Hvalir og kolefnisförgun

Margrét Tryggvadóttir skrifar um hvalveiðar og að „uppi á Íslandi finnst einum frekum karli góð hugmynd að veiða hvali þrátt fyrir allt það tjón sem því hefur fylgt síðustu áratugi“.

Auglýsing

Nátt­úran geymir lausnir við flestum vanda­mál­um, líka lofts­lags­vánni. Sumar þeirra reynum við að nota til að vega upp á móti eigin sóða­skap – olíu­bruna, óum­hverf­is­væna ferða­máta og neyslu­venj­ur. Mann­kyn­inu, og Íslend­ingum sér­stak­lega, gengur illa að hemja neyslu og leiðir til kolefn­is­förg­unar hafa verið ræddar og reynd­ar. Car­bfix er t.a.m. frá­bært fyr­ir­brigði. Þar er aldeilis hugsað í lausnum og þótt ólík­legt sé að þetta íslenska fyr­ir­tæki í eigu OR geti leyst stærsta vanda­mál okkar tíma vona ég að það sé sann­ar­lega hluti af lausn­inni.

Hug­mynd Car­bfix gengur einmitt út á að hraða nátt­úru­legum ferlum og breyta CO2 í stein á mun skemmri tíma en það tæki í nátt­úr­unni. Frá stofnun hefur Car­bfix bundið 70.000 tonn af CO2.

Mörg hafa einnig reynt að kolefn­is­jafna sitt brölt með því að planta trjám eða fá aðra til þess, t.d. fyr­ir­tæki eins og Kol­við. Á vef þess segir að rækt­aðir skógar á Íslandi bindi nú um 330.000 tonn af CO2 og að árlega með­al­bind­ing rækt­aðra skóga á Íslandi sé 7,2 tonn af CO2 á hekt­ara.

Auglýsing

Síð­ustu ár hefur enn ein lausn opin­ber­ast okkur en ein­hverra hluta vegna hefur hún ekki verið mikið í umræð­unni. Nú er ljóst að stærstu skepnur jarðar eru líka öfl­ugastar allra líf­vera er kemur að kolefn­is­förg­un. Sam­kvæmt nýlegri úttekt Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðs­ins fangar meðal stór­hveli 33 tonn af CO2 á líf­tíma sín­um. Deyi hval­ur­inn nátt­úru­legum dauð­daga sekkur hann niður á hafs­botn og kolefnið með. Þannig bindur hann kolefnið öldum sam­an. Sé hval­ur­inn hins vegar veiddur og dreg­inn á land, t.d. í Hval­firði, skor­inn og étinn (eða geymdur í frysti því kaup­endur eru ekki á hverju strái) fer kolefnið út í and­rúms­loft­ið.

Og ekki nóg með það. Stærstu líf­verur jarðar og sumar þær minnstu geta ekki án hvorrar ann­arar ver­ið. Skíð­is­hvalir lifa ekki bara á svifi heldur nærir úrgangur þeirra svif­ið. Því fleiri hval­ir, því meira svif og öfugt. Og svif fram­leiðir ekki ein­ungis um 50% af öllu súr­efni jarð­ar, það er einnig öfl­ugt í að fanga og farga kolefni. Sam­kvæmt fyrr­nefndri úttekt AGS fangar svif­ið, þessar örsmáu líf­ver­ur, 1,7 billjón tonn af CO2, eða álíka og fjórir Amazon regn­skóg­ar. Það er um 40% CO2 fram­leiðslu heims­ins. Svifið er ekki ein­ungis nauð­syn­leg fæða fyrir hvali heldur ein af und­ir­stöðum alls lífs í haf­inu.

En uppi á Íslandi finnst einum frekum karli góð hug­mynd að veiða hvali þrátt fyrir allt það tjón sem því hefur fylgt síð­ustu ára­tugi. Skað­inn fyrir orð­spor þjóð­ar­innar og íslenskrar ferða­þjón­ustu sem hér er burð­ar­at­vinnu­grein er gríð­ar­legur en þó létt­vægur í stóra sam­heng­inu.

Dýra­vel­ferð­ar­sjón­ar­mið er auk þess aug­ljós­lega ekki virt. Ég læt mér nægja að vitna til þess sem Jóhannes Kjar­val sagði um smá­hvala­veið­ar:

„Hvers vegna öll þessi grimmd gegn smá­hvölum sem af ein­hverri fýsiskri nauð­syn þurfa að kom­ast á grynnra vatn? Þeir koma og heim­sækja okkur og við tökum á móti þeim eins og það hafi aldrei verið til nein menn­ing. Það kalla ég að tapa skóla, þegar menn sjá ekki í gegnum fingur sér við aðrar teg­undir í dýra­rík­in­u.“

Veiðar á lang­reyð­um, öðru stærsta dýri jarð­ar, eru aug­ljós­lega ekki menn­ing­ar- eða mann­úð­legri.

Við þurfum sem sagt að vernda hvali, ekki bara til að vera ekki menn­ing­ar­snauð svín heldur til að bjarga jörð­inni. Samt leyfir rík­is­stjórn Íslands Krist­jáni Lofts­syni að veiða 193 lang­reyð­ar. Það gerir hún þrátt fyrir stór­kost­legan skaða á orð­spori Íslands, ómann­úð­legar veiði­að­ferðir og þá stað­reynd að jafn­vel pen­inga­púk­arnir hjá Alþjóða­gjald­eyr­is­sjóðnum bendi á að bann við hval­veiðum og verndun hvala­stofna sé að öllum lík­indum árang­urs­rík­asta þekkta leiðin til að fanga CO2 úr and­rúms­loft­inu.

Við sem þjóð erum fífl að láta það við­gang­ast og ættum að skamm­ast okk­ar.

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meghan og Harry kynntust á Instagram. Hljómar kannski ekki eins og ævintýri, enda hafa þau sagt skilið við slík, að minnsta kosti konungleg ævintýri.
Sannleikur Harrys og Meghan – frá þeirra eigin sjónarhorni
Harry og Meghan fundu sig knúin til að segja „sinn eigin sannleika“ af samskiptum þeirra við konungsfjölskylduna og ákvörðun þeirra að segja skilið við allar konunglega skyldur. Sannleikurinn er nú aðgengilegur á Netflix en sitt sýnist hverjum.
Kjarninn 9. desember 2022
Ingrid Kuhlman
Sjö tegundir hvíldar
Kjarninn 9. desember 2022
Tillaga Andrésar Inga Jónsson, þingmanns Pírata, um að fresta umræðu um breytingu á lögum um útlendinga fram yfir áramót var felld við upphaf þingfundar. Stjórnarandstaðan sakar meirihlutann um að setja fjölda mála í uppnám með þessu.
Segja stjórnarmeirihlutann stilla öryrkjum upp á móti útlendingum
Tillaga þingmanns Pírata um að taka af dagskrá frumvarp um alþjóðlega vernd var felld á Alþingi. Stjórnarandstöðuþingmenn segja það fáránlegt að afgreiða eigi frumvarpið áður en eingreiðsla til öryrkja verði tekin fyrir á þingi.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Ekki upplýst formlega en leitað til hennar „í krafti vináttu og persónulegra tengsla“
Forsætisráðherra segir að hún hafi ekki verið upplýst formlega um að ráðherra hafi sýnt af sér vanvirðandi framkomu. Þegar leitað sé til hennar sem trúnaðarvinar sé um persónuleg málefni að ræða sem kalli ekki á að hún setji þau í farveg stjórnsýslumála.
Kjarninn 9. desember 2022
Hægt er að horfa á sjónvarp með ýmsum hætti.
Myndlyklum í útleigu fækkað um 25 þúsund á fimm árum
Þeim sem leigja myndlykla fyrir nokkur þúsund krónur á mánuði af fjarskiptafyrirtækjum til að horfa á sjónvarp hefur fækkað um tíu þúsund á einu ári. Fleiri og fleiri kjósa að horfa á sjónvarp í gegnum app.
Kjarninn 9. desember 2022
Hér sést annar mannanna vera leiddur inn í héraðsdóm eftir handtöku í september.
Búið að birta ákæru gegn tveimur mönnum fyrir að skipuleggja hryðjuverk
Í september voru tveir menn handteknir grunaðir um að hafa ætlað að fremja hryðjuverk á Íslandi. Þeir eru taldir hafa ætlað að ráðast að Alþingi og nafngreindum stjórnmálamönnum. Búið er að birta lögmönnum þeirra ákæru.
Kjarninn 9. desember 2022
Litla-Sandfell stendur um 95 metra upp úr Leitahrauni í Þrengslunum.
Náma í Litla-Sandfelli veldur „miklum neikvæðum umhverfisáhrifum“
Skipulagsstofnun telur Eden Mining vanmeta umhverfisáhrif námu í Litla-Sandfelli. Að fjarlægja fjall velti upp þeirri hugmynd „hvort verið sé að opna á þá framtíðarsýn að íslenskar jarðmyndanir verði í stórfelldum mæli fluttar út til sementsframleiðslu“.
Kjarninn 9. desember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fullyrt að stjórnvöld hafi breytt reglugerð til að aðstoða Pussy Riot eftir beiðni Ragnars
Mikil leynd hefur ríkt yfir því hverjir hafa fengið útgefin sérstök íslensk vegabréf á grundvelli reglugerðarbreytingar sem undirrituð var í vor. Nú er fullyrt að hennii hafi verið breytt eftir að Ragnar Kjartansson leitaði til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 9. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar