Skot hvalveiðimanna geigaði – aftur

Langreyður sem dregin var á land í Hvalfirði í gær var með ósprunginn skutulinn í sér. Það getur hafa lengt dauðastríð hennar. Dýraverndunarsamtök vilja að matvælaráðherra stöðvi veiðarnar svo rannsaka megi meint brot á lögum um hvalveiðar og velferð dýra

Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutulinn í langreyðinni í gær.
Kristján Loftsson, forstjóri Hvals, skoðar sprengiskutulinn í langreyðinni í gær.
Auglýsing

Snemma í gær­morg­un, 19. júlí, kom hval­veiði­skipið Hvalur 9 með lang­reyði að landi í hval­stöð­inni í Hval­firði og hafði hún sprengiskutul í síðu sinni – ósprung­inn. Þetta er í annað sinn á nokkrum dögum sem skot hval­veiði­mann­anna geig­ar, að því er virð­ist, á yfir­stand­andi ver­tíð.

Krist­ján Lofts­son, for­stjóri Hvals hf. virti skut­ul­inn fyrir sér í dýr­inu áður en að hann var fjar­lægð­ur. Sprengjan í skutl­in­um, sem er lög­bundið dráp­stól við veið­arn­ar, á að deyða dýrið sam­stund­is. Ef hún springur ekki þarf að hlaða byss­una aftur og hleypa af. Það getur tekið margar mín­útur og lengt dauða­stríð hvals­ins.

„Skytt­unni um borð í Hval 9 mistókst aug­ljós­lega að skjóta bana­skoti í fyrstu til­raun,“ segir Arne Feu­er­hahn, fram­kvæmda­stjóri sjáv­ar­vernd­ar­sam­tak­anna Hard to Port, sem fylgd­ist líkt og fleiri dýra­vernd­un­ar­sinnar með því þegar lang­reyð­ur­in, kven­dýr, var dregin á land með þau ummerki á skrokk sínum sem að framan er lýst. Hann segir að ann­ars staðar á skrokki hennar hafi sést merki um seinna skot­ið. „Við göngum út frá því að annað skot hafi þurft til að enda þján­ingar dýrs­ins.“

Hins veg­ar, bendir hann á, sjá­ist auk ummerkja eftir tvö skot úr sprengju­skut­li, mun minna sár við annað bægsli lang­reyð­ar­inn­ar. Hugs­an­lega, segir í frétta­til­kynn­ingu sam­tak­anna, er þar um að ræða sár eftir byssu­kúlu. Feu­er­hahn seg­ist ekki full­viss að svo sé en hval­veiði­bátar eru útbúnir rifflum sem eru not­aðir til þrauta­vara ef ekki tekst að drepa dýrið með skutli.

Auglýsing

Hard to Port hafa fylgst náið með því sem fram fer vegna hval­veið­anna við hval­stöð­ina í Hval­firði. Það voru einnig þau sem urðu vitni að því þegar annað kven­dýr var dregið á land 4. júlí með skut­ul­inn í síðu sinni. Kjarn­inn fékk það stað­fest hjá yfir­dýra­lækni Mat­væla­stofn­unar að þá hefði skot veiði­mann­anna geigað og hafnað í beini, höf­uð­kúpu dýrs­ins.

Miðað við þær myndir sem Hard to Port sendu með frétta­til­kynn­ingu sinni hefur það sama gerst í gær.

Langreyðurin með sprengiskutulinn í sér skorin og skoðuð. Mynd: Hard to Port

Líkt og Sig­ur­borg Daða­dóttir yfir­dýra­læknir lýsti í sam­tali við Kjarn­ann um helg­ina þarf sprengiskut­ull að kom­ast inn í hold til að hann springi. Eft­ir­lits­dýra­læknir frá MAST skoðar sér­hvern hval sem dreg­inn er á land. Ekki fyrr en að eft­ir­liti hans loknu má verka hval­inn.

Sævar Guð­munds­son, deild­ar­stjóri land­eft­ir­lits hjá Fiski­stofu, sagði við Kjarn­ann að skyttur sem ann­ist veiðar og aflífun dýra eigi að sækja við­ur­kennt nám­skeið í með­ferð skut­ul­byssa og sprengiskutla og í aflíf­un­ar­að­ferðum við hval­veið­ar.

Hvalur hf. eina fyr­ir­tækið á veiðum

Á Íslandi gilda sér­stök lög um hval­veið­ar. Í grunn­inn eru þau frá árinu 1949. Þeim var síð­ast breytt árið 2012. Sam­kvæmt þeim mega þeir einir stunda slíkar veiðar sem til þess hafa leyfi að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Núver­andi veiði­heim­ildir sem fyr­ir­tækið Hvalur hf. eitt nýt­ir, gilda út árið 2023.

Í byrjun júlí lagði mat­væla­ráðu­neytið til breyt­ingu á reglu­gerð um hval­veiðar sem fela m.a. í sér að skip­stjórum hval­veiði­skipa verði gert að til­nefna dýra­vel­ferð­ar­full­trúa sem beri ábyrgð á því að rétt verði staðið að vel­ferð hvala við veið­ar.

Í núgild­andi reglu­gerð kemur fram að ein­ungis skuli nota skut­ul­sprengjur af gerð­inni hvalgranat-99 og skal dýr aflífað „eins fljótt og kostur er“.

Kristján Loftsson fylgist með verkun langreyðarinnar í gær. Mynd: Hard to Port

En það eru fleiri lög sem gilda um hval­veiðar en sér­lögin fyrr­nefndu.

Sig­ur­borg yfir­dýra­læknir benti í því sam­bandi á að í lögum um vel­ferð dýra er sér­stakt ákvæði um veiðar í 27. gr. en þar seg­ir:

„Ávallt skal staðið að veiðum þannig að það valdi dýr­unum sem minnstum sárs­auka og aflífun þeirra taki sem skemmstan tíma. Skylt er veiði­mönnum að gera það sem í þeirra valdi stendur til að aflífa þau dýr sem þeir hafa valdið áverk­um.

Við veiðar er óheim­ilt að beita aðferðum sem valda dýri óþarfa lim­lest­ingum eða kvöl­um. Við veiðar á villtum dýrum skal að auki fara að fyr­ir­mælum gild­andi laga um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spen­dýr­um.“

Langreyðar geta orðið 80-90 ára gamlar. Hver þeirra safnar í sig um 33 tonnum af kolefni á lífsleiðinni, nái þær fullum aldri.

Næst­stærsta spen­dýr jarðar

Hvalir eru sann­ar­lega villt spen­dýr. Og þau langstærstu sem fyr­ir­finn­ast á plánet­unni Jörð. Lang­reyð­ur, sem Hvalur hf. veiðir nú af miklum móð, er næst­stærsta spen­dýr jarð­ar. Ein­ungis frænka henn­ar, steypireyð­ur­in, er stærri. Þær eru full­vaxnar 24-26 metrar að lengd og vega þá 60-75 tonn. Þetta eru lang­lífar skepn­ur, geta orðið 80-90 ára. Svipað gamlar og mann­skepn­an.

„Við höfum orðið vitni að og skráð aug­ljós og end­ur­tekin brot á lögum um dýra­vernd,“ segir Feu­er­hahn í nýj­ustu frétta­til­kynn­ingu Hard to Port. „Myndefni okkar sýnir svo ekki verður um villst að hvalir eru ekki drepnir „eins fljótt og kostur er“ á þessum veið­um. Við óskum eftir því að ráð­herra sjáv­ar­út­vegs og land­bún­aðar stöðvi veið­arnar þar til þess mál eru að fullu rann­sök­uð.“

Í rann­sókn sem Fiski­stofa lét gera árið 2014 kom í ljós að af 50 lang­reyðum sem fylgst var með veiðum á dóu 42 sam­stund­is. Það þýðir að sprengju­skut­ull­inn hafi hafnað í holdi. En átta dýr­anna dóu ekki strax og voru þá skotin aft­ur. Sú lang­reyður sem lengst tórði eftir fyrra skotið lifði í fimmtán mín­út­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent