyðurin með sprengiskutulinn í sér skorin og skoðuð. Mynd: Hard to Port

Líkt og Sig­ur­borg Daða­dóttir yfir­dýra­læknir lýsti í sam­tali við Kjarn­ann um helg­ina þarf sprengiskut­ull að kom­ast inn í hold til að hann springi. Eft­ir­lits­dýra­læknir frá MAST skoðar sér­hvern hval sem dreg­inn er á land. Ekki fyrr en að eft­ir­liti hans loknu má verka hval­inn.

Sævar Guð­munds­son, deild­ar­stjóri land­eft­ir­lits hjá Fiski­stofu, sagði við Kjarn­ann að skyttur sem ann­ist veiðar og aflífun dýra eigi að sækja við­ur­kennt nám­skeið í með­ferð skut­ul­byssa og sprengiskutla og í aflíf­un­ar­að­ferðum við hval­veið­ar.

Hvalur hf. eina fyr­ir­tækið á veiðum

Á Íslandi gilda sér­stök lög um hval­veið­ar. Í grunn­inn eru þau frá árinu 1949. Þeim var síð­ast breytt árið 2012. Sam­kvæmt þeim mega þeir einir stunda slíkar veiðar sem til þess hafa leyfi að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Núver­andi veiði­heim­ildir sem fyr­ir­tækið Hvalur hf. eitt nýt­ir, gilda út árið 2023.

Í byrjun júlí lagði mat­væla­ráðu­neytið til breyt­ingu á reglu­gerð um hval­veiðar sem fela m.a. í sér að skip­stjórum hval­veiði­skipa verði gert að til­nefna dýra­vel­ferð­ar­full­trúa sem beri ábyrgð á því að rétt verði staðið að vel­ferð hvala við veið­ar.

Í núgild­andi reglu­gerð kemur fram að ein­ungis skuli nota skut­ul­sprengjur af gerð­inni hvalgranat-99 og skal dýr aflífað „eins fljótt og kostur er“.

Kristján Loftsson fylgist með verkun langreyðarinnar í gær. Mynd: Hard to Port

En það eru fleiri lög sem gilda um hval­veiðar en sér­lögin fyrr­nefndu.

Sig­ur­borg yfir­dýra­læknir benti í því sam­bandi á að í lögum um vel­ferð dýra er sér­stakt ákvæði um veiðar í 27. gr. en þar seg­ir:

„Ávallt skal staðið að veiðum þannig að það valdi dýr­unum sem minnstum sárs­auka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma. Skylt er veiði­mönnum að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa þau dýr sem þeir hafa valdið áverk­um.

Við veiðar er óheim­ilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa lim­lest­ingum eða kvöl­um. Við veiðar á villtum dýrum skal að auki fara að fyr­ir­mælum gild­andi laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spen­dýr­um.“

Langreyðar geta orðið 80-90 ára gamlar. Hver þeirra safnar í sig um 33 tonnum af kolefni á lífsleiðinni, nái þær fullum aldri.

Næst­stærsta spen­dýr jarðar

Hvalir eru sann­ar­lega villt spen­dýr. Og þau langstærstu sem fyr­ir­finn­ast á plánet­unni Jörð. Lang­reyð­ur, sem Hvalur hf. veiðir nú af miklum móð, er næst­stærsta spen­dýr jarð­ar. Ein­ungis frænka henn­ar, steypireyð­ur­in, er stærri. Þær eru full­vaxnar 24-26 metrar að lengd og vega þá 60-75 tonn. Þetta eru lang­lífar skepn­ur, geta orðið 80-90 ára. Svipað gamlar og mann­skepn­an.

„Við höfum orðið vitni að og skráð aug­ljós og end­ur­tekin brot á lögum um dýra­vernd,“ segir Feu­er­hahn í nýj­ustu frétta­til­kynn­ingu Hard to Port. „Myndefni okkar sýnir svo ekki verður um villst að hvalir eru ekki drepnir „eins fljótt og kostur er“ á þessum veið­um. Við óskum eftir því að ráð­herra sjáv­ar­út­vegs og land­bún­aðar stöðvi veið­arnar þar til þess mál eru að fullu rann­sök­uð.“

Í rann­sókn sem Fiski­stofa lét gera árið 2014 kom í ljós að af 50 lang­reyðum sem fylgst var með veiðum á dóu 42 sam­stund­is. Það þýðir að sprengju­skut­ull­inn hafi hafnað í holdi. En átta dýr­anna dóu ekki strax og voru þá skotin aft­ur. Sú lang­reyður sem lengst tórði eftir fyrra skotið lifði í fimmtán mín­út­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent