Hvalir og kolefnisförgun

Margrét Tryggvadóttir skrifar um hvalveiðar og að „uppi á Íslandi finnst einum frekum karli góð hugmynd að veiða hvali þrátt fyrir allt það tjón sem því hefur fylgt síðustu áratugi“.

Auglýsing

Nátt­úran geymir lausnir við flestum vanda­mál­um, líka lofts­lags­vánni. Sumar þeirra reynum við að nota til að vega upp á móti eigin sóða­skap – olíu­bruna, óum­hverf­is­væna ferða­máta og neyslu­venj­ur. Mann­kyn­inu, og Íslend­ingum sér­stak­lega, gengur illa að hemja neyslu og leiðir til kolefn­is­förg­unar hafa verið ræddar og reynd­ar. Car­bfix er t.a.m. frá­bært fyr­ir­brigði. Þar er aldeilis hugsað í lausnum og þótt ólík­legt sé að þetta íslenska fyr­ir­tæki í eigu OR geti leyst stærsta vanda­mál okkar tíma vona ég að það sé sann­ar­lega hluti af lausn­inni.

Hug­mynd Car­bfix gengur einmitt út á að hraða nátt­úru­legum ferlum og breyta CO2 í stein á mun skemmri tíma en það tæki í nátt­úr­unni. Frá stofnun hefur Car­bfix bundið 70.000 tonn af CO2.

Mörg hafa einnig reynt að kolefn­is­jafna sitt brölt með því að planta trjám eða fá aðra til þess, t.d. fyr­ir­tæki eins og Kol­við. Á vef þess segir að rækt­aðir skógar á Íslandi bindi nú um 330.000 tonn af CO2 og að árlega með­al­bind­ing rækt­aðra skóga á Íslandi sé 7,2 tonn af CO2 á hekt­ara.

Auglýsing

Síð­ustu ár hefur enn ein lausn opin­ber­ast okkur en ein­hverra hluta vegna hefur hún ekki verið mikið í umræð­unni. Nú er ljóst að stærstu skepnur jarðar eru líka öfl­ugastar allra líf­vera er kemur að kolefn­is­förg­un. Sam­kvæmt nýlegri úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins fangar meðal stór­hveli 33 tonn af CO2 á líf­tíma sín­um. Deyi hval­ur­inn nátt­úru­legum dauð­daga sekkur hann niður á hafs­botn og kolefnið með. Þannig bindur hann kolefnið öldum sam­an. Sé hval­ur­inn hins vegar veiddur og dreg­inn á land, t.d. í Hval­firði, skor­inn og étinn (eða geymdur í frysti því kaup­endur eru ekki á hverju strái) fer kolefnið út í and­rúms­loft­ið.

Og ekki nóg með það. Stærstu líf­verur jarðar og sumar þær minnstu geta ekki án hvorrar ann­arar ver­ið. Skíð­is­hvalir lifa ekki bara á svifi heldur nærir úrgangur þeirra svif­ið. Því fleiri hval­ir, því meira svif og öfugt. Og svif fram­leiðir ekki ein­ungis um 50% af öllu súr­efni jarð­ar, það er einnig öfl­ugt í að fanga og farga kolefni. Sam­kvæmt fyrr­nefndri úttekt AGS fangar svif­ið, þessar örsmáu líf­ver­ur, 1,7 billjón tonn af CO2, eða álíka og fjórir Amazon regn­skóg­ar. Það er um 40% CO2 fram­leiðslu heims­ins. Svifið er ekki ein­ungis nauð­syn­leg fæða fyrir hvali heldur ein af und­ir­stöðum alls lífs í haf­inu.

En uppi á Íslandi finnst einum frekum karli góð hug­mynd að veiða hvali þrátt fyrir allt það tjón sem því hefur fylgt síð­ustu ára­tugi. Skað­inn fyrir orð­spor þjóð­ar­innar og íslenskrar ferða­þjón­ustu sem hér er burð­ar­at­vinnu­grein er gríð­ar­legur en þó létt­vægur í stóra sam­heng­inu.

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið er auk þess aug­ljós­lega ekki virt. Ég læt mér nægja að vitna til þess sem Jóhannes Kjar­val sagði um smá­hvala­veið­ar:

„Hvers vegna öll þessi grimmd gegn smá­hvölum sem af ein­hverri fýsiskri nauð­syn þurfa að kom­ast á grynnra vatn? Þeir koma og heim­sækja okkur og við tökum á móti þeim eins og það hafi aldrei verið til nein menn­ing. Það kalla ég að tapa skóla, þegar menn sjá ekki í gegnum fingur sér við aðrar teg­undir í dýra­rík­in­u.“

Veiðar á lang­reyð­um, öðru stærsta dýri jarð­ar, eru aug­ljós­lega ekki menn­ing­ar- eða mann­úð­legri.

Við þurfum sem sagt að vernda hvali, ekki bara til að vera ekki menn­ing­ar­snauð svín heldur til að bjarga jörð­inni. Samt leyfir rík­is­stjórn Íslands Krist­jáni Lofts­syni að veiða 193 lang­reyð­ar. Það gerir hún þrátt fyrir stór­kost­legan skaða á orð­spori Íslands, ómann­úð­legar veiði­að­ferðir og þá stað­reynd að jafn­vel pen­inga­púk­arnir hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum bendi á að bann við hval­veiðum og verndun hvala­stofna sé að öllum lík­indum árang­urs­rík­asta þekkta leiðin til að fanga CO2 úr and­rúms­loft­inu.

Við sem þjóð erum fífl að láta það við­gang­ast og ættum að skamm­ast okk­ar.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar