Hvalir og kolefnisförgun

Margrét Tryggvadóttir skrifar um hvalveiðar og að „uppi á Íslandi finnst einum frekum karli góð hugmynd að veiða hvali þrátt fyrir allt það tjón sem því hefur fylgt síðustu áratugi“.

Auglýsing

Nátt­úran geymir lausnir við flestum vanda­mál­um, líka lofts­lags­vánni. Sumar þeirra reynum við að nota til að vega upp á móti eigin sóða­skap – olíu­bruna, óum­hverf­is­væna ferða­máta og neyslu­venj­ur. Mann­kyn­inu, og Íslend­ingum sér­stak­lega, gengur illa að hemja neyslu og leiðir til kolefn­is­förg­unar hafa verið ræddar og reynd­ar. Car­bfix er t.a.m. frá­bært fyr­ir­brigði. Þar er aldeilis hugsað í lausnum og þótt ólík­legt sé að þetta íslenska fyr­ir­tæki í eigu OR geti leyst stærsta vanda­mál okkar tíma vona ég að það sé sann­ar­lega hluti af lausn­inni.

Hug­mynd Car­bfix gengur einmitt út á að hraða nátt­úru­legum ferlum og breyta CO2 í stein á mun skemmri tíma en það tæki í nátt­úr­unni. Frá stofnun hefur Car­bfix bundið 70.000 tonn af CO2.

Mörg hafa einnig reynt að kolefn­is­jafna sitt brölt með því að planta trjám eða fá aðra til þess, t.d. fyr­ir­tæki eins og Kol­við. Á vef þess segir að rækt­aðir skógar á Íslandi bindi nú um 330.000 tonn af CO2 og að árlega með­al­bind­ing rækt­aðra skóga á Íslandi sé 7,2 tonn af CO2 á hekt­ara.

Auglýsing

Síð­ustu ár hefur enn ein lausn opin­ber­ast okkur en ein­hverra hluta vegna hefur hún ekki verið mikið í umræð­unni. Nú er ljóst að stærstu skepnur jarðar eru líka öfl­ugastar allra líf­vera er kemur að kolefn­is­förg­un. Sam­kvæmt nýlegri úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins fangar meðal stór­hveli 33 tonn af CO2 á líf­tíma sín­um. Deyi hval­ur­inn nátt­úru­legum dauð­daga sekkur hann niður á hafs­botn og kolefnið með. Þannig bindur hann kolefnið öldum sam­an. Sé hval­ur­inn hins vegar veiddur og dreg­inn á land, t.d. í Hval­firði, skor­inn og étinn (eða geymdur í frysti því kaup­endur eru ekki á hverju strái) fer kolefnið út í and­rúms­loft­ið.

Og ekki nóg með það. Stærstu líf­verur jarðar og sumar þær minnstu geta ekki án hvorrar ann­arar ver­ið. Skíð­is­hvalir lifa ekki bara á svifi heldur nærir úrgangur þeirra svif­ið. Því fleiri hval­ir, því meira svif og öfugt. Og svif fram­leiðir ekki ein­ungis um 50% af öllu súr­efni jarð­ar, það er einnig öfl­ugt í að fanga og farga kolefni. Sam­kvæmt fyrr­nefndri úttekt AGS fangar svif­ið, þessar örsmáu líf­ver­ur, 1,7 billjón tonn af CO2, eða álíka og fjórir Amazon regn­skóg­ar. Það er um 40% CO2 fram­leiðslu heims­ins. Svifið er ekki ein­ungis nauð­syn­leg fæða fyrir hvali heldur ein af und­ir­stöðum alls lífs í haf­inu.

En uppi á Íslandi finnst einum frekum karli góð hug­mynd að veiða hvali þrátt fyrir allt það tjón sem því hefur fylgt síð­ustu ára­tugi. Skað­inn fyrir orð­spor þjóð­ar­innar og íslenskrar ferða­þjón­ustu sem hér er burð­ar­at­vinnu­grein er gríð­ar­legur en þó létt­vægur í stóra sam­heng­inu.

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið er auk þess aug­ljós­lega ekki virt. Ég læt mér nægja að vitna til þess sem Jóhannes Kjar­val sagði um smá­hvala­veið­ar:

„Hvers vegna öll þessi grimmd gegn smá­hvölum sem af ein­hverri fýsiskri nauð­syn þurfa að kom­ast á grynnra vatn? Þeir koma og heim­sækja okkur og við tökum á móti þeim eins og það hafi aldrei verið til nein menn­ing. Það kalla ég að tapa skóla, þegar menn sjá ekki í gegnum fingur sér við aðrar teg­undir í dýra­rík­in­u.“

Veiðar á lang­reyð­um, öðru stærsta dýri jarð­ar, eru aug­ljós­lega ekki menn­ing­ar- eða mann­úð­legri.

Við þurfum sem sagt að vernda hvali, ekki bara til að vera ekki menn­ing­ar­snauð svín heldur til að bjarga jörð­inni. Samt leyfir rík­is­stjórn Íslands Krist­jáni Lofts­syni að veiða 193 lang­reyð­ar. Það gerir hún þrátt fyrir stór­kost­legan skaða á orð­spori Íslands, ómann­úð­legar veiði­að­ferðir og þá stað­reynd að jafn­vel pen­inga­púk­arnir hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum bendi á að bann við hval­veiðum og verndun hvala­stofna sé að öllum lík­indum árang­urs­rík­asta þekkta leiðin til að fanga CO2 úr and­rúms­loft­inu.

Við sem þjóð erum fífl að láta það við­gang­ast og ættum að skamm­ast okk­ar.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar